Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. nóv. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 3 — ÞETTA átti nú bara að verða tómstundagaman. Mér þykir gaman að syngja. Það er yndisleg dægrastytting. Og þegar aðstæður loks leyfðu, fór éig að reyna að læra að syngja svolítið betur, úr því ég var að því. Svo er eins og boltinn vellti og hlaði utan á sig....Þetta saigði frú Aðalheiður Guðmundsdóttir eins og afsakandi, þegar við hittum hana á heimili hennar og manns hennar, Sveins Ein- arssonar, verkfr., suður í Kópa vogi, rekin þangað af forvitni um þennan nýja meðlim í hópi íslenzkra einsöngvara. En Aðalheiður ætlar að koma í fyrsta sinn fram í Reykjavík sem einsöngvari á Pressuball- inu á Hótel Borg á lauigar- daginn. Hún var að koma heim frá námi í Miinchen um sl. helgi með ákaflega lofsam- leg meðmæli bæði frá söng- kennara sínum og kennar- anum í óperuleikskólanum. Aðalheiður og Rögnvaldur að æfingu heima hjá Aðalheiði í gær. Þetta átti bara að vera tómstundagaman og svo fór boltinn að hlaða utan á sig Og þar sem við látum okk- ur ekki þetta svar nægja, segir hún okkur að hún hafi haft gaman af að syngja frá því að hún var lítil telpa og söng með systrum sínum, sem stóðu kringum píknóið í stof- unni heima. Aðalheiður er dóttir Guðmundar Jónssonar, sem stofnaði verzlunina Brynju. — Pabbi hafði svo mikinn áhuga á tónlist. Ég man að hann átti t.d. allar sinfóníur Beethovens og lék þær og önnur verk á grammó fón með trekt. En það varð samt ekki til þess að mig dreymdi neina söngkonu- drauma. Ég fór til Kaup- mannahafnar og giftist Sveini 18 ára gömul. Með honum fór ég svo til Bandaríkjanna og eftir það settumst við að norður á Hjalteyri, þar sem við höfum hvorki píanó né grammófón. En eftir að við fluttum hingað suður, fór mig að langa til að syngja, og brátt var ég fcomin í Samkór Reykjavíkur hjá Róbert A. Ottossyni og fór með kórnum í söngför um Norðurlönd. Þegar Fílharmoníukórinn var stofnaður, var ég í honum og var kosin fyrsti formaður hans. Þá fór ég auðvitað að hafa afskipti af því að útvega kennara fyrir fólkið, Maríu Markan fyrir konurnar og Demetz fyrir karlmennina. Og ég fór sjálf í sönigtíma til Demetz árið 1954 og svo til Maríu. En þetta var auðvitað allt í molum og ég gat ekki kallað þetta nám þó ég færi í einn og einn söngtíma, því Óg hafði nóg að gera með heimili og auk þess var ég for- maður í Sjálfstæðiskvenna- félaginu 1 Kópavogi. Það gerði reyndar ekkert til, því það átti aldrei að verða neitt meira. En boltinn hélt áfram að velta. Þegar Sveinn fór á róð- stefnu til Rómaborgar og bauð mér með, þá fannst mér alveig tilvalið að koma í leið- inni við í Salzburg og vera þar á sumarnámskeiði í Mozarteum. Bæði börnin voru í sveit og þetta var jú alveg í leiðinni. Mig hafði áður langað með Sigurveigu Hjaltested og Snæbjörgu Snæbjörnsdóttur á slíkt sum- arnámskeið. Kennarinn minn í Salzburg fór að róa í mér með að gera eitthvað í að þjálfa röddina og vera þarna áfram. Það gat ég ekki vegna heimilis ins, en ákvað að reyna næsta sumar aftur. Þessi dvöl í Salzburg var heilt æfintýri fyrir mig. Að geta fengizt við sönginn allan daginn og ekki hugsa um neitt annað. Sum- arnámskeiðin í Mozarteum eru haldin meðan hljómleika- hátíðin stendur yfir. í skól- anum fær maður miða á tón- leika með afslætti og þar gefst tækifæri til að hlusta á heims- ins frægustu sönigvara. Alltaf voru tónleikar í kirkjunum og auk söngnámsins var ég hjá kennara, sem fólk sti-eymir til, hvarvetna að úr heiminum, til að fá tilsögn í túlkun á ljóðasöng og píanó- undirleik. Þetta var yndisleg- ur tími, sem ég igleymi ekki. Og þarmeð hélt ég að þessu væri lokið. Eftir að ég