Morgunblaðið - 03.10.1964, Síða 28

Morgunblaðið - 03.10.1964, Síða 28
231. tbl. — Laugardagur 3. október 1964 t>ilaleigai magnúsar skipholt 21 simar: 21190-21185 0 0 C! 2 X 7. l tfl V. M c c c . I- P r o n c o o o I an Göt hrotin á veggi og þil Ljót aðkoma á innbrotsstöðum HELDUR var ljótt um að litast er starfsfólk Hafnarbíós kom á vinnustað í gær. Innbrot hafði verið framið um nóttina, en þó þjófarnir hefðu ekki mikið upp úr krafsinu, tókst þeim að ganga um húsið svo með endemum er. M.a. brutu þeir göt á veggi og þil, og gengu að öðru leyti svo um að vart er prenthæft. Þjófarnir hafa komizt inn í húsið, og hafnað í læstum stiga- gangi, sem liggur upp í sýninga- klefann. Þar brutu þeir gat á þilið, inn í anddyri kvikmynda- hússins, en er þeir brutust í gegn varð fyrir þeím hinum megin stór mynd af Abbot og Costello, sem ekki þoldi atganginn, féll af snaga sínum og brotnaði. Þótti þjófunum gatið fullhátt á veggn- Fjársvika- mál hjá fastepa sölu MORGUNBLAÐIÐ fregn- aði í gær, að komið sé upp mikið fjársvikamál hjá Fasteignasölunni Tjarnar- götu 14 í Reykjavík og hef- ur blaðið aflað sér upplýs- inga um það, að hér eigi í hlut sölumaður fyrirtækis- ins. Mun hann á örskömm- um tíma hafa dregið sér á aðra milljón króna og herma heimildir blaðsins að málið sé enn umfangs- meira og nái jafnvel til fleiri aðila en fyrirtækis þess sem hér um ræðir. Ekki var unnt í gær- kvöldi að fá upplýsingar um mál þetta hjá viðkom- andi aðilum, en yfirsaka- dómara, Þórði Björnssyni, mun þegar hafa verið gert aðvart um málið í gær. um, svo þeir brutu annað neðar. Þar varð fyrir þeim ,hinu meg- in á veggnum, stór spegill, sem þeir brutu í þúsund mola, og skriðu síðan í gegnum gatið. Úr því að þeir voru búnir að uppgötva, hve greiðlega gekk að búa til dyr á veggi hússins, réð- ust þeir ekki á hurð skrifstof- unnar, heldur fóru inn í sýning- arsalinn, og hófu að rjúfa gat á skrifstofuvegginn þeim megin frá. Þar varð fyrir þeim vikur- hleðsla, og eftir að þeir höfðu brotið töluvert úr h'enni, gáfust þeir upp. Sennilega hafa þjófarnir verið bæði þreyttir og reiðir er hér var komið sögu, því þeir tóku það ráð að spyrna inn hurðinni að skrifstofunni með umgjörð og öllu saman. Síðan rótuðu þeir í öllum hirzlum og fundu 1000 kr. Innbrotsstaðinn kvöddu þeir með því að ganga örna sinna í sýningaklefanum. Annað innbrot var einnig fram ið í fyrrinótt, eigi alllangt frá Hafnarbíó, þ. e. í smurstöð og benzínafgreiðslu á Klöpp við Skúlagötu. Brutust þjófarnir inn í smurstöðina, og síðan fyrst í skrifstofukompu þar. Brutu þéir Framhald á bls. 27 F jármálaráðherra talar um skattamál í DAG efnir Heimdallur, FUS, til fyrsta klúbbfundarins á þessu hausti. Hefst fundurinn kl. 13.00 en húsið er opnað kl. 12.30. Á íundi þessum mun fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, ræða skattamálin og svara fyrirspurn- um að ræðu sinni lokinni Er þess að vænta að Heimdellingar fjölmerini á þennan fyrsta klúbb fund vetrarins og taki með sér rýja félaga og gesti. Fundurinn er í Sjálfstæðishúsinu að venju. Hús brennur i Eyrarsveit MIÚLI kl. 12 og 1 í dag varð bóndinn á Eyði í Eyrarsveit, Arn ór Kristjánsson, þess var, að eld- ur var laus í gömlu íbúðarhúsi þar á staðnum, sem ekki er leng- ur búið í. Gerði hann þegar við- v«rt i síma út í Grundarfjörð og fóru menn þe,gar á vettvang með slökkvitæki. Þegar að var kom- var húsið alejúa og þakið lallhS og brann þar allt sem brunnið gat. Hvassviðri var á sunnan og illt að koma nokkr- um vörnum við. í þessu húsi geymdi bóndinn matvæli, fóður- blöndur og ýmiskonar amboð til- heyrandi búskapnum. Hvorki hey eða heyvinnuvélar urðu eldinum að bráð, en talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni. — Emil. Myndavélataskan endurheimt. Ungfrú Minny Huvgaard, sem I fann vélina og eigandmn, Lennart Carlén. Ljósm. Ól. K. M.| Bítlcrnir drdpu minkinn Akranesi, 2. október. BÍTLARNIR Mggi, Valdi og Óli gengu í herinn og tóku sér barefli í hönd. Þeir gleymdu gersamlega söng og dansi og venjulegum bitla- kúnstum þar sem þeir stóðu niðri við höfn og horfðu vök- ulum augum á áhlaðandann við hafnargarðinn. Allt í einu kemur meðalstór minkur í hendingskasti fram á hafnar- garðinn efst, kattareðlið gríp- ur þá og þeir taka stökk undir sig eins og minkurinn. Viður eigninni lýkur þannig, að skömmu síðar leggja þeir af stað með dauðan minkinn til Björgvins bæjarstjóra. Hann var þá staddur úti í Kaup- mannahöfn. