Morgunblaðið - 05.09.1964, Side 11

Morgunblaðið - 05.09.1964, Side 11
r MORCUN BLAÐIÐ 11 l.au:garc!agur 5. sept. 1964 Sigurður Björnsson brúarsmíður — Hivcifiifiig í d»g er til moldar borinn einn ipf mætari mönnnm þjóðar vorr- Br, Sigurður Björnsson, brúar- smiður. Sigurður var fæddur í Torfu- staðakoti í Vatnsdai, Húnavatns eýslu, 16. maí 1890, en andaðist 28 ágúst sl. á Landsspítalanum. Foreidrar hans voru María Magnúsdóttir og Björn Leví Guð ímind.sson, bóndi á Marðamúpi í Vatnsdal. Hann ólst upp i sveitinni, en á 14. aldursári fór hann til Keykjavíkur og hóf þar nám í húsasmíði hjá hinum ágæta tré- inrníðameistara Heíga Thordar- een. I>að var óvenjulegt, að svo ungur sveinn byrjaði trésmíða- nám, en pilturinn var einbeittur og stefnufastur og stundaði nám ið af elju og samvizkusemi. Hann linnritaðist í Iðnskólann og iauk þaðan burtfararprófi vorið 1908, en sveinsprófi í trésmíð- um um mitt ár 1909. Hann vann eiðan sem sveinn í þrjú ár eins og krafizt var og er reyndar ennþá, áður en meistararéttindi eru veitt, en þau fékk hann ár- ið 1912, aðeins 22 ára að aidri. Sigurður minntist oft á skóla- érin sín í Iðnskólanum, en haust ið 1904 hafði kvöldteikniskóla verið breytt í Iðnskóla og var hann meðal fyrstu nemenda bans. Á þeim árum urðu nem- endur að leggja hart að sér, því að þeir sóttu kennslustundir títir langan vinnudag. En Sig- urður var fróðleiksfús maður og 14t ekki þreytu erfiðs vinnudags eftra sér frá námi, þótt ungur værL Áhrif lærimeistaranna hafa eflaust verið mikil á ungan sveininn, en þau voru án efá góð, því fáir munu hafa verið etefnufastari í sínu starfi og eýnt þvj meiri alúð en einmitt Sigurður. Hann minntist kenn- era sinna með hlýhug og þakk- læti, enda voru þeir eða urðu framámenn í íslenzku þjóðlífi, Má þar nefna Jón Þoriáksson, landsverkfræðing og síðar for- íætisráðherra, sem var skóla- etjóri. Þórarin B. Þorláksson, listmálara og Þorstein Erlings- «on, skáld. Þegar Sigurður hóf nám í 1. deiid skólans haustið 1904 voru skólasveinar 1. deild- arinnar 48, en aðeins fimm þeirra auk Sigurðar luku námi vorið 1908. Má af því marka, hver.su námið var harðsótt á þeim árum. Á námsárunum vann hann íri.a. við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu og Landsbókasafns- bygginguna við Hverfisgötu, en við byggingu hennar voru steypu mót notuð að hluta, en það var nýlunda hér á landi. Hann mun |)ví hafa verið með þeim fyrstu, sem unnu við mótauppslátt fyrir eteinsteypu hérlendis. Hann igerði sér ljósa grein fyrir því, að steinsteypa var það byggingar efni, sem heyrði til framtíðinni cg gerði hann sér því far um að kynna sér eiginleika hennar og notagildi, en þó mun hann tæp- íiega hafa órað fyrir því, að ævi- etarf hans yrði svo nátengt þessu byggingarefni, sem raunin varð. Árið 1890 var einnig merkisár ! sögu þjóðarinnar að því leyti, »ð þá rættist óskadraumur fjöl- jnargra, brú var byggð yfir Ölfusó. Myndir af henni gengu manna á milli og allir dáðust ®ð þessu meistaraverki, huga og handa. Ungur sveinn fullur etarfsorku og baráttuvilja fyrir því, sem mætti verða landi og þjóð til hagsbóta, hefur eflaust fýllzt eldmóði til dáða við að líta hina tignarlegu brú og syngja sigurljóð Hannesar Haf- stein um Ölfusárbrúna: Þunga sigursöngva söng hér elfan löngum. Kvöld í voðaveldi 1 vegu sleit hún sveita. Nú er vort að syngja