Morgunblaðið - 04.11.1964, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.11.1964, Qupperneq 31
Miðvikudagur 4. növ. 1964 MORGUNBLADID 31 Utan úr heimi Framhald af bls. 16. andmælenda sinna og þeirra, er málstað íslands styðja, mótast af tilfinningum, en Staðreyndir vísindamanna væru að engu hafóar. Westergárd Nielsen lagði á það mikla áherzlu, hve illa myndi verða búið að hand- ritunum á íslandii með tilliti til rannsóknarmciguleika. Va.r ekki á honum að heyra, að (hann hefði mikla trú á Há- skóla íslands. Ekki sagðist (hann þó vilja taka undir um- mæli þeirra, sem héldu því írarn, að Háskólinn væri helzt é borð vi'ð danska lýðháskóla, «n vék þó sérstaklega úr vegi til að lesa ummæli á þá leið, sem birtust nýlega á prenti hér í Danmörku. Mun fáum (hafa dulizt, hvert ræðumaður hugðist komast eftir þexm krókaleiðum, Einn íslendingur, Stefán Karlsson, tók til máls á fund- inum. Stefán starfar hér að handritaránnsónkum í Höín. Gerði hann í stuttu máli skil merkilega grein fyrir því, hvernig aðstaða væri hér og heima, en hann er því vel kunnur af starfi sínu á báðum stó'ðum. Hrakti hann helztu rangfærzlur prófessoranna um aðstöðu til rannsókna á Is- landi, og gerði rétta grein fyrir fjárveitingum á báðum ítöðum. Ekki var þó að heyra á ummælum dönsku prófessor anna síðar í umræðunum, að þeir hefðu veitt þeim upplýs- ingum athygli. Sjónvarpskvikmynd sú, sem hér var sýnd fyrir fáum dög- um af starfinu í Landsbóka- safninu við Hvenfisgötu, var gerð af umræðuefni. Sérstak- lega þótti Westerg&rd Nielsen lítið til þess koma, sem mynd in sýndi, og kvaðst mun hæf- eri til að endurbæta handrit „en einhver kona, sem hefði sótt 3ja mánaða námskeið í Englandi, en starfaði nú á ís- landi“. Máli sínu til sanninda- merkis veifaði hann framan í fundarmenn og sjónvarpsó- horfendur tveimur litium handritapjötlum. Var önnur slétt og felld, enda endurbætt í Danmörku, að iians sögn. Hin pjatlan var illa farin, og var sýnd sem dæmi um vinnu- brögðin á íslandi. Bröndum Nielsen taldi að sjónvarpskvikmyndin, sem tekin var heima, væri áróðurs mynd. Vék hann heiftúðlegum orðum áð stjórnanda myndar- innar, Inger Larsen, sem sjálf stjórnaði upptökunni, meðan fundurinn stóð hjá „Student- erforeningen“. Sagði Bröndum, að sin vegna mætti grafa Inger Lar- sen lifandi. Þykir mörgum, sem til þekkja, þessi ummæli prófessorsins með fádæmum, þar sem I. Larsen hefur aldrei viljað taka opinbera afstöðu til handiitamálsins, og m.a. neitað að láta hana uppi við dönsk blöð — hafi hún þá einhverja afstöóu tekið. Fleiri einkennilegar raddir heyrðust í gærkvöldL Einn fundarmanna, Dr. Viggo Starke, kvaddi sér hljóðs, og kvaðst hafa í fórum sínum bróf frá einum mesta bóka- safnara í Danmörku. Safnar- inn, sena ekki vildi láta nafns síns getið, vildi láta það koma fram á þessum fundi, að hann hefði hætt við að ánafna opin berum aðilum í Danmörku safn ?itt, úr því að handritin væru ekki lengur hult í þeirra fórum. Kvaðst Starke geta fullyrt, að fleiri bókasafnarar í Danmörku hefðu ákveðið að fara eins að. Einn framámanna háskóla- stúdenta í Höfn kvaðst mæla fyrir munn flestra samstúd- enía sinna, er hann mælti gegn