Morgunblaðið - 04.11.1964, Síða 20
20
MORGU N BLAÓIÐ
Miðvíkudagur 4. nóv. 1964
L
Rétt fyrir mánaðamótin fórn fram miklar heræfingar á Spánar-
ströndum, og gensu m.a. liðssveitir úr bandaríska landgönRU-
liðinu á land í æfingaskyni. Þa ð slys varð, að tvær þyrlur, eina
og þær sjást á myndinni, ráku st saman, hröpuðu. Niu banda-
rískir hermenn biöu bana í slys- inu. — Myndin er frá heræfing
unum.
HÉR fara á eftir í stuttu máli
og tímaröð helztu erlendu
fréttir þá daga er Morgun-
hlaðið kom ekki út vegna
verkfallsins.
ALLSHERJARÞINGINU
FRESTAÐ
New York, 24. okt. (AP-NTB)
Fulltrúar 41 meðlimaríkis SÞ
hafa farið þess á leit, að Alls-
herjarþimgi SÞ verði frestað til
1. des. n.k., en fundir þess áttu
oð hefjast 10. nóv. Það eru þjóðir
Afríku — Asíu og S-Ameriku sem
eð frestunartillögunni standa.
VIÐRÆÐUR
IIM KJARNORKUAFVOPNUN
Washington 24. okt. (NTB)
Bandaríkjastjórn er ekki mót-
fallin viðræðum við Kinverska
Alþýðulýðveldið og önnur ríki,
er ráða yfir kjarnorkuvopnum
um afvopun á þessu sviði. Frakk-
ar hafa einnig lýst sig fylgjandi
alíkum fundL
JENKINS HEFURUÍTIL ÁHRIF
Washington 24. okt. (NTB)
Stjómmálasérfræðingar í
Bandaríkjunum eru flestir sam-
mála um, að handtaka Walters
Jenkins, náins ráðgjafa John-
sons forseta, hafi lítil áhrif á
möguleika forsetans til þess að
sigra kosningamar. Niðurstöður
skoðanakönnunar, sem gerð var
eftir handtöku Jenkins, fall
Krúsjeffs og kjarnorkuspreng-
ingu Kínverja, sýná, að Johnson
á enn auknu fyigi að fagna meðal
kjósenda.
ZAMBIA SJÁLFSTÆTT RÍKI
Lusaka, 24. okt. (NTB)
í dag hlýtur N.-Rhodesía sjálf-
stæði og nefnist héðan í frá
Zambia. Fáni hins nýja ríkis var
dreginn að húni á miðnætti í
nótt. Landið hefur lotið Bretum
I 61 ár.
HERNAÐARAÐSTOÐ
VI» ÍSRAEL
Bonn, 27. okt. (NTB)
Áreiðanlegar heimildir í Bonn
hermdu í gær, að V.-Þýzkaland
hefði fyrir mörgum árum gert
samning við ísrael um vopna-
sölu og hemaðaraðstoð. Tals-
menn v.-þýzka varnarmálaráðn-
neytisins neituðu að svara spum-
Síðustu dagar kosningabaráttunn
»r í USA hafa verið Goldwater
og Johnson erfiðir. Þeir hafa
þeytzt landshomannna á milli
og tekið í hendur þúsunda kjós-
enda. Hér er Jolinson, þreytuleg-
nr að sjá, með plástra á hendi,
sem er fleiðruð eftir öll hand-
tökin.
ingum fréttamanna um þetta
mál.
Heimildirnar hermdu m.a., að
samningurinn um hernaðarað-
stoð^ og vopnasölu V.-Þýzkalands
til fsraels hefðu verið gerðar í
stjórnartíð Adenauers, fyrrv.
kanzlara og Ben Gurions, fyrrv.
forsætisráðherra. Segir, að aðstoð
in hafi þegar numið sem svarar
rúmum 2 milljörðum ísl. kr.
ísraelskir hermenn hafi hlotið
þjálfun í V.-Þýzkalandi, en
V.-Þjóðverjar hafi hins vegar
ekki sent hernaðarráðgjafa til
ísraels.
