Morgunblaðið - 04.11.1964, Side 25

Morgunblaðið - 04.11.1964, Side 25
MiSvIkudagur 4. nóv. 1964 MORCUNBLAÐIB 25 Inger Larsen, isú er gerði sjó nvarpsþáttinn um handritin .og hlaut fyrir almennt lof, utan frá formanni handritanefndar- innar, prófessor Bröndum-Nielsen, sem sagði að þátturinn hefði sýnt einhliða afstöðu hennar til málsins. Aðspurð hvað henni fyndist um ummæli p rófessorsins, sagði Inger Larsen, að sér þætti það vel að verið hjá prófessor Bröndum-Nielsen, að vita hver væri afstaða hennar til málsins, þar sem hún hefði aJdrei látið hana í ljós og hefði einungis gert þáttinn vegna þess hve margar rangar upplýsingar og viflandi væri að finna í bæklingi handritan efndarinnar um málið og til þess að veita almenna fræðslu um það. ■ Handalögmál Framhald af. bls. 10 og móðgandi fyrir íslenzku þjóSina. „Danir eiga engu að tapa við afhendingu handrit- amna“, sagði Jörgen Jörgen- sen, „en íslendingar allt að vinna.“ Nú er uppi sú tíð að allir setja fram kröfur sínar til alls en fáir eru til þess búnir að afsala sér einu eða neinu,“ sagði Jörgensen og höfðaði til skilnings og bræðraþels grannþjóðanna. „Við verðum að starfa í anda nýrra tíma“ sagði Jörgen Jörg ensen. Næstur steig í pontuna hinn norski gestur fundarins, próf. 0ivind Fjeld Halvorsen, dekan eða deildarforseti heim spekideildar Oslóarháskóla. Var það með ráðum gert, að sögn Seidenfaden fundar- stjóra, til þess að skilja í milli þeirra Jörgens Jörgens- ens og próf. 3röndum-Niels- ens. Sagði norski prófessor- inn, að sjálfur skildi hann mjög vel sjónarmið bæði Dana og íslendimga í málinu og sama væri eflaiust að segja um marga starfsbræður hans og landa. Þó sagðist hann vera sammála hinurn dönsku starfsbræðrum sínum um að hættulegt gæti verið að búta í sundur safn á borð við Árnasafn og það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Einnig þótti honum frumvarp ið um afhendingu handrit- anna ekki kveða nógu skýrt á um hvaða handrit ætti að afhenda, væri það sér og lönd um sínum áhyggjuefni. Sagði Halvorsen, að frumvarpið gerði ráð fyrir afhendingu um 1600 handrita, en yfirferð á handritunum gæfi í skyn að ekki væri um svo mörg að ræða. „Ég hefi farið yfir um 2100 af hinum 2.600 hand- ritum safnsins og ég get ekki séð að samkvæmt frumvarp- inu eigi að afhenda meira en 6-700 handrit. Hvar er skrá- in yfir þessi 18-1900 handrit sem Jörgen Jörgensen talar um?" spurði Halvorsen. Hann kvaðst einnig óttast afleiðing ar þær sem afhending hand- ritanna gæti haft. Þá var komið að próf. Jó- hannesi Bröndum-Nielsen, sem var mjög harðorður í garð fyrri mælenda og sagði að erfitt væri að henda reið- ur á öllu því sem látið hefði verið flakka þar um kvöldið. Réðist Bröndum-Nielsen m.a. á Jörgen Jörgensen fyrir um- mæli hans um tilfinningar ís- lendinga, sem ekki mætti særa bg spurði hvað skyldi þá segja um tilfinningar Dana í málinu. Það væri ekki rétt, að fleiri íslenzkir vís- indamenn ynnu að handrita- rannsóknunum en danskir. Hið raunverulega vísindalega starf væri ailt unnið á Áma- safni í Kaupmannahöfn, en íslendingar hefðu aftur á moti notað hinn vísindalega efnisforða til þess að gefa út nokkrar bækur um handritin fyrir almenna lesendur. Einn- ig átaldi Bröndum-Nielsen harðlega sjónvarpsþátt Inger Larsen um handritamálið og var stóryrtur í dómum sín- um um hann. „Þeir sem eru fylgjandi afhendingu handrit- anna, sagði Bröndum-Nielsen, vita ekki hvað um er að ræða og það er svo auðvelt að taka ákivarðnir í málinu, sem menn ekki hafa hunds- vit á. Bröndum-Nielsen kvaðst að vísu hafa lagt það til sjálfur fyrir langa löngu árið 1951 að íslendingar fengju nokkur handrit að gjöf, en sagðist nú hafa séð að sér. Framvinda málsins í heild framkoma íslendinga og þjóðþingsins hefði leitt sér fyrir sjónir að það hefði verið ran.gt. „Ég játa mistök mín“, sagði Bröndum-Nielsen og segi við stjómmálamenn- ina: „Farið og gjörið slíkt hið sama.