Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. nóv. 1964 Ævisatja Stointfráms Thorsteinssonar eftir Hannes Pétursson komin út l£r T E R komin bókin STEIN- CRÍMUR THORSTEINSSON. ILÍF HANS OG LIST. Höfundur <er Hannes Pétursson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur bókina út. Hannes Pétursson er þegar landskunnur af ljóðum sínum, og nú hefur hann ritað ýtarlega œvisögu Steingríms skálds Thor- steinssonar, þar sem fjallað er um ætt Steingríms og uppvöxt; aeskuslóðir hans og æskuverk, skólagöngu, dvöl í Kaupmanna- höfn og ljóðagerð á Hafnarárum, ævi Steingríms eftir heimkom- una til Reykjavíkur og bók- menntastörf hans þá. Rakin eru viðhorf hans til stjórnmála og skáldskapar, og afstaða hans til raunsæisstefnunnar og annarra iiókmenntalegra og menningar- legra deilumála þeirra tíma brotin til mergjar. Hannes Pétursson. í bókinni er vitnað til fjöl- margra, óprentaðra bréfa, og seg- ir þar margt frá skoðunum Stein- gríms á mönnum og málefnum. Segir höfundur svo um það í formála: Öllum má ljóst vera, að einkabréf eru tvíeggjaðar heim- ildir; þau geta ýmist verið áreið- anlegustu gögn, sem völ er á, eða einskisverðustu. Stundum eru þau aðeins til vitnis um bréfritarann sjálfan, en ekki hitt, sem hann segir frá eða fjallar um. Verður að meta þau hverju sinni með þetta í huga. Steingrímur var heitgeðja maður og ekki marg- máll við hvern sem var. í bréf- um til góðvina fékk hann útrás fyrir margt, sem svall honum í brjósti, og gerðist þá stundum hlífðarlaus á líkan hátt og í sum- um vísum sínum og kviðlingum. Ég sá ekki ástæðu til að snið- ganga slíka staði í bréfum hans, ef þeir reyndust nauðsynlegir til skýringar á því, sem hann hélt fram, enda væri fölsun að láta svo sem þeir væru ekki til... . Viðleitni mín hefur verið sú að láta Steingrím koma til dyranna eðlilegan og mannlegan. Ævi- sögur skálda, sem sett eru á stall eins og goðmyndir, eiga naumast erindi til lifandi fólks. . . Bók Hannesar Péturssonar er fyrsta könnun á ævistarfi Stein- gríms Thorsteinssonar. Hún er 292 blaðsíður í stóru broti. í henni eru 54 myndir. Bókin er sérstaklega vönduð að öllum frá- gangi. Sinfóníutónleikar ÞRIÐJU hljómleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessum vetri verða haldnir í Háskólabíói í kvöld kl. 21. Stjórnandi er Igor Buketoff, en einleikari í Píanó- konsert nr. 3 í C-moll op. 37 eftir Beethoven er Gerhard Puchelt. Þá eru einnig á efnisskránni tvö verk, sem ekki hafa verið flutt áður hér á landi, Tokkata, adagio og fúga í C-dúr eftir Bach í hljómsveitarbúningi Weiners og Verklárte Nacht eftir Schoenberg. Píanóleikarinn Gerhard Puc- helt er fæddur í Þýzkalandi árið 1913 og stundaði tónlistarnám í Berlín. Hann hefur ferðast til flestallra Evrópulanda og haldið sjálfstæða tónleika eða leikið með hljómsveitum. Árið 1955 ferðaðist hann um Sovétríkin og hélt tónleika þar, og öðru sinni árið 1962. — Til Japan fór hann í tónleikaför árið 1963. Hann hef- ur og ferðast um Suður-Ameríku. Hann leikur nú hér á landi í fyrsta sinn, en héðan fer hann í 7 vikna tónleikaför til Banda- ríkjanna og síðan til Japan. Síð- an árið 1948 hefur Puchelt verið prófessor við Tónlistarháskólann í Berlín. Á fundi með fréttamönnum i gær kvaðst Puchelt einkum leika verk rómantísku tónskálda 19. aldarinnar, svo sem Schubert, Schumanns og