Morgunblaðið - 05.09.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 05.09.1964, Síða 6
M 0 RG U N BLAÐIÐ r taugardagur 5. sept. 1934 KaupiÖ |)aíl bezta Krafa um skaðabætur Braeð'urnir Ormsson Vesturgötu 3. — Sími 11407. NÝI.E<iA var í Hæstarétti kveðinn upp dómur í máli, er fiuðmundur Ásbjörnsson, Kópa- vogi höfðaði gegn fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs til greiðslu á skaðabótum að upphæð kr. 1.477.456.04 fyrir það, að minka- eldi var bannað með lögum, en stefnandi máls þessa hafði átt minkabú í Kópavogi. Málavextir eru sem hér segir: Guðmundur Ásbjörnsson hafði á sínum tíma minkabú í Kópavogi. Kvaðst hann hafa haft þar slíkt bú allt frá árinu 1939. Hann lét gera teikningu af minkahúsinu árið 1947: Ljósrit þessarar teikningár var lagt fram í málinu og kom þar fram að oddviti Seltjarnarneshrepps hafði ritað á teikninguna, að byggingin væri leyfð og þar var ennfremur áritun rikisráðunauts í loðdýraræktun, sem bar með sérr, að umrædd minkahús væru með steyptum gólfum og steypt- lun sökklum og væru viður- kennd sem lögmæt varzla á minkabúi. Eftir þetta lét stefnandi reisa Agætt héroðs- mót í A-Húna- votnssýslu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu var hald- ið á Blönduósi síðastliðinn sunnu dag. Fór mótið hið.bezta fram. Samkomuna setti og stjómaði Torfi Jónsson, bóndi á Torfa- læk, formaður Sjálfstæðisfélags- irt* í Austur-Húnavatnssýslu. Dagskráin hófst með einsöng Guðmundar Guðjónssonar, óperu söngvara, en undirleik annaðist Skúli Halldórsson, tónskáld. Þá flutti Sr. Gunnar Gíslason, al- þingismaður, ræðu. Síðan sönig Sigurveig Hjaltested, óperusöng- kona, einsöng. Þessu næst flutti Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, ræðu. Að ræðu ráðherr ains lokinni skemmti Brynjólfur Jóhannesson, og að lokum sungu þau Guðmundur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested, tvísöngva. Var ræðumönnum og iistafólk- iniu fagnað. Að dagskránni lók- imú var dansað fram eftir nóttu. Þjófnaður í Hafn arfirði í FYRRINÓTT var 1« þús. kr. stolið í verzluninni Skemmunni við Reykjaví kurveg í Hafnar- firði. Þjófurinn tók rúðu úx glugga á bakhlið verzlunarhúss- úis og hafði hann á brott með aér 15 þús krónur í peningum, æm voni geymdar í ólæstxi skúffu. Einskis annars var sakn- að úr verzluninni. S2S22E minkahús 55x9 ^ m. að flatar- máli. Einnig voru smiíðuð búr í húsið. Kvöldsöluleyfin Jæja, þá hafa þeir leyft kvöldsöluna að nýju. Að vísu takmörkuðum fjölda verzlana til að byrja með — og aðeins til kl. 10. Afnám kvöldsölunnar olli mikilli óánægju meðal fjölda fólks, einkum þess, sem stundar vinnu fram til kl. 6 á kvöldin — og þar sem bæði hjónin vinna úti. — Eg held að aðrir hafi ekki fundið svo mjög fyrir þessu. Nú hljóta þeir að hafa vanizt því að flýta innkaup um sínum. í rauninni er það mikill tímasparnaður fyrir alla að einsetja sér að fara aðeins einu sinni á dag í verzlanir — og ljúka þá öllum nauðsynleg- um innkaupum í stað. þess að vera að hlaupa út eftir einu og öðru allan daginn og langt fram á kvöld. Það er bara leiður ávani, sem allir gætu vanið sig af. En nú eru kvöldsöluleyfin fengin og þar með ættu ýmsir að kætast. Bréf um SR Ég hlustaði á þátt Bene- dikts Gröndal um upphaf og að draganda síðari heimsstyrjald- arinnar í útvarpinu í fyrra- kvöld og hafði mikla ánægju af. Þetta var mjög líflegur þátt- ur og laus við allan skólabók- arsagnfræðisvip. Verst að hann skyldi ekki nefna þáttinn: „Þeg ar ég var 19 eða 21 árs“, eða stundum. Síðan heldur hún á- fram: „En gallinn er bara sá, að það er svo erfitt að komast þangað, nema fyrir þá sem em svo ríkir að eiga bíl. Ég tek Lögbergsvagninn og geng síðaa gegnum Rauðhólana og að bú- staðnum, og er það ekki svo lítill spölur fyrir konu á mín- um aldri. Tekur allt ferðalagið mig rúman klukkutíma. Vi5 Elliðavatnið eru ótal margir sumarbústaðir og væri það fleir um en mér kærkomið, að stræt- isvagn æki þarna um við og við, til dæmis á morgnana og kvöldin. Einnig er ég sannfærð um að fleiri en bíleigendur í Reykjavík hafa hug á að skreppa upp í Heiðmörk eða að Jaðri á góðviðrisdögum og anda að sér lyngilmi og hreinu lofti. Mundu þeir verða Strætis- vögnum Reykjavíkur þakklátir fyrir að sjá þeim fyrir fari þang að við sanngjörnu verði.“ Hinn 9. febrúar 1951 staðfesti íorseti íslands lög um breytingu á lögum um loðdýrarækt og voru þau lög gefin út sem lög nr. 11/1951. í 5. gr. þeirra laga segir m.a.? „1. mgr. 6. gr. laganna orðist svo: ... Óheimilt er að reisa nú minkabúr eftir að lög þessi koma til framkvæmda. Þeim sem þá eiga löglega umbúin minkabúr, önnur en steinsteypt er þó heimilt að láta þau standa allt að þremur misserum, en þó aldrei lengur en Búnaðarfélag íslands telur þau fullgilda vörzlu. Þar sem minkar eru nú geymdir í steinsteyptum húsum má ala þá áfram í þeim allt að 5 ár eftir að lög þessi koma til framkvæmda.....