kom heim færði, Filharmoníukórinn upp Mess- ias ef tir Handel. Sigurður I Björnsson kom til að syngja með okkur. Hann spurði hvort ég ætlaði ekki að koma til Munchen. Þar væri þekkt- ur kennari, Le Lingeman, sem áreiðanlega gæti gert eitthvað fyrir mig. Þetta kveikti í mér. Og þegar hann svo skrifaði að frúin vildi taka mig í tíma og jafnframt að um sumarið yrði laus íbúð, sem íslending- ur einn hefði á leigu, þá fannst mér þetta of gott tækifæri til að hafna því. Oig auk þess var sumar og heim- ilið þurfti mín ekki eins mik- ið með. Þegar við Le Linge- man fórum að vinna saman, urðum við víst báðar jafn ánægðar hvor með aðra og þegar Sveinn kom til að sækja mig, sagði hún honum að ég mætti’til með að halda áfram. Oig það er nú svona þegar kennarar ýta undir mann og segja að söngurinn geti orðið svo miklu betri á skömmum tíma. Ég fór ekki heim fyrr en 18. desember. Frú Lingeman sagði, að ég hefði einsönigsrödd og bann- aði mér að syngja í kór. Og þegar árangurinn af tilsögn hennar varð svona góður, þá freistaðist ég til að koma aftur og halda áfram náminu hjá henni í sumar. Svo þið skiljið hvað ég á við, þeigar ég segi að boltinn hafi bara farið að velta og hlaða utan á sig. — Varstu ekki í leikskóla í Múnchen? — Jú, ég fór í skóla sem kennir óperuleik ásamt þeim Sigurveigu Hj altested, sem kom út til söngnáms í haust, og Elísabetu Erlendsdóttur, sem er líka að læra að syngja í Tónlistarskólanum í Mún- chen. Við skemmtum okkur ákaflega vel við að láta líða yfir okkur, fá taugaáfall og þessháttar, sem kennt var. Kennarinn, sem ég hafði, var heldur ófríð og luraleig full- I orðin kona, sem virtist geta | brugðið sér í líki hvaða per- sónu sem var. Þegar hún lék Madame Butterfly, þá varð hún svo nett og falleg. Hún lét mig æfa hlutverk Suzuki á móti sér í þeirri óperu. — Söngstu nokkuð opinber- lega áður en þú komst heim? — Rétt áður en ég fór, söng ég fyrir þýzka útvarpið 8 ís- lenzk lög, sem verður út- varpað eftir 6 vikur. Þetta voru mest þjóðlög. Og þeir buðu mér að syngja annan þátt, sem ég kannski igeri ef ég fer aftur út. í útvarpsstöð- inni heyrði ég til Stínu Brittu Melander, sem vár að syngja þar. Hún söng í vetur í óperu eftir Rimsky Korsakoff, Gullni haninn, sem sjaldan er uppfærð, og hún þykir orðið geysilega góð sönigkona, ekki aðeins í Þýzkalandi, heldur víða um heim. Mér var sagt að hún mundi sennilega eiga að syngja hér Madame Butter fly í Þjóðleikhúsinu í vor. — Og hvernig tekur eigin- maðurinn söngnáminu og fjarvistum? — Vel, Sveini þykir gaman að músik og þegar söngurinn fer að batna svona hjá mér, þá finnst honum það skemmtilegt. Ekki svo að skilja, að hann þurfi ekki enn að batna mikið. Þegar ég gift- ist, þá var allt slíkt auðvitað úr sögunni. Fjarvistir og nám konunnar eru truflandi fyrir heimilið og hjónabandið. Auk þess hefði ég ekki getað farið meðan börnin voru lítil. Þeg- ar þau eru orðin stálpuð, lætur maður það frekar eftir sér, þó það sé aldrei gott. Og þegar hjónabandið er orðið svona lanigt, þolir það frekar truflun og fjarvistir. Enda létu kennararnir mínir hvatn- inguna dynja á Sveini engu síður en mér og unnu hann til fylgis við hugmyndina, bætir Aðalheiður við brosandi. — Og hvað nú? Hvað er næst á dagskrá? — Það er ekki ,gott að segja. Þetta átti einungis að vera tómstundagaman. En þegar búið er að kosta miklu til, langar mann til að gera eitt- hvað meira. Hvort hægt er að koma því við, veit ég ekki. Ég var að huigsa um að halda kirkjuhljómleika í vetur hér heima. En fyrst er það Pressu- ballið, ætli sé ekki nóg að hugsa um það í bili. — Hvað ætlarðu að syngja fyrir okkur? — Aríuna „Ach, ich habe sie verloren“, úr óperunni Orfeus og