Brahms, einnig Mozarts og nokkur helztu verk Beethovens. Hann sagði, að sér geðjaðist ekki eins vel að verk- um módernistanna, einkum vegna meðferðar þeirra á hljóð- færunum. Þó kvað hann margar undantekningar frá þessu og léki hann stundum verk þeirra módernista, sem ekki gengju of langt í modernismanum að hans dómi. Puchelt sagðist hvergi hafa kynnzt eins góðum áheyr- endum og í Rússlandi, þar sem hann hélt marga hljómleika. Sól 7 ’/ú kist. á lofti í GÆS var hæg austlæg átt norðan lands, en hæg vestlæg átt á Vestur- og Suðurlandi. Á Raufarhöfn snjóaði, rigndi í innsveitum norðan lands og vestan lands var þokuloft og súld. í Skaftafellssýslu var hins vegar bezta veður. Sólarupp rás var itíl. 8:24 i Reykjavík, en sólarlag verður kl. 15:58. Sól er þvi um sjö og hálfan tíma á lofti; en eftir viku verð ur dagurinn þremur kortérum skemmri. Valdabarátta innan Repúblíkan af iokksins? Kosningaúrslitin mesta áfall, sem flokkurinn hefur orðið fyrir, segir Lodge Skótoi halda fiskasýníngu Hafnarfirði — Um næstu he<lgi verður opnuð allnýstárleg sýn- ing á vegum hjálparsveitar skáta í húsnæði, sem þeir hafa fengið gegnt fiskverkunarstöð Jóna Gíslasonar við Reykjavíkurveg, þar sem áður var fiskverkunar- stöð 3æjarútgerð,arinnar. Er hér um að ræða fiskasafn sem er allstórt að vöxtum, a.m.k. á íslenzkan mælikvarða. New York 4. nóv. (NTB) f ÚRSLIT forsetakosninganna i gær sýna, að mikill hluti íbúa Bandarikj.anna kaus öðruvísi, en venja er tá'. Innflytjendiahópar, trúflokkar og kynþættir, sem áður hafa veitt Repúblíkönum fylgi sitt kusu nú Johnson for- seta, en hins vegar breyttu stuðn ingsmenn Demókrata í Suður- ríkjunum um áratugabil einnig út af venjunni og kusu Repú- blíkanann Barry Goldwater. Enn er talið óvíst hver áhrif þessi breyting muni hafa á stjórnmál í Bandaríkjunum í framtíðinni, en margir, sem mál um eru kunnugir, telja, að úr- slitin sýni þróun, er hafi átt sér nokkurn aðdraganda og miði að því að breyta hinum stóru flokk um, gera mörkin milli þeirra ljósari, að evrópskri fyrirmynd. Talið er að ósigurinn í kosn- ingunum muni vekja harða va dabaráttu innan Repúblíkana flokksins milli hinna íhaldssömu, sem tóku völdin með útnefningu Goldwaters í forsetaframboð og hinna frjálslyndari, er reyndu að koma í veg fyrir framboð hans. ★ Henry Cabot Lodge, sem barð ist hvað harðast gegn framboði Goldwaters innan Repúblikana- flokksins, sagði, er úrslitin voru kunn, að þetta væri mesta áfall, sem Repúblíkanar hefðu orðið fyrjr og þeir yrðu að endur- skipuleggja fiokk sinn. Hann kvað úrslitin sýna„ að kjósend- ur vildu, að allir Bandaríkja- menn væru jafningjnr og nytu sömu réttinda, sama hver litur þeirra væri. Þeir vildu jákvæða lausn innanríkismála og, að for- setinn mótaði stefnuna í utan- ríkismálum af hugrekki, hæfni og varúð. Þess vegna hefðu þeir veitt Johnson forseta traust sitt, en hann hefði það sérstaka hlutverk í sögunni að sameina þjóðina og stýra henni í hættu- legum hejmi. Hefir hjálparsveit skáta unnið lengi að öllum undirbúningi, og nú síðustu 10 dagana við að afla fiskanna. Er hér um einr 16 tegundir að ræð og þar á meðaí margar helztu fiskategundir, sem veiðast hér við land, svo sem þorsk, ýsu, lúðu, síld, lax og silung. Þá eru þarna tveir selir og margs konar sjávar- dýr. Geta má þess, að 51 tonn af sjó og vatni er í kerunum, sem