Morgunblaðið - 05.09.1964, Side 20

Morgunblaðið - 05.09.1964, Side 20
20 MORG UN BLAÐIÐ Laugardagur 5. sept. 1964 E1ERMIIMA BLACK: Eitur oa Corinna horfði á þau þrjú, þar sem þau stóðu niðri í garðinum. Mikið glæsimenni var Blake — og svo öruggur- Er þau gengu að bílnum var Sandra símasandi við Zenoupous og horfði brosandi framan í hann. Ég hugsa að hún geri sér ails ekki grein fyrir hve ögrandi hún er! hugsaði Corinna með sér. En hún aetti að hafa vit fyrir sér, að gefa ekki svona bósa und- ir fótinn. Hvernig lætur hún sér detta það í hug? Svo tók hún eftir að frú Lediard hreyfði sig snöggt og lét hvíta tösku detta úr hendinni á sér. Blake beygði sig samstundis til að taka hana upp, og hin tvö stönzuðu í svipinn. Þegar Sandra tók við töskunni, sá Corinna augnaráð Zenoupous er hann leit til Blake, sem sneri sér undan. Og hún fékk hjartslátt. Aðeins svipstund var brosandi gríman á Zenoupous horfin en óstjórnlegt hatur skein úr andlitinu. Ef augnaráð gæti drepið, hefði Blake dottið niður steindauður. Corinna þrýsti hendinni að munninum, til þess að kæfa niðri í sér aðvörunarópið sem hún var að reka upp. En nú brosti Zenou pous aftur, og svo beygði hann sig og kyssti á hönd Söndru. Corinna sneri sér ósjálfrátt undan, og sá að Robin Wrayman hafði ekki hreyft sig þaðan sem hann sat á svölunum. Það var líkast og hann vissi ekki af Cor innu þarna — augu hans ein- blíndu á Söndru, og í þeim var kvöl, eins og hann væri stadd- ur í helvíti. Hann hijóðaði lágt um leið og hann rak meiddu höndina I grjótgarðinn. Svo stóð hann upp, vatt sér yfir lágan garðinn og fór. Corinna horfði skelkuð á eftir honum. Henni fannst hún hafa gægzt gegnurn skráargat og hlustað á leyndar mál, sem henni var ekki ætlað að heyra — leyndarmál, sem hún vildi helzt ekki vita neitt um. Robin Wrayman var ástfanginn af konu Philips Lediard! Hams- laus af ást til hennar . . . Corinna horfði enn á eftir Rob in þegar hin komu aftur. Hún reyndi að hrista af sér kvala- kenndina, sem hafði gripið hana. Sandra talaði við hana, en þó Corinna brosti þá skildi hún ekki hvað Sandra var að segja. Þetta var svo áberandi að Sandra spurði: — Hvað er að — eruð þér veik, Corinna? — Mér líður ekki vel, sagði hún eins og satt var. — Það stafar kannske af hitan um. Þér hafið líklega ekki verið of lengi úti í sólskininu, vona ég — Nei, það var ekki svo heitt í morgun að mér hefði átt að verða meint af því. Þetta er lík lega venjulegur höfuðverkur . . . Nú var Corinna orðin ráleg aft- ur, en greinilegt var samt að eitt hvað var að. Sandra horfði íhug andi á hana og spurði: 19 — Hversvegna fór Robin svona allt í einu? — Ég veit ekki, svaraði Cor- inna og roðnaði, eins og þetta væri henni að kenna. — Hann — hann er líkiega vanur að hverfa svona upp úr þurru. — Mér datt í hug hvort þið hefðuð verið að rífast, sagði Sandra. — Vitanlega ekki, svaraði Cor inna dálítið ergileg. — Um hvað hefðum við átt að rífast? Ég þekki varla manninn. Einkennilegur hreimur var í hlátri Söndru. — Æ, það skiftir Robin litlu hvort hann þekkir mann eða ekki, sagði hún. •— Hvar er hann Philip? — Hann fór inn, sagði Corinna og fann að Blake horfði fast á hana. — Ég verð að fara inn og leita að honum, sagði Sandra. •— Það legigst í miig að honum hafi mislíkað við mig. Hann hefur ýmigust á hr. Zenoupous, og er eflaust fokreiður við mig af því að ég þáði boðið um að koma í samkvæmið. En ég gat ekki stað izt freistinguna, sagði hún og hló. — Ég er ólm í að fá að sjá húsið hans. Og auk þess skal ég játa, að mér fellur mjög vel við