Morgunblaðið - 03.10.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 03.10.1964, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 •Laugardagur 3. okt. 1964 Vestmannaeyjum, 2. okt. FYRIR 25 árum, þann 1. okt. 1939, lenti í fyrsta sinni flug- vél Ilér í Vestmannaeyjum. I þessari vél voru þeir Agnar Kofoed-Hansen, flugmaður og nú flugmálastjóri, og Bergur Gislason, stórkaupmaður í Reykjavík, sem á þeim tíma voru ungir menn, fullir áhuga á því að brjóta ísinn í flug- málum íslendinga. Þar sem þetta var og er mjög merkur atburður í flugmálasögu þjóð- arinnar þótti bæjarstjórn Vest mannaeyja tii hlýða að efna til mannfagnaðar ' og hafði í gær boð inni fyrir þá Agnar Kofoed-Hansen og Berg Gísla son, Ingólf Jónsson, flugmála- ráðherra, flugráð, bæjarfull- trúa, forystumenn flugfélag- anna og nokkra aðra gesti. Reykvísku gestirnir er þeir lögðu af stað héðan með flugvél F.I. — A myndinni sjást m.a. Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri og kona hans, Bergur Gíslason, stórkaupmaður og frú og Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra og frú. Fyrsta Eyjaflugsins minnzt með hdfi Urinið verður áfram að þvi að í æta fiugþjóffiustuna við Eyjar Var þetta hinn bezti fagn- aður. Þar voru margar ræður fluttar. „Tóku menn flugið“, ef svo mætti að orði kveða í þessu sambandi, eftir að Guð- Hrandur Magnússon, hinn aldni áhugamaður um flug, hafði haldið skemmtilega tölu. Fagnaðurinn var settur af Guðlaugi Gíslasyni, alþingis- manni og bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum, er lýsti nokkuð tilefninu. Síðan tók til máls Ingólfur Jónsson, flugmála- ráðherra, er gaf Vestmanna- ingum loforð um það, að á- fram yrði haldið flugvallar- gerð, og ekki hætt við fyrr en kominn væri svo góður flugvöllur að hægt yrði að -lenda hér í öllu venjulegu veðri. Svo sem kunnugt er, er þverbrautin á Vestmannaeyja flugvelli enn aðeins 700 metra löng, en þarf enn að lengjast verulega, svo hún komi að fullum notum. Þá talaði flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen, og lýsti nokkuð aðdraganda og tildrögum þessa flugs þeirra tvímenninganna fyrir 25 ár- um. Ræddi hann um það, sem æskilegt væri að koma ætti í flugvallargerð Vestmanna- eyja, og minntist á í því sam- bandi, að við þyrftum að koma hinum dýrari tegundum af okkar ágæta fiski flugleið- is á borð þeirra vandlátu í Evrópu, fáum tímum eftir að honum hefði verið skipað hér á land. Klykkti hann síðan út með því, að segja að sú flug- vél, sem þeir félagar hefðu komið á fyrir 25 árum, myndi verða gefin byggðasafni Vest- mannaeyja til minningar um þennan merkisatburð í sögu Vestmannaeyjaflugsins. Þá tók til máls Örn O. Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, og flutti athyglis- verða ræðu, þar sem hann rakti nokkuð sögu flugs á ís- landi, og stefnu Flugfélags ís- lands í þeim málum nú og í framtíðinni. Gaf hann fyrir- heit um það að Flugfélagið hyggðist þegar á næsta ári bæta mjög þjónustu við Vest- mannaeyinga með komu hinna Guðlaugur Gislason, bæjarstjuri, flytur ræðu í hófinu sein haldið var í Vestmannaeyjum, til að minnast fyrsta Eyjaflugsins. Við borðið sitja Bergur G. Gíslason, stórkaupmaður og frú, Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra og frú og lengst til hægri Agnar Kofoed Hansen og frú. (Ljósm. Sigurgeir). nýju Fokker Friendship-véla. Sagði Örn að frá upphafi vega hefði Flugfélagið flutt um 180 þús. manns milli lands og Eyja, eða sem samsvarar allri þjóðinni. Má þá segja að all álitlegur hópur hafi ferðazt hér á milli, því að nú kem- ur nokkuð meira til. í nokk- ur ár héldu Loftleiðir einnig uppi áætlunarflugi til Eyja og fluttu fjölda farþega. Bergur Gíslason flutti þakk arorð fyrir höfðinglegt boð og ræddi vítt og breitt um að- draganda atburðarins fyrir 25 árum, og ennfremur um flug og flugmál. Auk þeirra, sem hér eru taldir, töluðu Baldvin Jóns- son, hrþ, forseti Flugmálafé- lags íslands, Sigfús Johnsen, forstjóri Eyjaflugs, Stefán Árnason, fyrrv. yfirlögreglu- þjónn, Jóhann Friðfinnsson, kaupmaður. Samsæti þetta var hið ánægjulegasta í alla staði. Að- komumenn virtust skilja mæta vel sérstöðu Vestmannaeyja í samgönugmálum og vera full- ir af áhuga fyrir því að leggja sitt af mörkum til þess að bæta um, og þegar þeir kvöddu veizlugesti úr Eyjum kl. 12 á miðnætti, höfðu Eyja- menn það á tilfinningunni að þeir hefðu kvatt góða gesti, og óskuðu þeim góðrar ferðar og velfarnaðar. — Björn. Vetrarstarf KFUM og K að hefjast SUMARSTARF KFUM og K lauk um mánaðamótin ágúst og sept- ember. Hafði aðsókn að sumar- búðum félaganna í Vatnaskógi og Vindáshlíð aldrei verið meiri, en er innritunin