afhéndingunni. Vék hann m.a. að því, að sennilega mætti selja handritin fyrir um 100 millj. dala vestan hafs. Myndu þar koma um 150 D. kr. í hlut hvers Dana, væri upphæðinni jafnað niður. Taldi hann þjóðaratkvæða- greiðslu eina koma til greina. Af þeim hópi manna, sem til máls tóku á fundinum, voru aðeins 3 hlynntir málstað íslendinga. Hitt verður a'ð telj ast athyglisverðara, hve lág- reistur og oft ó'heiðarlegur málflutningur Westerg&rd Nielsen og Bröndum Nielsen var. Þótt þessi prófessorar séu að verja málstað, sem þeim er vafalaust mjög annt um, þá endurspegla ummæli þeirra og niðrandi afstaða í garð ís- lendinga vissulega ekki þá vísindamennsku, sem þeir telja, að meirihluti danskra þingmanna hafi borið fyrir borð. A. i. — Handritamálið Framhald af bls. 19 kvæmit samnirtjnum, ætti niðurstaðan að vera endanleg og afgerandi fyrir þá. Poul Möller sagði, að það myndi gleðja sig mjög, ef unnt yrði að ná samkomulagi og að hann yrði ánægður með þær niðurstöður, sem vísindamennirnir gætu sætt sig við. K. B. Andersen lýsti uhdrun sinni yfir því að Poul Möller segðist aðeins vera ánægður, ef menn utan þingsins gætu sætt sig við niðurstöður þess. Orðaskipti K. B. Andersens ag Pouls Möllers, héldu áfram um stund, en eftir að Ander- sen sagði ofangreint, hættu þau að snúast um handrita- málið og urðu almenns eðlis. Fyrsta umræða um hand- ritafrumvarpið í danska þing- inu stóð yfir í fjórar klukku- stundir. Mjög margir áheyr- endur fylgdust með henni og voru um tíma fleiri en þing- mennirnir í salnum. Framhald af bls. 17 nú á dögum víðtækt vald til þess arna —■ einkum þó gegn um Alríkisfjárlögin og alríkis- skattalög og skattastefnu. En fyrst verður hann að vita, hvers með þarf, hann verður að skilja hagfræði þjóðarinnar, áhrif henn ar og viðbrögð, hvenær hún þarfnast hjálpar, hvenær hún þarfnast athafnafrelsis. Flokksforingi. Hér kemur að því hlutverki forsetans, sem virðist fara hnign andi. Stjórnmálaflokkar eru ekki eins mikilvægir og áður, flutningarnir frá borg og sveit til útborga hefur eytt hinni fýrri stéttaskiptirtgu og skap&ð milfnn fjölda sjálfstæðra borg- ara, sem geta farið yfir flokka- mörkin að vild. Heppnir forset- ar geta ekki lengur verið strang lega flokksbundnir. Engu að síð- ur verður útriefning flokks að vera undanfari forsetakosningar, og starfsemi flokka er enn aðal- atriðið í kosningabaráttunni. Aðal-skoðanavaldur. Enginn hefur annað eins tæki- færi og forsetinn til að hafa áhrif á almenningsálitið. Hið óviðjafnanlega fundartorg Hvíta húsið — blaðamannafundir for- setans, viðræður við arininn, sér stakar orðsendingar til þingsins, ræðurnar, bréfin, s’Crslur, út- rétt hönd í Rósagarðinum, fram koma í Sjónvarpi — allt þetta og þessi einstaka aðstaða veldur því, að minnsta athöfn forset- ans, þýðingarmirtnstá orð hans, verður samsturidis að rieims- fréttum. TAKMARKANIR VALDSINS. Wilson skrifaði einu sinni (áður en hann var kominn í em- bættið): Forsetaembættið er sér hvað það, sem forsetinn hefur vit og vald til að gera úr því. . . Forsetanum er frjálst, bæði samvizku og lögum samkvæmt, að vera eins mikill maður og hann getur“. Samt má nú efast um, að