Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 8
MORGU N BLAÐID
Miðvikudagur 11. nóv. 1964
. 8
Dömur
F}rir Pressubaliið
Ný sending:
Siðir samkvæmiskjólar
Stuttir kvöldkjólar
Kvöldtöskur
Herðasjöl
Hanzkar
háir og lágir.
Skartgripir
Hjá Báru
Austurstræti 14.
Hagaganga — Fóðrun
Get tekið nokkra hesta í hagagöngu og fóðrun í
vetur á Álftanesi. Upplýsingar í síma 51286 eftir kl.
6 í kvöld og næstu kvöld.
TSofl/tíflS vömr
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
MATARBÚDIN, Hafnarfirði
GÓLFTEPPI & LAGNINGAR
HREINSUN
Gólfteppi og húsgögn
hreinsuð á öllum tím-
um sólarhringsins í
heimahúsum.
Sækjum og sendum
laus teppi.
Filtgúmmí og gadda-
listar til lagninga á
teppum.
BÚTAR og TEPPI
seld með 25—40%
afslætti.
Söluumboð fyrir Vefararm bf.
HREINSUN H.F., Bolholti 6. — Sími 35607.
Jonína
Elíeserdóttir
Minning
AÐ KVÖIjDI 3. nóvember lézt
hjartkær vinkona mín á Heilsu-
verndarstöðinni. Hún Jóna litla
hestakona. Jóna litla með stóru
hreinu sálina. Sjúkdómur og
jarðvistarbasl að baki. Fram-
undan hið óþekkta. Fyrir mínum
sjónum var þessi einstæða kona,
mikilmenni í einstæðingsskap sín
um og auðug í fátækt sinni. Eftir
því sem ég þekki hana meir og
betur fannst mér meira til henn-
ar koma og vænna um hana.
Hún var fædd norður í Húna-
vatnssýslu, ekki man ég á hvaða
bæ foreldrar hennar bjuggu.
Húmsagði mér sjálf að sig minnti
að um vorið þegar faðir hennar
dó, hafi hún verið á þriðja ári
Og bróðir hennar Lárus á fyrsta.
Grimm örlög dæmdu hana til
öryggisleysis og einstæðinCTt-
skapar. Staðirnir misjafnir eins
og gengur. Svo fékk hún kíghóst-
ann sem nærri reið henni að
fullu. „En eitthvað þeim til líkn-
ar leggst sem ljúfur Guð vill
bjarga“. Hún var tekin á heimili
þar sem henni leið svo guðdóm-
lega vel, eins og hún sjálf orðaði
það. f>ar fékk hún gott og mikið
að borða og mátturinn kom smátt
og smátt. Þarna var hún höfð til
sendiferða, þótti fljót, viljug og
trú. En trúmennskan var eitt af
hennar aðalsmerkjum. Föður-
bróðir hennar Jósep bjó á Sign-
ýjarstöðum í Borgarfirði. Hann
var giftur Ástríði Þorsteinsdótt-
ur frá Húsafelli. Með honum
flutti hún í Borgarfjörðinn og
átti athvarf hjá þeim æ síðan,
meðan þeirra naut við. Og svo
eignast hún sinn fyrsta hest og
hesta, og alltaf eftir það átti
hún hesta. Það var lífsins akk-
erið, athvarfið. helgilundurinn.
Bikarinn sem af var teygað. til-
hlökkun. gleði og þróttur, og þá
oft mikið erfiði sem geta má
nærri, þar sem hún aldrei hafði
neitt jarðnæði. Henni þótti svo
eaman í glöðum hóp. Hún gat
líka ferðazt ein og fór þá oft
langar dagleiðir. Hún var sérlega
góður ferðafélagi, ósérhlífin,
vökul og árrisul.
Mikilli sorg og erfiðlei'kum olli
það henni þegar vesælum mann-
eskjum tókst að koma inn hjá
henni að hestar hennar væru
teknir ófrjálsri hendi. Sjálfri
var henni svo fjarri hrekkir og
undirferli að henni datt ekki
annað í hug en þetta væri satt.
Þetta él birti upp eins svo mörg
önnur. Síðast var hún í skjóli
góðra hjóna sem kunnu að meta
hana og voru henni afar góð.
Síðasta ferðin hennar Jónu var
með bil norður í land til að
færa vinum sínum þar einhvern
glaðning. Sársjúk var hún, en
hún vildi koma þessu, annars
var ekki víst að það kæmist.
Nokkrum dögum síðar var hún
flutt á sjúkrahúsið til að heyja
sitt erfiða dauðastríð.
Stuttu áður en hún veiktist
felldi hún annan hest sinn Faxa,
m hwin dásamlegi Blesi á nú að
falla og fylgja eftir húsmóður
sinni. Eg býst ekki ,við að
veraldarsjóðirnir hennar Jónu
séu digrir en góðverkin hennar
voru stór og mikil og unnin af
heilu hjarta. Þessi orð eiga að
vera tilraun til að þakka henni
allt það góða í orði og verki. Svo
bið ég Guð föður föðurlausra og
skjól munaðarlausra að taka
barnið sitt í faðminn og leiða á
óþekktu löndunum til meira
ljóss og nýrra starfa.
Helga Larsen.
Innheimtumaður
Óskum eftir að ráða innheimtumann nú þegar.
r *
Jéhann Olafsson & Co.
Hverfisgötu 18.
Clœsilegt einbýlishús
Einbýlishús í Túnunum til sölu. Hæð og kjallari.
Á hæð: skáli, stórar og sólríkar stofur, eldhús með
harðviðar innréttingum og borðkrók, harðviðar-
hurðir, tvöfalt gler, svalir með tröppum niður í fal-
legan garð. Allar innréttingar nýjar. Rimla-glugga
tjöld. í kjallara: 4 svefnherbergi og snyrting. —
Sérstakega skemmtilegt hús.
IHIÐBORG
Eignasala - Lœkjartorgí
Sími 21285
Nœturvarð
vantar á Hótel Borg.
Málakunnátta nauðsynleg.
Hudson
sokkarnir
^vkomnir.
Bankastræti.
Stúlka óskast
til vélritunarstarfa hálfan daginn
(kl. 1—6 e.h.)
Bolholti 6.
f B A LLE RUP 1
MASTER
MIXER
LUÐVIG
STORR
Hrærivélar
Master Mixer
Og
Ideal Mixer
hrærivélar
— fyrirliggjandi —
Seldar gegn afborgun
Eins árs ábyrgð
Ballerup-
vélarnar
eru öruggasta og ódýr-
asta húshjálpin.
Varahlutir
Stmi 1-3333
1-1620 ávallt fyrirliggjandi.