Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 32
10—20 millj. kr. tjón nf eldi Vörubirgðir til kaupfélaganna ónytast S N E M M A í gærmorgun kviknaði í vörugeymslu Sambands is- lenzkra samvinnufélaga við Reykjavíkurhöfn. Þetta er sex hæða hús og þar geymdar alls konar vörubirgðir til kaupfélaganna. Auk þess fer þar fiam fóðurblöndun fyrir allt vestanvert Iandið og Austfirði. En elaurinn hefur einmitt komið upp í stokk með fóður- tolöndunarvélum, sem liggur í gegnum húsið, og logaði upp úr þakinu. Hafði slökkviliðinu í Reykjavík tekizt að ráða niðurlögum elds- ins uin kl. 10. Xjón hafði þá orðið gífurlegt á vörubirgðum, vefn- aðarvörum, búsáhöldum, pappírsvörum, verkfærum og byggingar- vörum, af völdum elds, reyks og vatns. Og mun tjónið noma 10—-20 millj. kr. skv. lauslegu mati forstjóra Samvinnutrygginga, en hann kvað erfitt að gera slíka áætlun að lítt könnuðu máli. Má auk þess toúast við að þessi bruni valdi erfiðieikum á sendingum á vörum út á landsbyggðina, einkum á varningi sem er árstíðabundinn, og skennndar fóðurblöndunarvélar geta valdið miklum erfiðleikum. Slökkviliðið fékk tilkynningu um að eldur væri í vörugeymsl- unni kl. 5.55, en þá var hringt frá tollvörðum, sem hafa vakt í næsta húsi, Hafnarhúsinu. Fóru strax 4 slökkviliðsbílar á vett- vang. Rauk mikið úr þakinu á húsinu og logaði upp úr skömmu seinna. Mestur var eldurinn í stokk með fóðurblöndunarvélum, svo- nefndum „síló“, sem liggur upp í gegnum húsið og virðist eldur- inn hafa komið upp í timbur- klæðningu í honum á 4. hæð. Barst eldurinn svo upp í gegnum stokkinn og gegnum hurð á 5. hæð og inn í vörupgeymsluna. Við þá hurð var mikið af plast- efni, búsáhöld og leikföng, eða alls konar varningur sem farið var að draga saman til dreifingar fyrir jólin, og eyðilagðist hann allur. Vörugeymslan er stórt hús, 5 hæðirnar um 900 fermetrar að stærð og sú sjötta 700 ferm. Á efstu hæðinni var mjög stór vefn aðarvörulager, sem mun ónýtur af eldi og reyk. Á fimmtu hæð- inni voru búsáhöld, verkfæri og pappírsvörur og á þeirri fjórðu byggingarvörur og umbúðir, en á 2. hæð matvara, sem skemmd- ist af vatni. Slökkviliðið réðist til atlögu við eldinn undir stjórn Gunnars Sigurðssonar, varaslökkviliðs- stjóra. Fóru slökkviliðsmenn upp á þakið og sprautuðu ofan í hólk- inn. Síðan komust þeir inn um gluggana á 5. hæð og þaðan upp tvo stiga. Dældu þeir sjó með 3 bílum og höfðu 2 lausar dælur. Var erfitt að athafna sig þarna vegna hita og reyks á 5. hæðinni og þess að umræddur hólkur er í miðju húsinu og erfitt að kom- ast að eldinum. Auk þess var Esja að leggjast upp að og klemmdi eina slönguna, svo að barki skemmdist. Höfðu slökkvi- liðsmenn ráðið niðurlögum elds- ins kl. 10, og tóku síðan til við að fjarlægja vatnið. Beztn nóttin Kjd síldarbdtunum í GÆR komu til Reykjavíkur 10 bátar með 9000 tunnur síld- ar eftir beztu veiðinóttina sem verið hefur á haustinu. Síldina Aðkoman var hroðaleg á fimmtu hæð í vöruskemmu SÍS. Hér sést inn eftir einum ganganna. