Morgunblaðið - 05.09.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 05.09.1964, Síða 17
Laugardagur 5. sept. 1964 MORGUNBLADIÐ 17 — Finnbogi KAPUUTSOLUNNI lýkur í dag (JjuÁrúnarhúJ í ^J\fapparótícj 27 Framh. af bls. 8 sér strax fyrir fragtlækkunum á frystiafurðum, unz taxtar þeirra voru komnir niður fyrir frjálsan markað. Eins og kunnugt er, hafa orðið mikil blaðaskrif að undanförnu um farmgjaldalækkun Eimskips í sumar. Hf. Jöklar lækkuðu ekki sín farmgjöld, enda gjörsamlega útilokað, ef frystiiðnaðurinn á að fá viðunandi þjónustu, að flytja frystiafurðir á lægri taxta. Ég hef ekki heyrt þeirri staðreynd andmælt af þeim mönnum, sem Um málið hugsa af víðsýni og kunnugleika. Innan SH eru nú starfandi um 60 hraðfrystihús, staðsett víðsveg tr um land og framleiða þau flest oll, allar þær fisktegundir í pakkningar, sem henta á flesta þá markaði, eða alla, sem SH sel- ur sínar afurðir til. Öll þessi frystihús eiga rétt á jöfnum af- skipunum og fyrirgreiðslu í hlut- falli við framleiðslu sína hverju sinni. Það hefur komið fram í blaða- skrifum, að undanförnu, að Eim- skipafélagið og Jöklar, hvort um eig, gætu flutt út allar frystiaf- urðir landsins. Þessi fullyrðing er hrein fjarstæða. Það kann að vera, að það sé fræðilegur möguleiki fyrir því, að t.d. Eimskip gæti flutt út allar frystiafurðir okkar, ef þeir gætu notað sitt lestarrými með jöfnum afskipunum allt árið og að hægt væri að lesta í einni höfn á Is- landi og losa farminn erlendis líka í einni höfn. En því miður er málið ekki svo einfalt. Til þess að frystiiðnaðurinn á íslandi fái þá þjónustu, sem hann þarf, er það mín skoðun, að meira þurfi að koma til, en samanlagður frystiskipafloti Eimskips og Jökla, hversu mikið sem nefndir aðilar vildu gera til að halda í horfinu, þar sem þeir hafa jafn- hliða önnur verkefni, sem þeir þurfa eðlilega að sinna. Það er því mín skoðun, að það sé mikið ábyrgðarleysi að læða þeirri hugsun inn hjá landsmönnum, að frystiskipin í landinu séu þegar of mörg. Að mínu viti væri æski- legt, að bæta við tveim skipum á stærð við Hofsjökul, með það fyrir augum, að frystiiðnaðurinn fái nauðsynlega þjónustu, líka um mesta annatímann. Það væri ekki óeðlilegt að á þeim tíma, sem minnst er að gera fyrir frysti skipin, væri e.t.v. hægt að taka þátt í frystiflutningum í þágu annarra þjóða og skapa þjóðinni gjaldeyristekjur og gæti það orð- ið eins hagstætt og margt það annað, sem rætt er um sem úr- ræði til gjaldeyrisöflunar. Það má öllum vera það ljóst, og skal nú stuttlega að því vikið, hversu ómetanlegt það er fyrir frystiiðnaðinn, að hafa ráð á frystiskipum Jökla og um leið þá öruggu þjónustu, sem þau veita. Hlutverk þeirra í þróun frysti- iðnaðarins er of mikið, til að það megi gleymast, hreint út sagt, frumskilyrði -fyrir þennan mjög svo þýðingarmikla atvinnuveg þjóðarinnar. Eins og áður er að vikið, er framleiðsla SH mjög fjölbreytt og verkefnin í útflutningnum eft- ir því. Til að mæta þeim þörfum, hefur það margoft komið fyrir, að skip Jökla hafa orðið að hverfa frá aðkallandi verkefnum erlendis, vegna þess, að afurða- sala SH þurfti á skipunum að halda svo fljótt heim, til þess að geta staðið við gerða samninga, og komið sínum afurðum á mark- *ð á tilsettum tíma. Menn hljóta að skilja að slíka þjónustu geta ekki aðrir veitt, enda ekki til þess setlast, enda skilningur fyrir því, •ð hlutverk annarra skipafélaga er aðallega á öðrum stöðum, en nú orðið er þjónusta við frysti- Iðnaðinn ígripavinna, þó slíkt sé á engan hátt vanmetið, eins og •íðar mun komið að. Ég tel rétt sé, að það komi fram, að Hf. Jöklar eiga nú þrjú •njög fullkomin frystiskip. Það gefur auga leið að Jöklar eru •Idrei í neinura vandræðum með