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar á morg- un að fá 200 krónur fyrir minkskottið. — Oddur Myndavélum sænska Ijós- myndarans skilað I gær Fundust í pakka fyrir utan gististað hans við Snorrabraut í gærmorgun — Öllu skilað nema viskýflösku „ÞAÐ má segja að þetta sé mjög óvenjulegt. Heiðar- legur þjófur!“, sagði Lenn- art Carlén, Ijósmyndarinn sænski, sem myndavélun- um var stolið frá á dögun- um, í viðtali við Mbl. í gær. Hinar verðmætu Hassel- blad-myndavélar hans kom ust til skila í gærmorgun, ásamt linsum, en verðmæti þessa var áætlað um 100 |J þús. ísl. kr. „Það eina, sem P ég veit um þjófinn, utan það að hann er heiðarleg- ur, er að hann reykir lík- lega Camel-sígarettur, og þykir gott Johnnie Walk- er viský“, bætti Carlén við. „Það voru nefnilega Chest- erfield-sígarettur í tösk- unni, og ennfremur flaska af viský. Sígaretturnar komu aftur í henni, en viskýið hefur þjófurinn drukkið!“ Carlén sagði að hann hefði verið vakinn snemma í gær- morgun af færeyskri stúlku, sem býr í sama húsi og hann við Snorrabraut, en það var einmitt þaðan, sem myndavél- unum var stolið um sl. helgi. Hann sagði að er stúlkan hafi dregið gluggatjöldin frá her- bergi sínu um morguninn hafi staðið pakki fyrir utan glugg- ann. „Hún hélt víst fyrst að þetta væri sprengja eða eitt- hvað þessháttar, en svo sá hún í rennilás í gegnum umbúð- irnar", sagði Carlén. Stúlkan minntist ráns tösk- unnar með myndavélunum, fór með pakkann til Carléns, sem opnaði hann og fann þar vélarnar. Yar hann mjög kát- ur í gær, er fréttamaður Mbl. átti tal við hann, og sagðist hafa verið búinn að gefa upp alla von um að fá myndavél- arnar. „Ég var farinn að halda, að þjófurinn hefði kast- að þeim í höfnina, eftir að hann frétti að hann gæti ekki komið þeim í peninga hér“, sagði hann. Carlén sagði, að auk þess sem það hefði orðið mikið peningatjón að tapa vélunum, hafi margt annað komið til greina. Myndavélar og linsur, jafnvel þótt af sömu gerð væru, hefðu hver sinn „karakt er“, væru eilítið ólíkar. Á aðra myndavélina hefði hann tekið margar heimskunnar lj ósmyndir, m.a. af Dag Hamm arskjöld, en Carlén var ljós- myndari hans, Ingrid Berg- man, Sofíu Loren og Marlene Dietrich. Auk þess ætti hann í Svíþjóð margar linsur á vél- arnar til viðbótar, og þær pössuðu aðeins á þessar eldri gerðir af Hasselbach, sem ekki væru lengur framleiddar. Carlén kvaðst nú mundu hefjast handa við myndatök- ur hér. Hann hyggst m.a. taka bæði kvikmyndir og venjuleg- ar myndir af Surtsey, einnig taka mynd um Björn Pálsson o. fl. — Sökk v/ð bryggju / Flatey á Breiðafirði AÐFARANÓTT fimmtudagsins sökk vélbáturinn Von við bryggju á Flatey á Breiðafirði. Báturinn var 10 tonna súðbirð- ingur smíðaður á Akureyri fyrir 8 árum. Eigandi var Siigurjón Helgason. Báturinn hefir í sum- ar verið gerður út frá Flatey og voru þrír menn á honum. Að- eins einn bátur annar en Vonin er á floti við Flatey. Vonin var nýkomin heim frá Stykkishólmi, en þar hafði verið gert við vél bátsins. Hann var keyptur til Flateyjar fyrir rúmu ári og hafði ekki verið komið upp legufærum við eyjuna fyrir hann ennþá. Á fimmtudagskvöldið seint fór Sigurjón að huga að bátnum, en þá var tekið að hvessa á vest- an. Það er versta áttin fyrir bát- ana þar í höfninni. Reyndist þá allt vera í lagi með bátinn þar sem hann lá bundinn við bryggj- una. Um morguninn, er að var komið, var Yonin komin á botn- inn og grillir nú rétt í hana. Verð ur því ekki enn sagt hve mikið hún er skemmd en séð er að brot íð er ofan af möstrunum. í gær var enn stólparok í Flat- ey og ekki nokkur kostur að gera neitt til björgunar bátnum. Hins vegar er ,gert ráð fyrir að bjarga megi honum á land upp í fjöru við bryggjuna þegar lægir, ef hanii er ekki því meira brotinn. Koupíi Björn Púlsson þyrlu ? BLAÐIÐ hefur fregnað, að Björn Pálsson, flugmaður, hafi undanfarið verið að þreifa fyrir sér I Bandaríkjunum með kaup á helikopterflugvél til sjúkraflugs og annarrar þjónustu. Sé þar einkum um að ræða flugvél, sem taki fimm farþega eða vél af svip- aðri stærð og burðarþoli. Björn sagði í samtali við Mbl. að ekki væri seinna vænna, að slík vél væri hér til taks, en hann vildi ekkert segja um, hvenær vænta mætti, að mál þetta næðl fram að ganga, en sennilega mundi úr rætast með vorinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.