Morgunblaðið - 05.09.1964, Page 22
22
MORGUNBLAÐtÐ
Eaugardagur 3. sept. 1964
Judo - Armenn-
inga í frægðarför
Ragnar Jónsson hlaut æðsta
afreksmerki islendings
FIMM ísl. Judo-glímumenn
úr Ármanni eru nýlega komn
ir heim úr æfinga- og keppn-
isför til London. Þetta eru þeir
Sigurður Jóhannsson, sem ver
ið hefur » þjálfari Judo-
flokksins auk þess að vera
þjálfari glímuflokks Ármanns,
Sigurjón H. Jóhannsson, Ragn
ar Jónsson, Guðni Kárason og
Gunnar Sigurðsson.
Einn þessara pilta náði sérstak-
lega góðum árangri í förinni, því
hann vann sér rétt til að bera
háu gráðu afreksmerkis Judo-
glímumanna, kom heim með „1.
Dan“ eins og það heitir á þeirra
máli og er fyrsti íslendingurinn
sem það afrek vinnur og sá eini
sem bera má svart belti í Judo-
glímu, en það er merki þessa
stigs.
í gráðukeppni er þeir tóku
iwimmwiiiMMiiMiiiiin»nuiHM>uiiinniiiiiiiim»«miiH
(Jón stökk
12.06 m. |
Á FRJÁLSÍÞRÓTTA- !
\ MÓTI í Borás í Svíþjóð í f
! gærkvöldi stökk Jón Þ. [
f Ólafsson 2.06 metra. Með f
f því jafnaði hann íslenzka \
I metið og náði því lágmarki [
f sem ísl. íþróttayfirvöld \
f settu sem skilyrði fyrir f
f þátttöku í OL í Tókíó. Er f
! Jón sá þriðji er þvi lág- f
i marki nær af ísl. íþrótta- í
1 fólki.
þátt í nýkomnir til Lundúna
lögðu Guðni, Gunnar og Ragnar
tvo andstæðinga hvor, Sigurjón
einn en Sigurður tapaði fyrir ein
um en í tveimur glímum hans
varð jafnt. Telja má þetta góðan
árangur, þar sem þeir höfðu alls
ekki vanizt aðstæðum. Kom og í
ljós er líða tók á dvalartíma
þeirra ytra að þeir höfðu í fullu
tré við þá Breta sem þeir höfðu
áður tapað fyrir.
Þegar Ragnar vann til svarta
beltisins felldi hann fimm mót-
herja hvern af öðrum og vann
glímurnar með glæsibrag.
Þeir komu einnig við í Sví-
þjóð en höfðu lítið gagn af þeirri
dvöl þar sem geta íslendinga er
meiri en gerist meðal annarra
Norðurlandafélaga.
í ráði er að Ármenningar taki
þátt í Norðurlandamóti í judo
sem fram fer í október n.k. Má
vænta þess að frammistaða
flokksins þar verði góð.
Vulsstúlkui
unnu í
Svípjóð
HANDKNATTLEIKSSTÚLKUR
Vals hafa að undanförnu verið á
keppnisferðalagi í Noregi. Hafa
Valsstúlkurnar unnið marga
leikja sinna en tapað öðrum og
hafa þær mætt mörgum af sterk-
ustu liðum Noregs.
Frá Noregi héldu Valsstúlkur
til Svíþjóðar og kepptu í Gauta-
borg við félagið GKIK og unnu
Valsstúlkur með 17—13. í hálf-
leið stóð 9—7 fyrir Val.
Frá Svíþjóð halda ísl. stúlk-
urnar til Danmerkur, leika þar
einn leik áður en þær halda
heim.
KRogFH keppa
í 5 flokki
KR-ingar í Kvarusveden,
KR-ingar keppa í Svíþjóð
HÓPUR frjálsíþróttafólks úr KR
ásamt gestum hafa ferðazt um
Svíþjóð og keppt þar á mótum
í Gautaborg, Trollhattan, Kvarn-
sveden og Karlstad. 22. ágúst
háði flokkurinn félagakeppni við
íþróttafélagið í Kvarnsveden og
var hópurinn í tvo daga gestir
Kvarnsveden Gymnastik og
Idrottförening.
KR-hópurinn kom eiginlega
beint úr lestinni eftir erfitt ferða-
lag í félagakeppnina. Samt náðist
góður árangur og KR-ingar
stóðu sig vel gegn styrktu liði
heimamanna.
