Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 22
22 MQRGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur li. nóv. 1964 KR hefur unnið víkurtitilinn af KR venn Víking 9:8 — ÍR er létt síðasta hindrun KR mætti sannarlega keppni á sunnudag í Hálogalandi er þeir mættu Víkingum — liðinu sem ekkert stig hefur hlotið í Reykja víkurmótinu til þessa. Víking- arnir ógnuðu titli KR-inga, en svo fór þó um síðir að KRingar náðu tökum á leiknum og unnu með 1 marki. Og eftir þennan sigur er vart hægt að koma í veg fyrir að þeir hljóti Reykjavíkur- meistaratitil. Víkingar komu ákveðnir til leiks og eins og stundum áður hefur KR-ingum veizt erfið mót- staðan við Víkinga. Svo fór að Víkingar héldu frumkvæði í leiknum framan af og höfðu yfir í hálfleik. í síðari hálfleik harðnaði leikurinn og var það ekki sízt vegna mikilvægis léiksins fyrir KR-inga. Tap gat þýtt tapaður Reykjavíkurtitill '— og KR-ing- ar uxu að afli og gáfu sízt eftir. Víkingar ótlflu á móti af harð- neskju en hún kom þeim vissu- lega í koll því þeir fengu dæmd á sig 3 vítaköst. Með þeim tókst KR-ingum að komast yfir og forystuna misstu þeir aldrei eftir það, þó hún minnkaði, 9—8 urðu lokatölur og eftir þetta getur ekkert nema kraftaverk komið í veg fyrir að KR hljóti titilinn. Þeir eiga að- eins eftir að leika við ÍR og sigur þeirra er af líkum viss í þeim leik. Valur átti auðvelda sigur- göngu móti ÍR og vann með 15 mörkíum gegn 4, Ajax burstaði Finna 34:19 Dönsku handknattleiksimieist- araa'nir sein hingað koona í vik- unni í boði Vals voru að leika gegn Finnum um helgina. Leik- ur sá var liður í keppninni um Bvrópubikarinn, þeifi sörnu og Fram tekur þátt í og mætir sænska liðinu Retbergslid í fyrstu urnferð (fyrst í dag). Ajax bar algert sigurorð af Finnunum og vann leikinn með 34 mörkum gegn 19. Framan*af var mikil barátta og leikur jafn og í hálfieik stóð 15-14 fyrir Danina. En í síðari hálfleik réðu Danir öllum gangi leiksins og skpruðu 19 mörk gegn 5. Leikur þessi sýnir vel styrk' Dananna og ísi. handknattleiks- menn mega vel vita hverjum þeir eiga að mæta um helgina oglí næstu viku. Fyrir ísl. hand- kna ttleiksunnendur gefst þarna gott tækifæri til að sjá lið sem áreiðah'ega má skipa á bekk með þeim beztu 1 heimi. Það verður t.d. ekki amalegt að sjá fyrsita leikinn milli Ajax og Fram á stóra vel'linum á Kefla- víkurvelili n.k. sunnudag, en þá leikur Ajax sinn fyrsta leik hér á landi í þessari heimsókn. Reykja- Fram Loks kepptu Fram og Þróttur. Þróttur kom til leiksins í hreinni uppgjöf og reyndi aldrei að stemma stigu við stórsigri Fram. Svo fór að Fram vann með 27 mörkum gegn 9. Donír unnu Norðmenn Danir unnu N|orðmenn í hand- knattleik um s.l. helgi með 14 mörkum gegn 12. Leikurinn var æsispennandi og þegar 7 mínút- ur voru eiftir þá höfðu Norðmenn forystu með 12 mörk gegn 11. En Danir skoruðu 3 síðusitu mörk in og tryggðu öruggan sigur sinn. Cassíus Clay dómari Liston línuvörður RÁÐAMENN enkrar knatt- spyrnu mættust á fundi í gær og ræddu um ráð til að koma í veg fyrir ruddamennsku i knattspyrnu. Ástæða fundarins er að nú að undanförnu hefur mjög farið í vöxt að leikmenn í ensl 'I deildarliðunum beittu beliibrögðum og svifust einskis til að koma markvilja sínum fram. Upp úr sauð um helgina milli Everton og Leeds og í leik Stoke sem missti mann og kall- aði allt lið sitt út af í 5 mín. hlé til að „kæla“ skap þeirra. Ráðamennirnir sem um þetta mál fjölluðu létu svo um mælt eftir fund sinn að sennilegasta ráð þeirra yrði að dæma við- komandi félög í háar sektir jafn framt því sem einstökum leik- mönnum yrði refsað. „Ef leikmennirnir sjálfir geta ekki sniðgengið ruddamennsku, þá