Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. nóv*. 1964 % Sveinbjörn Jónsson Hæstcréttarlögmalkir — Sjöttigur Mynd úr garði Sveinbjarnar Jónssonar, tekin fyrir allmörgum Samkvsemt kirkjulbókum og lögf ræðinga ta li er Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður sjötugur í dag, og vil ég ékki láta hjá líða að birta honum stutta afmæliskveðju. Ég mun láta aðra um það, á þessu merkisafmæli Sveinbjarnar, að geta starfa hans á hans aðalstarfssvi'ði og starfa hans að félagsmálum og mannúðarmálum almennt, en vildd gjarnan mega geta að nokkru þess starfs sem hann að verulegu leyti helgar tómstund- ir sínar vor og sumar, og hann raunar sjálfur mun fremur vilja kalla leik sem hann stundar sér til andlegrar og likamlegrar ‘heilsubótar, en það er skógrækt- in. 36 þúsund fjár slátrað á Blöndu- ósi BLÖNDUÓSI, 22. okt. — Sauð- fjárslátrun lauk hér sl. fimmtu- dag. Alls var slárað 36 þúsund og er það um þrem þúsundum færra en í fyrra. Innlangt kjöt- magn er þó jafnmikið og þá, því meðalfallþungi dilka var nú 14.6 kg. en 13.3 kg. í fyrra. Kjötið flokkast nú einnig til muna betur en þá. Meðalfall- þungi dilka hefur ekki verið jafngóður síðan 1967, en þá var hann 15.14 kg. Kjötið frá Blönduósi er að mestu leyti selt til útlandat, frosið eða saltað, og er búið að flytja út 260 lestir af frosnu kjöti. Nautgripaslátrun stendur nú yfir og hrossaslátrun hefst eftir helgina. — Björn. Afhendir trúnaðarbréf HINN 16. þ.m. afhenti Thor Thors, ambassador, herra forseta Argentinu Arturo Illia trúnaðar- bréf sitt sem ambassador íslands i Buenos Aires, en hann hefur verið sendiherra (minister) þar í landi síðan 1952 með búsetu í Washington. Viðstaddur athöfnina var utanríkisráðherra Argentinu, dr. Zavala Ortiz. (Frá Utanríkisráðuneytinu) Skógarlundurinn í Ártúns- brekku, þar sem Sveinbjöm á •heima, er furðuverk. >að er ekki of sagt. Þarna voru engin tré fyrir 30 árum. Ef slí'kur skógar- lundur hefði vaxið upp á Hall- ormsstað á ekki lengri tíma, myndu margir sem vantrúaðir eru á íslenzka skógrækt, og jafn- vel einniig a'ðrir, segja sem svo: „Já þetta igetur gerst í Hallorms- staðaskógi, en ihvað sannar það?“ En þessi skógarlundur hefur vax ið upp við Faxaflóa, skammt frá sjó í tvær áttir. Og Sveinbirni hefur bókstailega tekist „græn- lun skógi að skrýða skriður ber- ar“ ofan við hús sitt í Ártúns- torekku. Það sem þarna hefur gerst ber vott um dugnað og mikla natni þessa tómstunda- ræktunarmanns, en það er um leið ánægjuleg opinberun þeirra sem unna gróðri og fegurð og trúa á gróðurmátt íslenzkrar moldar. Kynni okkar Sveinbjarnar eru ’gömul. Ég man eftir honum sem ungum stúdent, broshýrum og björtum yfirlitum. En síðustu 18 árin höfum við haft allmikið saman að sælda, í stjórn Skóg- ræktarfélags Beykjavíkur, og hafa boll ráð Sveinbjarnar oft komið félaginu og stjórn þess í góðar þarfir, og sívakandi áhugi hans á málefnum félagsins verið stjórninni mikilsver’ð hvatning. Ég vil láta í ljós þá ósk, að Sveinbirni Jónssyni megi auðn- ast enn um langt skeið að sjá skóginn, sem hann sjálfur hefur Beðið frétta Áhugi manna hérlendis á kosningunum í Bandarikjunum hefur reynzt geysimikill. Sömu sögu er að segja frá nágranna- löndum okkar austan hafsins. Og svo virðist sem kosninga- barátta Roberts Kennedys hafi ekki valdið miklu minni eftir- væntingu en viðureign John- sons forseta yið Goldwater. Ég er einn þeirra, sem opn- aði útvarpið fyrir klukkan átta í gærmorgun til þess að fá nýjustu fréttirnar. Útvarp- ið byrjaði á að segja, að frétt- ir yrðu sagðar eftir hálfa klukkustund — og þegar frétta lesturinn hófst var byrjað á síldarfréttum — o| sagt frá bruna í skemmu SÍS á hafn- arbakkanum í Reykjavík. Ég var farinn að '*ilda, að ég væri sá eini, sem áhuga hefði á úrslitunum vestra. Svartnætti En þegar ég kom hingað nið- ur á Morgunblað komst ég hins vegar á aðra skoðun. Fyrir há- degi í gær var ógerningur að hringja út í bæ héðan af blað- inu vegna þess að símarnir þögnuðu ekki. Og eru símalín- urnar þó fjölmargar. Allir arum stofnað til og alið upp, vaxa og dafna og breiðast út, og þess vil ég óska ekki síður, að við félagar hans megum einnig enn um langt skeið fá að njóta hans hollu ráða og örvunnar. spurðu um nýjustu kosninga- fréttirnar — og hvenær blað- ið kæmi, en vegna þess að ekki var byrjað fyrr en klukkan að ganga sex í fyrrakvöld að vinna blaðið í prentsmiðju — var ekki byrjað að prenta fyrr en undir morgunn. Útburður dróst því mikið í