Dagana á eftir fóru KR-ingar
í kynningarferðir m.a. til Kvarn-
stad pappírsverksmiðjanna, sem
eru í eigu Store Kopparbergs
Bergslags AP. Skoðuðu þeir verk
ismiðjurnair og kynntust fram-
leiðsluháttum á appír í tímarit
og dagblöð m.a. pappír sem not-
aður er á íslandi. Skoðaði hóp-
urinn fleiri iðnfyrirtæki og
kynntust því að verzlun er mikið
milli firma á þessum slóðum og
íslands.
í Falum skoðaði hópurinn kop-
ariiámur, sem einnig eru í eigu
áðumefnds firma. í kynnisferð til
vatnsins Siljan sáu íslendingarn-
ir aðalæfingastöðvar sænskra
skíðamanna og kynntust sumum
af frægustu Olympíuköppum
Svía.
í félagakeppninni í Kvarnsved-
en varð árangur þessi:
100 m hlaup: Valbjörn Þorláks-
son nr. 3 11.3, Úlfar Teitsson 4.
11.4. —
3000 m hlaup: Kristl. Guð-
björnsson 8.30.8, 2. Ake Jansson
8.31.0. 3. Agnar Levy 8.41.8. —
4. Arnold Jonsson 9.00.4.
Kúluvarp: Guðm. Hermanns-
son 15.69, 2. Leif rBand 14.55.
Langsrtökk: G. Zares 6.80, 2.
Úlfar Teitsson 6.72, 3. Einar Frí-
mannsson 6.46.
400 m: G. Tagstrom 50.1, 2.
Þor. Ragnarsson 51.9.
Kringlukast: B. Tallberg 47.16,
2. Valbj. Þorl. 30.10.
800 m hlaup: Halldór Guðbj.
1.58.3, 2. P. U. Larsson 1.59.2.
Þrístökk: 1. Karl Stefánsson
13.73, 2. Þorv. Ben. 13.30.
Hástökk: 1. Harry Berg 1.75,
2. Valbj. Þorl 1.75, 4. Þorv. eBn.
1.70. —
Konur:
Kringlukast: 1. M. Noren
34.50, 2. Ragnheiður Pálsdóttir
31.07. —
Hástökk: 1. Ragnheiður Páls-
dóttir 1.35, 2. E. Stalberg 1.25.
100 m hl.: Halldóra Helgadóttir
13.7, 2. Karin Olsen 13.8.
Kúluvarp: B. Olsson 10.58, 2,
Ragnheiður Pálsdóttir 10.18.
Deilt yfir enn um lokunartímann:
Kaupmenn notfæra sér
ekki leyfi borgarstj. í bili
VR telur það samningsrof, séu verzlanir
Albert Guðmundsson hefur keppnina
Á MORGUN kl. 2:15 e.h. hefst í
Hafnarfirði mjög athyglisverð
knattspyrnukeppni, sem án efa
verður hin skemmtilegasta.
Keppni þessi er milli KR og FH
og þeir sem keppa eru drengir
úr 5. aldursflokki félaganna, alls
7 lið, um 130 drengir keppa.
Nokkur viðhöfn verður við upp
haf keppninnar, því FH-ingurinn
Albert Guðmundsson, frægasti
knattspymumaður íslands fyrr
og síðar mun sýna yngstu knatt-
spymudrengjunum þann heiður
að mæta og hefja fyrsta kapp-
leikinn, með þvi að spynta
fyrstu spyrnunni.
í sumar hefir verið afar gott
og mikið samstarf milli knatt-
spyrhudeilda KR og FH og þá
sérstaklega í yngri flokkunum.
Hafa KR-ingar og FH-ingar
heimsótt hvorir aðra margoft í
sumar og hafa þessir æfinga-
kappleikir hleypt mikilli grósku
í knattspyrnuna í FH. — Áhugi
hefir verið hvað’mestur í 5. ald-
ursflokknum, en hann skipa
drengir 12 ára og yngri.
Fjöimenni hefir jafnan verið
mikið á æfingum hjá FH' í þess-
um aldursflokki og var því það
ráð tekið snemma í sumár að
stofna 6. aldursflokk sem voru
drengir 9 ára og yngri. Æfingar
þeirra hefir Ragnar Magnússon
séð um af slíkri natni og dugn-
aði, að vart er að finna betur
liðinn mann í Hafnarfirði þessa
dagana, en „Ragga Magg“ eins
og_ „gubbamir“ kalia hann.