NÉ STEFNA BRETA
í EFNAHAGSMÁLUM
London, 24. okt. (NTB)
Brezka stjórnin lagði í gær
fram tillögu um breytta stefnu
í efnahagsmálum landsins í þeim
tilgangi að draga úr hallanum á
viðskiptajöfnuðinum. Margar
viðskiptaþjóðir Breta hafi lýst
áhyggjum sínum yfir að stefnu-
breytingin, sem miðar mji. að
því að draga úr innflutningi, hafi
alvarleg áhrif á útflutning
þcimu
í tillögunni, sem stjórn Verka-
mannafiokksins bar fram um
efnahaigsmál, er m.a. gert ráð
fyrir 15% hækkun tolla á öllum
innflutningi til Bretlands og
skattaívilnunum, sem auðvelda
eiga framleiðendum í Bretlandi
að framleiða ódýrari vörur og
auka útflutninginn. Einnig
hyggst stjórnin taka öll útgjöld
hins opinbera til endurskoðunar.
Reiginald Maudling, sem var
fjármálaráðherra í stjórn íhalds-
flokksins, sagði, er tillagan hafði
verið borin fram í þinginu, að
íhaldsflokkurinn væri ekki mót-
fallinn henni í grundvallaratrið-
um, en hygðist fylgjast nákvæm-
lega með hverning hún yrði í
framkvæmd.
VIRÐING OG JAFNRÉTTI
Moskvu, 27. okt. (NTB)
f ritstjórnargrein Izvestija i
gærkvöldi segir, að hinir nýju
leiðtogar Sovétríkjanna vilji, að
sambúðin við kommúnistaflokka
í öðrum löndum grundvallist
á gagnkvæmri viröingu Ofj jafn-
rétti. Einnig er lögð áherzla á
mikilvægi einingar innan heims-
kommúnismans.
í ritstjórnargreininni var sam-
búð Sovétríkjanna og Kína ekki
nefnd einu orði, en vestrænir
fréttamenn í Moskvu telja hina
mikiu áherzlu, sem lagð var á
einingu innan heimskommúnis-
mans, benda til þess að reynt
verði að komast að samkomulagi
við Kínverja.
WALKER VILL HITTA
RÁÐHERRA EBE
London, 27. okt. (NTB)
Utanríkisráðherra Breta, Pat-
rik Gordon Walker, hefur óskað
eftir viðræðum við utanríkisráð-
herra allra landa Efnahagsbanda
lags Evrópu. Ákveðið hefur ver-
ið að hann hitti utanríkisráð-
herra Ítalíu, Guiseppe Saragat
5 nóv.
OLÍUBRUNI f SIDNEY
Sidney, 27. okt. (NTB)
Eldur kom upp í olíugeym-
um í Sydney í dag og eyðilöigðust
um 35 þús. lítrar, en slökkvilið-
inu tókst að hindra útbreiðslu
eldsins.
SAMEINING
KÝPUR OG GRIKKLANDS
Saloniki, 27. okt. (NTB)
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands, sagði í ræðu í dag,
að sameining Kýpur við Grikk-
land væri nú í undirbúningi.
Sagði hann, að bæði Bretar og
Bandaríkjameipi væru þeirrar
skoðunar, að sameining væri eina
lausn sem unnt væri að finna á
Kýpurdeilunní. Forsætisráðherr-
ann sagði, að Tyrkir værn enn
mótfallnir sameiningu, en
kvaðst vona, að þeir skiptu um
skoðun.
FARÞEGAFJÖLDI SAS
EYKST UM 15%
Osló, 27. okt. (NTB)
Frá 1. apríl til 1. nóv. n.k. hef-
ur farþegatala SAS í utanlands-
flngi aukizt um 15% miðað við
sama tímabil s.l. ár.
DEILA UM SJÁLFSTÆÐI
S.-RHODESÍU
London, Salisbury, 27. okt.
(NTB)
f tilkynningu frá hrezku stjórn
inni í dag segir, að litið verði á
það sem lanðráð, ef stjórn S.-
Rhodesíu lýsi einhliða yfir sjálf-
stæði landsins. Ráðigert er að
atkvæðagreiðsla um sjálfstæðis-
yfirlýsinguna fari fram í S,-
Rhodesiu innan skamms, en
mikill minnihluti landsmanna er
á kjörskrá.
Flestir íbúar landsins eru þel-
dökkir, en aðeins fáir þeirra fá
að greiða atkvæði. Bretar setja
það skilyrði fyrir sjálfstæði
S--Rhodesíu, að allir landsmenn
séu samþykkir stjórnarskránni.
sem gengur í gildi, er sjálfstæði
ei fengið.
ÁTTI AÐ STEYPA HOXHA?
Aþenu, 27. okt (NTB)
Grísk blöð höfðu í dag eftir
flóttamonnum frá Albaníu, að
fyrir skömmu hefði verið gerð
tilraun til þess að steypa stjórn
Envers Hoxha. Margir liðsfor-
ingjar hefðu verið teknir af lífi
eftir tilraunina og harðstjórn
aukizt í iandinu.