sigurljóðin, »igruð stynja rembillátu flóðin. Nú er loksins elfar barðstjórn hrundið, hennar einvald föstum skorðum bundið. Erindin eru fleirL Þau hvetja ekki aðeins til að brúa jökulár og lognhyh heldur einnig lund og sál. Þetta kvæði Hannesar Haf- sfein var Sigurði hugleikið, enda féll lífsstarf hans og lífsviðhorf vel að anda kvæðisins. Hann vildi ekki aðeins reisa brýr yfir árnar, heldur einnig skapa brýr í sálum þeirra, sem hann umgekkst, skapa hjá þeim heil- steyptar brýr andlega. Hvort sem þetta kvæði Hann- esar og Ölfusárbrúin hafa haft meiri eða minni áhrif á þá á- kvörðun Sigurðar að gerast harð stjóri elfanna, þá var teningun- um kastað vorið 1912. Hann réð- ist til þáverandi landsverkfræð- ings og fyrrverandi skólastjóra síns, Jóns Þorlákssonar, og vann sem smiður það sumar við brúar gerðina á Ytri-Rangá hjá Hellu. Næsta ár gerðist hann verk- stjóri við brúasmíðar og var það óslitið til ársins 1956, er hann veiktist og fékk lausn frá störf- um í lok þess árs. Hann starfaði því óslitið í 45 ár við brúargerð ir hér á landi og þar af 44 ár sem verkstjóri. Mun láta nærri, að hann hafi stjómað smíði nær tvö hundruð brúa á þessu timabili. Þeirra á meðal erú stærstu brýr landsins. .Má þar nefna brúna yfir Markarfljót, Þverá, Hvítá í Borgarfirði, Hér- rðsvötn, Skjálfandafljót og ótal íleiri frá fyrstu áratugum hans við brúasmíðar, Síðasta áratuginn, sem heilsan gerði hnum kleift að stunda fcrúasmíðar, stjórnaði hann bygg ingu stórbrúa yfir Ölfusá, Jökuls á á Fjöllum, Þjórsá, Jökulsá í Lóni við Hornafjörð og fyrra sum arið við byggingu brúarinnar yfir Hvítá hjá Iðu við Skálholt, heilsan leyfði honum ekki að annast verkstjórn Við hana þar 1il byggingu var lokið. Árið 1914 voru byggðar brýr yfir árnar Fáskrúð og Ljá vestur í Dalasýslu. Á þeim árum var ekki um vélaraflið að ræða nema á'mjög takmörkuðum svið um Við brúarsmíðar og flutninga á efni varð maðurinn sjálfur ásamt hestinum að vera aflið á landi. Mér eru ávallt minnistæð íyrstu kynni min af verkstjór- anum við brúasmiði tveggja framangreindra brúa. Þegar við ungir og að okkar áliti hraustir piltar bárum eitt tré, bar verk- stjórinn tvö. Hann var hraust- menni og glæsimenni, hár og spengilegur og bjartur yfirlitum. Hann var ákveðinn og ósérhlíf- inn. Gerði miklar kröfur til sjálf sín og annarra. Hann var einstaklega verkséður og fljótur að sjá beztu iausn hvers vanda. Það var vissulega lærdómsrikt íyrir sveitapiltana að fá slíkan mann í héraðið, mann, sem ekki aðeins brúaði árnár, heldur stuðl^ði einnig að heilsteyptari brú í þeim sjálfum. Þessi maður /ar Sigurður Björnsson, brúar- smiður. Kynni okkar urðu lengri en þetta eina sumar og næstu fimmtíu árin hvikaði hann ekki frá stefnu sinni að vera samvizkusamur í smáu sem stóru, ganga heill og allur til þeirra verka, sem hann tók sér fyrir hendur, vera hinn trausti og rólegi, dagfarsprúði maður, sem vildi gjöra rétt og ekki þola óiétt og rétta þeim hjálparhönd, sem minna máttu sín. Þau íimmtíu ár, sem við höfðum náin kynni, hvor af öðrum heyrði ég harm aldrei hallmæla mönnum þeim að baki. Hann var hinn stundvísi og reglusami mað ur og leitaðist ávallt við að gæta fvllsta öryggis í öllum sínum störfum, enda er óhætt að segja að hann hafi verið mjög farsæll verkstjórL Sigurður eignaðist marga vini eg kunningja um land allt í gegnum starf