í keppninni á morgun taka
þátt 7 lið frá hvoru íélagi og
yngsta liðið er skipað 6 og 7 ára
drengjum. Keppninni er þannig
hagað að keppt er heima og
heiman. Fer því síðari hluti
keppninnar fram á KR-svæðinu.
Er ekki að efa að Haínfirðing-
ar sem KR-ingar ungir sem
gamlir láti ekki þessa keppni
fram hjá sér fara, en hún mun
standa yfir fram að kvöldmat,
því þarna nrnnu menn sjá
óslkertan áhuga og kapp og leiik-
gleði ráðandi.
LOKUNARTÍMI verzlana
Reykjavík er nú enn á dagskrá,
eftir að borgarstjórn samþykkti
á fundi í fyrradag að leyfa 14
verzlunum að hafa opið til kl.
22, en áður hafði heilbrigðisnefnd
mælt með umsóknum fyrr-
greindra verzlana og borgarráð
samþykkti þær fyrir sitt leyti.
Enda þótt borgarstjóm hafi nú
endanlega leyft kvöldsölu þess-
ara verzlana eru ekki jill kurl
til grafar komin enn. Formaður
Verzlunarmannafjlags Reykjavik
ur, Guðmundur H. Garðarsson,
lýsti því yfir í viðtali við Mbl.
í gær, að VR teldi það samnings
rof af hálfu kaupmanna, ef þeir
hefðu verzlanir opnar eftir kl. 18.
Þyrfti til að koma samkomulag
inn í gildandi kjarasamning VR
um vaktaálag, áður en VR gæti
fallizt á kvöldsölua. f gær barst
Mbl. einnig afrit af bréfi, sem
níu af fyrrgreindum kaupmönn-
um hafa ritað VR. Segjast kaup
menn hafa ákveðið að notfæra
| sér ekki leyfi borgarstjórnar
fyrst um sinn að hafa verzlanir
opnar, en taka hins vegar fram,
að í bili muni þeir láta nægja
að afgreiða um söluop, eftir að
verzlunum sé lokað, svo neyt-
endum sé gerð nokkur úrlausn.
Hér fer á eftir bréf fyrr-
greindra kaupmanna (Kjöt og
fiskur; Borgarkjör; Grensárkjör;
Þingholt; Kambskjör; Hlíðar-
kjör, Kaplaskjólsvegi; Hlíðakjör;
Jónskjör; Lögberg):
„Samkvæmt þeim samningi,
sem kaupmenn imdirrituðu s.l.
vetur, skal verzlunum lokað sem
hér segir (7. grein): „ . . . Alla
virka daga ársins skal sölubúð-
um lokað eigi' síðar en kl. 18.
Þó skulu vera frá þessu undan-
tekningar ....“. Eru þessar
undantekningar viðvíkjanli jóla
verzlunina“
„Samningur við söluturnaeig-
endur er byggður á vaktavinnu-
grundvelli".
„Undirritaðir kaupmenn, sem
fengið hafa leyfi borgarstjórnar
Reykjavikur til þess að reka
kvöldsölu til kl. 22,00, hafa orð-
ið þess varir að forystumenn sam
taka starfsfólks í verziunum lki
á það með tortryggni og telji
jafnvel brot á kjarasamningum
verzlunarmanna og atvinnurek-
enda, ef verzlað sé eftir kl. 18
mánudaga til fimmtudaga og eft
ir kl. 12 á laugardögum,
Til þess að eyða öllum mis-
skilningi viljum við ■ taka það
fram, að við höfum, af tilliti til
beggja aðila kjarasanrminganna,
ákveðið, a.m.k. fyrst um sinn, að
notfæra okkur ekki leyfi borgar
stjórnar til þess að hafa „sölu-
búðir opnar“, en tökum jafn-
framt fram, að við álítum að slíkt
sé utan sviðs kjarasamninga, og
að orðalagið „að halda sölubúð-
um opnum“, eigi einungis við
tímamarkið, hvenær regluelgum
starfstíma verzlunarfólks skuli
ljúka. Samning milli forsvars-
manna atvinnurekenda og vinnu
þega á verzlunarsviði, þess efnis,
að bannað sé einstökum kaup-
mönnum að veita viðskiptamönn
um þjónustu eftir tiltekinn
Framh. á bls. 23
o|in>ar eftir kl. 18