hann. — Ég efast um að yður líki betur við hann við nánari kynni, sagði Blake. Sandra hnyklaði brúnirnar. Svei mér ef mér finnst ekki, að þér séuð fjandsamlegur honum. Þetta er afar eftirtektarverður maður. Vinnustúlkan mín, sem þekkir alla í grenndinni, segir að hann sé feikn ríkur, og að eitthvað dularfullt sé við hann. Hvað sem öðru líður skulum við öll fara í samkvæmið hans, það er afráðið mál . . . það varð ekki betur séð en að hún hefði gleymt prófessornum, því að nú settist hún og tók fram vindlahylkið. — Viljið þér ekki reyna vindl ingana mína? spurði Blake. — Nei, þökk fyrir, en þér meg ið gjarnan kveikja í hjá mér. Þegar hann hafði gert það and aði hún að sér löngum teyg og blés reykjarskýi upp í loftið. — Yður dettur varla i hug að þessi dularfulli vinur okkar sé maðurinn, sem þér eruð að eltast við? sagði hún. Ekkert var hægt að ráða af svip Blakes. — Nú er ég -hrædd ur um að þér hafið lesið fullmik ið af glæpasögum, sagði hann. — En fyndist yður ekki spenn andi af það væri hann? eða kannske rekur hann bara eitur- lyfjaverzlun í frístundum sínum — hvað sem öðru líður skal ég reyna að ná í þesskonar vindl- inga hjá honum. Stundum dett- ur mér í hug, að það hljóti að vera indælt að neyta eiturlyfja. Maður ætti að minnsta kosti að reyna það, þó ekki væri ne'ma einu sinni. — Gerið það fyrir mig að tala ekki svona. Væri ég maðurinn yðar skyldi ég taka yður alvar- lega til bæna fyrir það! sagði hann hvasst. — Ég hef sagt yður hve hörmulegt þetta er. Hún roðnaði undir þessari ó- væntu áminningu, sem tvímæla laust var gefin í fullri alvöru. — En það vill nú svo til, að þér eruð ekki maðurinn minn, sagði hún kuldalega. — E.n þarna kemur hann þá! Hún stóð upp og gekk á móti prófessornum. Hann var kominn í gott skap aftur, en nú var það Blake sem var óánægður — við sjálfan sig. Hann átti ekkert með að ávita konu Philips, og hann fann að minnstu munaði að hann hefði gert þá ófyrirgefanitegu skyssu að vera ósvífinn við hús- móðurina. En það varð ekki betur séð en að Sandra hefði þegar gleymt þessu, og þá var réttast að láta við svo búið sitja. — Kannski þér vi'lduð biðja um meira kaffi, ungfrú Langly? sagði Sandra. — Ég held hr. Ferguson og Philip hafi ekki get að talað eitt orð saman ennþá. — Það skal ég gera, sagði Cor inna. —r Og síðan held ég að mér sé bezt að fara upp til mín og halda áfram að vinna. Verið þér sælir, hr. Ferguson, og þakka yður einu sinni enn fyrir túrinn í morgun. •— Þakka yður sjálfri. Og gleym ið ekki — á sama tíma í fyrra- málið — ef þér hafið ekki annað betra að gera. — Nei, það hef ég ekki, og ég skal ekki láta standa á mér ... . Hún brosti til hans og fór. Þegar Blake kom aftur heim A til fru Glenister og inn í her-kvölina af Zenoupous. Hun hafði bergið sitt, tók hann upp lykil- inn að læsta skjalakistlinuhi sín- um. Hann hnyklaði brúnirnar er hann minntist tveggja atvika úr hádegisverðinum, sem höfðu gert hann órólegan. Hann hafði verið of langt und an til þess að geta heyrt hvað Wrayman hafði sagt uppi á svöl unum, en hann hafði tekið eftir að Corinna hafði svarað honum lágróma, og yfirleitt var svo að sjá, sem þau ættu ýmislegt ótalað saman. Og þó að þau hefðu ekki þekkzt nema stutt, gat hann ekki sett það fyrir sig ef hann hefði vitað minna um Wrayman — mun að færra frá háskólaárunum. En þó Wrayman væri smáskrítinn maður, hafði hann alltaf haft kvenhylli. Og Blake gat ekki var izt að taka eftir svipnum á Cor- innu þegar Wrayman hvarf. Og líka því, að hún roðnaði þegar Sandra Lediard spurði hvað orð ið hefði af