Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1964, Blaðsíða 23
| Miðvikudagur 4. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Johnson á kosningafundinum (Ljósm. Mbl.: M.bj.) — Á kosningafundi Framihald af bls. 14. umhverfiS, skreytingarnar í saln- um og áróðursspjöldin — en þetta mun vera venja hér í Bandarík j unum. Að svo búnu hófust ræðuhöld og kynning þeirra framámanna borgarinnar og flokksins, sem höfðu tekið sér sæti á pallinum. Var hverjum þeirra fagnað sér- staklega, einkum þó Joseph Tyd- ings, Theodore Roosevelt, Mc- Keldin, borgarstjóra, sem er repúblikani, en lýsti á fundinum yfir stuðningi við Johnson — og J. Millard Tawes, ríkisstjóra í Maryland. Tawes reyndist síðasti ræðumaður áður en forsetinn kom, og fór um hann fögrum orð um. Loksins í miðri ræðu ríkisstjór ans sást hvar forsetinn gekk í salinn. Var þá sem þakið myndi rifna af húsinu — og gólfið gekk í bylgjum. Fólkið blístraði, hróp- aði, stappaði og klappaði — og undir buldi bumbusláttur. Ríkis- stjórinn dró sig í hlé hálf yand- ræðalegur, þegar hann sá að eng- inn virti hann lengur viðlits — og fékk ekki lokið ræðu sinni, fyrr en borgarstjórinn hafði þaggað nokkuð niður í mann- fjöldanum. Áður en Johnson sjálfur tók til máls, flutti borg- arstjórinn ræðu sína, sem var stutt og laggóð, skrifuð í stíl Kennedys, eins og svo margar kosningaræður um þessar mund- ir. • Mc Keldin var einn af áköf- ustu andstæðingum Goldwaters á landsþinginu í San Fransisco í sumar, en fram til þessa hafði hann ekki tekið opinberlega af- stöðu gegn honum í kosningabar- áttunni. Hann var að vísu ekki viðstaddur kvöldverðarveizlu, sem Goldwater var haldin í Pikesville í útjaðri Baltimore fyrir nokkrum dögum og talið var líklegt, að hann hyggðist Styðja Johnson. Talið er víst, að stuðningur Mc Keldins muni tryggja Johnson yfirgnæfandi meirihluta í Balti- more, en Kennedy vann þar árið 1960 með 88.000 atkvæða meiri- hluta. Þá verður það ekki síður til að efla fylgi Johnsons að blað- ið „Baltimore Sun“ lýsti einnig í gær yfir stuðningi við hann — og er það í fyrsta sinn frá 1932, að blaðið styður demókrata. Rétt áður en Johnson sjálfur stóð upp til að halda ræðu sína var eintökum af ræðutextanum útbýtt meðal blaðamanna — en þegar til kom reyndist Tæðan að- eins að litlu leyti samhljóða hon- um, þótt kjarninn væri sá sami. Persónulega fannst mér ræða for setans miklu betri en textinn, sem við fengum — hún var gott dæmi um þann margrómaða hæfileika Johnsons að geta hrifið fólkið með sér. Hann talaði lág- um rómi ög rólega og virtist mér suðurríkjahreimur hans ekki eins áberandi og í Háskólabíói á sínum tíma. Johnson hóf mál sitt með því að fara viðurkenningarorðum um aðra frambjóðendur demó- krata í Maryiand — en þar er nú kosið um átta fulltrúadeildar- þingmenn, auk öldungadeildar- þingmanns. Hann sagði meðal annars, að þegar hann hefði sjálf ur tekið sæti í öldungadeildinni árið 1949 hefði Millard Tydings, faðir Josephs Tydings, verið meðal hinna „stóru“ þar og fór um hann og son hans miklum viðurkenningarorðum. Tyding er í framboði gegn J. Glenn Beall, öldungadeildarþingmanni repú- blikana — og mun hafa þó nokkra von um að sigra. Að öðru leyti fjallaði ræða Johnsons að mestu um