fiskarnir eru í. Sýningarsvæðið :nun vera um 300 fermetrar og hefir húsnæð- inu verið breytt á hagkvæman hátt fyrir sýnihgu. Ekki er hægt að segja nú hve lengi hún verð- ur opin, en það fer að sjálfsögöu eftir aðsókn og ástandi fisk- anna. — En um leið og fólki gefst kostur að sjá nýstár- lega sýningu, styrkir það hjálpar sveit skáta, sem unnið hefir gott og mikið starf á undanförn um árum og ávallt er reiðubú- in til hjálpar ef þörf krefur, t — G.E, J Atkvæðatölur í ríkjum U.S.A. HÉR fara á eftir tölur, sem Mbl. bárust síðdegis i gær frá Associated Press um hvernig at- kvæðin skiptust í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Fram skal tekið að hér er ekki um endanlegar tölur að ræða, þar eð þær munu vart liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga, en engu að síður gefa tölur þessar góðar hugmyndir um hversu atkvæði féliu í hinum ýmsu ríkjum. 1 gær birti blaðið úrslit í einstökum kjördæmum í kosningunum 1960. Alabama Johnson: 0 Montana Johnson: 141.497 Goldwater: 449.511 Goldwater: 96.927 Alaska Johnson: 34.042 Nebraska Johnson: 279.695 Goldwater: 18.479 Goldwater: 250.450 Arizona Johnson: 200.777 Nevada Johnson: 77.575 Goldwater: 205.931 Goldwatér: 55.337 Arkansas Johnson: 223.057 New Hampshire Johnson: 184.622 Goldwater: 156.078 Goldwater: 104.204 Jalifornia Johnson: 3.532.668 New Jersey Johnson: 1.831.951 Goldwater: 2.428.268 Goldwater: 944.189 Jolorado Johnson: 460.452 New Mexico Johnson: 188.958 Goldwater: 290.579 Goldwater: 130.689 lonnecticut Johnson: 825.205 New York Johnson: 4.507.439 Goldwater: 391.685 Goldwater: 2.116ÍS65 lelaware Johnson: 122.562 North Carolina Johnson: 805.731 Goldwater: 78.203 Goldwater: 631.855 lorida Johnson: 883.049 North Dakota Johnson: - 115.370 Goldwater: 847.936 Goldwater: 81.726 eorgia Johnson: 438.362 Ohio Johnson: 2.261.941 Goldwater: 513.936 Goldwater: 1.355.019 awaii Johnson: 166.132 Oklahoma Johnson: 511.322 Goldwater: 44.948 Goldwater: 405.895 laho Johnson: 142.772 Oregon Johnson: 430.313 . Goldwater: 136.501 Goldwater: 244.144 ilinois Johnson: 2.662.774 Pennsylvanú Johnson: 2.988.332 Goldwater: 1.807.585 Goldwater: 1.611.673 ndiana Johnson: 1.112.889 Rhode Island Johnson: 304.579 Goldwater: 889.138 Goldwater: 71.893 owa Johnson: 721.629 South Carolina Johnson: 217.520 Goldwater: 444.499 Goldwater: 309.285 Kansas Johnson: 463.489 South Dakota Johnson: 154.116 Goldwater: 387.887 Goldwater: 121.879 Xentucky Johnson: 661.778 Tennessec Johnson: 610.723 % Goldwater: 364.011 Goldwater: 491.562 Louisiana Johnson: 388.249 Texas Johnson: 1.515.179 Goldwater: 503.760 Goldwater: 893.913 Maine Johnson: 260.058 Utah Johnson: 217.980 Goldwater: 117.872 Goldwater: 180.512 Maryland Johnson: 735.597 Vermont Johnson: 107.963 Goldwater: 378.118 Goldwater: 54.841 Massachusetts Johnson: 1.490.843 Virginia Johnson: 557.068 Goldwater: 455.277 Goldwater: 478.991 Mischigan Johnson: 2.022.613 Washington Johnson: 661.713 Goldwater: 997.532 Goldwater: 384.840 Minnesota Johnson: 859.408 West Virginh Johnson: 1.037.709 Goldwater: 476.535 Goldwater: 519.335 Mississippi Johnson: 52.771 Wisconsin Johnson: 1.037.709 Goldwater: 355.758 Goldwater: 633.105 Missouri Johnson: 1.010.241 Wyoming Johnsón: 76.650 Goldwater: 559.821 Goldwater: 59.084

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.