Morgunblaðið - 03.10.1964, Síða 2
2
MORGU NBLAÐIB
Laugardagur 3. okt. 1964
r
Hæsta lánveiting hús-
næðismálastjórnar
UM mánaðamótin júlí-ágúst
s.l. lauk húsnæðismálastjórn
endanlega við fjárhæstu lán-
veitinguna, sem enn hefur átt
sér stað í starfi stofnunarinn-
ar eða á eitt hundrað milljón-
um króna.
Þrátt fyrir það að ennþá sé
sá hópur lánsumsækjenda of
stór, sem enga úrlausn fengu,
en voru með lánshæfar um-
sóknir, >á er hér um geysi-
háa fjárhæð að ræða, enda
fengu rúmlega 1500 lánsum-
sækjendur úrlausn og í mörg-
um byggðarlögum úti á landi
var lögmætri lánsf jár]>örf
fulinægt nú í fyrsta sinni.
Grundvöllurinn undir þessa
lánveitingu fékkst með því,
að félagsmálaráðuneytið f.h.
ríkisstjórnarinnar gerði sér-
stakan samning við Seðla-
bankann. Var lántaka hjá
Seðlabankanum sökum þess-
arar lánveitingar algjör for-
senda fyrir sjálfri lán-
veitingunni vegna þess að
hinar nýju tekjuöflunar-
leiðir, sem samið hefur ver-
ið um nú, að lokinni endur-
skoðun Húsnæðismálastjórnar
á lögum stofnunarinnar, hafa
ekki enn gefið tekjur, svo
neinu nemur.
Ekki er fjarri að álykta, að
brotið hafi verið blað í sögu
Húsnæðismálastofnunarinnar
varðandi öflun fastra tekna
til íbúðalána vegna hins víð-
tæka „júnísamkomulags" Verð
ur lánveitingastarfið í mun
fastari skorðum í framtíðinni,
og leikur ekki vafi á því, að
þetta mun verða mjög til
bóta fyrir lánsumsækjendur,
með því að óvissan um það,
hvenær röðin kemur að þeim
varðandi lánveitingu, er nú úr
sögunni.
Kosn'mgar til ASI
FULLTRÚAK á næsta þing Al-
þýðusambands íslands hafa
verið kosnir í þessum félögum
til viðbótar þeim, sem fyrr
hafa verið talin hér í Mbl.:
Landssamband vörubifreiða-
stjóra. Listi stjórnar og trúnað-
armannaráðs varð sjálfkjörinn,
en hann skipa: Einar Ögmunds-
son, Pétur Guðfinnsson, Harald-
ur Bogason, Sigurður Ingvarsson,
Hrafn Sveinbjarnarson, Ásgrímur
Gíslason, Jens Steindórsson,
Bjarni Þórðarson og Arnbergur
Stefánsson.
Fóstra. ' Erna Aradóttir var
kosin aðalfulltrúi, en María
Kristjánsdóttir varafulltrúi.
Bifreiðastjórafélagið Neisti,
Hafnarfirði. Kosinn var Jón
Gestsson.
Skjaldborg. Kosinn var Helgi
Þorkelsson.
BUCKINGHAM PALACE
21st September, 196L.
Dear Kr. Gudmundsson,
I am desired by The (Jueen to write and
thank you for the most generous gift of
Icelandic Lamb which you so kindly sent to
Her Uajesty and His Royal Highness.
The Queen and The Duke of Edínburgh very
much appreciated this gift.
I might add that the gift was sent to
Balmoral Castle and was, I know, very much
enjoyed by Members of the Royal Family who
were staying there.
Yours sincerely,
Deputy Master of the Household.
itr. Thorvaldur Gudmundsson.
Þakkarbréf frá
Bretadrottningu
I TILEFNI þess að kjötsýning sú
er nýlega var haldin í London
sendi brezku konungsfjölskyld-
unni London-lamb, hefur Þor-
vaidi Guðmundssyni borizt svo-
fellt bréf frá ráðsmanni drottn-
ingar:
„Kæri Guðmundsson,
Mér hefur verið falið af drottn
ingunni að skrifa og þakka yður
hina rausnarlegu gjöf, íslenzka
lambakjötið, sem þér voruð svo
elskulegur að senda hennar há-
tign og hans konunglegu tign.
Drottningin og hertogmn af
Edinborg kunnu vel að meta
þessa gjöf.
Ég vil bæta því við að gjöfin
var send til Balmoral-kastala og
mér er kunnugt um, að kon-
ungsfjölskyldan sem dvaldist
þar, naut kjötsins mjög vel“.
NOVA-tríóið. Við píanóið situr hljómsveitarstjórinn, Sigurður Guðmundsson. A gitarinn lcik
ur Björn Haukdal og á bassann Friðrik Theódórsson. Sigrún syngur. (Ljósm.: Sv. Þ.)
Hef afdrei búið svo hátt uppi
— segir söngkonan í „kjti!kranum“
í FYRRAKVÖLD gafst frétta
mönnum tækifæri til að rabba
ofurlitla stund við nýjan söng
kraft, sem þá söng í fyrsta
sinni í Þjóðleíkhúskjallaran-
um, en er raunar öllum ís-
lendingum að góðu kunn fyrir
daégurlagasöng sinn.
Þetta er Sigrún Jónsdóttir,
sem fyrir allmörgum árum hóf
söngferil sinn með Öskubusk-
um hér í bæ.
