Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐID Miðvikudagur 11. nóv. 1964' r "N JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni V. J — Mér þykir það leitt, sagði hún og roðnaði, — en eins og á- statt Vaí, gat ég elt'd hagað mér öðruvísi, Við gátum ekki afþakk að þegar okkur var boðið að borðinu. Hann horfði spyrjandi á hana. — Munduð þér hafa kosið að við hefðum getað losnað við að vera með þeim? Hún roðnaði enn meir, því að þetta var samvizkuspursmál. — Nei, svaraði hún eins og satt var. — í>að hefði ég ekki viljað. Þetta var allt svo nýtt og spennandi. — Kannske við getum farið ú,t eitthvert annað kvöld, í þeirri von að við fáum að vera ein, sagði hann loksins. Gail var á miili vonar og ótta er hún var að búa sig í kokkteil boðið um kvöldið. Hún valdi sér tfallegan, rósóttan silkikjól og einsetti sér að skemmta sér vel. En vissan um, að Grant líkaði þetta ekki, fylgdi henni eins og skuggi og dró úr henni móðinn. Mildred sat með vind.’inginn í munnvikinu að vanda og horfði öfundaraugum á Gail meðan hún var að hafa fataskipti. — Alitaf að skemmta þér sagði hún ólundarlega. — Úti með Grant í gærkvöldi og aftur út í kvöld. Og með hverjum, má ég spyrja? En þér þóknast kannske ekki að svara því? — Hversvegna skyldi ég ekki vilja það? Ég ætla í kokkteilboð með Brett Dyson. Ég kynntist honum í flugvélinni. — Er hann ungur og myndar- legur? — Já, hvorttveggja, sagði Gail og hló. — Og meira til. — Bara að einhver vildi bjóða mér út með sér einhverntíma, andvarpaði Mildred. — Ég er hundleið á þessu matsöluhúsi. Og maturinn fer versnandi með hverjum degin, og leigjendurnir eru svo drepleiðinlegir að mann langar til að æpa við borðið. 19 ■— Hversvegna símar þú ekki til Bobbys ef þér finnst þú vera einmana? sagði Gail. — Hann yrði guðs feginn að fá einhvern til að tala við. — Þakka þér fyrir, sagði Mild red súr. — Þú þarft alls ekki að leita uppi karlmenn handa mér. Það var líkast og að sjá tízku vöru í skrflabúð, að sjá Brett Dyson í forstofunni í matsöl- unni, þegar hann kom að sækfla Gail. Æskuþróttur hans gerði hús gögnin enn hrörlegri og rykfalln an en þau voru áður. Augun voru svo blá, hárið svo Ijóst og stóri munnurinn brosti glaðlega til hennar. — Halló! kallaði hann og kom á móti henni með framréttar hendurnar. — Það liggur við að þú sért eins og filmdís í kvöld. Jíún hló og þótti gaman að hon um líkaði útlitið á henni. Og hún sagði honum það líka. ■— Hvernig getur maður annað — en það er bara of vægt að orði komist. Eigum við ekki að flýta okkur að komast út úr þessu forngripasafni? — Já, ég get ekki sagt að ég sé beinlínis hrifin af þessum stað, sagði Gail og tók undir handlegginn á honum og þau leiddust niður dyraþrepin. •— En hér er allstaðar húsfyllir, svo að maður má þakika fyrir að fá þak yfir höfuðið. Við Mildred erum í sama herberginu, og það er allt annað en gaman. — Við verðum að leggja bíln um í Praya og fara svo með ferjunni til Kowloon, sagði hann eftir nokkra stund. A Praya, breiðstrætinu sem liggur meðfram höfninni, var fullt af fólki, bílum og handkerr um, eins og vant var. Það var farið að skyggja og hafði verið kveikt á ljóskerum við höfnina. Og á höfninni kenndi