Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 23
Miðvíkuclagur 11. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Japanir vilja láta meira að sér kveða í alþj.málum Tókíó, 10. nóv. (NTB-AP). HIN N nýi forsætisráffherra Japans, Eisaku Sato, sagði á biaðamannafundi í dag, hinum fyrsta er hann heldur síðan hann tók við embætti af Hayato Ikeda, p,ð Japanir hefðu til þessa ekki látið nógu mikið að sér kveða á alþjóðavettvangi, en nú myndi Verða þar breyting á. „Japanir hafa haft miklu minna að segja í alþjóðamálum en efnahagsað- - Narfi Framhald af bls. 24. Kotfcbuss, sem var á þessum slóð um, höifðu Rússarnir aflað þarna um eina milljón tonna á sl. árL Þarna voru um 100 rússneskir togarar, sem veiddu síldina mest megnis í flotvörpu. Af Georgs banka hélt Narfi norður á fiskibankana út af Nova Sootia og var afli þar yfirleitt tregur. Þar sem langt var liðið á veiðiferðina var fyrirhugað að reyna að aflaj karfa og var farið austur á svokallaðan Greenbank. í þriðja holinu sem Narfi tók þar, fengust nokkrar lúður. Þá var farfð að reyna fyrir sér á ýmsu dýpi og fengust fná einum og upp þrj-á poka af stórlúðu. í fyrstu holunum var slangur af mockhake, en að öðru leyti var ekkert annað en lúða. Þykir þetta lýigilegt, en þó landaði togarinn G5 tonnum af stórlúðu, en þó hafði ekki aMur lúðuaflinn verið veginn er skipið fór frá Grims- by. Erfiðlega gekk að frysta lúðti- aflann um borð vegna þess hve mikið aflaðist á skömmum tíma. Voru um 26 tonn sett í ís ti*l geymslu og var ísinn fenginn í St. Johns. Togarinn varð að ísa aflann utan 12 mílna Iandhelgi Kanada, þar sem Narfa hafði verið neitað að koma með afla á dekki til hafnar. Bftir þetta hélt Narfi til Grims by, þar sem hann landaði fuli- fermi. Kom hann heim á laug- ardagskvöld og lauk þar með rúmlaga tveggja mánaða veiði- ferð. — 3 banaslys Framhald af síðu 24 Eggertssonar, húsgagnasmiðs, Heiðargerði 76, einnig 8 ára að aldri hafði hlotið höfuðkúpúbrot og var mikið marinn um allan lík amann. Voru meiðsli hans enn í rannsókn á Landsspítalanum í gærkveldi. en honum leið eftir atvikum vel og hafði fulla með- vitund. Hauðaslys við Silfurtún. Kona varð fyrir bifreið á Hafn arfjarðarvegi skammt frá Silfur- túni um kl. 17,30 í gærdag. Var hún á leið austur yfir veginn að biðskýlinu hjá Ásgarði sunnan við Silfurtún, er bifreið úr Reykjavik, sem var á leið til Hafnarfjarðar, ók á hana. Féll konan á veginn og var látin, er ejúkrabifreiðin kom með hana í Slysavarðstofuna. Ökumaður bifreiðarinnar kveðst hafa verið að mæta öðr- um bíþ er hann hafi séð konuna skammt framundan bíl sínum, en um seinan. Kona fyrir híl á Hringbraut Þá varð það slys seint í gærdag, að fuilorðin kona varð fyrir bif- reið á Hringbraut. Konan var á leið suður yfir Hringbrautina, er bifreið kom akandi vestur göt- una og lenti framhorn bifreiðar- innar á henni með þeim afleið- ingum, að hún kastaðist í götuna. Sjúkraibifreið flutti konuna á Elysavarðstofuna, en síðar var hún flutt á Landsspítalann. Meiðsli konunnar munu vera al- varleg og var hún enn á skurðar borðinu, er síðast spurðist tiL staða þeirra gefur tilefni til“sagði hinn nýkjörni forsætisráðherra, og bætti því við, að engin ástæða væri til þess að láta varðveizlu heimsfriðarins eftir - kjarnorku veldunum einum. Einkum ætti þetta þó við um Asíu, þar sem Japanir hefðu til þessa alla jafna í samskiptum sinum við önnur lönd þar um slóðir einblínt um of á verzlun og viðskipti. Forsætisráðherrann kvaðst myndu fyligja stefnu fyrirrenn- ara