Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 6
V
»
6
MORGUNBLAÐIÐ
\
1 Miðvik'udagur 4. nóv. 1964
950 stúdentar
Háskdla íslands
Aukning í læknisfræði 1O0%
Háskólarektor gengur í sal
f UPPHAFI þessa skólaátrs eru
950 stúdentar skráðir í Háskóla
íslands, eða 50 fleiri en í fyrra.
Alls skráðust 331 stúdent í Há-
skólann nú í haust, þar af 128
konur. Flestir nýstúdenta eru
skráðir til B.A. nánts eða 92. Til
náms í læknisfræði eru skráðir
48, og er aukning rétt 100% í
læknisfræði frá síðasta ári, en
hið mikla aðstreymi að lækna-
deild þetta haust hefir valdið
nokkrum erfiðleikum. f heim-
speki eru skráðir 48, í lögfræði
og viðskiptafræði 34 í hvorri
grein, í verkfræði 20, í íslenzk-
fjöldi aukist enn til muna. Hinn
mikli fjöldi stúdenta skapi há-
skólanum sérstök vandamál, ekki
sizt í sambandi við stórauknar
bygigingar til kennslu og rann-
sókna, aukinna kennaraafla,
betri og virkari kennslutækja og
nýjar byggingar í þágu félagslífs
stúdenta. Minnti rektor á að við
hér á íslandi erum mældir í
þessu efni .neð alþjóðlegri mæli
stiku og viðmiðun ökkar sjálfra
verður að vera alþjóðleg í eðli
sínu, þannig að hver sú starf-
semi sem fram fer í háskólan-
um verður að standast vel al-
skráðir í
þjóðlegar kröfur. Sagði hann að
alþingi og íslenzk stjórnarvöld
hafi aldrei haft jafn glöggan
skilning á þörfinni á að stórefla
Háskólann og aðrar vísindastofn-
anir sem nú, og að Hás'kólinn
treysti því að hliðstæð bylting í
skólamálum, sem farið hefir um
öll lönd Vestur-Evrópu, sé nú
einnig að hefjast hér á landi.
Þá minntist rektor þess sem
gert hefði verið á síðasta há-
skólaári. Þac ber hæst, að hafin
var bygging Raunvísindastofn-
unar Háskólans, og ráðin var
bygginig í þarfir Háskólans og
Handritastofnunar íslands. Af
öðrum málum nefndi hann að I
nokkuð hefur þokað áleiðis um
málefni stúdentaheimilis og fé- j
lagslíf stúdenta hefiir eflzt við
stofnun háskólakórsins. Á árinu
bárust háskólanum margar ágæt-
ar gjafir, og er þar kunnust
stórgjöf Framkvæmdabanka Is-
lands, er hann gaf kaupverð raf
eindareiknis í tilefni 10 ára af-
mælis síns. Þá minntist rektor
á að ráðinn hefði verið aðstoðar-
bókavörður við háskólasafnið og
að geymslurými safnsins hefði
veríð aukið og bætt, en því hafa
bætzt margar góðar bókagjafir,
auk þess sem tekin var í fyrsta
skipti í 40 ár upp fjárveiting til
bókakaupa á fjárlögum 1962, og
hefur hún nú verið hæk'kuð í
400 þús. kr. á næstu fjárlögum.
í háskólabyggingunni hafa verið
gerðar nokkrar breytingar og á
sl. ári voru teknar til afnota
lestrarstofur fyrir 33 stúdenta á
Aragötu 9.
Á sl. háskólaári voru lagðar
ítarlegar tillögur fyrir ríkisstjórn
ina um fjölgun prófessora næsta
áratuginn. Gera þær ráð fyrir að
prófessorum í þeim deildum sem
nú starfa verði fjölgað um 14.
Prófessor Pétur Sigurðsson há-
skólaritari hefur nú látið af
störfum eftir 35 ára starf sem
háskólaritari og þakkáði rektor
honum störf hans i þágu skólans.