margra grasa: herskip, flutningaskip, djonkur og sampanar. Gail fannst skemmtileg tilbreyting í þessu. Stjörnurnar voru daufar vegna tunglskinsins. Loftið var gott og hressandi,- og Gail var léttara í skapi en henni hafði verið lengi. — Þetta er dásamlegt, hvislaði hún. Brett tók um hönd hennar. — Það var einkennilegt að við skyldum hittast í vetiinga- skipinu í gærkvöldi, sagði hann. — En mikið var ég hræddur um þig fyrir manninum, sem með þér var. Ég verð hræddur um þig fyrir hverjum einasta manni, sem ég sé þig með. Ég hef aldrei þráð eins heitt og núna, að eiga stúlkuna mína alveg einn — og ég segi þér satt, að ég hef tals- verða reynslu í þessum efnum. Ég vona að þú fallist á það? Gail svaraði ekki, en hjarta Lennar var í uppnámi. Hún var hrædd við tilfinningar. sínar, þeg ar töfraáhrif Bretts náðu til henn ar. Hvernig mundi þetta fara? Hún mundi loforðið sem hún hafði gefið Grant, og allt í einu fékk hún' andstyggð á honum fyrir að hafá tekið þetta loforð af hanni. Brett misskildi þögn- ina. — Ég er líklega of áleitinn, sagði hann varfærnislega. — En þú verður að reyna að sýna mér þolinmæði, Gail. Þú stigur mér til höfuðs eins og vín, og þá yfir vegar maður ekki alltaf það sem maður segir. Hún gat ekki heldur fundið heppilegt svar við þessu. Hún færði sig fjær honum og skildi að honum hafði sárnað. Hún ósk- aði að hún gæti sagt eitthvað, en vissi ekki hvað það átti að vera, því að hún var í vafa um sinn eigin hug. Nú rann ferjan inn í höfnina í Kowloon og þau gengu þegj- andi í land og fengu leigubíl að húsinu, sem Hankan-Smith of- ursti hélt boð sitt í. Fjölskyldan bjó á efstu hæð í skrautlegu húsi, og yfir hundrað gestir voru í salnum, en glugg- arnir á honum vissu út að höfn- inni. Þarna voru evrópu-döm- ur í glæsilegum kokkteilkjólum, litlar, prúðar kinverjafrúr í gljá andi silki og rósavef. Þarna voru hávaxnir blendingar Evrópu og Asíu, friðleiksmenn og með beztu eiginleikunum úr báðum ættum. Þeir voru ýmist í bláum fötum eða silkifötum. Samræð- urnar voru fjörugar, allir voru málóðir og hlógu óeðlilega mikið. Kínverskir þjónar trítluðu á milli hópanna og buðu kokkteil og bitabrauð. Flestir gestirnir þarna virtust þekkjast, en Gail þekkti ekki nokkra manneskju. Þessvegna hélt hún sig sem næst Brett, sér til trausts og halds. Hann fann að hún var hrædd — það var eitthvað að henni, og svo spurði hann hlæjandi, hvað væri að og við hvað hún væri hrædd. — Það er svo hræðilega margt fólk hérna, sagði hún. — Ég þekki fæst af þessu fólki sjálfur, sagði hann. — Ég veit að hann fóstri minn þekkir hverja einustu manneskju, og undireins og hann kemur, þá kynnir hann oklkur fyrir fólkinu. Fullorðinn ættblendingur ' í svörtum kínverskum frakka' með löngum ermum kom til þeirra og hneigði sig. — Þér munuð vera fósturson- ur góðvinar míns, Toms Mann- ing, sagði hann. •— Ég þekkti yður strax af ljósmyndunum, sem hann hefur sýnt mér af yð- ur. Leyfið mér að kynna mig. Mér er heiður að því að þekkja hann — Ernest Wong. Brett tók fast í höndina á hon um og sagði, að hann hefði oft heyrt fóstra sinn minnast á herra Wong. Svo kynnti hann Gail. Wong hneigði sig djúpt, uppá kínverska vísu, og lýsti gleði sinni yfir