Morgunblaðið - 04.11.1964, Side 8

Morgunblaðið - 04.11.1964, Side 8
MORCU N 2LADIÐ Aldarafmæli Einars Benediktssonar minnzt Stytta af skáldinu afhjúpuð á Klambratúni Tómas Guðmundsson flytur ræðu sín*, efUr stytta Asmund- ar Sveinssonar af Einari Benediktssyni hefur verið afhjúpuð. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) ALDARAFMÆLIS Einars Benediktssonar, 31. október, var minnzt með ýmsum hætti. Helzta minningarathöfnin fór fram á Klambratúni í Reykja vík, þar sem stytta skáldsins var afhjúpuð. Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari, gerði frummyndina á árunum 1932—1934. Árið 1956 fór Ásmundur að vinna að stækk nn myndarinnar fyrir tilmæli Útgáfufélagsins Braga. Lauk hann því verki seinni hluta árs- ins 1960, og næsta ár, 1961, var styttan' send til Lundúna, þar sem hún var steypt í eir. Formaður Braga, Magnús Vig- lundsson, afhenti Reykjavíkur- borg styttuna að gjöf, og tók borg arstjóri, Geir Hallgrímsson, við henni fyrir hönd borgarinnar. Sonardóttir Einars Benediktsson- ar, frú Þóra Benediktsdóttir, af- hjúpaði styttuna, en síðan hélt Tómas Guðmundsson ræðu. Guð- mundur Jónsson söng við undir- leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Styttan er þrír metrar á hæð og stendur á steyptum stalli. Reykjavíkurborg sá um uppsetn- ingu styttúnnar, en hún stendur á Klambratúni sunnanverðu, um 50 metra frá Miklubraut. Stytt- an snýr til norðurs, en gert er ráð fyrir hávöxnum trjágróðri fyrir aftan hana, milli hennar og Miklubrautar, og löngum, opnum grasfleti fyrir framan hana. Athöfnin hófst kl. 14 að við- stöddu fjölmenni með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék „Rís þú unga íslands merki“ eft- ir Sigfús Einarsson við ljóð Ein- ars Benediktssonar. Meðal gesta við afhjúpunina var forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, höfundur styttunnar, Ásmundur Sveinsson, ýmsir ráðherrar, borg arfulltrúar og fleiri. Þá hélt Magnús Víglundsson, formaður Útgáfufélagsins Braga, ræðu og afhenti styttuna. Ræddi hann um skáldskap Einars og hlutverk hans í endurreisn ís- lands. Þegar Einar Benediktsson hafði tekið sér stöðu í fremstu röð íslenzkra skálda fyrir um það bil þremur aldarfjórðungum, hefði íslenzka þjóðin verið lang- þjökuð af erlendri kúgun og aárri fátækt. Gegn þessu reis Einar Benediktsson með slíkri málsnilld, að íslendingar höfðu aldrei heyrt aðra eins lögeggjan, tagði Magnús. Einar hefði verið spámaður þjóðarinnar, boðberi nýrrar aldar. Hann hefði farið víða og átt sterkari itök erlendis verðlaunaveitinga meðal ís- lenzkrar skólaæsku fyrir beztu ritgerðir um íslenzkar bókmennt ir og sögu. Verðlaunin yrðu bundin nafni og minningu Ein- ars Benediktssonar. í þessu sam- bandi mundi félagið gangast fyr- ir mjög víðtækri kynningu á verkum Einars í skólum lands- ins. Einnig væri áformað, að Bragi gengist fyrir útgáfu árs- rits, sem helgað yrði minningu skáldsins. Þá mundi félagið beita sér fyrir könnun heimilda um á- ætlanir Einars Benediktssonar um virkjanir fallvatna og stór- iðju á íslandi. Að lokum kvað Magnús Víg- lundsson vel til fallið, að æska íslands kæmi framvegis saman á afmæli Einars Benediktssonar við þennan bautastein hans, til þess að treysta þar heit sín við ættjörðina. Geir Hallgrímsson, borgar- Magnús Víglundsson afhendir Reykjavíkurborg styttuna að gjöf frá Útgáfufélaginu Braga. stjóri, veitti nú styttunni mót- töku, og sonardóttir skáldsins, frú Þóra Benediktsson, afhjúp- aði styttuna. Geir Hallgrímsson þakkaði gjöfina og kvað Reyk- víkinga meta mikils að eiga nú minnismerki Einars Benedikts- sonar