“ Stjómmálamenn- irnir hafa tekið afstöðu til málsins án þess að kunna á því viðhlítanleg skil. Oft vísa þeir bara til fiokksagans — fari hann og veri! Flokks- aginn er alvarlegt átumein á lýðræðinu!“ „Árnasafn er miðstöð al- þjóðlegra rannsókna á hin- um fornu handritum, sagði Bröndum-Nielsen ennfrem- ur.“ Og á slíka menningarmið stöð er nú verið að ráðast. Það er hreinn og beinn fjand skapur við menninguna." Þá sagði Bröndum-Nielsen, að frumvarpið stríddi gegn al- mennu réttarsiðgæði, afihend- ing handritanna væri eignar- nám og ekkert annað og ef af því yrði, myndi málið sótt að lögum og lagt fyrir Hæsta- rétt ef það krefði, til þess að fá úr því skorið hvort frumvarpið væri samrýman- legt stjórnarskránni. Sagði prófessorinn, að handrita- nefndin myndi tryggja nægt fé til að standast straum af öllum málskostnaði — án þess að hreyfa við hinum 100.000 króna sjóði Áma- safns sjálfs. Bröndum-Nielsen var í essinu sínu á fundinum og mæltist skörulega. Áheyr- endur, sem flestir voru ung- ir námsmenn, létu líka óspart í ljós aðdáun snia og fögn- uðu honum hverju sinni sem homum tókst sérlega vel upp. Almennar umræður En þó mönnum hefði ver- ið heitt í haimsi undir fram- söguræðunum, einkum ræð- um stjómmálamannanna, var það þó ekkert á móts við það sem síðar varð, er orðið var gefið frjálst. Fyrstur tók þá til máls íslendingurinn Stef- án Karlsson, mag. art, sem bar til baka umrnæli fyrri ræðumanna um vanbúnað Is- lendinga til að taka á móti handritunum. „Hin nýja hand ritastofnun í Reykjavík hefur fjölmennara föstu starfsliði á að skipa en stofnun sú sem annast um handritin hér í Kaupmannahöfn, og fjárráð hennar eru þreföld á við það sem hér er. Auk þess mennt- ast langtum fleiri íslendingar til þessara vísindastarfa en Danir“ sagði Stefán og taldi því ekkert vera því til fyrir- stöðu að handritin væru af- hent íslendingum. Þá talaði Viggo Starcke, fyrrverandi ráðherra, og kvaðst hafa til þess umboð eins mesta bókasafnara Dan- merkur að segja það, einmitt á þessum vettvangi, að ef af afhendingu handritanna yrði, rnyndi hið mikla bókasafn hans ekki gefið danska rik- inu eftir hans dag, eins og fyrirhugað hefði verið. Ekki vildi safnari þessi láta nafns síns getið, en Starcke kvað safn hans mjög verðmætt, og sagðist vita um fleiri safnara, sem væru sama sinnis. Þá sagði Starcke, að íslendingar hefðu að sjálfsögðu allan sið ferðilegan rétt á hinum glæsi legu bókmenntum sínum, en bókmenntimar og handritin væru sitt hvað. Handritin væru einungis bókfell það, sem bókmenntirnar væm skráðar á og þau væru kom- in í eigu Dana á heiðarlegan hátt. Bent Nebelong, hæsta- réttarmálafl.m. talaði næstur og kvaðst ekki telja að um eignarnám væri að ræða þar sem væri afhending handrit- anna. Vildi Nebelong, að hald in yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um málið. (Sama sinnis var einnig lögfræðing- urinn Thisted Knudsen, þin.g- maður Vinstriflokksins, sem bar fram tillögu sama efnis á stjórnmálafundi annars stað- ar í Danmörku sama kvöld. Knudsen er sjálfur andstæð- ingur afhendingar handrit- anna.) Talsmaður Vinstri- flokksins í handritamálinu, Ib Thyregod, hæstaréttarmálafl. taldi ekki grundvöll vera fyr- ir réttarmeðferð málsins og kvaðst ekki heldur trúaður á þjóðaratkvæði. Hann gagn- rýndi fyrri meðferð málsins og sagðist skyldu stuðla að því aS þessu sinni væri leit- að ráða vísindamanna og ann arra sérfróðra manna um það. Þá vakti hann máls á því, hvort afhenda ætti Flateyjar- bók og Codex Regius, sem áður hefur mikið verið deilt um og sitt sýnst hverjum. I. A. Rimstad, sem talaði af hálfu Óháðra, var gramur mjög yfir því að stjómin hefði gefið loforð um afhend- ingu verðmæta sem hún ætti ekkert í. „Við getum ekki sett danskri vísindastarfsemi stólinn fyrir dyrnar“ sagði hann. Ungur sagnfræðinemi, Thomas Riis, mælti fyrir munn 700 námssystkina sinna og spurði hverjar skaða bætur myndu greiddar núver