því að fá að kynnast henni. Þetta var pervisalegur maður, með gísið, grátt hár og vinaleg, gáfuleg augu. — Hafið þið fengið nokkra hressingu? spurði hann. — Kann ske ég megi sækja eitthvað handa ykkur? Hann benti þjónunum og sá um að þau fengi kokkteil og eitt hvað matarkyns. — Ég geri ráð fyrir að þið þekkið ekki marga hérna, sagði hann. — Kannske ég megi fá að kynna ykkur ýmsa af beztu vinum mínum hérna? — Það væri gaman, sagði Brett, — en einmitt þessa stund ina er ég að svipast um eftir honum fóstra mínum, og ég held að hann sé þarna úti í horni. Hann hefur elilki komið auga á okkur ennþá. Ég ætla að skilja ungfrú Stewart eftir hjá yður meðan ég fer til hans og læt hann vita að við séum komin. — Mér er ánægja að tala við ungfrú Stewart á meðan, sagði Wong. — Mér skilst að þér haf ið ekki verið hérna lengi. Hafið þér kannske komið hingað áð- ur? —_Já, það hef ég, sagði Gail. — Ég er fædd hérna, en fór til Englands þegar ég var barn. — Ég átti einu sinni mjög góð an vin, sem hét Hector Stewart, sagði gamli maðurinn. — Það fór sorglega með hann. Bæði hann og konan hans dóu í fangabúð- um. — Hann var faðir minn! sagði Gail með ákefð. — Þekktuð þér hann? Og móður mína líka? En hvað mér þykir vænt um að heyra þetta! Ég hef alla mína ævi þráð að hitta einhvern, sem gæti sagt mér eitthvað frá for eldrum mínum. Wong brosti hlýlega. — Það skal ég gera, með mestu ánægju, sagði hann. — Faðir yðar var, sem sagt, einn af allrá beztu vin um mínum, og móðir yðar var fögur og yndisleg kona. Þau komu oft heim til mín og ég til þeirra. — Hvað varð um verzlun föð ur míns eftir að hann dó? — Ég held að hún hafi runnið inn í annað firma, svaraði hann. — En þér hljótið að vita það betur en ég? — Ég veit alls ekkert um það, sagði hún og hristi höfuðið. —. Og ein ástæðan til þess að ég fór hingað, var sú, að mig langaði til að grafast fyrir um þetta. Hún hugsaði sig um augna- blik. Átti hún að þora að spyrja frekar? Loks fékk forvitnin yfir höndina. — Getið þér sagt mér hvort faðir minn átti nokkurn sérstak an skiptavin, sem hann gat treyst eins og sjálfum sér? Segið mér það ef þér vitið það. Mig lang- ar svo mikið til að hitta þann mann. I BlaSburSafólk óskast til blaðburðai í eftirtalin hverfi Bergþórugata Tómasarhagi Hjallavegur Flókagata lugólfsstræti Þingholtsstræti Sími 22-4-80 KALLI KÚREKI ~>f~ - -jt— ->f~ Teiknari: J. MORA 1. Halló, gamli. Kalli sagði að þú Mundu það. 3. Uss, fíflið þitt. Reyndu hefðir barizt við Indíána í gamla daga. Við hefðum gaman af að heyra sögur frá þeim tímum. Ég heiti Bufalo Bates, ekki gamli. 2. Gjörðu svo vel hera Bates. Fáðu þér vindil. Þakka þér fyrir, ungi maður. Ég er mjög hrifinn af góðum vindlum. að vera alvarlegur. Skemmdu nú ekki allt. Ég spring áður en vindillinn gerir það. Bíddu þangað til eldurinn kemst í púðrið. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi eir að Hlíðarvegi 61, 1 sími 40148. i Carðahreppur i Afgreiðsla Morgunblaðsins i fyrir Garðahrepp er að Hof- | túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarf jarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Keflavíkurbæ er að Hafnargötu 48. ♦ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.