Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 24
255. tLI. — Miðvikudagur 11. nóvember 1964 ÍKSil' ELEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUGAVEOI 69 sfml 21800 MÖRG og hörmuleg slys urðu í Reykjavík og nágrenni í gær. Hefur vart vérið eins skammt stórra högga í miíli í langa tíð. Þriggja ára drengur varð fyrir híl í Hafnarfirði og lézt samstundis, tveir drengir urðu undir háum moldarbakka við Miklubraut og beið annar bana, en hinn stórslasaðist. Þá var ekið á konu á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún lézt, og loks varð öldruð kona fyrir bifreið á Hring- braut og hlaut alvarleg meiðsli. Um hádegisbilið í gær var bif- reið á leið eftir Arnarhrauni í Hafnarfirði, er drengur á fjórða ári fór þvert fyrir haria á þrí- hjóli. Varð litli drengurinn fyrir bifreiðinni og beið þegar bana. Orsök slyssins virðist, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði, hafa verið sú, að hemlar bifreiðarinn- ar biluðu, er ökumaður steig á þá, en hann kveðst hafa ekið fremur rólega. Með honum voru í bílnum tveir farþegar, faðir hans og sonur. Auk þess horfði kona í nærliggjandi húsi á slysið og gat gefið greinargóða lýsingu á atburðinum. Miiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' ( 30 þúsund ] ilunnur seldnrl | IU Póllnnds j I SÍLDARÚTVEGSNEFND I | hefur samið um sölu á 30 þús \ í und tunnum af saltaðri Suð- § E urlandissíld til Póllands. Gert I I er ráð fyrir því, að magnið i i verði aukið í 40 þúsund tunn § \ ur fyrir mánaðamót. Nokkur [ I verðhækkun fékkst frá s.l. s | ári_ i Samkomulag um þessa söfui i náðist í Reykjavík s.l. laugiar i i dag. Söltun á fyrrgreindu i i magni er leyfð til janúar- i | lok.a n.k. og er lágmarksfitu- \ Imagn síldarinnar ákveðið 15% | [ Einkum er gert ráð fyrir að [ i selja millisíld og snrásild til [ i Póllands. | Samningaviðræðúmar fóru i = fyrst fram í Vansjá í septem- \ Í ber og var þeim haldið áfram \ Í í Reykjavík í sl. viku. iM*i«m«iMiMiiiiiiM*iim»iii*m»i»m»i»»»*iiiim*iiiiii»iiiM Þrjo slys 2 drengir grafast undir malarbakka. Þegar starfsmenn Reykjavíkur borgar, sem vinna að gatnaigerð á Mikluibraut í Grensási, milli Háaleitisbrautar og Grensásveg- ar komu úr kaffihléi sínu í gær- dag. sáu þeir áð hrunið hafði kafli úr um fjöigurra metra há- um, þverhnýptum bakka sunn- an Mikluíbrautar. Verkstjórinn lét ná í moksturstæki til að hreinsa upp skriðuna. Eftir fyrstu skófluna sáu mennirnir tvo drengi liggja ofan í moldarbingn um. Voru þeir báðir meðvitund- arlausir. Gatnagerðarmennimir kölluðu þegar í sjúkrabifreið, en hófu á meðan lífgunartilraunir á drengj unum 'með biástursaðferð. Báru þær fljótlega árangur á öðrum drengnum, en hinn komst ekki til meðvitundar. Er sjúkrabili- inn kom me'ð drengina á slysa- varðstofuna, var annar drengur- inn látinn. Hann hét Birgir Mark ússson, 8 ára sonur Markúsar Guðjónssonar, verkstjóra. Heið- argerði 24. Hinn drengurinn, Eggert Guð- mundsson, sonur Guðmundar Framhaid á bls. 23. Staðurinn, þar sem drengirnir tveir urðu undir bakaknum. Á miðri myndinni sést hvernig runnið hefur úr þverhnýptum kantinum. Þar fundust drengirnir, er tekið var að moka. Spilakvöld annað kvöld Sjálfstæðisfólk í Reykjavík er minnt á spilakvöld sjálf- stæðisfélaganna annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu. — Sýndar verða kvikmyndir úr sumar- ferðum Varðar í ár og sl. ár. Saksóknari beiðist skýrslu um Utvegsbankaverkfallið SAKSÓKNARl ríkisins, Valde mar Stefánsson, sneri sér í fyrra dag til bankaráðs Útvegsbank- ans og bað um skýrslu um verk- fall starfsmanna bankans mánu- daginri 2. nóvember síðastliðinn. Er þetta fyrsta verkfall opinberra starfsmanna, siðan lög voru sett um bann við þeim, 3. nóvember, 1915. Saksóknari skýrði Morgunblað- inu svo frá í gærdag, að ekki ■hefði nein ákvörðun verið tekin um þáð. hvort hafin verði máls- sókn gegn starfsfólki Útvegsbank ans, en með lögin um bann við verkföllum opinberra starfs- manna í huga, hafi hann beðið um skýrslu þessa til rannsóknar málsins. Hún hafði ekki enn bor izt í hendur saksóknara er sam- talið fór fram. KOPAVOGUR AÐÁLFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins EDDA, Kópa- vogi, verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu Kópavogi, miðvikudag- inn 