gær, en nú ætti þetta að vera komið í lag. Fáum dettur í hug að bera saman forsetakosningarnar í Bandaríkjunum — hugsanleg mannaskipti í forsetastóli í kjölfar þeirra — og mannaskipti í æðstu valdastólum Kreml. En fari menn að hugleiða hvílíkur reginmunur er á aðferðunum, sem notaðar eni við að velja þjóðarleiðtoiga, verður manni ljósara en nokkru sinni fyrr hvílíkt svartnætti það er, sem íslenzkir kommúnistar boða landslýðnum. Hjúkrunarkonur Georg Lúðvíksson sendir okk ur svarbréf við bréfi frá hjúkr- unarkonu, en það birtist hér í dálkunum skömmu fyrir verk- fallið. En vegna þess hve bréf Georgs er langt verður ófært að birta það í einu lagi. Það er í fjórum köflurn og er þvi rétt að láta kaflaskiptinguna ráða. bonum úr yfirstandandi lang- ferðalagi hans. Yngri kynslóðunum í Ártúns- brekku sendi ég alúðarkveðjur á þessu stórafmæli heimilisföðurs- Hér birtist fyrsti kafli — og annar kemur á morigun „í Morgunblaðinu, þriðjudag- inn 20. október 1964, undir flokknum Velvakandi, ræðir (gift) hjúkrunarkona hjúkrim- arkvennaskortinn. Þar eð grein hjúkrunarkonunnar er meira skrifuð í áróðursstíl en af ná- kvæmni, er nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir við hana og leiðrétta mjög óábyrg- ar upplýsingar, svo sem um sjúklingafjölda í Landsspítalan um, greiðslu á vinnu hjúkrunar kvenna o.fl. Það eru 4 atriði, sem ég leyfi mér að taka til at- hugunar og ræði í þeirri röð, sem þau koma fram í grein hj úkrunarkonunnar: 1. í greininni segir: „T.d. er sjúklingafjöldi hand- læknisdeildar Landsspítalans skorinn niður um helming og óvíst nema þurfi að fækka sjúkl ingum enn meir.“ Sjúklingafjöldi í handlæknis- deild Landsspítalans, bandsspít alanum öllum og ríkisspitulun- um Handlæknisdeild Landsspítal ans er skipt í 4 deildir, sem hafa samtals 87 rúm (27 + 25 + 10 + 25). í september voru legu- dagar í deildinni alls 2321 eða 77 sjúklingar að meðaltali á dag allan mánuðinn, sem er Nýr ballett- meistari við Þjóð- leikhúsið LISTDANSSKÓLI Þjóðleikhúss- ins tók til starfa hinn 5. þ.m. Nemendur í skólanum eru nú 110 og er þeim skipt niður i fimm flokka eftir aldri oig getu nemenda. Auk þess er einn úr- valsflokkur, en í honum eru átta nemendur, sem hafa 9 kennslu- stundir í viku. Fyrirhugað er að þessi flokkur verði vísir að sér- stökum listdansflokki Þjóðleik- hússins, sem komi fram á sýn- ingum þar og hafi sérstakar sýn- ingar. Nýr ballettmeistari hefur ver- ið ráðinn til Þjóðleikhússins og er það ungfrú Fay Werner, en hún er ensk að uppruna. Fay Wemer stundaði ballettnám i Arts Educational Trust Ltd. I London og lagði auk þess stund á nám í Choreography. Hún hefur síðaii starfað jöfnum höndum sem ballettkennari og samið og stjórnað dönsum. í tvö ár dans- aði hún og kenndi hjá írska þjóð-ballettinum í Cork og i önnur tvö ár starfaði hún 1 Bandarikjunum sem kennari og choreographer. Hún hefur auk þess dansað í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum í BretlandL Aðstoðarkennari hennar I Þjóðleikhúsinu er Þórhildur Þorleifsdóttir. Aðsókn að List- dansskóla Þjóðleikhússins er mjög mikil og er aðeins tekið inn í skólann lítill hluti af þeim nemendum er sækir um skóla- vist. 88,5% nýting rúma en ekki um 50% eins og hjúkrunarkonaa lætur frá sér fara. Þegar þess er og gætt, að f septembermánuði stóðu enn yfir þýðingarmiklar umbætur á sjúkrastofum deildarinnar, um- bætur, sem hófust í júní og voru framkvæmdar í 4 stof- um, einni í einu, og að sumar- leyfum lækna «g hjúkrunar- kvenna var ekki lokið, verður 88,5% nýting á deildinni full- komlega skýranleg. Frá 1. janúar til september loka voru legudagar í hand- læknisdeild alls 22.629 og með- altal sjúklinga á dag 82,9, sem er 95,3% nýting rúma. í 10 sjúkradeildum Lands- spítalans eru talin vera 240 rúm. í september voru legudag- ar alls 7016 og meðaltal sjúkl- inga á dag 233,5 eða 97,3% nýt- ing rúma. Tímabilið janúar-sept ember voru legudagar í Lands- spítalanum alls 65,163, meðal- tal sjúklinga 238,7 á dag og nýt ing rúma 99,4%. Svo lengi sem undirritaður þekkir til, allt frá árinu 1936. hefur yfirálag á sjúklingafjölda miðað við normal rúmafjölda jafnan verið eitt aðalvandamál að glíma við í rekstri spítal- anna. Árið 1963 var yfirálag sjúkl- inga í ríkisspítulunum að með- altali um 10% eða að jafnaði um 821 sjúklingur á dag í stað 750.“ Ranðu Rafhlöðurnar fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson Vesturgötu- 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.