hernaðar- rriátt Bandaríkjanna. Að sögn blaðanna var þessi ræða hans með beinustu árásum hans á and Stæðinginn, Barry Goldwater. Hann rakti afstöðu þeirra beggja til ýmissa frumvarpa um auknar fjárveitingar til hersins og sagði m.a.: „Ferill minn er ljós — og einnig andstæðings okkar. Banda menn okkar og andstæðingar munu dæma okkur af því, sem við gerum — og höfum gert. Þingskjöl sýna, að: • Árið 1953 greiddi andstæð- ingur okkar atkvæði gegn því að veita flughernum 400 milljón dollara til viðbótar til flugvéla- kaupa. Ég greiddi atkvæði með þeirri fjárveitingu. • Árið 1954 greiddi andstæð- ingur okkar atkvæði gegn 350 milljón dollara aukafjárveitingu til hersins. Ég greiddi atkvæði með þeirri fjárveitingu. • Árið 1955 greiddi andstæð- ingur okkar atkvæði gegn 46 milljón dollara aukafjárveitingu til flotans. Ég greiddi atkvæði með þeirri fjárveitingu. • Árið 1955 greiddi andstæð- ingur okkar einnig atkvæði gegn 420 milljón dollara aukafjárveit- ingu til hernaðaraðstoðar við bandamenn okkar erlendis. Ég greiddi atkvæði með þeirri fjár- veitingu. • Árið 1956 greiddi andstæð- ingur okkar atkvæði gegn því að auka sjóði flughersins um 800 milljónir dollara. Ég greiddi at- kvæði með þeirri fjárveitingu. • Á síðasta þingi, áður en stjórn demókrata tók við, greiddi andstæðingur okkar at- kvæði gegn 233.9 milljón dollara aukafjárveitingu til eldflauga- smíða. Ég greiddi atkvæði með þeirri fjárveitingu". Johnson rakti þessi atriði hvert af öðru, með vaxandi radd styrk og var ákaft fagnað eftir hverja setningu. Undir lok ræðunnar sló for- setinn á strengi tilfinninga og sagði meðal annars: „Fyrir tæpu ári vaknaði bandaríska þjóðin upp við mikið áfall. Leiðtogi hennar var fallinn. Þá varð ég, án nokkurs undirbúnings, og án þess að geta leitað álits ráðgjafa, að taka við þeirri ábyrgð, sem fylgir embætti forsetans. Ég hét bandarísku þjóðinni þá, að gera allt, sem í mínu valdi stæði — og við það hef ég staðið. Ég hef gert allt, sem í mínu valdi stóð“. Þess er eftir að geta, að í miðri ræðu Johnsons gekk í salinn dá- lítill hópur stuðningsmanna Gold waters og hafði uppi myndir af honum og Miller varaforseta- efninu. Fengu þessir óboðnu gest ir heldur kaldar móttökur — en forsetinn tók þessu hið bezta og brá á glens. Lét hann margar hnyttnar athugasemdir fjúka og kvaðst þess fullviss, að a.m.k. sumir hinna nýju gesta, myndu fara út sem demókratar. „Og eins og ég hef sagt svo oft“, sagði Johnson, „þurfum við á að halda öllum þeim atkvæðum, sem við getum náð í“. Þegar Lyndon B. Johnson hafði lokið ræðu sinni, kvatt og tekið í nokkrar hendur til viðbótar, var fundinum lokið. Fólkið streymdi úr salnum og Johnson hélt til þyrlunnar, sem beið eftir að flytja hann heim í Hvíta hús- ið. Þar skyldi hann sofa af nótt- ina, en í dag var ferð hans heitið til Florida. 