að láta þessi skip vinna fyrir sér á frjálsum markaði. Skip þeirra hafa nú í sumar fært út sitt verk- svið og annast flutninga frá Bandaríkjunum og Kanada til meginlands Evrópu og virðist það verkefni sízt óhagstæðara, en að flytja út íslenzkar sjávarafurðir frystar. Yfir sumarmánuðina er jafnan minnstur annatími í frystiiðnað- inum, svo sem kunnugt er. Þess vegna er það athyglisvert, að þessi litla breyting á skipum Jökla, sem að framan greinir, svo og það, að þeir selja sitt minnsta skip, verður þess vald- andi, þrátt fyrir það, að Eimskip gerði allt, sem í þeirra valdi stóð til að veita SH þjónustu, að ekki var hægt aö afskipa framleiðslu frystihúsanna nógu fljótt. Það þýðir, að sum hraðfrystihúsin urðu að draga mjög úr fram- leiðslu sinni, vegna þrengsla í frystigeymslum sínum. Af framanrituðu má mönnum vera það ljóst, að það er lífs- spursmál fyrir frystiiðnaðinn, að hafa náið samstarf við bæði þessi skipafélög, sem nú ráða yfir frystiskipunum. Er í engu of sagt, þó fullyrt sé, að auka þurfi verulega þjónustu við frystiiðn- aðinn, heldur en hitt, þar sem öllum ábyrgum mönnum er ljóst, sem svo greinilega er rakið hér að framan, að frystiiðnaðurinn í landinu er sífellt vaxandi. Sömu sögu er að segja frá mörgum öðr- um löndum. Þess vegna ber að halda vöku sinni, og stefna áfram í rétta átt, en átelja harðlega á- byrgðarlaus blaðaskrif manna, sem lítið virðast þekkja inn á vandamál höfuðatvinniTvegar þjóðarinnar, sem öll lífsafkoma hennar stendur og fellur með. Umbúðarþarfir frystiiðnaðarins og deilurnar um stofnun umbúðarverksmiðju Kassagerð Reykjavíkur (KR) er eitt af þeim fyrirtækjum, sem framleiðir fyrir innlendan mark- að mjög myndarlega vegna þess, að fyrirtækið hefur notið þess að hafa hér stóran markað innan- lands, sem er að stærstum hluta vegna stöðugt aukinnar þarfar frystiiðnaðarins fyrir mikið magn af vönduðum og góðum umbúð- um, eins og frystiiðnaðurinn hef- ur gert krö^ur til vegna sam- keppninnar á erlendum mörkuð- um. Auk þess L rur þessu fyrir- tæki verið vel sljórnað og af dugnaði, að mínum dómi. Það er skoðun mín, að jafnframt því sem þetta fyrirtæki hefur haft mikið hagræði af þessum miklu við- skiptum við frystiiðnaðinn, þá tel ég að það hafi orðið frystiiðn- aðinum til framdráttar, að slíkt fyrirtæki skyldi verða til í hönd- um duglegra manna innanlands. Hins vegar tel ég, að það hefði orðið frystiiðnaðinum ennþá meira til framdráttar, ef fyrir- tækið hefði orðið til í eigu okkar sjálfra, frystiiðnaðarmanna. Það hefur komið fram í um- ræðum og deilum um þessi mál, að KR hafi ekki notið tollverndar á vöru sinni og að við hefðum getað þess vegna keypt umbúðir frá útlöndum, ef það hefði verið okkur hagstæðara. Hér er ekki rétt með farið. Það er að vísu rétt, að það eru ekki verndartoll- ar á umbúðum utan um freðfisk- inn, hins vegar naut KR algjörr- ar haftaverndar um fjölda ára á meðan þeir áttu við að glíma byrjunarörðugleika, eins og flest fyrirtæki hljóta að hafa, meðan þau eru á byrjunarstigi. Þessi haftavernd varð á tírhabili frysti- iðnaðinum mjög til erfiðleika vegna þess, að þótt KR vildi oft- ast sýna fullan vilja á því að fylgjast með tímanum og fram- leiða vörur sínar eftir stöðugt auknum kröfum um gæðastand- ard, þá kom það iðulega fyrir, að þegar við vorum að keppast við að komast í fremsta flokk á bandaríska markaðnum, að okkur væri synjað um að kaupa umbúð- ir frá útlöndum, þar sem þær væru fáanlegastar sem vandað- astar. En á þeim tíma var SH í harðri samkeppni að vinna sig inn á bandaríska markaðinn, og stefndi að því að komast fram úr í vöruvöndun. En til þess varð að hafa fyrsta flokks fisk, sem við oftast höfðum. Auk þess varð að vanda til verkunar, vinnunnar