Morgunblaðið - 03.10.1964, Síða 13
Laugardagur 3. okt. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
13
flíristrrtann liuðmundsson skrifar umr
ÆKUR
EIN HIN ánægjulegasta bók, á stykkinu og leggur út af því á
sem út hefur komið á danskri
tungu, þátta ár, er „Samlede
tssays“, eftir Per Lange (Gyld-
endal). Hann er að mínu viti
glæsilegasti essayhöfundur Dana
á vorri tíð, meistari máls og
stíls, vitur maður, er sameinar
sjaldgæfa lyriska hæfni, skir-
leika, fyndni og gáfur. Þá er
hann og viðlesinn, vel heima í
listum og músik, í senn efagjarn
og jákvæður; efnismeðferð hans
ávallt töfrandi, hvað svo sem
hann fjallar um, og stílleikni
nans hrein unun.
Per Lange er jafngamall öld-
Inni, fæddur árið 1900, og hefur
um meira en þriggja áratuga
ekeið verið talinn eitt af beztu
Ijóðskáldum Dana. Ekki hefur
hann þó, mér vitanlega gefið út
nema þrjár ljóðabækur, en fyrir
fkömmu birtist úrval kvæða
hans: „Udvalgte dikter“, en
eegja má að í þeim sé hver
hending fullkomin. Hann bygg-
ir á gömlum grundvelli klass-
iskra erfða, hreinleiki og ró ein-
kenna öll hans kvæði, hvað
íorminu viðvíkur, en undir fast-
mótuðu yfirborði vaka ástríður
t>g auður hugmynda.
Lange hefur ávallt haldið sig
■utan við þær umbreytingar og
„isma“, er svo mjög hafa auð-
kennt ljóðagerð síðari tíma. Hann
er einfari og engum líkur, nema
Kjálfum sér. Á seinni árum hef-
ur hann ritað nokkuð um bækur,
verið gagnrýnandi ýmissa blaða
og tímarita. En sérstaka athygli
hafa essey hans vakið, og hafa
komið út þrjú söfn af þeim:
„Spejlinger", „Ved mussikkens
tærskel“ og „Samtale med et
sesei“. Eru þau nú öll birt í þess-
ari bók — og naumast held ég að
ánægjulegra og jafnmenntandi
lestrarefni hafi komið út á
danskri grund, nú um skeið, að
minnsta kosti ekki á þessum
vettvangi.
Essays Langes fjalla meðal
annars um ýmis stórmenni bók-
mennta og hljómlistar, svo sem
La Bruyére, Lichtenberg, Schop-
enhauer, Kierkegaard, Valery,
Strindber.g, Pepys, Beethoven
o 11. Þá eru einnig lifandi og
skemmtilegar lýsingar á borgum
cg stöðum, svo sem Londön,
Flórenz, Aþenu, Santorin,
Sparta o.g fleiri minningaríkum
grískum stöðum. Hann ritar þó
hvorki æfisögur né landafræði,
en finnur jafnan það sem feitt er
smn hátt._ Þótt hann tali sjaldan
um sjálfan sig í þessum grein-
um, veit lesandinn jafnan af
nærveru hans og finnur að hann
er í góðum selskap. „Vel þeim,
sem er nógu hégómlegur til að
hrósa aldrei sjálfum sér“, segir
Montesquieu í „Lettres Persan-
es“, en á þessari tilvitnun hefst
ritgerðasafn Langes, og er það í
rauninni vel til fallið.
Höf. er jafnan stuttorður, og
kemst ávallt málalengingalaust
að sjál.fu efninu, sem vakið hefur
áhu.ga hans. Gott dæmi um það
er essayið um La Bruyére
franska stílsnillinginn, sem enn
er frægur fyrir sína einustu bók:
„Les Caractéres", er kom út árið
1688. Sama er að ‘segja um hið
stórsnjalla essay: „Strindbergs
ansi'gt", sem er ritað í tilefni af
samnefndri bók með 68 myndum
af Strndberg, en hún kom út í
tilefni af 100 ára afmæli skálds-
ins. Þá er essayið: ,,Om essayets
kunst“ mjö,g táknrænt fyrir
þessa kunnáttusemi Langes.
I bók þessari er ekkert sem
hægt er að telja lélegt, en þó
hefði essayið „London-dage“
óneitanlega mátt missa sig.
Aftur á móti eru allar þær grein-
ar, sem um Grikkland fjalla og
grísku eyjarnar ritaðar af hinni
mestu snilld. Þær skilja mikið
cftir hjá lesandanum, og hann
segir ósjálfrátt við sjálfan sig:
Þetta mun ég lesa aftur. En
þanni.g er því einmitt varið um
fjölmargt í þessu eyssaysafni,
að maður getur vel hugsað sér
að byrja á því aftur að lestri
ioknum. Þetta er ein þeirra bóka
sem ekki verður rykfallin í hill-
unni.