honum. Gat það hugs azt að eitthvað væri milli Cor innu og hans? Honum datt ekki í hug, að hann hefði ger-misskil ið það sem hann sá. En eitt var hann viss um: — honum var meinilla við þá tilhugsun að eitt hvað væri milli Corinnu og Ro- bins Wraymans . . . Corinna festi flibbann á reið- skyrtunni með gullnál og setti upp hattinn. Eftir fimm mínútur mundi Blake verða þarna fyrir neðan með hestana, og hún mundi fara til hans. Nú höfðu þessar dag- legu útreiðir staðið næri því hálf an mánuð, og þær voru henni mestu ánægjustundirnar. Hún varð að játa, að það var ekki alltaf gaman að eiga heima hjá Lediard. Henni hafði létt er hún heyrði að veizlunni hjá Zenou- pous hefði verið frestað, vegna þess að hann hafði alveg óvænt orðið að fara í ferða'lag. En nú varð henni ekki frestað lengur. Veizla Zenoupous átti að verða annað kvöld. En Corinna hafði ekki mesta nærri því gleymt augnaráðimi sem hann gaf Blake. Og þó hon^ um væri illa við Blake þá skipti það ekki miklu máli, því að Blake var alltaf á verði og var maður til að standast Zenoupous snúning. Það var hugur Wray- mans til Söndru, sem Corinna hafði áhyggju af . . . Hún var orðin enn vissari um að sér hefði ekki skjátlast. Vissi Sandra um þetta? Hún var oft í bílferðum með Wrayman. Vegna meiðsl- anna í hendinni hafSi hann ekki getað unnið neitt í heiia viku, og varla hafði það flýtt fyrir batan um, að Wrayman hafði lamið hendinni í grjótgarðinn, í bræði sinni. Því oftar sem hún sá hann því kynlegra þótti henni ailt háttalag hans. Það var ekki um að villast að manninum leið herfi lega illa. Hún heyrði lágt blístur og flýtti sér út að glugganum. Hún hallaði sér út og sá Blake standa fyrir neðan gluggann. — Eruð þér ekki tilbúin? sagði hann í aðfinnslutón. — Jú, ég er tilbúinn. Ég kem niður eftir augnablik. Og nokkrum mínútum síðar riðu þau úr hlaði saman. Þeir voru dásamlegir þessir egyptsku - morgnar. Corinnu fannst þeir svo hressandi og fagr ir, að þeir hlytu að tilheyra ann arri veröld. Hún gerði sér ekki ljóst, að henni fannst þetta vegna þess að henni sjálfri var að opn ast nýr undrahéimur. Hún vissi ekki að það var Blake, sem geymdi lykilinn að þessari ver- öld. Hún var ekki í vafa um að vinátta þeirra var orðin henni dýrmæt og ómissandi, en þó ekki nema vinátta. Hún vissi ekki heldur að einn góðan veðurdag — kannske þá og þegar — hlaut allt þetta að taka enda. Hann var bundinn starfi sem hann varð að hverfa að aftur. Hún hafði aldrei sagt við sjálf sig: ég er ástfangin. Ef til vill vissi hún ekki sjáif, að ástin var að færast nær henni, dag frá degi. Hún var ótrúlega KALLI KÚREKI Teiknari; J, MORA IT’S 8AP LUCK T ’ COUMT OUEIM' TH’ 4 löAMe.-'BUTi Fisuge A80UT SIX PUCKS' ' J>egar þeir félagarnir hafa spilað i klukftutíma, er Gamli Skröggur kominn í mikinn gróða. Brandur sér, að við svo búið getur ekki staðið, hann dregur athygli Skröggs frá sprlinu, þegar hann sér færi á, og flýtir sér að stokka spilin upp að nýju — Hver var að koma inn núna? segir Brandur við Skrögg. Skröggur horfi í áttina ti] dyr- anna. — Hver? Hann? Ég þekki hann ekki. — Við skulum spila póker, segir Skröggur. Þú átt að gefa. — Kannski æiti ég að hætta þessu, segir Brandur. Ég hef sjaldan verið svo-na óheppinn í spilum. — Þú getur ekki bætt fyrir það sem þú ert búinn að tapa með því að hætta. Brandur viðurkennir það, og eftir nokkrar umræður ákveða þeir að hakk. spilamennakunni áfram. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef- án Eiríksson. fHorpmMnMKi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.