og pakkninganna (umbúðanna) og hafa umbúðir sem voru sam- bærilegar við það bezta fáan- lega á heimsmarkaðnum. Þrátt fyrir það, að stundum hafi orðið tafir á að Kassagerðin kæmi til fulls á móts við þarfir okkar, þá var þetta samt leyst með það til- tölulega litlum töfum af þeirra hálfu, að okkur tókst að ná til- settu marki, þótt það yrði seinvirkara heldur en, ef um- búðaframleiðslan hefði verið í eigin höndum. SH hefur á undanförnum árum átt gífurleg viðskipti við KR. Sem dæmi um þessi viðskipti má benda á, að árið 1963 námu þau samtals 41,8 millj. kr. Á því ári var heildarútflutningur SH 928 millj. króna. Af þessu geta menn séð, hversu veigamikill þáttur umbúðirnar eru. Framleiðendur hafa illa getað unað við hina ein- hliða verðákvörðunaraðstöðu KR, auk þess sem þjónusta fyrirtækis- ins hefur oft á tíðum ekki getað komið til fulls nægilega fljótt til móts við kröfur þeirra. Því var það, að þeir létu framkvæma verkfræðilega athugun á fram- leiðslu- og kostnaðargrundvelli tiltekinna umbúða, þ.e. 75% þarf- anna. Athugun þessi leiddi m.a. í ljós, að með stofnun eigin fyrir- tækis væri unnt að lækka um- ræddar umbúðir í verði um ca. 20%, auk þess sem þjónustuþörf- in væri betur tryggð. Ákváðu þeir því að stofna til eigin um- búðaframleiðslu. Gegnir það mikilli furðu þegar mikið er talað um athafnafrelsi og frjálsræði, að svo til öll blöð þjóðarinnar skuli leyfa sér að ráðast að 60 aðilum, sem fram- leiða útflutningsafurðir fyrir tæp lega 1000 millj. kr., fyrir það eitt að ætla að stofna til fyrirtækis, sem kostar ca. 10 milljónir króna. Það er 1% af árs útflutnings- verðmæti þeirra, eða sem svarar andvirði fimm meðalstórra ein- býlishúsa í Reykjavík. Enda varð samstaða þessara aðila, sem að SH stóðu svo til algjör þrátt fyrir það, að þar eru meira og minna aðilar, sem til- heyra öllum stjórnmálaflokkum og hafa flest rekstursform, sem þekkt eru á fyrirtækjum sínum. Þetta hlýtur að undirstrika hversu málið er þýðingarmikið og nauðsynlegt fyrir þessa aðila. Lokaorð Ég hef nú gert grein fyrir því í stórum dráttum, hversu mikla bjartsýni ég hef um fiskveiðar og fiskiðnað íslendinga, þannig að það á að geta verið mjög bjart framundan hjá þjóðinni í þessum málum. Þó langar mig til að bæta því við, sem ég tel að eigi eftir að vera stór þáttur í efnahagsaf- komu íslendinga, þ.e. fiskirækt alls konar, í vötnum, ám og sjó, sem þegar er nú kominn vísir að. Kallaðir hafa verið saman fær- ustu vísindamenn veraldar til þess að ráða fram úr þeim vanda- málum, sem skapast við stöðugt aukna fæðuþörf sívaxandi íbúa- fjölda jarðarinnar. f því sam- bandi hefur komið fram, að helzt væri von um að komast verulega að því marki með meiri notkun auðæfa hafsins sem næringar- gjafa. Þá er það skoðun mín, þegar það er vitað, að þessir menn hafa í huga gróður hafsins í hafinu og á hafsbotninum sjálf- um, að þessi gróður mun ekki síður vera í ríkara mæli en ann- ars staðar í hafsvæðinu í kring- um ísland, og því muni það síðar meir geta orðið arðvænn atvinnu vegur íslendinga, að framleiða verðmæta vöru úr þessum auð- lindum. Þrátt fyrir alla þá bjart- sýni, sem ég hef látið koma fram um afkomumöguleika okkar fs- lendinga, eru þó fyrirvarar á öll- um hlutum, og ég stilli mig ekki um það í lok þessarar greinar að gera fyrirvara, að vitanlega verði að vara forráðamenn þjóðfélags- ins og fjármála, svo og þjóðina alla við, að enginn gnægtarbrunn ur er ótæmandi, sé farið um hann eyðandi hendi takmarkalausrar kröfugerðar allra aðila. Það er því nauðsynlegt, að forráðamenn þjóðarinnar og fjármála, svo og þjóðin öll hafi fullan skilning á þörfum og vandamálum hvers tima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.