Wil- son hafi við lok sinna tveggja kjörtímabila, enn trúað því að honum hafi „verið frjálst“ að vera eins mikill maður og hann vildi sjáifur. Forsetaembættið ber ekki með sér neitt takmarka laust vald. Það er mikilu frem- ur sem stofnun, takmarkað og byggt á lögum; sem staða í höndum mannlegrar veru; sem staða undir valdi stjórnmálanna. Kennedy sln ifaði: „Hver forseti verður að gera sér að góðu nokk urt. bil milli þess, sem hann ósk- ar og hins, sem mögulegt er“. Hver skólastrákur veit, að for setinn verður að leita á náðir almennings fjórða hvert ár, að ex-^inn forseti má vera í em- bætti irieira en 10 ár og að allar athafrtir haris' eru undir’ stöðugu eftirlití dómstólanna. En hinar óskipulögðu og ó-lagalegu takmarkanir eru engu síður mikilvægar. Þar má telja þær, sem hver forseti er undirorpinn og svo hinar, sem hver einstakur forseti getur skapað sér, og svo loksins þær, sem forsetar en engir aðrir verða fyrir. Theodore C. Sorensen, sér- stakur ráðgjafi Kennedys, hefur lýst fyrsta flokki þessara tak- markana í fimm liðum: „Ta’) larkanir þess leyfilega" Forsetinn má ekkert gera, sem er ólöglegt, óþolandi miklum hluta almenningsálitsins, ófram- kvæmanlegt í verkinu, eða ef ógerningur er að fylgja því eftir. Svo að eitt eða tvö dæmi séu nefnd, má enginn Bandaríkjafor- seti koma af stað kjarnorku- styrjöld, eða þola neina þjóð- skaðlega ráðstöfun, svo sem fjandsamlega eldflaugastöð á Kúbu. „Tæki til umráða". Það er auðsætt, að forsetinn getur ekki sett öll fjárráðin í það að komast til tunglsins á einu ári, hann getur ekki Sent alla beztu hershöfðingjaha til Viet- nam, og ek' V eytt öllum tíma sínum í þingið. Hann verður að raða eftir þörfinni því sem í skal eytt því, sem hann ræður yfir af fé, mannafla, tíma, viti — þeim tækjum, sem hann ræður yfir. „Tími til umráða". Flestar athafnir eru tíma- bundnar. Fjárlögum verður að Ijúka fyrir tiltekinn tíma, þing- ið er alltaf heimfúst, nýrri vopna tegund er ekki hægt að koma upp á tilteknu árabili. Tíminn, sá gamli harðstjóri, er ekkert að beygja sig fyrir neinum forseta. „Eldri skuldbindingar". Fordaemi gefin af Washington, kenhingar, uppfundnar af Mon- roe, vald, skýrgreint af Lincoln, erfðakenningar, uþpfundnar af T. R. venjur, hafnar af Wilsón, hermálalegar ákvarðanir gérðar af Truman og Eisenhower — ekknrt af þessu sleppur forset- inn í dag við. Heldur ekki getur hann fallið frá grundvallarregl- um, sem hann er sjálfur upphafs maður að — jafnvel þótt það gæti verið hentugt fyrir fram- tíðina, gæti það orðið Johnson forseta erfitt að breyta um skoð- un á mannréttindunum. Hann hefur skuldbundið sig of ræki- lega til þess að hægt sé að snúa aftur. „Fáanlegar upplýsingar". Hver segir forsetanum, hvað hann þurfi að vita um eitthvert tiltekið mál? Hvaða upplýsingar erú fáanlegar? Hversu trúverð- ugar eru þær? Hvað þýða þær og river á að dæma um það? Auðvitað getur framkvæmd for- setans ekki verið betri en upp- lýsingarnar, sem hún er byggð á, meira að segja ekki betri en per- sónan eða það, sem upplýsingin hefur farið gegn um áður en hún náði til forsetans. En auk þessara takmarkana, sein allir forsetar verða að láta sér