verðum við að neyða félög þeirra til að halda uppi virðingu II Onnur umferð Dregið hefur verið um hvaða lið mætast í 2. umferð Evrópukeppni meistara í knattspyrnu og mætast þessi lið: La Chaux de Fonds (Sviss) gegn Benefica; Liverpool gegn Anderlecht (Belgiu); D.W.S. Amsterdam gegn Lyn (Noregi); Glasgow Rangers eða Rauða Stjarnan (Júgóslavíu) gegn Rapid (Ausurríki); Real Madrid gegn Dukla (Tékkóslóvakiu); Intemazionale (Ítalíu) gegn Dynamo (Rúmenia); Vasa Gyor (Ungverjaland) gegn Lókomotiv (Búlgaria); Pananthinaikos (Grikkland) gegn K01n F.C. Ennfremur hefur verið dregið um hvaða lið mætast í 2. umferð Evrópu- keppni bikarmeistara og eru þessi það lið: Oporto (Portúgal) gegn Múnchen 1860; Slavia (Búlgaria) gegn Lausanne (Sviss); West Ham gegn Spartak (Tékkóslóvakia); Sporting (Portúgal) gegn Cardiff (Wales); Steana (Rúmen- ia) gegn Dynamo Zagreb (Júgóslóva- kia); Dundee (Skotland) gegn Sara- gossa (Spánn); Warszawa (Pólland) gegn Galatasary (Tyrkland). fyrir lögunum" sagði einn af for vígismönnunum „Hver sem á sök ina verður að bæta fyrir hana, annars missir almenningur áhuga á þessari íþróttagrein. Dómarafélag Englands, sepí telur 13000 félaga kallaði einnig saman fund. Sá fundur krafðist aðgerða og m. a. neitaði félagið að tilnefna dómara á leikvang Stoke þar sem alvarlegir atburð ir áttu sér stað á laugardag og gildir bannið eina viku. Dómarinn í leik Soke tók þá ákvörðun að gera 5 mín. hlé á leiknum og skipaði leikmönnum liðsins til búningsklefa. Þá rigndi flöskum og öðru dóti frá áhorfendum í mótmælaskyni, en eftir „kælinguna“ bar ekkí á ruddamennsku hjá Stokemönn- um. íþróttafréttamenn gátu vart fundið nógu sterk orð til að lýsa atburðunum. Sunday Mirror sagði í gamni „Cassius Clay hefði átt að vera dómari í þess- um leik og Sonny Liston línu- vörður". AÐALFUNDUR Skíðaráðs Reykjavíkur var haldinn mið- vikudaginn 28. október. Allir fulltrúar voru mættir frá skíða- deildunum sjö, sem starfandi eru í Reykjavík. Formaður Skíða- ráðsins, Ellen Sighvatsson, setti fundinn, og fundarstjóri var kos- inn Stefán G. Björnsson, formað- ur Skíðafélags Reykjavíkur. Rit- ari var Guðjón Valgeirsson, Skíðadeild Ármanns. Formaður gaf skýrslu ráðsins fyrir síðastlið ið ár. Gjaldkerinn, Þorbergur Eysteinsson, las upp endurskoð- aða reikninga, sem einróma voru samþykktir. Þrátt fyrir lítið skíðafæri á sl. ári, voru flestöll mót haldin hjá I Reykjavíkurfélögunum, og enn- Donsko knnttspyman ÚRSLIT leikja í dönsku deildar- keppninni, sem fram fóru um s.l. helgi, urðu þessi: A. B. — B 1901 1—3 B 1903 — B 1913 2—0 B 93 — Esbjerg 2—3 Brönshöt — AGF 0—1 Vejle — KB 2—0 B 1909 — Frem 3—1 Staðan er þá þessi: 1. KB 29 stig. 2. B 1909 29 — 3. AGF 28 — 4. Esbjerg 26 — 5. Vejle > 25 — 6. B 1913 23 — 7. B 1901 19 — 8. B 93 18 — 9. Frem í 16 — 10. B 1903 16 — 11. AB 15 — 12. Brönshöj 8 — Síðasta umferð keppninnar fer fram um næstu helgi og fara þá fram þessir leikir: KB — B 1909 AGF — B 93 Esbjerg — Brönshöj B 1901 — B 1903. B 1913 — AB Frem — Vejle fremur sóttu reykvískir skíða- menn mót til Siglufjarðar, ísa- fjarðar, Akureyrar og Noregs. Hið nýkjörna skíðaráð skipa: ’ Formaður: Ellen Sighvatsson, ÍK, varaformaður: Hinrik Her- mannsson, KR, ritari: Reynir Ragnars, ÍR, gjaldkeri: Leifur Muller, Skíðafélag Reykjavíkur, æfingastjóri: Sigurður R. Guð. jónsson, Ármann, íræðslustjóri: Gunnsteinn Skúlason, Val, á« haldavörður: Björn Ólafsson, Vík ing. Hið nýkjörna skíðaráð mun innan skamms leita til borgar- búa í sambandi við firmakeppni ráðsins. Eftir aðalfundinn var sameig- inleg kaffidrykkja. Eilen Sighvatson áfram form. SKRR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.