síns í öllum atriðum, styðja samninginn við Bandaríkin um öryggismál og heimsóknir banda rískra kjarnorkukafbáta til jap- anskra hafnarbonga, sem hefur verið mjög umdeilt mál í Japan. Varðandi samskiptin við Kína, kvaðst Sato búast við auknum verzlunarviðskiptum og menning arsamskiptum við Peking-stjórn ina, en saigði að stjórnmálaleg afstaða Japan til Kína myndi efcki breytast. Japanir viður- kenna sem kunnugt er stjórn þjóð ernissinna á Formósu. Helzta vandamálið innanlands sagði Sato vera verðbólgu og of- þennslu í efnahagslífinu, sem væri í svo örum vexti, að erfitt væri að hafa hemil á því. Kvaðst Sato í þeim efnum myndu fylgja stefnu Ikeda, og átaldi landa sina fyrir „óhóflega eyðslusemi“, og sagði í gamni að þeir hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar að- haldssemi erlendu gestanna á hin um nýafstöðnu Olympíuleikjum í Tókíó. Eisaku. Sato náði kosningu sem forsætisráðherra eftir harða bar- áttu við keppinauáa sína um em- bættið, Ishiro Kono og Aichiro Fujiyama. Stjórn Satos, sem sór embættiseið sinn á mánudags- kvöld, er skipuð sömu mönnum og áður sátu í stjóm Ikeda, utan hvað mannaskipti hafa orðið í tveimur minniháttar ráðherra- embættum. — Alþingi Framh. af bls. 17 Að lokum tók Ágúst aftur til máls og sagðist ánægur yfir, að von væri nýrra jarðræktarlaga. Taldi samt, að úrbætur þær, sem ráðherrann hefði nefnt, hnigju í þá átt, sem Framsóknarmenn hefðu bent á áður og hlytu Framsóknarmenn að fagna þvL Önnur atlaga að stjórn Verkamannaflokksins London, 10. nóvember, AP. t KVÖLD, þriðjudagskvöld, gerði íhaidsflokkurinn aðra atlögu sina að Verkamanna- flokksstjóm Wilsons, en stjórnin hrósaði sem kunnugt er sex at- kvæða sigri í fyrstu atlögunni í gær og lét engan bilbug á sér finna í dag þó um alla stefnu- sk|rá flokksins væri að efla. Að atkvæðigreiðslu lokinni hafði stjórnin 21 atkvæðis meiri hluta, og kom þar til óvæntur stuðningur frjálslyndra. Var vantrauststillaga íhaldsmahna felld með 315 atkv. gegn 234. Frjááslyndir gáfu Ihaldsmönn- um atkvæði sín níu í gær, þegar um þjóðnýtingu stáliðnað- arins var að ræða, en höfðu lofað að gera annaðhvort að sitja hjá í kvöld eða fylgja stjórninni að málum. Hefði stjórnin beðið ósigur nú, hefði hún neyðzt til að segja af sér. Á pappírnum er meirihluti Wilsons ekki nema fimm þing- metm af 350, sem í neðri mál- stofunni sitja. Veikindi hafa minnkað þennan meirihluta niður í þrjá þingmenn og brezka þokan fræga var nærri búin að gleypa hann með öllu á mánu— dagskvöldið, þegar tveir tugir þingmanna flokksins sátu veður tepptir í Glasgow, en ktomust þó suður um síðir í tæka tíð fyrir atkvæðagreiðsluna. — Moskva Ilyggjíist endur- nýja hljóðfærin HAFNARFIRÐI — Nýlega var haldinm aóalfiundur Lúðra- sveitiar Ha{n.arfjarðar, etn unnið er nú af mikluim krafti ininan sveitarinniar, því að mikið sibend ur til í janúarmániutði næstkom- and.i. Þá etru liðin 15 ár frá stofn utn lúðrasvteábarinnar og hyggst hún haldta hljóiml'eika í því til- efni. Er nú unnið að því að endurnýjta og bætia við hljóð- færakostinn og sefingar í fullum giangi. En hljóðtfæri kos>ta mifcla pen- inga nú á dögum og riis sveitin ekki undir kostnaðinum nema tiil komi aðs'toð bæjarbúa. Gefst þeim nú tíastur á að gera&t styrktairfélaigax og verða kort seld á 70 krónur, en þau gilda á eina hljómleika árlega. Verða styrktarkortin til sölu í bókabúð um bæjarins og auk þass hjá Æélögum sveitarinnar. Stjótrn féiagsins sikipa þessir m/enin: Eina.r Sigurjómstson l!or- maður, Eiríkur Jóhannestson ritarL Stigur Herlúfsetn gjatd- keri, Ævar Hjaltason vairafonm. og Rútur Hanuaes.. | >n meðstjórn- andL Stjómandi Lúðrasveitar Hafn- arfjarðar er Hans Ploder Frans- son, sem starfiair í Súit£ón.