lynda, getur hver forseti skapað sér sjálfur beinar hindr- anir. Eisenhower hafði hvorki áhuga né þel.J.ingu á flokkapóli- tík og það dró úr framkvæmda- mætti hans; hugmyndafræðileg- ar skoðanir hans á útgjöldum og valdi ríkisstjórnarinnar drógu úr víðfeðmi forsetadóms hans. Frábrugðnar skoðanir Kennedys á útgjöldum drógu úr fram- kvæmdamætti hans á annan hátt, með því að vekja mikla andstöðu repúblíkana og fjár- málamanna. Einnig koína hér persónuleg einkenni við sögu. Áköf löngún Hardings til að vera allra vinur, kuldaleg framkoma Hoovers, einlæg tryggð Trumans við menn, sem ekki áttu það skf.lið, sjálfstraust Roosevelts, sem hélt að hann gæti ráðið við alla, jafn- vel Stalin, hermennskuleg verkaskipting Eisenhowers, þannig að hann sjálfur ákvað ekki nema það allra mikilvæg- asta og eftir sáralitlum upplýs- ingum — allt þetta voru tak- markanir og bönd á hverjum þessara menn, — á við hverja stj órnarskrárgrein. Engu miður raunverulegar eru þær takmarkanir, sem sumir for setar verða fyrir af völdum tíma og atvika. Eisenhower hefði sennilega aldrei fengið leyfi hjá flokki sínum til að selja Rússum hveiti, en fáum árum seinna sáu Johnson og Kennedy sér þetta fært. En sennilega hefði hvorug- ur þeirra, hefði hann verið í for- setastóli 1959, getað boðið Krú- sjeff heim til Bandarík|anna, því að þá var það of algengt hróp gegn demókrötum, að þeir væru „veikir fyrir kommúnismanum“. Franklin Roosevelt gat barið í gegn New-Deal-byltinguna, skömmu eftir 1930, á krepputím- um, gegn andstöðu, sem var tor- tryggð og ósjálfbjarga. Kennedy hafði enga von um að geta slíkt 1961, enda þótt hann hefði gefið miklu stærri loforð en F. D. R. árið 1932, því að nú var engin kreppa, en sterk andstaða fyrir hgndi. Að' lokum, áuk allra þessara takmarkana á valdinu, virðist það greinilegt, að aðeins mikill stjórnmálamaður getur séð út yfir alla möguleika forsetadæm- isins. Venjulegur sveitalögfræð- ingur, hversu göfugur sem hann hefði verið, hefði aldrei getað gert það, sem Lincoln tókst að gera, það gæti heldur ek) á sá sem væri einvörðungu lærdóiris- maður, foringi eða stjórnfræð- ingur. Það, sem krafizt var af Lincoln var hvorki meira né minna en pólítisk snilligáfa — djúpur skilningur á mannlegu eðli, klókindaleg og skýr þekk- ing á því hvað hægt væri að fá menn til að gera og hvernig ætti að fá þá til þess. Allir hinir miklu forsetar voru fyrst og frems t miklir stjórnmálamenn, og stjórnmálalist á háu stigi er mesta vald hvers þess, sem kem- ur í Hvíta húsið, rétt eins og skortur á þessu sama, er versta hindrun, sém hann getur orðið fyrir. hið mikla tækifæri. Þegar allt vald embættisins og svo takmarkanir þess hafa verið ræddar, liggur eitt í augum uppi — forsetaembættið er ekki með- færi annarra en miMlmenna. Það var ekki sniðið fyrir neina dauðlega smælingja, og risarnir, sem í því hafa setið, hafa séð svo til, að aðeins aðrir álíka miklir geti með sanni verðskuld- að nafnbótina Forseti Bandaríkj- anna. Kennedy skrifaði: „Að lokum verður hann einn. Þarna stendur úrskurðurinjn —i og þarna stertd- ur forsetinn1*. Það var þetta at- riði, sem Truman hafði í huga, þegar hann setti töflu á skrif- borðið sitt, sem á stóð: „Hér verður að ljúka rnálinu". Og Harding, örvæntingarfullur og máttvana andvarpaði bara: „Guð minn góður, hvílíkt starf!