En auk háskólaritarastarfsins var
Pétur fyxsti forstjóri Happdrætt-
is Háskólans og kvikmyndahúss
Háskólans. En kennararskipti
hafa orðið á nokkrum stöðum á
árinu. 16 erlendir fræðimenn
fluttu fyrirlestra við Háskólann
og Háskólanum hafa borizt marg
ar góðar gjafir, sem ekki verður
getið hér nánar. Þá talaði rektor
um námskeið norskra mennta-
skólakennara og námskeið nor-
rænna laganema, sem haldin
voru á árinu.
Að lokum ræddi rektor um
hinar brýnu þarfir Háskólans
á auknu húsnæði, auknum tækja
kosti og mannafla, og saigði að
hér þyrfti að hefja sleitulausa
byggingarstarfsemi á grundvelli
heildstæðra framkvæmdaáætl-
ana, óslitna sókn til að efla Há-
skólann og aðra vísindastarfsemi.
Nýstúdentar á Háskólahátíð, Ljósm. Cf. K. M.
um fræðum og tannlækningu 14
í hvorri grein, í íslenzku fyrir
erlenda stúdenta 13, í lyfjafræði
lyfsala 11 og í guðfræði 3.
Þessar upplýsingar gaf háskóla
rektor Ármann Snævarr m.a. í
ræðu sinni á Háskólahátíðinni,
sem fram fór laugardaginn 24.
október í Háskólabíó, að við-
stöddum forseta fslands, mennþ
málaráðherra, fjármálaráðherra,
biskupi íslands, borgarstjóra og
fleiri gestum. Hátíðin hófst með
því að háskólakennarar gengu
í skrúðgöngu í salinn undir lúðra
þyt. Rektor og deildarforsetar
tóku sér sæti á sviðinu, en aðrir
kennarar úti í sal, en þar sátu
einnig nýstúdentar og gestir. Þá
lék strengjahljómsveit undir for-
ystu Björns Ólafssonar, háskóla-
rektor hélt skólasetningarræðu
sína, Stúdentakórinn söng undir
stjórn Jóns Þórarinssonar og
rektor ávarpaði stúdenta, sem
gengu fyrir hann, en einn þeirra
flutti ávarp. Nýstúdentar sungu
Integer vitae, rektor sleit athöfn
inni og að lokum var leikinn
þjóðsöngurinn.
í ræðu sinni ræddi háskóla-
rcktor m.a. hið mikla aðstreymi
að háskólum hvarvetna í heim-
inum á síðustu árum, sem eigi
sér alkunnar félagslegar og efna
hagslegar rætur, og að það sé
meginverkefni hvers háskóla að
laga sig eftir þessum nýjn að-
stæðum og jafnframt að búast
við þeim vanda, að stúdenta-
Leiðindafrí
Jæja, þá eru prentarnir byrj-
aðir aftur — og prentmynda-
menn » u líka komnir á kreik
svo að okkur er ekkert lengur
að vanbúnaði.
Mörgum finnst áigætt að hvíla
sig á blöðunum, líka blaðamönn
um. En verkfallsfríin eru leið-
inleg, eilíf bi'ð og óvissa — og
prentaraverkfall veitir blaða-
mönnum litla ánægju og hvíld.
Tilbreyting getur verið ágæt,
en of mikil röskun á daglega
lífinu getur verið þreytandi.