—Þjóðleikhúskjallarinn er
nú að hefja vetrarvertíðina,
eins og Helgi Gíslason bryti
og stjórrtandi samkomustaðar-
ins komst að orði. — Við höf-
um fengið hiná vinsælu söng-
konu til að syngja með NOVA
tríóinu, sem ráðið er til starfa
hjá okkur í vetur.
Sigrún segist hafa komið
heim frá Noregi fyrir hálfum
mánuði og sé ekki nema rétt
búin að átta sig á því enn
þótt hún búi upp á 11. hæð
í háhýsi og geti notið útsýnis-
ins sem bezt verður á kosið.
— Ég hef aldrei búið eins
hátt uppi fyrr, en íbúðin er
bara of lítil fyrir okkur, svo
ég reyni að lauma inn smá-
auglýsingu, segir hún bros-
andi.
Við erum svo stutt á hverjum
hún hafi aðhafzt í Noregi, þar
sem hún er búin að dveljast
í 4 ár.
— Alltaf sungíð.
— Og er það ekki þreytandi
er til lengdar lætur?
— Jú. Einkum ferðalögin.
Við erum svo stutt á herjum
stað í einu. Svo þetta verða
stanzlaus ferðalög um landið
þvert og endilangt.
— Hver er skemmtilegasti
staðurinn, sm þú hefur sung-
ið á í Norgi?
— Ég held það sé Stabburet
í Frederikstad, en það er nýr
skemmtistaður í fornum stíl,
ekki óáþekkur Naustinu,
nema hvað þarna er um að
ræða líkingu af gömlu búri í
sveit.
— En næturklúbbarnir í
Osló?
— Þeir eru aðeins tveir. Ég
var lengi á Telle, sem er ann-
ar þeirra.
— Og söngstíllinn. Er hann
ekki frekar af gamla skólan-
um?
— Ekkert frekar. Það fer
mikið eftir því á svaða stað
ég syng í hvaða dúr söngur-
inn er. Mér þykja mörg bítla
lögin falleg. Ég kysi þau kann
ske í ofurlítið öðrum stil, en
þau eru ágæt.
— Og hverjar eru framtíð-
aráætlanirnar. Er eiginmaður
inn með þér hér heima?
— Við hugsum okkur að
vera hér í vetur að minnsta
kosti.
— Hvað starfar eiginmað-
urinn?
— Hann var þotuflugmað-
ur og heitir Per Bakke. Ég
veit ekki hvað hann fer að
gera hér.
Síðan hlýðum við ofurlitla
stund á Sigrúnu og Noy.a-tríó-
ið. Það er leikið bæði gamalt
og nýtt. Við áttum ánægju-
lega kvöldstund.
Sigrún Jónsdótti-
Vestifarðaráðslelnar
SUS uni helgina
UM þessa helgi efnir Samband ,
ungra Sjálfstæðismanna til
þriggja helgarráðstefna á Vest-
fjörðum. Eru ráöstefnur þessar
á ísafirði og Patreksfirði í dag
en Bolungarvík á morgun.
Isafjarðarráðstefnan hefst kl.
16:00 í Uppsölum og fjallar hún
um Samgöngur á Vestfjörðum.
Frummælendur eru þeir Sigurður
Bjarnason aiþm. og Páll Aðal-
steinsson, skólastjóri. Á Patreks-
fjarðarráðstefnunni verður fjall-
að um Framtíð byggðarinnar á
Vestfjörðum og tala þar Þor-
valdur Garðar Kristjánsson alþm.
og Jóhannes Árnason, sveitar-
stjóri. Þessi ráðstefna verður í
Skjaldborg og hefst hún kl. 16:00.
Ráðstefha í Bolungarvík hefst í
Félagsheimilinu þar kl. 17:00 á
morgun og verður þar rætt um
Atvinnuuppbyggingu á Vestfjörð"
um og eru framsögumenn þeir
Matthías Bjarnason alþm. og
Guðmundur H. Garðarsson, við-
skiptafræðingur. Ráðstefnur
þessar eru öllum opnar ungum
sem eldri og er þess að vænta
að Vestfiröingar fjölmenm á
þessar ráðstefnur sem Samband
ungra Sjálfstæðismanna gengst
fyrir um helztu hagsmunamál
þeirra.
LÆGÐIN yfir Grænlandshafi
var orðin mjög djúp í gær, 959
þrýstistig í lægðarmiðj'u réi>
austur af Hvarfi. Fylgdu lægð
inni regnsvæði og svæði með
Akranesi 2. okt.
ANNAR flokkur knattspyrnu-
manna bæjarins kom heim býsna
glaður í fyrrakvöld, eftir að hafa
sigrað Keflvíkinga með 5 mörk-
um gegn 0. Þetta eru bráðefni-
legir drengir og eru vonarstjörn
ur okkar Akurnesinga í fram-
tíðinni.
skúraveðri suður af Græn-
landi. Suður af hæðinni yfir
Norðursjó var aftur mikið
heiðríkjubelti og indælt bktó-
berveður með 17 stiga hita.
I NA /5 hmthr
\y SV SOhnútsr
K Snjóíemo 7 Slúrir
f t’/Mi w w v/ S Þrumttr
'////>KuUo)kH\H Hmf f
/yy/trsÚ^S HíhtU <--> I