“. Báðir vissu, að ekki var hægt að varpa ábyrgðinni frá sér — og enginn til að varpa henni á. En ef forsetaembættið er ein- manalegasta og því æðsta tign, þá gerir einmitt einmanáleikinn og tignin það að einhverju mesta tækifaéri, sem til er. Allir aðrir líta upp til forsetans, og það er í skrifstofu hans, eins og Kennedy orðaði það, sem saman lumur í eitt „samspil kapps, áhuga og hugsunar þjóðarinnár". Þegar Kennedy sjálfur, knúður af atvikunum, tók til við að eyða kynþáttamyrkrinu, sem hafði verið bölvún á þjóð hans, a,lla hans ævi, var hann ekki einung- is aðnl-framkvæmdastjóri, aðal- löggjafi, skoðanaváldur óg stjórnmálamaður, því að állt þ'etta vár hann, heldur miklu meira. Hann tók á herðar sér sjálft innihald arnerískra hug- sjóná, amerískra meginreglria, amerísks lífs. „Aðalvaldið, sem forsetinn hef ur, er að taka fólk og reyna að fá það til að gera það, sem það á að gera, án þess að nota for- tölur“, sagði Truman einhvern tíma. „Það er það, sem ég eyði mestum tíma mínum L í því liggur vald forsetans". Og það er hinn sanni mikil- leiembættisins. Það er ekki aðeins skiplagslegt, löggjafar- legt, stefnumarkandi og stjórn- andi, jafnvel ekki allt þetta sam- anlagt. Það fer ekki einasta með mikið vald, eða tekur á sig mikla ábyrgð — það veitir líka mikil tækifæri. Á sínu hæsta stigi kemst það eins nærri því og hugsanlegt er fyrir nokkurt em- bætti að íklæða holdi og blóði eins manns, þrár og áhugamál heillrar þjóðar. Því að forseta- embættið er, eins og F. D. R. sagði einhverntíma, „fyrst og fremst siðferðiieg forusta. . . . Það er það, sem embættið er — dásamlegt tækifæri til að beita aftur, beita við nýjar aðstæður hinum einföldu reglum mann- legrar hegðunar, sem við kt>m- um allt af að aftur“. — Handalögmál Framh, af bls. 25 borgarar gætu ekki hlýtt ræðu án þess að vera með köll og háreysti. Hann sagði að flokksagi hefði enginn ver ið í málinu og lagði að há- skólamönnum að taka því ekki svo alvarlega. Prófessor Westergaard-Niel sen sagði í lokaorðum sírium, að mikið hefði verið um menningararf íslendingana rætt og ritað, en menning væri ekki handritin sjálf, heldur það, sem í þeim stæði og á rétt íslendinga til þess bæri enginn brigður. Lýsti Westergaard-Nielsen yfir aðdáun sinni á menningu ís- lendiniga um aldaraðir. Meðal hinna mörgu sem ekki tóku til máls á fundin- um, en honum var sjónvarp- að, eins og áður er sagt, fram söguræðunum ölium og htn- um almennu umræðum nokk- uð styttum, var Aksel Lar- sen, formaður sósíalistiska þjóðarflokksins, sem er fylgj- andi afhendingu handritanna. „Mér lízt ekki á blikuna" sagði Larsen. „Svona óskap- leg og samanþjöppuð sn'ið- ganga málefna af hálfu pró- fessoranna hlýtur líka að gera það að verkum, að erfitt reynist að sýna gestum til- skildan sóma.“ Þegar fundi var slitið, héidu þeir enri áfram að kýta höfuðandstæðimgarnir Jörg- en Jörgensen oig Westergaard Nielsen og kvöddust þeir með litluin kærleikura. - FORSETINN s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.