'Ár. New York, mánudag 27. október. Hafi okkur íslendingum þótt rióg um hvað á gekk á kosninga- fundi Lyndons B. Jo'hnsons, for- seta, í Baltimore, — komumst við í gærkvöldi að raun um að það voru hreinustu smámunir. Kosningafundur Barry Goldwat- ers í Madison Square Garden í New York — hinn fyrsti og sennilega eini, sem hann heldur í borginni — fór fram úr öllu, sem okkur hafði órað fyrir. Að sögn talsmanna republikana sátu fundinn um það bil átján þús- undir manna. Var seldur aðgang- ur að honum og kostuðu sætin allt frá 2 dölum upp í 1000 dali. Úti fyrir stóðu, að sögn morgun- blaðanna, 6—7000 manns og hlýddu á ræðu Goldwaters. Hafði hátölurum verið komið fyrir í 49. götu. Þegar við nálguðumst Madison Square Garden laust upp úr hálf sjö var þar úti fyrir mikill mann- fjöldi. Ríðandi riddaralögtegla hélt uppi reglu, eri hávaðinn og æsingurinn var mikill. Við höfð- um fengið hjá skrifstofu repu- blikana í Washington aðgangs- kort, sem áttu að gilda að öllum kosningafundum Goldwaters og Millers, — en þegar til kom reyndust þau ekki haldbetri en svo, að það tók okkur allt að klukkustund að komast inn í húsið. Eftir að hafa orðið að stika a. m. k. fjórum sinnum milli 49. og 50. götu samkvæmt boðum dyravarðanna tókst okkur loks að ná tali af aðalpressufulltrúa fundarins, sem hleypti okkur þegar inn. Áttu margir aðrir blaðamenn í sama stríði. Þegar inn kom þyrmdi yfir okkur. Hávaðinn var ærandi — og átti þó eftir að versna marg- faldlega. Hljómsveit lék, trumb- ur voru barðar, bjöllum klingt, slagorð hrópuð, sungið, klappað, stappað, blístrað og hljóðað. Eins og á fundinum í Baltimore var það einkum ungt fólk, sem fyrir þessum látum stóð en ekki leið á löngu áður en þeir eldri voru farnir að taka undir. Unigir piltar og stúlkur gengu um með borða og spjöld, sem á voru letruð hin fjölbreytilegustu slagorð, til dæm is, „We Want Barry“, — „Gallup Didn’t ask Us“, — „We Sent W'heat To Russia, — Now Let’s Send The Corn Back To Texas“, — „The Truth and Goldwater Will Prevail“, — „Lets go Barry“, — „Ground Lady Bird, We Want Peggy“, — „No More Fifth Amendment Politicians At Home In The White House“, — We don’t Want Lyndon Baker Jenkins in The White House“. — svo aðeins fáein séu nefnd. Ungar einkennisklæddar stúlk- ur, í hvítu, bláu og rauðu, vísuðu fundargestum til sæta sinna. Var áberandi, að þeir, sem sátu þenn- an fund voru að jafnaði úr auð- ugri stéttum þjóðfélagsins, en fundargestir í Baltimore. Söng- flokkur ungra stúlkna, sem klæddar voru bláum búningum með gylltum skreytingum, söng með hljómsveitarundirleik bar- áttusönginn „Let’s put Barry in the White House“ sem dreift var á nótum meðal fundarmanna — og lei'ð ekki á löngu áður en við- staddir tóku undir. Fyrir utan söng stúlknanna voru engin skemmtiatriði. Áður en ræðuhöld hófust var hins nýlátna fyrrver- andi forseta, Herbert Hoover, minnzt með hornablæstri og hljómsveitarleik — og því næst var þjóðsöngurinn sunginn. í fréttum af fundinum er þess sérstaklega getið, að hvorki Nelson Rockefeller, ríkisstjóri, né öldungardeildarþingmennirnir Kenneth Keating og Jacob Javits voru á fundinum og ástæðan sögð klofningurinn í republikana- flokknum. Þeir þrír voru allir á kosningafundum annars staðar. Hinsvegar var meðal framá- manna á ræðupalli fyrrverandi sendiherra, frú Clare Boothe Luce, sem var ákaft fagnað þeg- ar hún gekk í salinn. Flutti hún stutt ávarp og skörulegt og var hin glæsilegasta á að líta. Þá var þar eiginkona Richards Nixons, sem sjálfur komst ekki til New York. Barry Goldwater, yngri, sem flutti stutt ávarp las jafn- framt upp skeyti frá Nixon, sem hann sagði hafa haldið 