hófst á síðastl. vori. Tíu dvalarflokkar dvöldu í hvorum sumarbúðanna, þar á meðal mjög fjölmennir flokkar unglinga á aldrinum 14—17 ára. í lok síðastl. mánaðar var unn- ið að því að steypa grunn og gólf fyrir nýjum og stórum skála, rúm lega 30 metra löngum, í sumar- búðunum í Vatnaskógi. Var það starf unnið í sjálfboðavinnu. Skálinn verður einnar hæðar timburhús og verður húsið byggt að vori. Um helgina hefst 66. starfsvet- ur félaganna hér í borg. Félögin starfa á fjórum stöðum í borg- inni en auk þess í Kópavogi. Að- alstöðvarnar eru í húsi þeirra við Amtmannsstíginn en auk þess hafa þau barna- og ungl- ingadeildir í húsi sínu við Kirkju teig 33, félagsheimilinu við Holta veg og að Langagerði 1. Þar eru félögin nú að reisa nýtt félags- heimili, sem vonir standa til, að unnt verði að hefja starf í um áramót. Þangað tii verður starf- ið í bráðabirgðahúsnæði, sem notazt hefur verið við undan- farna vetur. Þar hefst starfið um aðra helgi. Sama gegnir um Kópavogsdeildina. Á hinum þrem stöðunum — Amtmannsstíg, Holtavegi og Kirkjuteigi — hefst starfið á morgun (sunnudag). Sunnudagaskólinn f húsinu við Amtmannsstíg hefst kl. 10,30 f.h., og drengjadeildirnar á öllum þrem stöðunum hafa fyrsta fund sinn kl. 1,30 e.h. Telpnadeild KFUK hefur fyrsta fund sinn að Amtmannsstíg 2B sama dag kl. 3. Aðrar barnadeildir, svo og unglinga- og aðaldeildir, hefja starf sitt í vikunni eða um næstu helgi. Almennar samkomur verða á sunnudagskvöldum kl. 8,30 í hús- inu við Amtmannsstíg, svo sem verið hefur, og æskulýðsvika verður haldin þar dagana 11.— 18. þ. m. Fjölgun stúdenta Á haustin, þegar skólarnlr' hefja kennslu, vakna jafnframt umræður um fræðslumálin og athyglin beinist að því, sem bet- ur má fara. Það verður varla sagt, að fræðslumálin séu í góðu lagi. Má nefna skólakerfið sjálft, en líklegt er að því sé betur skipað með öðrum hætti. Helzta vandamálið er þó skortur á hús- rými og kennurum. Það er ekki sérstakt íslenzkt vandamál, held- ur eiga flestar þjóðir við það að stríða. Þróunin er til meiri og betri menntunar, fleiri og fleiri ganga nú menntaveginn, þess vegna gengur illa að halda í horfinu með byggingar og kennara. Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Tidende ritar forustu- grein nú í vikunni um þrengslin dönskum háskólum. Hér birtist upphaf greinarinnar, en allt sem þar stendur gæti átt við hér- lendis. „Stúdentarnir eru búnir að yfirfylla háskólana. Fjöldi nem-, enda við æðri menntastofnanir hefur farið fram úr öllum áætl- unum og straumurinn mun vaxa stöðugt. Stjórnarvöld og háskói- arnir sjálfir hafa gert mikið til þess að sjá fyrir húsnæði og kennurum, en mest eru það þó neyðarúrræði, þar sem reynt er að leysa vandann frá ári til árs, stundum jafnvel frá degi til dags.“ Gætum dregizt aftur úr Alþýðublaðið fjallar um fræðslumál í forustugrein í gær. Þar segir m.a.: „Nú er augljóst, að innan nokkurra áratuga muni þrír af hverjum fjórum íslendingum hafa annað hvort stúdentspróf eða sambærilega tæknimenntun. Þá verður búið að gleyma þeirri gömlu. trú, sem enn er við líði, að stúdentspróf sé trygging fyr^, ir opinberu skrifstofuembætti til æviloka. Þvert á móti mun unga fólkið með stúdents- og tækni- prófin streyma út í atvinnu- og menningarlífið til þeirra starfa, sem þjóðin þarfnast hverju sinni. Menn spyrja, hvort þjóðin hafi ráð á því skólakerfi, sem nú er við lýði. Raunhæfara væri að spyrja, hvort íslendingar fylgist með tímanum, hvort ekki er þörf stórum meiri átaka til að mennta æskuna. Við megum gæta okkar, að dragast ekki aftur úr á þessu sviði. Fari svo, er hætta á að við verðum eftirbátar á fleiri svið- um.“ Skólaskoitur Tíminn ræðir um fræðslu- málin í forustugrein í gær. — Nefnist greinin: Skólaskort- urinn. Upphaf greinarinnar er á þessa leið: „Skólahaldið er að hefjast. Það, sem víða er nú áberandi, er auk- inn skortur á skólahúsnæði. Fjöldi unglinga víða um land getur ekki notið lögboðinnar fræðslu, svo að með góðu móti sé, vegna skorts á skólahúsnæði." Barizt við draug? Þjóðviljinn ræðir einnig um þessi mál og kemur þar fátt at- hyglisvert fram. Blaðið krefst jafnréttis í skólamálum og er ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hefði þessi grein verið rituð fyr- , ir hálfri öld mætti telja, að þar komi fram krafa um það, að öíl- um væri kleift að stunda skóla- nám af fjárhagsástæðum. Þá gerir blaðið það að tillögu sinni til úrbóta í fræðslumálum, að ríkið setji skólanemendur á föst laun, eins og tiðkast í Sovét- ríkjunum. Segir blaðið þetta svo brýnt, að íslenzk menning standi og falli með framkvæmd þessa boðskapar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.