Morgunblaðið - 05.11.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 05.11.1964, Síða 3
MORC UNBLAÐID Fimmtudsfcur 5. nóv. 1964 3 Pierre Salinger Georgc Murphy Orval Faubus Winthrop Rockefeller Nokkur atriði, sem sérstaka athygli vöktu í USA kosningunum STAKSIEIMAR Stórsigur Johnsons Úrslitin í bandarísku forseta- kosningunum fóru á þann veg, sem flestir spá'ð'u, að Johnson forseti vann stórsigur, en Barry Goldwater galt mikið afhroð. Vinir Bandarikjanna um gjör- vallan heim fagna þessum úr- slitum, því að barátta GoldWat- ers að undanfömu hefur verif með þeim hætti, að menn töldv hann naumast hæfan forsetz Bandaríkjanna, enda snerust jafr vel sterk íhaldsöfl gegn honum þótt hann kenni sig við íhalds- stefnu, þar sem þessum mann var ekki treyst til að fara meí æðsta embætti Bandaritkjannn, svo óábyrg sem barátta hani hafði verið. •> HÉR Á eftir fara nokkkur at- riði, sem vöktu mikla athygli í ríkisstjóra- og öldungadeild arkosningunum í Bandaríkjun um í fyrradag. Lengi var mjög tvísýnt um úrslit í ríkisstjórakosningun- um í Michigan milli þeirra Romney, ríkisstjóra, og demó Rratans Neil Staebler. Um tíma hafði Romney aðeins 4 atkvæða meirihluta, eða 57.298 atkvæði, en Staebler hafði þá 57.294 atkvæði. En um það er lauk hafði Romney sigrað með 1.496.087 atkv. en Staebler hlaut 1.198.932 atkv. Svo sem menn muna, neitaði Romney, sem er Repúblikani, að styðja Barry Goldwater, og er nú svo að sjá að þessi á- kvörðun hans, og yfirlýsingar þar að lútandi, kunni að verða honum mjög til framdráttar innan Repú.blikanaflokksins, ef flokkurinn ákveður að fjar lægja Goldwater og helztu stuðningsmenn hans úr valda stöðum innan flokksins. -- XXX --- í Texas sigraði demókrat- inn John Conally í ríkisstjóra kosningunum. Conally var rík isstjóri í Texas síðasta kjör- tímabil, og var nafn hans á allra vörum fyrir tæpu ári, en hann sat þá í bílnum hjá Kennedy forseta, er hann var skotinn til bana í Dallas. Svo sem menn muna særðist Con- ally einnig af skoti, en hann hefur nú náð fullri heilsu aft- ur. — XXX — í Kaliforníu tapaði Pierre Salinger, fyrrum blaðafulltrúi Kennedy’s forseta, öldungar- deildarsætinu fyrir George Murphy. í gær ræddi Saling er við fréttamenn og kvað þá staðreynd, að hann sjálfur hefði búið utan Kaliforníu, hafa orðið sterkasta vopnið í höndum Murphy. Salinger hefur setið í öldungadeildinni að undanförnu eftir að sætið losnaði vegna veikinda þing manns. í dag sendi Salinger Mur- phy heillaóskaskeyti, þgr sem hann sagði m.a.: Ég óska yður til hamingju með sigurinn. Ég mun aðstoða yður á hvern þann hátt sem ég get. Skrif- stofa mín (í öldungadeildinni — innskot Mbl.) og starfslið stendur yður reiðubúið til af- nota og ég óska yður gengis“. -- XXX ---- Mjög hörð barátta stóð um öldungardeildarþingsæti í Ohio milli Robert Taft Jr., sem er repúblikani og demó- klr^tans Stephen M. Young. Taft er 47 ára en Young hins vegar 75 ára gamall. í fyrstu féllu tölur þannig, að Taft hafði 100 þús. atkvæði yfir Young og töldu flestir að það mundi nægja honum til sigurs. En er tölur fóru að berast frá heimaborg Youngs, Cleveland, tók hann stökk og skauzt framúr Taft. Er 95% atkvæða í Ohio höfðu verið talin, var enn allt í óvissu um hver mundi bera sigur af hólmi í kosningunum. Fyrst var tilkynnt að Taft hefði 2000 atkvæði yfir Young, en þá komst Young aftur fram fyrir Taft. Taft komst enn 2000 atkvæðum yfir Young nokkru síðar og þannig gekk talningin lengi vel í lokin. í klosningabaráttunni hélt Young því mjög á lofti að Tafts yngra vár William Ho- reikning föður síns heitins, en nafnið Taft er nánast töfra orð í stjórnmálum í Ohio. Afi Tafts yngra var William Ho- ward Taft, forseti Bandaríkj- anna, og faðir hans var hinn kunni öldungardeildarþing- maður Robert A. Taft, sem á sínum tíma gekk undir nafn inu „Mr. Republican“. ■ Þegar síðast fréttist var talningu enn ekki lokið, en þá hafði Young 12.718 atkv. fleira en Taft. -- XXX ---- í ríkisstjórakosningunum vakti baráttan í Arkansas hvað mesta athygli, en þar börðust þeir Orval Faubus sem verið hefur ríkisstjóri í Arkansas um árabil og Wint hrop Rockefeller, bróðir Nel- sons Rockefellers, ríklsstjóra í New York. Baráttan endaði með sigri Faubus, og er þetta í sjötta sinn, sem hann sigrar ríkisstjórakosningu í Arkans as, en slíkt er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna. Demókratinn Faubus er hvað þekktastur fyrir afstöðu sína til kynþátta mála og baráttu sína gegn á kvörðun sambandsstjórnar- innar um, að börn blökku- manna fengju sæti í sömu skólum