250 ræður til stuðnings föður sínum. Urðu mikil fagnaðarlæti, þegar Gold- water yngri las, að Nixon hefði orðið þess áþreifanlega var á ferðalagi sínu að undanförnu, að demokratar væru í kosningabar- áttunni að verða eldsneytislausir. Dóttir varaforsetaefnisins, Libby Miller las skeyti frá föður sínum — og loks var lesið skeyti frá Eisenhower, sem ætlaði að vera viðstaddur, en var lagður inn á sjúkrahús vegna lungnakvefs. Nokkrir aðrir fluttu ávörp, þeirra á meðal eldri dóttir Goldwaters, frú Margaret Holt, sem sagði, að þekktu fundargestir föður henn- ar eins vel og hún systkin henn- ar, myndu þeir halda sýnu meira af honum en þeir þegar gerðu. „Hann hefur verið dásamlegur faðir — og ég er viss um að hann verður dásamlegur forseti" sagði hún — og eftir undirtektunum að dæma virtust fundargestir henni fyllilega sammála. Þegar Barry Goldwater sjálfur og kona hans Peggy birtust laust eftir kl. níu urðu fagnaðarlætin og hávaðinn slík, að líkast var, sem fólkið hefði gersamlega misst stjórn á sér. í hálfa klukku stund var sleitulaust klappað og stappað, blístrað, æpt og argað, bjöllum klingt og trumbur barð- ar. Til þess að missa ekki alveg heyrnina stakk ég fingrunum í eyrun — um annað var ekki að ræða — en það dugði sáralítið. Sjálfur reyndi Goldwater að þagga niður í fólkinu — en ár- angurslaust. Það var ekki fyrr en hann settist niður aftur — eins og hann hefði gefizt upp við að halda ræðuna, að sæmilegt hljóð fékkst, En honum var ákaft fagnað við hverja setningu ræð- unnar. Goldwater brá aðeins lítillega út af ræðutextanum, sem blaða- mönnum var afhentur. Hann sak- aði Johnson um pólitískan Daddy-isma að beita lýðskrumi og auðsóttum brögðum í kosn- ingabaráttunni og lagði á það áherzlu að sjálfur hefði hann svo sannarlega getað valið auðvelda leið til að afla sér atkvæða — en það gerði hann ekki.“ Þið haldið ef til vill, sagði hann, að ég viti ekki hvaða skoðanir yrðu vin- sælastar. Haldið þið, að ég viti ekki, hvað verkamenn vilja heyra, hvað húsmæður, dipló- matar og skrifstofumenn vilja heyra? Haldið þið í raun og veru, að ég viti ekki, eftir að hafa stað- ið öll þessi ár í stjórnmálum, hvernig afla á atkvæða með sem auðveldustum hætti. Jú, mér er það fyllilega ljóst, og ég segi ykkur satt að þeir sem búa í Washington um þessar mundir komast ekki hjá að læra það.“ Goldwater lagði mikla áherzlu á frelsi, kvaðst vilja sjá í Banda- ríkjunum heilbrigða þjóð, frjálsa, örugga, framsækna og vel efnum búna, — og kvaðst vona, að nú- verandi forseti óskaði hins sama. Sá væri aðeins munurinn á þeim, að hann, Goldwater, héldi því fram að þetta yrði aðeins fengið með frjálsri samkeppni og frelsi einstaklingsins sem bandaríska þjóðin byggðist á. Hann minnti á fall Rómverja, sem hann sagði hafa selt frelsi sitt fyrir mat og skemmtariir og gerði gys að slag- orði demokrata „freedom from hunger" — „Stundum finnst mér, að við ættum að aumkva þá sem nú eru við völd. En staðreynd er, að Johnson — og hinir kynlegu samstarfsmenn hans — virðast trúa því að framförum verði bezt náð í iþessu landi sívaxandi gjöf- um sífeldrar alríkisstjórnar". — „Viljið þið fá eitthvað fyrir ekk- ert Stjórnin gefur ykkur. það. Viljið þið losna undan þeirri ábyrgð að ala upp