Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐI0 Fimmtudagur 5. nóv. 1964 JENNIFFR AMES: Hættuleg rorvitni v.. J — Álítur þú að ég sé áleitin við Raeburn lækni? spurði Gail, og röddin var hættulega róleg og föst. — Já, ertu það ekki? Hefurðu ekki verið að leita á hann síðan þú komst til hans fyrst? Vitan- lega lætur þú sem minnst á því bera, þú hefur vit á því. En það er ekki Grant líkt að bjóða stúlku út að kvöldi dags, nema hún hafi blátt áfram neytt hann til þess. Þetta er að minnsta kosti mín skoðun. nó?n cmfæy vbgk — Ég hef ekki tæpt á því að mig langaði til að vera boðin út, ef það er það sem þú ert að dylgja um, sagði Gail áköf, þó hún reyndi að varast að láta skap ið hlaupa með sig í gönur. — En kemur þér þetta annars nokkuð við? — Já, það kemur einmitt mér við, sagði Mildred og hnyklaði brúnirnar. — Þú mátt ekki gleyma, að við Grant höfum ver- ið héma þrjár vikur saman. — En hvað þá um Bobby? Mildred spratt upp og slökkti í vindlingnum. — Já, þú og hann Bobby þinn! Hversvegna geturðu ekki haldið þig að honum? Hann eltir þig á röndum og gerir sig blátt áfram hlægilegan. En lik- lega hefurðu gaman að því, ann ars mundirðu líklega segja hon- um að þú vildir ekki sjá að hann dinglaði svona aftan í þér. Haltu þig að honum en láttu Grant í friði! — Finnst þér ekki að Raebum læknir megi fá eitthvað líka? spurði Gail rólega. — Raeburn læknir — Raeburn læknir .... hermdi Mildred eftir og var orðin ofsareið. Get- urðu ekki hagað þér eins og sið- uð manneskja. Og kallað hann Grant, — að minfista kosti þeg- ar þú talar um hann! Ég kalla hann aíltaf Grant þegar ég tala um hann við þig, þó að ég segi það ekki upp í opið geðið á hon 'úm. En maður ætti kannske að gera það — ýta undir hann, eins og hann þarf. — Heldurðu að það þurfi að ýta undir hann? — Ég sé ekki betur. En skemmtu þér nú vel í kvöld. Nú fer ég niður og sulla í mig þess- ari kínversku hræm, sem þeir kalla mannamat. Það var súrt bros á Gail þegar Mildred fór út. Grant kom á til- settum tíma, og það var vel- þóknun í gráum augunum þegar ■hann leit á hana. Hann sló henni meira að segja gullhamra. — En hvað þér sómið yður vel án einkennisbúningsins, systir Gail, sagði hann. — Inn í bíl- inn með yður, og síðan ökum við fyrst um verzlunargötumar. Strætin voru böðuð í ljósi. Neonauglýsingar í öllum regn- bogans litum ,og í gluggunum alls konar dýrmæti austurlanda: silki, gullsmíði, silfur og jade, ilmvötn og fegrunarlyf, allt milli himins og jarðar. Milli glugganna gengu kínverskar frúr í silkiklæðum, með margar raðir af armbönd- um um granna úlnliðina. 14 — Þetta stígur manni til höf- uðs eins og kampavín, sagði Gail. — Ég er alveg orðlaus. — Segið þér sem minnst fyrr en þér hafið verið héma nokkr- ar vikur, og jafnvel þá hefur maður ekki séð nægilega mikið til að mynda sér skoðun, sagði hann. — Ég hef verið hérna mánuð, og er alltaf jafn hissa. Aberdeen reyndist vera lítið fískimanna|þorp úti á nesi. Þar lágu bátar af öllum stærðum og gerðum en fyrir utan fisk-mat- staðurinn á floti ,upplj ómaður og skrautlegur. Þau lögðu bíln- um og gengu fram á bryggjuna. Róðrarkerlingar fóru að æpa á þau til þess að fá þau til að koma út í veitingastaðinn. og loks tókst stórri og stæðilegri kerlingu að ná í þau í bátinn sinn. Konan var í svörtum, síð- um brókum, með svarta svuntu og gríðarstóran stráhatt, og hún reri með einni ár og hjálpaði til með fótunum. Yfir þóftunum var tjald, og undir því mislitar papp írsluktir. Þær dingluðu fram og aftur þegar báturinn