og hvít börn. Nýjar Helgafellsbækur: Heildarufgáfa af verkum Steins HEILDARÚTGÁFA af verkum Steins Steinarr, 370 bls. að stærð, er komin út. 1 bókinni eru allar sex ijóðabækur skáldsins er út hafa komið, Rauður loginn brann, Ljóð, Spor í sandi, Ferð án fyrirheits, Timinn og vatnið *»g Tindátarnir. Enn fremur eru I bókinnni 40 kvæði, sem ekki hafa áður komið út í bókum skáldsins, þar á með- el hið þjóðfræga kvæði, Söngur lýðræðisflokkanna á Þingvöll- #m 17. júní 1944, sem mestri Einar ÓL Sveinsson Steinn Steinarr. hneykslun olli á sínum tíma, þótt aðeins fáir hefðu lesið það í heild. Enn fremur er í bókinni heilar rímur, 37 erindi, Hlíðar- Jóns rímur, sem aldrei áður hafa komizt á prent. Þá er í þess- ari bók það, sem máli var talið skipta, og vitað var um af því, er eftir Stein liggur í óbundnu máli, 35 greinar, bréf og ræður. og loks eru 7 samtöl við Stein, er ýmsir menn hafa átt og á ýmsum tímum. Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur hefir annazt útgáfuna og ritar hann allýtarlega grein um skáldið, manninn og verk hans, ásamt formála. Þeir Steinn og Kristján voru nákunnugir um margra ára skeið. Þá koma í dag einnig út hjá Helgafelli þrjár aðrar bækur, „Ferð og förunautar“, 30 greinar, aðallega ferðaþættir og mann- lýsingar, eftir dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor, „Cig enn spretta laukar", ný skáldsaga eftir Ragnlieiði Jónsdóttur. Þá er ein bók, ætluð unglingum, Blindi tónsnillingurinn eftir Wladimir Korolenko í þýðingu Guðmundar heitins Guðmundssonar, skálds. Maðurinn kominn fram f GÆR auglýsti lögreglan í Hafnarfirði eftir manni, sem ekki hafði til spurzt síðan á laugardag. Maðurinn er kominn fram. HÉRAÐSIUÓT SJÁLFSTÆÐISMAIMNA ■ Austur-Skaftafellssýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu vcrður liuldið í Mánagarði laugardaginn 7. nóv. kl. 8.30 síðd. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, og Sverrir Her- mannsson, viðskiptafræðing- ur, flytja ræður. Kristinn Hallsson, óperu- söngvari, syngur einsöng; undirleik annast Skúli Hall- dórsson, tónskáld. Karl Guð mundsson, leikari, fer með skemmtiþátt. — Dansleikur Ingólfur verður um kvöldið. Sverrir Ef Barry Goldwater hefði sigi að í bandarísku kosningunun hefði það valdið Bandaríkjunun margháttuðum vandræðum f samskiptum við vinveittar þjóð- ir. Og jafnvel þótt honum hefði tekizt betur til í forsetastóli er menn hefðu þorað að vona, hefð; valdataka hans aukið spennu 1 heiminum og ósýnt hverjar af- leiðingarnar hefðu orðið. Þess vegna fagna menn sigri Johnsons. Skringilegt í mál- gagni Sovétríkjanna f ritstjórnargrein málgagns Sovétríkjanna á íslandi í gæi segir m.a.: „Sá háttur foringjaskipta, sem tíðkazt hefur í Sovétríkjunum á sér sínar sögulegu rætur í eins flokks kerfinu þar, sem einnig á sér sínar sérstöku sögulegu að- stæður. Sósialistaflokkurinn fyr- ir sitt leyti hafnar eins flokks kenningunni, eins og fram kem- ur í yfirlýsingu hans í „Leið fs- lands til sósíalismans“. En þar sem eins flokks kerfi er, þá er því meiri nauðsyn á lýðræði inn- an flokksins. Það var einn höfuð sorgleikur kommúnistaflokks Sovétríkjanna á Stalíntímabilinu hve einmitt þetta innanflokks- lýðræði var brotið niður. Það var hið sögulega stórvirki Krú- sjeffs að rísa upp gegn þeim ægi- legu kúgunaraðferðum, sem í krafti ríkisvaldsins hafði verið beitt gegn ágætum flokksfélög- um, er sviftir voru réttinum til varnar. Þó var hann sjálfur gam- all Stalínisti og mjög má deila um mat hans á undirrót þeirra sorglegu fyrfrbrigða. Það er ástæða tii að ætla, að þeir forystiunenn sem nú hafa tekið við, haldi enn lengra áfram á lýðræðisbrautinni, þótt aðferð- in við foringjaskiptin beri enn of mikinn keim af aðferðum frá fyrri tíð Það er full ástæða til þess að óska þeim forystumönnum Sov- étríkjanna, sem nú hafa tekið við alls velfarnaðar í því að leiða Sovétþjóðirnar fram til aukins lýðræðis og velmegunar." ____ Ekkert lýðræði Jæja, þá er staðfestingin loks- ins fengin á því, að í Sovétríkj- unum hafi ekkert lýðræði verið við lýði áratugum saman. Menn vissu þetta raunar fyrir, en fram að þessu hafa kommúnistar þó ekki játað það. Nú segja þeir hinsvegar umbúðalaust, að lýð- ræði innan flokksins þurfi að vera meira, þegar um eins flokks kerfi sé að ræða, en ekkert slikt lýðræði hafi einu sinni verið inn an kommúnistaflokksins, hvað þá að aðrir flokkar mættu þríf- ast. Þannig er þá „Morgunblaðs- lygin“ orðin blákaldur sannleik- ur, jafnvel á síðum kommúnista- málgagnsins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.