Mörgum, sem vanir eru að
fá mestan sinn fróðleik úr
dagblöðunum, finnst sjákfsagt,
að þessir dagar hafi verið tíð-
indalitlir. Eitt og annað mun
fara fram hjá fólki vegna þess-
arar stöðvunar á blaðaútigáfu,
því engin leið veiður að segja
frá öllu markverðu þótt blöðin
reyni af fremsta megni að brúa
bilið og segja frá því helzta í
stuttu málL
Mér verður líka hugsað til
fræðimanna og grúskara fram-
tíðarinnar. Þeir munu styðjast
að meira eða minna leyti við
dagblöðin, þegar farið verður að
skrá sögur og sagnir okkar
tíma, því gott dagblað er eins
konar spegill dagsins. Hvergi
er að finna meira af fróðleik
og upplýsingum um straumana
í þjóðfélaginu og daglega lífið
en einmitt í dagblöðunum.
En í lok október 1964 mun
alltaf vanta nær hálfan mánuð
inn í þennan spegil tímans.
Þetta er ekki fyrsta eyðan í
keðju dagblaðanna, sem tengja
liðna daga saman uppi á hill-
um bókasafnanna. Prentaraverk
fall er ekki ný uppfinning —
og blaðamenn eiga jafnvel sjálf
ir sök á einni dálaglegri eyðu
í þessa samtfðarsögu það var
á síðasta ári.
Símaþjónustan
Ég sá i blaði einu, að banda-
ríska flugfélagið Eastern Airlin-
es býðst til að endungreiða
hverjum sem er símtalskostn-
að, ef simastúikur félagsins
svara ekki í síma innan 20 sek-
unda frá því að hringt er. Stað
hæfir félagið, að einungis 9
prósent þeirra, sem þangað
hringja, verði að bíða lengur
en 20 sekundur í símanum.
Og þetta eru ekki orðin tóm
hjá Eastern Airlines, því félag-
ið hefur látið prenta afsökunar
bréf, sem viðskiptavini er sent
ef hann kvartar yfir því að
■hafa beðið eftþ svari meira en
„andartak". í umslagið lætur
félagið 10 cent til endurgreiðslu
á símtalinu, en sú er upphæð-
in, sem greiða verður fyrir ein-
falt símtal úr almenningssíma
klefa þar vestra.
Þa'ð getur oft verið óþolandi
að bíða lengi í símanum eftir
svari og slæm símaþjónusta
getur beinlínis spillt fyrir við-
skiptum og skapað andúð fólks
á viðkomandi fyrirtæki. Tím-
inn er orðinn dýrmætur, hrað-
inn mikill. Já, tíminn kostar
peninga segja menn — og svo
sannarlega er hægt að líta
þannig á málið, þegar allir elt-
ast við skottið á gullkálfinum.
Þessi nýbreytni hins banda-
ríska flugfélags er viðurkenn-
ing á því, a'ð fólk hafi annað
og þarfara við timann að gera
en hanga og bíða eftir að svar-
að sé í síma. Hún sýnir þá við-
leitni til þjónustu við almenn-
ing, sem er framandi meirihluta
íslenzkra fyrirtækja og stofn-
ana.
Það er ekki óalgenigt að
þurfa að bíða tímunum saman
eftir því að starfsfólki fyrir-
tækja og stofnana þóknist að
svara í símann — og óg er
viss um a'ð mörg þeirra gjalda
hinnar lélegu símaþjónustu. Þar
að auki rekur fólk sig oft á
það, að margar símastúlkur
stofnana og stórfyrirtækja 1
Reykjavík hefðu gott af að fara
á. námskeið til að læra að ávarpa
og tala við ókunnuga.
Álfheimar
Kona í Álfheimum hringdi og
bað um að því yrði komið á
framfæri vi'ð SVR, að það
kæmi sér illa fyi'ir marga, að
Álfheimavagninn stanzaði al-
drei á milli Múla og Nóatúns.
Ennfremur, að hann stanzaði
aldrei fyrir neðan Rauðarérstig
— og líka, að hann færi alltaf
niður Skúlagötu en ekki Lauiga-
veg. Þessu er hér með komið
á framfæri.
Raaðu
Rafhlöðurnar
fyrir transistor viðtæki.
Bræðurnir Ormsson
Vesturgötu 3. — Sími 11467.