íulhljóim sveit íslanids, G.E. Framhald af bls. 1 og kínverski forsætisráðherrann. Er Chou sagður vilja heimsækja bæði Leningrad og Kiev að lok- inni veru sinni í höfuðborg Rússaveldis, en engar fregnir um brottförina hafa fengizt staðfest ar til þessa. í gærkvöldi var sendinefndun um haidið kveðjuhóf í Kreml, og drakk Brezhnev þar til „ein- ingu kommúnista“ af miklum móði, en hafði fyr um daginn rætt við Chou En-lai í tvær stund ir samfleytt um skort á þeirri hinni sömu einingu, að því er fregnir herma. Ekkert var til marks um að saman gengi með þeim á fundunum, sem nú hafa staðið yfir öðru hvoru í fjóra daga. Pravda ræddi í dag í ritstjóm- argrein um hina aliþjóðlegu ráð- stefnu kommúnista, sem áform- uð var og Kínverjar vildu hvorki heyra né sjá og sagði að hana hefði átt að halda fyrir löngu. Til þess var tekið, að Sovétstjórnin kvað aðeins meiri hluta hinna 81 kommúnista- flokka heims fylgja sér að mál- um, þrátt fyrir hina sögulegu helgarfundi, sem taldir eru hafa miðað að því að afla málinu fylgis. en kunnugir teLja að litlu eða engu hafi komið til leiðar. — Rússar Framh. af bls. 1 hluta af kostnaði við friðar- gæzlustörf SÞ í Austurlöndum nær og í Kongó. „Þetta jafngildir því“, segir Izvestia, „að Bandaríkin setji þróunarlöndunum úrslitakosti að því er varðar atkvæði þeirra, þegar gengið verður til atkvæða um þá tillögu Bandaríkjanna að beita nú skuldunauta SÞ og þar á meðal Sovétríkin, því ákvæði stofnskrár samtakanna, að svipta þá atkvæðisrétti á Allsherjar- þinginu, nema tilskildar greiðsl- ur verði inntar af hendi áður en árið er úti. Þingsályktanir. Vigtun bræðslusíldar. Matthías Bjarnason og 4 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru flutningsmenn þingsálykt- unartillögu um vigtun bræðslu- síldar. Efni hennar er, að Al- þingi álykti að skora á ríkis- stjórnina að skipa fimm manna nefnd til þess að athuga mögu- — Adenauer Framhald af bls. 1 í ræðu sinni í hádegisverðar- boði þýzk—franska félagsins í París í dag sagði Adenauer, að hann myndi skýra Erhard svo frá, að hann hefði átt góð skipti við ráðamenn í París og að sam- vinna Frakklands og Þýzkalands myndi eflast og batna. Einnig lýsti Adenauer ánægju sinni yf- ir viðræðum Heinrichs Krone, ráðherra án stjórnardeildar, sem fór með honum til Parísar og átti þar viðræður við Georges Pompidou, forsætisráðherra og Pierre Messmer, varnarmála- ráðherra. Skýrt var frá því í Bonn í dag, að Adenauer myndi gefa Erhard kanzlara skýrslu um við- ræður sínar á miðvikudagsmorg- un og Erhard síðan leiða stjórn sína í allan sannleika um heimsóknina og árangurinn af henni á regiulegum stjórnarfundi síðdegis á miðvikudag. f viðtali við Hamborgarblaðið „Die Welt“ sagði Adenauer í dag, þriðjudag, að Vestur-Þýzka- land myndi áfram vera í nánum tengslum við Bandaríkin innan Atlantshafsbandalagsins, en sagði að kjarnorkuflotinn, sem fyrirhugaður værL yrði að hafa á sér evrópskt snið og kvaðst gera ráð fyrir breytingum í þá átt í áætlunum um hann. í ræðu sem Adenauer flutti í gærkvöldL bar hann mikið lof á de Gaulle og sagði að hann væri mikilmenni. „Við megum þakka guði fyrir að hafa gefið okkur de Gaulle,“ sagði Aden- auer. „Mér þætti gaman að vita hvernig heimurinn, og þá eink- um og sér í lagi Evrópa, myndi líta út í dag, ef de Gaulle hefði ekki notið við.