á miklatúni höfuðborgar- innar. Einar hefði öðrum fremur séð fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur. Hann hefði hvatt tReykvíkinga til dáða og gert þeim grein fyrir hlutverki höfuð- borgarinnar í lífi þjóðarinnar. Þá hélt Tómas Guðmundsson ræðu og fjallaði um Einar og skáldskap háns. Vitnaði hann til orða Einars: „f vöggunnar landi skal varðinn standa" og kvað sjálfsagt mál, að hér í höfuðborg- inni stæði minnisvarði hans. Einar Benediktsson væri borinn og barnfæddur við túnfót Reykja víkur, hér hefði æska hans átt athvarf, hér hefði hann lifað nokkur beztu manndómsár sin, og einatt síðar komið á marga lund við sögu Reykjavíkur, sem hann hefði ætlað stærri hlut en nokkur annar samtíðarmanna hans. Tómas kvað skáldskap Ein- ars Benediktssonar einstæðan, enda hefði hann ekki skapað neinn skóla í venjulegri merk- ingu. Hann benti síðan á skyld- leikann, sem væri með Agli Skallagrímssyni og Einari Bene- dikssyni. Svo gæti virzt, sem ís- lenzk skáldlist missti í engu af hæð sinni, þó að hún væri mæld eingöngu við þá Egil og Einar. Stærri svipur og sterkara ættar- mót væri með þessum tveimur skáldum en nokkrum öðrum. Einar Benediktsson væri land- námsmaður nýrrar aldar, sem lagzt hefði 1 vikingu til að sækja þjóð sinni auð og efni í nýja há- menningu. Þá ræddi Tómas Guð- mundsson um lotningu Einars Benediktssonar fyrir íslenzkri tungu og sagði vafasamt, að nokk ur íslendingur hefði bundizt tungu sinni jafn ástríðufullri ást, að ekki væri sagt dulvitlegum átrúnaði. Að lokinni ræðu Tómasar söng Guðmundur Jónsson við undir- leik Lúðrasveitar Reykjavíkur „Reykjavík" eftir Sigvalda Kaldalóns. Fánar íslands og Reykjavíkur blöktu yfir hátíðasvæðinu á Klambratúni. Minningardagskrá í Kópavogi Leikfélag Kópavogs gekkst fyr ir samkomu í Félagsheimili Kópavogs föstudagskvöldið 30. október, þar sem aldarafmælis Einars Benediktssonar var minnzt. Fyrst var fluttur „Skálda- kongressinn á Parnass“. Þessir fóru með hlutverk: Björn Einars- son (Bertel Ó. Þorleifsson), Magnús B. Kristinsson (Hannes Hafstein), Björn Magnússon (Einar H. Kvaran), Loftur Ámundason (Matthías Jochums- son), Sigurður Jóhannesson (Benedikt Gröndal), Þórður Kristinsson (Grímur Thomsen) og Guðmundur Guðmundsson (Steingrímur Thorsteinsson). Þá flutti Pétur Benediktsson erindi um manninn Einar Bene- diktsson. Síðan las Auður Jónsdóttir upp úr ljóðum Einars, og flutt var atriði úr Pétri Gaut (Gandreið- in). Sigurður Grétar Guðmunds- son fór með hlutverk Péturs Gauts, en Lily Guðbjornsdðttip með hlutverk Ásu. Gunnvör Braga Sigurðardóttir las upp. Þá flutti séra Sigurður Einars- son í Holti erindi um skáldið Einar Benediktsson, og að lokum las Hjálmar Ólafsson upp. Einars Benediktssonar minnzt í Háskóla íslands Kl. 15 laugardaginn 31. oktð- ber hófst minningardagskrá utn Einar Benediktsson í hátíðasal Háskóla íslands. Dr. Steingrímur J. Þorsteins- son, prófessor, flutti érindi, o<* Kristinn Hallsson söng við undir- leik Árna Kristjánssonar. Þá laa Lárus Pálsson upp úr ljóðutn Einars. Laugardagskvöldið 31. októ- ber flutti Ríkisútvarpið dagskrá, til þess að minnast þess, að þá voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Einars Benediktssonar, Minningarfrímerk! Póststjórnin hefur Skveðið að minnast aldarafmælis Einara Benediktssonar með því að gefa út sérstakt frímerki. Merkið kemur út á næsta ári. en nokkurt annað íslenzkt skáld allt frá tímum hirðskáldanna. Hann hefði fært landmörk ís- lenzkrar Ijóðlistar út að miklum mun. „Hvergi hefur íslenzka þjóðin eignazt jafn stolta fram- tíðardrauma sem í kvæðum þessa