andi eigendum safnsins, ef handritin yrðu afhent. Taldi Riis handritin metin á 100 milljónir dala eða 700 millj- ónir danskra króna, en það samsvaraði því að hvert mannsbarn í Danmörku afsal- agði sér 150 krónum (dönsk- um) í hendur íslendingum. „Ef Danmörk gefiur þessa gjöf, er það missir allrar þjóðarinnar og ekki aðeins fá menns hóps manna“, sagði Riis. Upphafismaður lagafrunnvarp sins um afhendingu handritanna, Jörgen Jörgensen, fyrrverandi kennslumálaráðherra og argasti mótstöðumaður afhendingari nnar, próf. Chr. Westergaard-Ni elsen, héldu áfram að deila löngu eftir að lokið var sjónvarpi frá fundinum og áheyrendur farnir að tinast úr saiuum. Dr. Ari!d Hvidtfeldt kvaðst hafa áhyggjur af álits- hnekki þeim sem sósíalista- flokkurinn hetfði beðið í hópi vísindamanna, þar sem flokk- urinn virtist telja sig bund- inn í báða skó af gerræðis- legum aðferðum fyrrverandi kennslumálaráðherra Jörg- ens Jörgensens. Kvað Hvidt- feldt lagafrumvarpið um af- hendingu handritanna fyrir neðan allar hellur. Síðastur ræðumanna áð- ur en lokaumræður hófust var BÖgh dómari við lands- yfirréttinn, sérfræðingur í al- þjóðarétti, sem ekki var í vafa um hvað verða ætti uim handritin. „Þessar gersemar eru hér og hér verða þær,“ sagði Bögh, en bauðst aftur á móti til þess að benda á aðr- ar leiðir til þess að ráða deilu íslendinga og Dana til lykta en alþjóðadómstólinn í Haag m.a. annars væri þar annar dómstóll, sjaldan notaður, ar- bitrage-dómstólinn svokallað- ur og eins væri hægt að leita á náðir gerðardcms. Ræðumenn svara fyrir sig Komið var fram yfir mið- nætti, er framsögumenn fengu loks aftur að taka til máls. Þá var það sem mjóu munaði að til handalögmáls kæmi, er Jörgen Jörgensen var tilneyddur að lesa alla yf irlýsingu þá, sem háskólinn hafði samið og sent honum er hann var kennslumálaráð- herra árið 1961 en þar sagði að það væri skoðun háskól- ans, að löggjafarvaldið gæti breytt dánargjöf Árnasafns. Jörgensen las fyrst einungis þennan kafla, en þá tók West ergaard-Nielsen undir sig stökk, hljóp að ræðupallinum og sagði: „Þetta er ekki allt — það stendur meira þama“ og neyddist þá Jörgensen til að lesta yfirlýsinguna á enda. Ekki varð þó á móti mælt skoðun háskólans á rétti iög- gjafarvaldsins. Þá sagði Jörg ensen líka, að Bröndum Ni- elsen gæti ekki ætlast til þess af öllum öðrum að þeir skiptu um skoðun, þó hann gerði það, og auk þess hefði Bröndum ekki aðeins talað um „nokkur handrit“ í ritinu frá 1951. Loks sagði Jörgen- sen, að andstaðan gegn af- hendingu handritanna gæti ekki átt sér mikinn hljóm- grunn með fólkinu í landinu, fyrst enginn hefði á málið minnst í kosningabaráttunni. Norðmaðurinn Halvorsen kvaðst ekki myndu blanda sér í deilur Dana og íslend- inga, en kvaðst óttast, að hagsmunir Norðmanna yrðu fyrir borð bömir við afhend- inguna úr því sem komið væri. Prófessor Bröndum-Nielsen réðist í lokaorðum sinum enn á meðferð íslendinga á handritunum og visaði til ummæla prófessors Jóns Helgasonar um nokkur skjöl, sem áður höfðu verið send til Islands og beðið var um að fá aftur, þar sem prófessor Jón þurfti þeirra við. Sagði hann, að skjölin hefðu komið aftur í sömu um/búðum og þau hefðu verið send i frá Danmörku,- Greip þá Stetfán Karlson fram í fyrir Brönd- um-Nielsen og sagði að þau ummæli myndi prófessor Jón Helgason ekki standa við, þetta væri ekki satt. „Yður verður ekki kápan úr því klæðinu, Karlsson“, sagði Bröndum-Nielsen, „ég hef þetta frá Helgason sjálfum“. En Stetfán lét sig ekki oig sagði: „Prófessor Jón hefur neitað þessu, skjölin vom ekki I sömu umbúðum, en voru endursend í dönsku köss unum, sem þau komu í og það er allt annað mál.“ Varð þá Bröndum-Nielsen að láta undan síga, muldraði í barm sér og sagði: Jæja, jæja, við látum það þá kyrrt liggja“. Wilhelm Dupont tók einnig til máls í fundarlok og hanm- aði að hinir ungu háskóla- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.