“ Minkahús stefnanda var með steinsteyptum grunni, og hélt hann rekstri bús síns áfram enn um skeið. Hinn 19. xuývember 1954 ritaði stefnandi atvinnu- málaráðuneytinu bréf, þar sem hann tilkynnir, að hann leggi niður bú sitt fyrir næstu áramót þar á eftir. Jafnframt óskaði hann virðingar á búinu voi'ið eftir. í málinp lágu fyrir nokkrar matsgerðir. Rökstuðningur stefnanda fyr- ir kröfum sínum var í stuttu máli á þessa leið. Hann hélt því fram, að hið beina tjón hans bæri stefnda að bæta skv. 67. gr. stjórnarskrár Islands. Til vara var krafan um bætur vegna þessa tjóns rök- studd með því, að um hefði verið að ræða skerðingu á atvinnu- frelsi því, sem tryggt væri með 69. gr. stjórnarskrárinnar. Bæri að greiða bætur vegna tjóns, sem leiddi af slíkri skerðingu, þótt um bætur væri ekki mælt í grein eitthvað því um líkt. Þá yrði hann sénnilega endurfluttur nokkurum sinnum eins og allt annað í útvarpinu nú orðið. — Þótt þessi þáttur væri bundinn við einn ákveðinn dag ætti hann skilið að vera endurtek- inn — miklu fremur en flestir aðrir þættir allt frá „17 ára“ og upp úr. ^ Góður þáttur Hér er loks bréf til for- stjóra strætisvagnanna. Það er frá konu, sem segist vera á átt- ræðisaldri, vinna í mjólkurbúð í Reykjavík og eiga sumarbú- stað við Elliðavatn. Á sumrin ræktar hún þar blóm sér til ánægju og eyðir flestum frí- inni. Yrði um bætur vegna skerð- ingar á atvinnufrelsi að álykta per consequentiam eða per ana- logiam frá 67. gr. stjórnarskrár- innar. Eðlilegt væri að sama regla gilti um bætur vegna skerð- ingar atvinnufrelsis og vegna eignarnáms, þar sem nékvæm- lega sömu lagarök kæmu hér til greina. Upphæð bótakröfu stefnanda vegna þessa beina tjóns (þ.e. tjón vegna mannvirkja og tækja, sem ekki var hægt að nýta eftir bann- ið) var í samræmi við matsgerð og yfirmatsgerð kr. 424.400.00. Hið óbeina tjón stefnanda var að hans áliti misstur ágóði af því, að atvinna hans, minkarækt, var bönnuð með lögum. Hélt hann því fram, að tjón þetta bæri stefnda að bæta skv. 69. sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, enda væri atvinna manna þeim oft og tíðum merðmætari en hlutir. Var bótakrafa hans vegna þessa atriðis samtals kr. 1.053.- 056.04 og var sú tala fundin með því að áætla tekjur aí minkaeld- inu árin 1955 til 1960. f forsendum að dómi héraðs- dómarans kom fram mjög ítar- legt álit dómarans á þeim atrið- um, sem hér voru til úrlausnar, en ekki er unnt að rekja það hér. Niðurstöður urðu þær, að ekki var fallizt á þé málsástæðu stefn- anda, að honum bæru bætur eft- k 69. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki væri í þeirri grein tekið fram, að þeir ættu rétt á bótum, sem yrðu fyrir tjóni vegna skerðingar á atvinnufrelsi. Af því mætti gagn- álykta, að þeim bæri ekki bætur á grundvelli þessarar lagagreinar og væri sú niðurstaða studd við samanburð á 67. gr. stjórnarskrár innar. Að því er snertir kröfu stefn- anda um bætur skv. 67. gr. stjórnarskrárinnar, var talið, að honum bæru bætur fyrir hið beina tjón, þ.e. minkahús, búr og tæki, kr. 424.000.00. Hins vegar voru honum ekki dæmdar bætur fyrir hið óbeina tjón, sem hann gerði kröfu um. / Niðurstöður héraðsdóms voru staðfestar í Hæstarétti. Segir svo í forsendum Hæstaréttar: „(Stefnandi) reisti sundmarða- hús sín og aflaði sér tækja til sundmarðaeldis í réttmætu trausti þess, að honum yrði a<5 lögum veitt heimild til að reka sundmarðabú. Bann það, sem með lögum nr. 32/1951 var lagt við sundmarðaeldi hér á landi, leiddi til þess, að nefnd hús og tæki urðu honum ónothæf eign. Þykir af þessum ástæðum rétt aS taka til greina kröfu hans um skaðabætur fyrir sundmarðahús, búr og tæki. Sundmarðaeldi var bannað hér á landi sökum hættu þeirrar og spjalla, er sundmerðir, er úr haldi sleppa, valda. Að svo vöxnu máli þykir eigi vera efni til að bæta (stefnanda) atvinnuspjöll vegna banns laganna við sund- marðaeldi. Með þessum athugasemdum ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm“. Þá var stefndi og dæmdur til að greiða málskostnað, samtala kr. 80.000.00 fyrir báðum réttum, svo og vexti. I Mynd þessa tók Sveinn Þormóðsson nýlega niðri við höfn, þegar verið var að skipa upp nýj- um bílum. Það er Cortina, sem ber þarna við himinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.