sitt, bæði úr hópi þeirra, sem unnu með honum svo og þeirra, sem höfðu við hann samskipti á annan hátt. Eigi munu þeir fáir skólapiltarn ir, sem hafa unnið undir hans stjórn á sumrum á liðnum árum og orðið fyrir áhrifum af per- sónuleika hans. Hann var oft- sinnis heiðraður af samstarfs- mönnum sínum og íbúum þeirra byggðarlaga, sem hann vann í. 1. janúar 1958 sæmdi Forseti íslands hann riddarakrossi hinn ar íslenzku fálkaorðu fyxir verk- stjórn og brúasmíði. Á námsárunum bjó hann hjá meistara sínum, en var þó tíður gestur á heimili hálfbróður síns, Guðmundar Bjömssonar, land- læknis. Skömmu eftir 1920 reisti hann sér ágætis íbúðarhús í Reykjavík og bjó þar upp frá því. Árið 1922 kvæntist hann Ásu Benediktsdóttur frá Þor- fcærgsstöðum í Dalasýslu. Eignuð ust þau tvo synfc Benedikt Bjarna, verkfræðing, sem er kvæntur Inger Sigurðsson, og og Björn Leví, húsasmíðameist- ara, sem er kvæntur Sigriði Jóhannsdóttur. Lifðu þau í ást- ríku hjónabandi, unz Ása lézt vorið 1933. Síðari kona Sigurðar var Guðfríður Lilja, systir fyrri konu, og lifir hún mann sinn. Gekk hún sonunum tveimur í móður stað. Sigurður og Lilja eignuðust einn son Grétax Áss, viðskiptafræðing. Sigurður var ákaflega barngóður maður, enda fylltust barnafckirnin hans ávallt gleði og tilhlökkun, þegar fana skyldi í heimsókn til afa. Þau voru og honum ekki síður gleði í veikindum síðustu átta ár æv- innar. Eg votta aðstandendum inni- lega samúð og þakka honum all ar vorar samverustundir, gest- risni hans, glaðværð og heilindi minnugur orðanna: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama, En orðstír deyr aldregb hveim sér góðan getur. Jakob Benediktsson. Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða mann til starfa í vélaverzlun vorri. = HÉÐINN = Seljavegi 2. N auðungaruppboð sem auglýst var í 85., 87. og 89. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á vs. Sæfeta, áður RE 233, þingl. eign Más Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands við skipið þar sem það liggur við Grandagarð, hér í borg, mánudaginn 7. september 1964, kl. 3 siðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65,, 68. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1964 á húseigninni á Árbæjarbletti 56, hér í borg, þingl. eign Jens Pálssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik, Árna Grétars Finnssonar hdl., Guðmundar Péturssonar hrl., og Gunnars Þorsteinsson- ar hrl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. september 1964, kl. 2,30 síðdegis, Borgarfógetaembættíð í Reykjavík. ORÐSENDENG FRA STEYPDSTÖO VERK hf. Talstöðvaþjónusta SteypustÓð VERK hf. hefur nú útbúið alla steypubíla sína með talstöðvum. Lipraxi og öruggari þjónusta. Húsbygg/endur Athugið að steypa er háð verðlagsákvæðum, og skipt í verðlagssvæði. Steypa frá VERK h.f. er ódýrari í Kópavogi — Fossvogi — Amarnesi — Garðahreppi — Hafnarfirði og Seltjarnarnesi, en sama verð í Vestur- bænum og hluta Austurbæjar. Við b/óðum yður úrvals harpað og muiið steypuefni, vigtað og blandað í nákvæmum sjálfvirkum vigtum. Gæðin eru viðurkennd af öllum, sem reynt hafa. — Kynnið yður verð og gæði steypu. — Útvegum bílkrana, ef óskað er. •— Vinsam- legast pantið tímaniega. Símar 4-1480 og 4-1481 VERK hf. Steypustöð — Fífuhvammsvegi. Skrifstofusími 1-1380.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.