„Holbergs maske" eftir Jens
Kruuse, (Gyldendal) er nokkuð
strembin bók og ekki líkleg til
að verða neinn ,,Best-seller“.
Ei.gi að síður.tel ég að hver sá er
áhuga hefur fyrir Holberg muni
bafa bæði gagn og ánægju af að
lesa hana. Það er ekki að undra
að mar.gar bækur og merkilegar
hafi verið skrifaðar um þennan
einkennilega norska prófessor
við Kaupmannahafnarháskóla,
sem um fertugt tók sig til og
skrifaði á hálfu öðru ári
fimmtán „kómedíur", leikrit,
sem eru maðal hins bezta í norsk
um og dönskum leikbókmennt-
um. En það verk, sem hér um
ræðir, skilur sig frá flestum
öðrum bókum um sama efni, að
því leyti að það gerir litla til-
raun til að sálgreina skáldið
sjálft, en — eins og höfundurinn
kemst að orði — „að leita þess
anda, sem í þeim ríkir og gerir
þau varanlega að skáldverkum".
En þó dylst lesandanum ekki
forvitni höfundar um orsakirnar
fyrir því að Holberg skyldi
vinna þetta merkilega afreks-
verk sitt, á árunum 1722—1723.
Kruuse er lærður maður í bók-
menntum o.g margar af rann-
sóknum hans og athugunum eru
bráðskarpar, einkum greiningin
á tvídrægninni í leikritunum, og
samlíking hans á Holber.g og
sálmaskáldunum Kingo og Bror-
son. Fæstum myndi í fljótu
bragði koma til hugar, að þessi
tvö alvörugefnu skáld ættu
margt sa'meiginlegt með skemmti
gauknum Ludvig Holberg, en
iesandi þessarar bókar kemst á
aðra skoðun. „Kómedíurnar" eru
ekki eingöngu gerðar í því skyni
að skemmta fólki, grínið og
gamansemin er gríma Holbergs,
og undir niðri er alvaran á ferð,
óttinn við lífið og flóttinn undan
skuggum þess. Og greining þess
arar tvídrægni er gerð af snilld,
sem gerir verk þetta verðmætt.
„Marquis De Sade“ eftir Hans
Lyngby Jepsen, (Sti.g Vendelkors
Forlag) er skemmtileg og vel
skrifuð bók um þennan sóðalega
franska aðalsmann, er hefur ver-
ið talsvert lesinn og umræddur
upp á síðkastið.
Vo’ivo Amazon
OT,ff©B,iS 1!965
er kcmínsi
YJUR
kr. 17.oo
's
LÆKKAÐ VEKÐ
-X
MIKID ráVAL TIL
SÆMGHEiö.í/’.r/V
STORKURINN
Kjorgaröi.
Allir vita hvað sadismi er, en
kannske er ekki öllum kunnugt
um hver það var sem gaf honum
nafn. „Marquis De Sade“ er án
efa sóðalegasti og klámfengnasti
rithöfundur, er skrifað hefur
bækur á Vesturlöndum. Mykle
Miller og Ganet eru hreinustu
barnabókarhöfundar á móti hon
um. Bækur hans hafa verið
bannaðar í flestum vestrænum
löndum, og með réttu stimplaðar
sem rakinn óþverri. En höfundur
þessi er nokkuð lífseigur, og
síðari timum, þegar Evrópskar
bókmenntir hafa gerzt æ óþverra
legri, hefur hann verið endur
reistur af ýmsum þekktum rit
höfundum, þar á meðal hinni
kunnu frönsku skáldkonu Sim.
one de Beauvoir. Bækur sínar
skrifað'i hann flestar í fangelsi.
á dögum frönsku stjórnarbylt
ingarinnar, og bera þær þess
mikil merki að sálarlíf höfund
arins hafi verið sjúkt af erotisku
hungri. Þær eru í stuttu máli
svo viðbjóðslegar og andstyggi-
legar að þess finnast engin
dæmi. En þótt merkilegt megi
virðast var höfundur þessara
sóðaverka, og sá er gaf sadis-
manum nafn, ekki sjálfur sad-
isti. Þótt hann væri laus á kost-
um og samvizkuliðugur, sér þess
ekki stað, af því sem vitað er um
tíf hans, að hann hafi verið
naldinn kvalalosta. Nokkur
dæmi sanna einmitt hið gagn-
stæða. Hann var hinn mesti
æfintýramaður og líf hans
spennandi eins og versti reyfari,
og vafalaust hafði hann gaman
af að ofbjóða samtíð sinni og
| nneyksla hana með verkum sín-
, um.
'Ar Ný innrétting og áklæði, glæsilegri
en áður hafa sézt.
'A' Nýir frábærir framstólar.
Diskahemlar að framan.
Galvaniserað stál í sílsum
og hjólbogum.
-Ar Enn aukin ryðvörn.
★ Nýjar felgur.
'Ar Hjólkoppar úr ryðfríu stáli.
-Ar Aukið litaúrval.