hreyfðist. Gail varð að játa að henni fannst (þetta rómantískt og spennandi. Hún sat þegjandi við hliðina á Grant og horfði á uppljómað veit ingaskipið, sem var skreytt flögg um og neonljósum. Og einkenni- leg hljómlist og skvaldur heyrð- ist frá skipinu. Gestgjafinn kom niður skips- stigann til að taka á móti þeim. Hann brosti og bukkaði og fylgdi þeim að gluggaborði. Meðfram skipshliðinni voru ílangir tré- stampar með lifandi fiski, og í vatnsborðinu körfur með lifandí rækjum, krabba og humar, sem beið eftir að komast á matborð ið eftir snöggsuðu í eldhúsinu. Grant bað um flösku af Maotai víni, sem þau drukku á meðan þau voru að bíða eftir matnum. cuspER ■ Við getum skilið hann einan eftir. Hann verður rólegur að leika sér að „Litla verkfræðingnum". Þau nutu tilverunnar og skröf- uðu saman eins og kunningjar. — Þér hafið sýnt mér fallegt ævintýr, doktor Raeburn, sagði Gail þakklát. — Finnst yður ekki að það væri hægt að segja Grant þeg- ar við erum ekki að vinnaJJ sagði hann og Gail varð glöð. — Þegar maður situr svona og lætur sér líða vel, langar mig mest að geta gleymt öllu því, sem starf heitir, hélt hann áfram. — Ég kalla yður Gail, eins og ég reyndar hef gert lengi — í huganum. IMokkur atriði úr Warren-skýrslunni Nefndin: Nefndin hefur engar trúverðugar upplýsingar um, að Oswald hafi nokkra peninga hjá Ruby eða neinum öðrum til að endurgreiða lánið, né heldur, að hann hafi nokkurntíma feng- ið smáupphæðir hjá Ruby. Ná- kvæm rannsókn á tekjum og út- gjöldum Oswalds, gerð fyrir nefndina af skattanefndinni, sýnir, að Oswald átti næga pen- inga til að greiða ráðuneytinu af launum sínum. Tilgátur: Rétt áður en Ruby skaut Oswald, leit Oswald á hann, rétt eins og hann þekkti hann. Nefndin: Nefndinni hefur ekki tekizt að finna neitt samband milli þessara tveggja manna ann að en það, að Oswald varð fóm- ardýr Rubys. Nefndin hefur rann sakað sjónvarpsbönd og kvik- kvikmyndaræmur af morðinu og hefur ekki getað fundið neitt í andlitssvipnum, sem gæfi það til kynna, að hann þekkti Ruby eða neinn annan í kjallara bygg- ingarinnar. Tilgátur: Dallaslögreglan grun- aði Oswald og Ruby um að hafa verið bendlaðir við árásina á Walker hershöfðingja og hafði í hyggju að taka þá fasta, þegar FBI skarst í leikinn samkvæmt beiðni Roberts Kennedy dóms- málaráðherra og bað lögregluna að láta það ógert — af stjórn- málalegum ástæðum. Nefndin: Þessi áburður birtist í blaðinu frá 29. nóvember (en raunverulega prentuðu þann 25. eða 26.) af þýzku vikublaði, Deutsche National Zeitung und Soldaten Zeitung, útgefnu í Miinchen. Sami áburður var svo endurtekinn í National Enquirer 17. maí 1964. Nefndin hefur á- reiðanlegar heimildir fyrir því, að þessi fullyrðing hafi verið samin af einum ritstjóra blaðs- ins. Engri sönnun til að staðfesta þessa fullyrðingu, hefur verið komið á framfæri eða hún upp- götvazt. Við rannsókn sína á árás 14 inni á Walker hershöfðingja, fann Dallaslögreglan ekki neina grunaða né áformaði neinar hand tökur. FBI hafði enga vitneskju um að Oswald væri sekur um árásina, fyrr en Marina Oswald kom fram með þá vitneskju hinn 3. des. 1963. Tilgátur: Ruby og Oswald voru séðir saman 1 Carousel- klúbbnum. Nefndin: Allar fullyrðingar um að Oswald hafi sézt í klúbbnum með Ruby eða nokkrum öðrum hana verið rannsakaðar. Engin þeirra verðskuldar, að trúnaður sé á hana lagður. Tilgátur: Oswald og Walker hershöfðingi hafa sennilega þekkzt, úr því að í vasabók Os- walds stóð nafn og símanúmer Walkers. Nefndin: Enda þótt nafn og símanúmer Walkers