17. þm. og hefst kl. 20:30. Eins og gkýrt hefur verið frá í Mbl. lögðu allir starfsmenn Út- vegsbankans niður vinnu 2. nóv- ember, utan bankastjórar aðal- bankans og útibússtj. á Akureyri, en með verkfallinu vildu banka- menn mótmæla ráðningu hans. Fimm starfsmenn Útvegsbank- ans höfðu sótt um stöðu útibús- stjóra á Akureyri. en sá, sem bankaráðið setti í hana, var ekki bankastarfsmaður. íslenzkar vörur sleppa yfirleitt við tollinn HINN nýi 15% innflutningstoll- ur brezku ríkisstjórnarinnar mun yfirleitt ekki koma á þær vörur. sem íslendingar flytja út til Bretlands, þar sem matvæli og fóðurvörur eru undanþegnar honum. Það kann að vera að ein- hverjar íslenzkar vörutegundir séu fluttar til Bretlands, sem tollurinn kemur á, en þá er um svo Mti'ð magn að ræða að það hefur lítil sem engin áhxif fyrir útflutning okkar. Að því er viðsikiptamálaráðiu- neytið upplýsti í gær hafa þvá ekki borizt neinar kvartanir ís- lenzkra útflytjenda vegna þessa innflutningstolls. Togarínn IMarfi fékk yfir Húsbruni á Akureyri 65 tonn af stórlúðu AkureyTi, 10. nóv. UM kl. 7 í kvöld kviknaði í hús- inu númer 9 við Spítalaveg, sem er tvílyft íbúðarhús úr timbri, og skemmdist það mikið af eldi og vatni. Slökkviliðinu tókst að buga eldinn á tveim klukkustund um, en til þess þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum. Allt innbú á efri hæðinni er talið ónýtt, en af neðri hæð tókst að bjarga húsmunum óskemmdum. Tvær fjölskyldur bjuggu uppi, Valdimar Jónsson og kona hans, Þórmunda Guðmundsdóttir, á- samt 6 ára dótturdóttur ' þeirra, og sonur þeirra og tengdadóttir, Birgir Valdimarsson og Kol'brún Theódórsdóttir og 7 mánaða barn þeirra. Sat heimilisfólkið að snæðingi. þegar það tók að heyra brak og bresti framan af gang- inum. Valdimar fór þá áð að- gæta, hverju það sætti og opnaði meðal annars litla matargeymslu, sem þar er undir súð. Gaus þá eldurinn á móti honum og læsti sig eftir veggfóðrinu um alla íbúðina á svipstundu. Yngri kon an hljóp til og greip son sinn, sem var nýsofnaður og síðan þaut allt fólkið niður á neðri hæ'ðina og hringdi þaðan í slökkviliðið. Niðri bjó Kjartan Ólafsson, bréfberi, kona hans, Þórdís Jakobsdóttir og tvö börn þeirra. Þeir Kjartan og Valdimar reyndu að sprauta úr garðslöngu á eldinn uppi meðan beðið var slökkviliðsins. en það bar lítinn árangur. Stórskemdist efri hæð- in af eldi og allir húsmunir eru taldir ónýtir. Neðri hæðin er líka illa farin af vatni, en þang- áð náði eldurinn aldrei og öllum húsmunum tókst að bjarga það- an óskemmdum. Allt innbú var vátryggt. Eldsupptök voru ekki kunn í kvöid, en heimilisfólk taldi sennilegast, að kviknað hefði í út frá rafmagni. Húsið var reist árið 1901 og var hart nær 4 áratugi bústaður spítalalæknisins, sem jafniframt var héraðslæknir. Fyrstur bjó þar Guðmundur Hannesson og eftir hann Steingrímur Matt- híasson alla sína embættistíð hér á Akúreyri. Sv. P. TOGARINN Narfi er nýkominn heim úr langri veiðiferð. Hélt togarinn frá Reykjavík 19. ágúst sl. á Flemish Cap miðin suð-aust ur af Nýfundnalandi. Þar var afli mjög tregur, en mikið var þar af rússneskum togurum. Afli var mest smákarfi, sem var gjörsam lega ónýtur til frystingar fyrir Narfa. Var þá haldið norður aft- ur, 100 mílur austur af St. Johns, þar var smávegis kropp, en lé- legt til frystingar. Þá var farið norður á Labra- dormið og reynt þar og fékkst um poki í holi, en fiskurinn var mjög smár. Þá fengust góðar frétt ir af veiði á Georgsbanka. Kom Narfi við í Sydney á Nova Scotia tiil að taka vatn og vistir og var haldið þaðan suður á míðin. Þegar þangað var komið virt- ist afli heldur tregur, en smá- vegis var vart við ýsu og ufsa. I Eftir því, sem loftskeytamaður Narfa hefur sagt Morgunblaðinu, var þar mikið um rússneska tog- ara og höfðu þeir aflað vel. eink- um þó síld, og eftir upplýsingum frá þýzka hafrannsóknarskipinu, Framh. á bls. 23 Slysið við Grensásvep; SKÝRT var frá þeim hörmulega lega atburði í Morgunblaðinu í gær, að fjögurra ára drengur hefði drukknað í hitaveituskurði við Grensásveg á mátnudag. Ekki var unnt að birta nafn drengsins þá, en hann hét Jón Viktor, sonur hjónanna Kristrún- ar Grímsdóttur og Ottós Viktors sonar, Grensásvegi 56.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.