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.), Jólavarningurinn ÓFAGURT var um að litast í hinni geysimiklu vöru- skemmu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, þegar gengið var um hana í gær, eftir eldsvoðann um morguninn. Húsið er gríðarstórt, eins og Reykvikingar vita, sex hæða og mikið um sig. í>að stendur við Tryggvagötu, Grófina og Geirsgötu. Á neðstu hæð, sem vissi að hafnarbakkanum eða Geirs- götumegin, var verið að hand- laniga sjó og vatn í fötum úr kjallara hússins. Verkamenn mynduðu röð innan úr iðrum hússins og fram að niðurfalli fyrir framan húsið og hand- lönguðu föturnar á milli sín. Annað veifið kom piitur út í glugga á efri hæð og steypti sem er ágætlega falleg, fengu þeir út af Jökli. Mest hafði Ás- þór með 1550 tiunnur, Arnar með 1400 og Húni II með 1300. Reyk lagði upp úr vörugeymslu SÍS við höfnina, er slökkviliðið kom og skömmu seinna logaði upp úr þakinu. (Ljósm.: Ól.K.M.) Enn einn brezkur togari tekinn í landhelgi ÍSAFIRÐI, 4. nóv. — í gær- kvöldi tók varðskipið Ægir, skipherra Haraldur Bjö'rnsson, brezka togarann Aldershot GY 612 að meintum ólöglegum veið- um innan fiskveiðimarkanna út af Látrabjargi. Var komið með togarannn til ísafjarðar kl. 9 í morgun og hófst rannsókn í málinu í sakadómi ísafjarðar kl. 15.30 í dag. Fyrstur kom fyrir réttinn Har- aldur Björnsson, skipherra á Ægi, og lagði fram skýrslu um töku togarans. Um kl. 23 í gær- kvöldi var Ægir að gæzlustörf- um út hf Látrabj argi, og sást þá grunsamlegt skip í ratsjánni. Við fyrstu staðarákvörðun reynd ist skipið vera 0,95 sjómílur fyr- ir innan fiskveiðimörkin. Send voru ijósmerki og gerðar 4 staðarákvarðanir í viðbót og þegar komið var að togaranum, sem reyndist vera Aidershot GY 612, var hann 0,5 sjóm. fyrir utan línuna. Sett var út sjódufl og þegar skipstjórinn á togaranum, Leslie Alfred Cumby frá Grimsby, kom um borð í varðskipið viðurkenndi hann að duflið væri rétt staðsett skv. mælingum varðskipsins. Var togarinn þá að toga með stjórn- borðsvörpu. Við rannsókn máls- ins í dag sagði Culby skipstjóri að eftir sinni beztu vitund hefði hann ekki verið að veiðum inn- an íiskveiðitakmarkanna með ásetnimgi, talið sig vera fyrir utan og hafa gert radarmælingar til að ákvarða stöðu skipsins i Framhald á bls. 31 Gamall maður bíður bana í bílslysi f FYRRAKVÖLD lézt gamall maður af völdum slyss, sem hann varð fyrir um 4 leytið síðdegis brann hjá SÍS vatni úr fötu niður á götuna. Fimmta hæð hússins var langverst leikin. Þar hafði verið geymt mikið magn af ýmis konar varningi, aðallega leikföngum og búsáhöldum. Var það allt illa leikið af eldi, sóti og vatni. Stöðugur vatns- og sjávarelgur streymdi niður stigana og bar með sér sand, sem mun hafa komið með sjónum, er dælt var á eldinn, skemmda korn- vöru og ýmiss konar drasl. Á efstu hæð urðu og tölu- verðar skemmdir, en þar sýndist einkum vera geymd vefnaðarvara. Þar munu skemmdir hafa orðið af völdum reykjar. Á fjórðu hæð voru aðal- Framhald á bls. 31 þann dag við Grensásveg. Var jeppabifreið ekið þar aftur á bak frá Axminister h.f. og út í Grensásveginn. Bílstjórnin varð mannsins ekki var, fyrr en hana lá framan við bílinn, hafði ann- að hvort lent utan í honum eða orðið undir honum. Maðurinn, sem hét Lyder Höy- dahl, 92 ára gamall, var fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítaia. Hafði hann hlotið höfuðmeiðsl og líklega laskast eitthvað meira. Kl. 11 um kvöldið lézt maðurinn af völdum þessara meiðsla. Lyder Hoydahl var Norðmað- ur að uppruna, en hefur verið bú settur hér áratugum saman. — Hann bjó að Grensásvegi 10. Margir menn voru að vinna þarna við Grensásveginn er sly* ið varð, en voru í kaffL Biður rannsóknarlögreglan hugsanlega sjónarvotta um að hafa sam- band við sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.