VOLVO Arnazon
1965, verða til
vorri í dag, til
og B544 árgerb
sýnis í verzlun
kl. 17, og nœstu
virka daga.
mm VALID - VELJiÐ VOLVO
Japsen rekur æfisögu þessa
óhreinlega skálds, ef , skáld skal
kalla, og gerir því rækileg skil.
Bók hans hefur vakið mikla at-
hygli í heimalandi höfundarins,
og er þar talin eitt bezta verk
sem um De Sade hefur verið
i’itað. Efnismeðferðin er skír o,g
hreinleg, ekki dregin fjöður yfir
neitt, en á hinn bóginn- margt til
fundið, sem ber í bætifláka fyrir
hið illræmda skáld, og því ætíð
unnað sannmælis, án þess að
reyna að afsaka það se*» .miður
fer. Það sem finna mætti að
bókinni — eins og raunar öðrum
verkum Jepsens — er að hin sál-
a „fræðilega rannsókn er sjaldan
mjö,g djúptæk, enda þótt höf.
geri heiðarlegar tilraunir í þá
átt. En frá biografisku sjónar-
miði er bókin tæmandi, í því
torrni sem henni er valið, og
ágætlega gerð. Jepsen ræður
yfir kunnáttu o,g leikni hins
þjálfaða rithöfundar, og bók hans
hins læsilegasta.
„Kunsten at skrive“ eftir Paul
V. Robovv, (Gyldendals Ugle-
böger) er nýtt og stórt safn af
greinum bókmenntalegs eðlis,
eftir þennan vel kunna danska
bókmenntafræðing og essayista.
Samnefnd bók eftir hann- kom
raunar út árið 1942, en þetta er
úrval, samantekið að Hakon
Stangerup. Er það því safn frá
mörgum árum, að minnsta kosti
þrjátíu, af rithöfundaferli Rob-
ows. Virðist valið bafa tekizt
ágætlega, því að hér munu vera
flestar af kunnustu essayum
bókarhöfundar, þ.á.m. beztu
greinar hans um franskar, ensk-
ar og rússneskar bókmenntir,
t.d. „De vanvittiges skarpsindig-
hed“ sem fjallar um þá kunnu
tilraun að eigna Bacon leikrit
Shakespeares. Raunar virðast
þeir, sem þessu vilja koma í
kring, hafa nokkuð til síns máls,
en á hinn bóginn var Bacon það
menntaður maður að hann hefði
naumast gert þær sögulegu vit-
ieysur, sem leikrit Shakespeares
eru engan veginn laus við, eins
og til dæmis þegar Theseus er
er gerður að hertoga í Grikk-
iandi og Bæheimur vera um-
flotinn sjó; Cæsar, Rússakeis-
ari og Renesanse-málarinn
tiamono (sem Shakespeare
raunar gerir að myndhöggvara)
eru látnir vera samtímamenn.
Þá er einnig skrambi hæpið að
láta Cleopötru Egyptalands-
drottningu leika billiard við
þjónustumær sína! Fjöldi slíkra
lapsusa í verkum meistarans írá
Stratford-on-Avon bendir til þess
að hann sé einmitt andlegur
faðir þessara verka, svo og hin
meista-ralega sviðstækni, er kem-
ur fram í þeim flestum. En í
þeim birtist einnig mjög djúp-
tæk mannþekking og skilningur
a örðugum lífsgátum, dulfræði-
ieg kunnátta, og einkum þekk-
mg á æðstu stéttum þjóðfélags-
ins, sem er nokkuð grunsamleg
hjá ungum, menntunarlitlum
leikara í þann tíð. En Rubow
tekur ekki álvarlega rök „Bacon-
istanna", heldur skopast að öllu
saman, og grein hans er mjög
skemmtileg, enda þótt hún sé
ekki sannfærandi.
Meistaralega vel gerð er grein-
in um Shelley, þótt ekki komi
þar neitt nýtt fram, og hið sama
má segja um hið stutta essay um
Franz Rabelais. Þá er essayið
um Chateaubriand eitt hið bqzta
í bókinni, því þar kemur einna
skirast fram sú ágæta gáfa Rub-
ows að koma frarn miklu máli á
einfaldan hátt í fáum orðum. I
greininni um Guy De Maupas-
sant kemur fram nýr og skarpur
skilningur á þ.essu mikla sagna-
skáldi, o-g er raunar orð í tíma
töluð, því að nútiminn hefur
lítið niður á þennan franska.
meistará, og liggja- til þess ýmsar t*
ástæður, sem of langt yrði að
greina. Rubow veitir honum
uppreisn æru, og gerir það af
snilld, án þess að skapa óverð-
ckuldaðan geislabaug um höfuð
hans.
Fleiri orðum skal svo ekki
farið um þessa bók, sem er í
senn menntandi og bráðskemmti
leg aflestrar, en fólk sem hefur
áhuga á bókmenntum aoeins
hvatt til að lesa hana.