“ Þá lét Adenauer og að því liggja að drottinn al- máttugur hefði haft hönd í bagga með að sætta Frakka og Þjóð- verja, það hlyti að hafa verið hans vilji að sættir næðust. Fulltrúi frönsku ríkisstjórnar- innar í veizlu þessari, sem hald- in var til heiðurs Adenauer, var Maurice Couve de Murville, ut- anríkisráðherra. Flutti hann þar einnig ræðu og sagði að Aden- auer væri sá sem lagt hefði drögin að sáttum milli landanna tveggja. leika á því, að síld, sem lögð er í sildarverksmiðjur til bræðslu, verði keypt eftir vigt. Skal nefndin kynna sér, á hvern hátt sé hentugast að koma þessari skipan á, og láta fram- kvæma áætlun um kostnað, er leiddi af þessari breytingu, og leggja álit sitt og tillögur fyrir ríkiisstjórnina eigi síðar en 1. okt. 1965. Ef álit nefndarinnar verður á þann veg, að vigtun bræðslusíldar verður tekin upp, verði að því stefnt, að hin nýja skipan verði komin í fram- kvæmd fyrir sumarsíldveiðar árið 1966. Ræktun skjjólbelta. Oddur Andrésson, Sigurðut Bjarnason og Hermann Jónas- son eru flutningsmenn þings- ályktunartillögu um ræktun skjólbelta. Er hún þess efnis, að Alþingi álykti að skora á ríkis- stjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um stuðning við kerfisbundna ræktun skjól- belta í landinu. Segir í greinargerð með til- lögunni, að við ræktun garð- ávaxta og korns séu skjólbelti fullkomin nauðsyn. Allar þjóðir um norðanverða Evrópu láta sér ekki til hugar koma að erja jörð án skjólbelta á næðissömum stöðum. Mun nauðsyn skjóls enn ríkari hér á landL Uppskeru- brestur kartaflna og korns á s.l. sumri hefði ekki orðið nærri eins tilfinnanlegur og raun varð á, ef skjólbelti hefðu verið um akurlöndin. Frumvörp. Kostnaður við skóla. Oddur Andrésson er flutnings maður ásamt 2 öðrum þingmönn um Sjálfstæðisflokksins að frumvarpi um breytingu á lög- um um greiðslu kostnaðar við skóla, sem reknir eru af ríki og sveitarfélögum. Efni þess er, að laun ráðskonu og önnur vinnulaun, sem þarf til mats- eldar í heimavistum við barna- og ungiingaskóla skyldunámsins, greiði ríkissjóður að öllu leytL Segir í greinargerð með frum- varpinu, að það sé flutt til þess að taka af öll tvímæli um vilja löggjafans, að sama fyrirgreiðsla gildi um allt skyldunám. Bamaheimi og fóstruskóli. Einar Olgeirsson og Geir Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarps um ríkisaðstoð við reksutr og byggingu almennra barnaheimila og um fóstruskóla Fyrirspurnir. Kjarnorkufloti Allanshafs- bandalagsins. Ragnar Arnalds hefur borið fram fyrirspurn til utanríkisráð- herra um kjarnorktuflota At- lantshafsbandalagsins. Er hún í tveim liðum. 1. Hver er afstaða ríkisstjórn- arinnar til fyrirhugaðs kjarn- orkuflota Atlantshafsbandalags- ins (MLF — Multilateral force)? 2. Hvernig hyggst ríkisstjórn- in beita atkvæði fslands á ráð- herrafundi NATO, ef áformin um kjarnorkuflota Atlantshafs- bandalagsins verða borin þar undir atkvæði? Ilérðaslæknar. Ásgeir Bjarnason hefur flutt fyrirspurn til heilbrigðismála- ráðherra um héraðslækna. Er þar spurt, hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjómin gera til þess, að öll lögákvæðin læknishéruð landsins verði skipuð héraðs- læknum? Utför föður okkar ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR fyrrv. forstjóra, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóv. kl. 1,30 e.h. Rudolf Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Ásgeirsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, Anna Edda Ásgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.