mikla skálds. Hvergi hefur metn- aðar- og sjálfstæðisþrá fslend- inga verið svalað á jafn listræn- an og djarflegan hátt og þar. Ekkert skáld hefur skapað jafn tignarlegt ísland og í kvæðinu „Sóley“. í kvæðum Einars hafi þjóðin heyrt gný komandi aldar og síðan farið að breyta skáld- skap hans í veruleika. Magnús kvað mikilvægt, að ís- lenzk æska fengi tækifæri til þess að lesa og meta kvæði Ein- ars Benediktssonar. Þau væri eitt höfuðvígi í baráttunni gegn ýmsum tilbrigðum vafasamra er- lendra áhrifa, sem leituðu hér landsetu. Útgáfufélagið Bragi hefði því ákveðið að efna til Ýmis ný frumvörp hafa verið l borin fram á Alþingi, á meðan á verkfalli prentara stóð, og sem iþví ekki hefur gefizt tækifæri til að skýra frá hér. Þar á meðal er stjórnarfrumvarp um ný girð- ingarlög. í athugasemdum og greinargerð sem fylgja frumvarp inu, segir meðal annars. Þann 3. apríl 1963 samþykkti Alþingi eftirfarandi ályktun um endurskoðún girðingalaga: „Ailþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta, með hlið- sjón af endurskoðun vegalaga, endurskoða girðingarlög nr. 24 1. febr. 1952. Endurskoðun þessari skal lokið það tímanlega, að hægt sé að leggja niðurstöður hennar fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Að tilhlutan landbúnaðarráðu- neytisins tilnefndi Búnaðarfélag íslands þá Þorstein Sigurðsson, formann félagsins og Ásgeir L. Jónsson, ráðunaut, í nefnd til að I endurskoða lögin og vegamála- stjóri tilnefndi Snæbjörn Jónas- son, verkfræðing, í nefndina. Hafa þeir samið frumvarp það, sem hér liggur fyrir. Síðasta Búnaðanþing fjallaði um frumvarpið og gerði tillögur um breytingar, sem teknar hafa verið upp í frumvarpið. Er nefnd arálit jarðræktarnefndar Búnað- arþings prentað með frumvarp- inu sem fylgiskjal. Að fenginni reynslu, þykir rétt að hækka 5 strengja gaddavírs- girðingu um 10 cm frá því, sem verið hefur. Hins vegar reynist 6 metra bil milli jarðfastra staura of langt, og er því hér stytt í 4 m. Á síðari árum hafa bændur í ýmsum landshlutum brugðið til þess ráðs að girða jarðir sínar og hólfa í sundur með djúpum skurðgröfuskurðum. Þar sem slíkir skurðir eru grafnir í mýra- jarðveg, hafa þeir reynzt grip- heldari girðing en nokkrar aðrar, er hér tíðkast, og eru þá venju- lega settir 2—3 gaddavírsstrengir á annan skurðbakkann. Með því, að svona girðingar eru algengar, og í sumum sveitum því nær ein- göngu notaðar, þykir rétt, að þær verði löggiltar. Sigurvin Einarsson og Hanni- bal Valdimarsson hafa borið fram frumvarp í neðri deild um kaup og rekstur á Vestfjarða- skipi. Þá hafa þingmenn Framsókn- arflokksins í neðri deild borið fram frumvarp um hækkun ríkis framlags til hafnargerða og þing- menn sama flokks í efri, deild hafa flutt frumvarp um sam- vinnubúskap. Arnór Sigurjóns- son (Alþbl.) hefur flutt frum- varp um gróðurvernd og land- græðslu og 5 þingmenn úr öllum flokkum hafa flutt frumvarp um menntaskóla á ísafirði. í Sameinuðu þingi hafa komið fram nokkrar tillögur til þings- ályktunar. 4 þingmenn Fram- sóknarflokksins eru flutnings- menn þingsályktunartillögu unt landafundi íslendinga í Vestur- heimi. Þá hafa Framsóknarmenn flutt þingsályktunartillögu um endurskoðun laga um aflatrygg- ingasjóð sjávarútvegsins og urt» verðtryggingu sparifjár. Árnór Sigurjónsson er flutningsmaður þingsályktunartillögu um verð- lags og peningamál. Þá hafa þingmenn Vestfjarða- kjördæmis flutt frumvarp un» menntaskóla á ísafirði. Smurt brauð, smttur, öl, gos og sælgæti. — Opið frá kL 9—23,30. BrauÓstofan Sími 16012 Vesturgötu 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.