NÓBELSVERDLAUN
Stokkhólmi, 29. okt.
(AP-NTB)
1 dag var úthlutað í Stokk-
hólmi Nóbelsverðlaunum í efna-
og eðlisfræði. Efnafræðiverðlaun
in hlaut brezk kona, frú Dorothy
Crowfoot-Hodgkin, en hún
starfar við Oxford-háskóla.
Eðiisfræðiverðlaunin skiptast
milli þriggja vísindamanna,
tveggja Rússa og Bandaríkja-
manns. Eru það prófessorarnir
Charles Hard Townes við M.I.T.
háskólann í Boston og Nikolay
Basov og Aieksander Prochorov
við Lebedev-eðlisfræðistofnunina
í Moskvu.
SPRENGING
Stokkhóimi, 26. ok. (NTB)
Átta manns fórust og fjöldi
særðist er sprenging varð í dag í
sprengiefnaverksmiðjunni Nit-
troglycerin A.B. í Gyttorp I Sví-
þjóð. Verksmiðju þessa stofnaði
Aifred Nobel fyrir réttum
hundrað árum.
KRÚSÉFF FUNDINN?
Moskvu, 29. okt. (AP)
Ekkert hefur verið vitað um
dvalarstað Nikita Krúsjeffs,
fyrrum forsætisráðherra, frá því
stjórnarskiptin fóru fram 1
Moskvu fyrir hálfum mánuði.
Nú er haft eftir áreiðanlegum
heimildum að Krúsjeff hafi feng-
ið fjögurra herbergja íbúð við
Ulitsa Granovskogo nr. 3 1
Moskvu, fái 1.000 rúblna eftir-
laun á mánuði og hafi einkabif-
reið til eigin nota frá ríkinu,
Meðal sambýlismanna Krúsjeffa
í fjölbýlishúsinu eru Molotov,
fyrrum forsætisráðherra, sern
Krúsjeff rak úr emfoætti 1957,
og Georgi Zukov, fyrrum mar-
skálkur og varnarmálaráðherra,
sem Krúsjeff rak einnig 1957.
V.-BERLÍNARBÚAR
TIL A.-BERLÍNAR
Berlín, 30. okt. (AP)
Þúisundir V.-Beriinarbúa
streymdu í dag gegn um hlið á
múrnum til A.-Berlínar til þesa
að heimsækja vini og ættingja,
Heimsóknir þessar eru liður í
samkomulagi, sem gert var við
a.-þýzk yfirvöld fyrir skömmu,
Samkvæmt samkomulagi þessu
fá V.-Beriinarbúar að heim-
sækja ættingja í A-Berlín næsta
háifa mánuðinn, um jólin oig
páskana.
STJÓRNARSKIPTI
f S.-VÍETNAM
Saigon, 30. okL (NTB)
Stjórn Kafans hersftiöfðingja f
S.-Víetnam hefur nú afsalaö sér
völdum í hendur borgaralegrar
stjórnar, og verður borgarstjór-
inn í Saigon, Tran Van Huong,
forsætisráðherra bennar. Eru
stjórnarskiptin samkvæmt áætl-
un, sem gerð var fyrir nokkrum
mánuðum eftir að gerð liafðl
verið uppreisn gegn Kahn, en
hann tekið við völdum aftur.
Hershöfðingjastjórn hefur verið
í S.-Víetnam frá því í nóvember
sJ. ár.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Saigon sagði í dag, að
útnefning Huong í forsætisráð-
herraembættið væri kærkomið
qg mikilvægt skref í átt til
virkrar borgarastjórnar.
BÓLIVÍA REKUR
TÉKKNESKA SENDIMENN
La Paz, 30. okt. (NTB)
Bólivía hefur slitið stjórn-
málasambandi við Tékkósló-
vakíu og vísað öllum tékknesk-
um sendiráðsstarfsmönnum úr
landi. Sakar stjórn Bólivíu Tckka
um að hafa hlutazt til um innan-
ríkismál landsins og æst til
óeiröa. En undanfarna daga hef-
ur verið ólga í Bólivíu og til
nokkurra átaka kom i dag.
Tveimur Rússnm og einum Bandaríkjamanni var sameiginlega úthlutaö eðlisfræðiverðlaunum
Nóbels í ir. Hér sjást frá vinstri verðUunahafarnir, Charles Hard Townes, USA, Alexander
Prochorov og Nikolai Basov, Sovétríkjunum.