Euredice eftir Gluck, aríu úr Samson og Dalila eftir Saint Saens og ljóð sem nefnist „Zueiignung“. eða Tileinkun eftir Richard Strauss. Við hlökkum til að heyra það. STAKSTEINAR UM NÓNBILIÐ var lægðin djúpa suðvestur í hafinu farin að valda vaxandi austaíiátt við suðurströndina og komin 10 vindstig á Stórhöfða. Norðan- lands var vindur enn þá hæg- ur, bjart veður og vægt frost. Þrýstingur í miðju lægðar- innar er 945 mb og er það dýpsta lægðin, sem sézt hef- ur á Norður-Atlantshafi í vet ur. Hún mun þokast norðaust ur og valda austan hvassviðri í dag. Hvað gera repúblikanar ? New York Times birtir sl. föstudag forystugrein um fram- tíð repúblikanafiokksins. Spyr blaðið, hvað flokkurinn hyggist nú fyrir. Goldwater öldungar- deildarþingmaöur hafi leitt yfir hann stórfelldan ósigur, sem jafna megi við algert hrun. Þessi flokkur, sem fyrir fjórum árum hafi aðeins þurft að fá 100 þús. atkvæði til viðbótar til þess að vinna forsetakosningarnar hafi nú beðið mesta ósigur sinn á síð- ari tímum. New York Times segir, að sl. 16 ár hafi hægri armur repú- blikanaflokksins verið í stöðug- um minnihluta. Hin frjálslyndari öfl flokksins hafi verið ofan á og haft forystu hans. Á meðan svo var hafi flokkurinn notið mikils trausts og haft möguleika á að komast til valda. New York Times lýkur for- ystugrein sinni með því að segja, að því fyrr sem repúblikana- flokkurinn afneiti „goldwater- ismanum“, þeim mun meiri mögu leika hafi hann til þess að öðlazt á ný traust og fylgi bandarísku þjóðarinnar. Stóriðja d Rifi Alþýðublaðið birtir i gær for« ystugrein um landshöfnina á Rifi og framtíðarmöguleika á .staðnum. Lýkur forystugreininni með þessum orðum: „Rifshöfn hefur sofið eins og Þyrnirós í meira en áratug. Hún vaknaði þegar ríkisstjórnin gerði fyrstu framkvæmdaáætlun sína og útvegaði stórfé til fram- kvæmda eftir henni. Þá var veitt 'tugum milljóna til hafna- og vegaframkvæmda á utanverðu Snæfellsnesi, þar sem miklir af- komumöguleikar eru nærri gull- kistu hafsins. Þarna á eftir að rísa voldug og blómleg byggð og hin nýja jökulbyggð fær aftur þá þýðingu fyrir afkomu þjóðar- innar, sem hún einu sinni hafði — og meiri. Landshöfnin á Rifi er stórátak. Þeirri höfn hæfir ekkert minna en stóriðja í fiskvinnslu.“ Hdsætisræða New York Times birtir nýlega forystugrein um hásætisræðu Elísabetar II. Bretadrottningar, þegar brezka þingið kom sam- an um daginn, en í ræðu þess- ari var gerð grein fyrir stefnu hmnar nýju stjórnar Verka- mannaflokksins. New York Tim- es segir, að ræðan sem samin er af hinum nýja forsætisráð- herra sýni, að Harold Wilson sé hugrakkur maður. Hann hafi að- eins 5 atkvæða meirihluta í Neðri málstofunni, en stefnuskrá hans sé í senn djörf og veki and- stöðu. Engu sé líkara en Wilson haldi að hann hafi 50 atkvæða meirihluta í málstofunni til þess að knýja stefnu sína fram. Minn- ist blaðið m.a. á yfirlýsingu V erkamannaf lokksst jórnarinnar um að hún hyggist þjóðnýta járn- og stáliðnaðinn, þrátt fyrir það þó vitað sé að bæði íhaldsflokk- urinn og Frjálslyndi flokkurinn verði því andvígir. Auðsætt sé, segir New York Times, að Harold Wilson hyggist ekki taka lífinu með ró. En eins ljóst megi það vera að stjórnar- andstaðan muni ekki líkleg til þess að mæta hinni veiku stjórn Wilsons af mildi og umburðar- lyndi. New York Times minnir á að Clement Attlee liafi haft 17 atkvæða meirihluta í Neðri mál- stofunni 1951, en treysti sér þó ekki til að stjórna með þeim meirihluta og rauf þingið og efndi til nýrra kosninga. t þeim kosningum beið Verkamanna- flokkurinn ósigur og íhaldsmenn komust til valda, er þeir héldu næstu þrettán ár. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.