væri að finna í vasabók Oswalds, er það engin sönnun þess, að þeir hafi þekkzt. Það er trúlegt, að þessi innfærsla hafi verið gerð um þær mundir sem Oswald var að undirbúa árásina á Walker. — Walker hershöfðingi hefur borið fram, að hann vissi ekki flm Os- wald fyrir morðið. Tilgátur: J. D. Tippit lögreglu- þjónn, Bernard Weissman og Jack Ruby hittust samkvæmt umtali 14. nóvember 1963, í Car- ousel-kiúbbnum. Nefndin: Rannsókn hefur ekk ert leitt í ljós, sem staðfesti þessa fullyrðingu. Heldur ekki er neitt, sem geri það trú.legt, að mennirnir þrír hafi þekkzt inn- byrðis. Tilgátur: Systir Rubys, frú Eva Grant, sagði að Ruby og Tippit hefðu verið eins og bræður“. Nefndin: Frú Grant hefur neit að að hafa nokkum tíma sagt þetta eða neitt í þessa átt, og kveður þetta rakalaus ósannindi. Ruby þekkti annan Dallas-lög- reglumann að nafni Tippit, en það var'G. M. Tippit úr sérdeild lögreglunnar, en ekki hinn, sem drepinn var. Tilgátur: Jack Ruby var ein- hver illræmdasti óaldarseggur í Dallas. KALLI KUREKI -*■ Teiknari: J. MORA T' THESE TWO FUNMY BOYS NEAE BSOKS MYNECK WITH THEIR JO<ES.' IV TAICE EM OWE ATA TIME, BUT THEY aANÖUPON ME< ---WEUL, LE'S SEE IF THEYLL SUCK A SIK-SUN' / 1. Þessir tveir grínkarlar háls- brutu mig næstum því með brellum sínum. Ég mundi ráða við þá, ef þeir kæmu aðeins einn í einu, en þeir standa saman. Við skulum sjá kvort þeir hlýða byssunni. 2. Æ, fyrir alla muni.... Við erum ekki að leita að vandræðum. Sláðu þessu bara upp í grín. Já, eru allir í þessu gamla plássi sneyddir kímnigáfu? 3. Ég er nú ekki svo gamall. Hvort viljið þið hlýða mér eða láta mig eyða svolitlu púðri? Vertu rólegur, Kalli. Ég vil ekki hafa nein læti hér. Nefndin: Engar trúanlegar upp lýsingar hafa um það fengizt, að Jack Ruby hafi verið virkur í undirheimum og meðal glæpa- manna. Rannsókn hefur engan mann getað fundið, hvorki í Chicago né Dallas, sem vissi neitt til þess, að Ruby væri neitt bendl aður við skipulagða glæpastarf- semi. Tilgátur: Skothríðin f DallaS 23. j'anúar 1964 á Warren A. Reynolds, sem var sjónarvottuf að flótta morðingja Tippits 22. nóvember og elti hann nokkra vegalengd, kann að hafa staðið í sambandi við morð Týennedya forseta og Tippits lögregluþjóns. Maður, sem handtekinn var fyrir árásina á Reynolds, Darrel Wayne Gardner, var látinn laus, sumpart fyrir vitnisburð Betty (Nancy Jane Mooney) Mac Don- ald, sem borið var ,að hafði einu sinni komið fram sem fatafækk unarkona í Carousel-klúbbi Jacks Rubys. Nefndin: Þessi orðrómur, upp- haflega birtur af slúðurdálka- höfundi blaðs eins 23. febrúar 1964, virðist aðallega hafa verið byggður á meintu sambandi Betty MacDonald við Carousel- klúbbinn. Rannsókn hefur ekk- ert leitt í ljós í þá átt, að hún hafi nokkurn tíma starfað 1 klúbbnum. Starfsfólk í klúbbnum gat ekki minnzt þess að hún hefði nokkurn tíma unnið þar. Betty MacDonald var handtekinn fyrir götuóspektir 13. febrúar 1964, Hún var sett í klefa í fangelsinu í Dallas og hengdi sig þar. Nefnd in hefur ekki getað fundið, að skothríðin á Warren Reynolds stæði í neinu sambandi við morð Kennedys forseta, eða morð Tippits lögregluþjóns. .1 Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins Kópavogi er að Hlíðarvegi 61.í sími 40748. J Garðahreppur i Afgreiðsla Morgunblaðsins i fyrir Garðahrepp er að Hof- , túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi I 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsinsí fyrir Keflavíkurbæ er aðf Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.