Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 5. nóv. 1904 MORG UNBLAÐIÐ 21 Stofnfundur Hjartaverndar STOFNFUNDUR Hjartaverndar, inn sunnudaginn 25. októíber sl. í samtaka hjarta- og æðasjúkdóma 1. kennslustofu háskólans. varnafélaga á Islandi, var hald- Um 60 manns voru á fundin- M rh ni tj. i* m . Ummæli danskra blaða um handritamáliö EINA danska blaðið, sem til þessa hefur tekið eindregna afstöðu með því, að handritin verði afhent íslendingum, er blað sósíaldemókrata, „Aktu- *lt“. Mörg blöð ráðast harka- lega gegn afhendingu, þar á meðal t.d. „Berlingske Tid- ende“ og „Information“. Daginn, sem frumvarpið um af- bendingu handritanna var til fyrstu umræðu í danska þinginu eegir „Berlingske Tidende“ m. a. í ritstjórnargrein: „Nýkjörið þing fær nú til fyrstu umræðu frumvarp til laga um afhendingu íslenzkra handrita, sem eru eign Dana. Eftir fundinn í Stúdenta- félaginu á þriðjudagskvöld hlýt- ur að vera ljóst, að málið er ekki einfalt, og um afgreiðslu frum- varpsins óbreytts getur vart ver- ið að ræða. Verði afgreiðslu málsins ekki frestað um óákveð- inn tíma, er nauðsynlegt að end- urskoða frumvarpið mjög ítar- lega. Löggjafailþing Danmerkur fietur ekki enn einu sinni sam- (þykkt lög, sem það þekkir ekki gerla.“ Blaðið segir, að þing- mennirnir hafi hvorki fengið nægilegar upplýsingar um efni frumvarpsins né afleiðingarnar ef samiþykkt þess. Blaðið spyr, Ihvort það sé ekki mergurinn málsins, að frumvarpið hafi ver- ið of illa undirbúið, þegar það var lagt fram 1961, og gagnrýnir, að vísindamenn skyldu ekki hafðir með í ráðum. Síðan segir blaðið: „Þeir stjórnmálamenn, 6em beittu sér fyrir frumvarp- inu leituðu ekki ráða hjá vísinda- mönnunum. Þeir sáu þvert á móti svo um i fyrstu lotu, að dánskir vísindamenn fengju ekki tækifæri til þess að segja mein- ingu sína, fyrr en málið var komið svo vel á rekspöl, að stjórnmálamönnum og allri dönsku þjóðinni yrði til minnk- unar, að íslendingar fengju ekki vilja sínum framgengt. Það er erfitt að hrófla við þessari dap- urlegu staðreynd. En gera verður tilraun til þess. Þeir, sem beita sér fyrir sanmþykki frumvarpsins, verða að gera sjálfum sér, al- menningi í Danmörku og vis- indamönnum um heim allan, ljóst í smáatriðum, hvað það er, sem afhenda á íslendingum.“ . ★ I grein undirritaðri af el í „Information", er mælt harðlega gegn afhendingu handritanna, af- greiðslu málsins í þinginu 1961 gagnrýnd, og Jörgen Jörgensen, fyrrv. menntamálaráðherra, sagð ur hafa komið mjög óþægilega fram við danska vísindamenn. Greinarhöfundur segir það skipta meginmáli, að rannsóknir danskra vísindamanna á handrit- unum, sem gerðar hafi verið af áhuga og ást á starfinu, hafi ver- ið virtar að vettugi í frumvarp- inu, og sé það háðung fyrir við- komandi vísindamenn, er eigi slíkt ekki skilið. Síðan spyr greinarhöfundur: „Hafa íslendingar kostað meiru til handritanna en Danir?“ Segir hann, að svarið mæli ekki með afhendingu handritanna heldur bættri aðstöðu dönskum vísinda- mönnum til handa. Greinarhöfundur segir að lok- um: „Þingið verður að gera sér ljóst, að því ber að skera úr um hvort meira tillit skuli tekið til íslendinga en danskra vísinda- manna. Þó við getum skilið ís- lendinga, hlýtur hið síðarnefnda að verða þyngra á metunum. Og það er ástæðan til þess að In- formation getur ekki aðhyllst af- hendingu handritanna." um, boðsgestir og fulltrúar 19 svæðafélaga. Samþýkkt voru lög fyrir samtökin og þeim gefið nafn. Fundinum stjórnáði Valdimar Stefánsson, saksöknari ríkisins, en Sveinn Snorrason, hrl., var fundarritari. Nánar verður sagt frá stofnfundinum síðar. Myndirnar tók Ól. K. M. og á þeirri stærri má m.a. sjá dr. Sigurð Sigurðisson, landlækni, Geir Hallgrímsson, borgarstjóra, Jöhann Hafstein, dómsmálaráð- herra og dr. Jón Sigurðsson, borgarlækni. Á minni myndinni er Sveinn Snorrason, fundarritari (t.v.) og Valdimar Stefánsson, fundar- stjóri (t.h.). Fyrsti áfangi hitaveitu í Langholtshverfi INNKAUPASTOFNUN Beykja- víkurbæjar hefur fengið heimild til að semja við lægstbjóðanda, Véltækni h.f. um lagningu hita- veitu í 1. áfanga af hitaveitu í Langholtshverfi. En það er hluti af Austurbrún og Norðurbrún, Holtavegur og Sæviðarsund. Norðurbrún og Sæviðarsund eru ný hverfi, sem eiiga að fá hitaveitu um leið og húsin eru hyggð. Var tilboð Véltæknl 5.238.485.00 kr. Á verkið að hefj- ast nú þegar og vera lokið fyrir 1. desember 1965. Hitaveitulagning í Langiholts- hverfi verður í 3 áföngum. Er verið að bjóða út annan áfanga verksins, en þáð er hitaveita í hverfið milli Lang'ho 11svegar og Sæviðarsunds, Holtsvegar og Kleppsvegar. Þúsund manns sjá sýningu Císla DAGINN eftir að prentaraverk- fallið hófst opnaði Gísli Sigurðs- son, ritstjóri Vikunnar, málverka sýningu í nýjum sýningarsal að Hafnarstræti I. — Gísli hefur lengi málað, en þetta er fyrsta sýning hans — og eru mynd- irnar allar málaðar á þessu ári. Nær þúsund manns hafa séð sýningu Gísla og eru 8 myndir af 14 á sýningunni, þegar seld- ar. Þetta er fyrsta sýningin í sýn- ingarsal, sem Sigurður Karls- son, húsgagnateiknaxi, hefur opnað í kjaliara Kaabers- hússins gamla. Gengi'ð er inn frá Vesturgötu. Ætlar Sigurður að hafa þarna myndlistarsýningar, listmunasölu og atik, bæði inn- lenda og erlenda muni. Sýning Gísla Sigurðssonar verður opin til sunnudags. Verð- ur opið allan daginn fram til kl. 6 og síðan frá 8—10 að kveld- inu. Umferftin evkst og bifreiðaárekstrum fjölgar. Það borgar sig að ganga vel frá biffreiðatryggingunni. Hafið samband við „Almennar” og kynnið yður skilmála og kjjör Síminn er 17700. ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRí SlMI 17700 iTI 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.