börnin ykkar og sjá þeim fyrir menntun? —■ Stjórnin tekur það að sér. Viljið þið losna við að horfast í augu við vandamál ykkar og leysa þau? Stjórnin gerir það fyrir ykkur. Engu skiptir sú stað- reynd, að það vald og þá pen- inga ,sem til þessa þarf, verður að taka frá ykkur, áður en stjórn in getur gert þetta. Sérhvert skref í þessa átt er skerðing á frelsi ykkar“. Þá réðst Goldwater á andstæð- inga sína fyrir óheiðarleika í kosningabaráttunni, sagði hlægi- legar fullyrðingar þeirra um, að hanri vildi koma af stað styrjöld, — vildi afnema allar tryggingar og lifði í fortíðinni. Þvert á móti talaði hann um frið, auknar tryggingar, — og skírskotaði ein- ungis til þeirra grundvallar hug- sjóna, sem hin mikla bandaríska þjóð hefði byggt á. Ekki staðhæfði Goldwater bein um orðum að hann mundi vinna kosningarnar en boðaði meiri háttar pólitísk tíðindi eftir viku. Hann spáði því meðal annars, sem ekki myndu greiða honum atkvæði yrðu þeir, sem aðhylltust nasisma og fasisma, þar sem afi hans hefði verið pólskur Gyðing- ur — og hann bætti við „en kær- um við okkur nokkuð um þessi atkvæði?" Ekki stóð á svarinu. „Nei — nei“ — hrópin skullu á hljóðhimnunum eins og högg. — „Kommúnistar og róttækir vinstri menn munu ékki kjósa mig, hélt hann áfram, því að ég tel ekki, að við eigum að láta kommúnista hræða af okkur frelsið. — En kærum við okkur um atkvæði þeirra? — Hinir lötu, værukæru, sem vilja lifa á ávöxt- unum af annarra manna erfiði, munu ekki greiða mér atkvæði — en kærum við okkur um at- kvæði þeirra? Sósíalistar, fylgis- menn Huberts H. Humphreys munu ekki greiða mér atkvæði, né heldur þeir, sem kæra sig kollótta þó tryggingakerfi verði gjaldþrota ,svo lengi sem gefin eru loforð, sem óhugsandi er þó að standa við — .. en kærum við okkur um þessi atkvæði" Svar ið var hið sama við hverja setn- ingu. Því næst taldi Goldwater þá upp, er hann taldi víst að myndu kjósa hann, — en meðal þeirra voru þeir, sem gerðu sér það ómak að lesa aftur og hugsa um sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna og stjórnarskrá — fólk, sem hefði lært að tortryggja inn- antóm loforð — fólk, sem hefði hugrekki og greind til að heyra sannleikann og hugsa um hann, — fólk, sem ekki seldi atkvæði sín, — fólk sem væri orðið dauð- leitt á stjórnmálamönnum, sem ætluðu að sjá fólki fyrir ham- ingju og lýstu stríði á hendur eymd, — en þó um fram allt, fólk sem vissi að nú yrði að grípa í taumana. Blöðin í morgun eru sammála um, að Goldwater hafi hvergi á kosningaferðum sínum verið hylltur eins og í gærkvöldi — sum telja lætin á landsfundinum í San Fransisco í sumar, eftir að Goldwater var útnefndur fram- bjóðandi, hafa horfið í skuggann fyrir sigri hans í Madison Square Garden. — Og þar télja þau aldrei hafa heyrt annan eins hávaða á kosningafundi — ekki einu sinni, þegar Eisenhower tal- aði þar. Að sögn blaðsins „New York World Telegram" verður haldin álíka samkoma fyrir Johnson, forseta næstkomandi laugardag — og séu þetta síðustu skiptin, sem Madison Square Garden sé notaður til kosningafunda. Stend ur til að rífa húsið eftir tvö til þrjú ár og reisa nýja íþróttahöll upþi yfir Penrisylvania Station. " — mbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.