Morgunblaðið - 06.12.1964, Side 2

Morgunblaðið - 06.12.1964, Side 2
r/- MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. des. 1964 Bréf ríkisstjórnar islands frá 1961 um handritamálið birt í Berlingske Aftenavis Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn, 5. desember. BERLINGSKE Aftenavis birti í dag orðrétt bréf, sem ríkisstjórn Islands sendi ríkisstjórn Danmerkur eft- ir forsætisráðherrafundinn, sem haldinn var í sambandi við fund Norðurlandaráðs 1961. Bréfið er dagsett 2. marz 1961. Það hefst þannig: „Sam- kvæmt tilmælum dönsku stjórnarinnar gerir ríkisstjórn íslands hér með kunnugar ósk ir sínar í handritamálinu og mun líta á málið endanlega leyst, verði þessar óskir upp- fylltar. íslenzka stjórnin æsk- ir þess að íslandi verði af- hent handrit, sem íslendingar hafa skrifað og eru í Konung- lega bókasafniriu óg Árna- safni, en hvprki slík handrit úr söfnum Rasks og Krigers, sem tilheyra Árna Magnússon- ar stofnuninni, né úr auka- söfhum Konunglega bóka- safnSinS, eins óg Totts-safni og fleirum. Hváð viðkemur handritum, sem Islendingar hafa ritað á öðrum málum en islenzku, t.d. dönsku og latínu, óskar ísland ekki eftir þeim, sem viðkoma Danmörku og Noregi meira en íslandi. Hvorki skulu fslendingum því afhent handrit eins og t.d. Skjöldungasaga, Jómsvíkinga- saga, Knytlingasaga og Saga Ragnars loðbrókar né handrit, sem verið hafa í Noregi og borizt þaðan til Árna Magnús- sonar“. í bréfinu er síðan gerð nán- ari grein fyrir því eftir hvaða handritum og fornbréfum sé óskað og tilkynnt um skrá yfir þau handrit, sem óskist afhent, en ekki séu nefnd í bréfinu. í lok bréfsins segir: „Stjórn- in telur eðlilegt, að þau hand- rit, sem notuð eru við samn- ingu íslenzku orðabókarinnar verði ekki afhent fyrr en búið sé að nota þau í þágu þess starfs, en þó ekki síðar en eftir 20 ár“. — Rytgaard. l.ÍTIL HNÁTA að mæla sér mjólk í mjólkurbúðinni á Sel- fossi. Hún ýtir bara á takka og stillir hvað hún vill marga potta, allt upp í 4, og svo mæl Bættar atvinnuh orfur á Siglufirði IMýtt flutniirgafyrirtæki á Holmavík Endurbætur á flugvellinu m á Húsavík MORGUNBLAÐIÐ hringdi til nokkurra fréttaritara sinna á Vestfjörðum og Norðurlandi nú fyrir helgina, til að spyrja frétta. Heldur er tíðindalítið, lítill snjór verið í vetur og samgöngur í góðu lagi. Þó fréttum við af nýju flutningafyrirtæki á Hólmavik og gjöf til kirkjunnar þar, batn- andi horfum um atvinnulíf á Siglufirði, þar sem starfsmenn kaupstaðarins hafa verið ráðnir aftur, tunnuverksmiðjan nýja tek ur til starfa upp úr áramótum, og varastöð verður komið UPP við Skeiðsfossorkusvæðið, Sigló- verksmiðjan hefur hafið störf á ný, -— og á Húsavík hefur flug- völlurinn verið lengdur og áætl- un um nýjan veg að vellinum. Fara frásagnir fréttaritaranna hér á eftir: Haustvertíð sæmileg á Patreksfirði. PATREKSFIRÐI, 4. des. — Haust vertíð hefur verið í meðallagi góð hér. Veðurfar hefur verið sæmilegt, nema s.l. nótt. I>á sneri hér um slóðir, hefur tekið upp einu samgöngurnar. Skjaldbreið jafn óðum. í>ó munu heiðarnar vera illfærar, eins og Kleifar- heiði. Fært er til Tálknafjarðar, en Þingmannaheiði er lokuð. — Trausti. Vikulegar bílferðir til Hólmavíkur. HÓL.MAVÍK 4. des. — Hér er snjólítið og hefur áætlunarbíll haldið uppi ferðum vikulega. Annars er heldur umhleypinga- samt, enda aflabrögð heldur lé- Íeg. Tveir bátar eru gerðir út á línu núna og afla 2—3 lestir í róðri, og er fiskurinn flakað- ur í frystihúsinu. Tveir ungir menn á Hólmavík, Sigurður Vilhjálmsson og Hrólf ur Guðmundsson, hafa stofnað flutningafyrirtæki og halda uppi flutningum milli Reykjavíkur og Hólmavíkur og nágrennis. Hafa þeir afgreiðslu í Reykjavík á sendibílastöðinni Þresti. Ríkisskip höfum við ekki séð hérna lengi og er mjög lítið um skipaferðir norður á firðina, sem einn bátur við. Enginn snjór er er mjög bagalegt þar sem það eru íslendingi veitf einkaleyfi á sviði kjarnorku f NEW YORK TIMES, 19.. sept. s.l. birtist frétt um það, að Ágústi Valfells frá Reykja- vík hefir verið veitt einka- leyfi fyrir nýrri aðferð við að breyta kjamorku í raf- orku. Uppfinningamaðurinn bendir á að allir leiðarar, sem látnir eru koma í snert- ingu við segulmagnað svæði, framleiði rafmagn. Sem leið- ara í uppfinningu sinni, notar hann gasstraum, sem. hefur verið „ioniserað" við kjarna- klofnun. Uppfinningin er nú.mer draga til sín strauminn, því Ágúst Valfells 3.149,248, og í henni er urani- um 235 blandað saman við gastegundir. Gasið kemst í snertingu við segulmagnað svæði milli elektróðá, sem næst er gasið kælt, og eftir margbrotnar aðferðir, næst sá árangur, sem metið hefur verið sem ný uppfinning mun þó eiga að fara eina ferð fyrir jól. Hólmavíkurkirkju barst fyrir skömmu góð gjöf frá verkalýðs- féalginu, 25 þús. kr., sem á að verja til búnaðar á kirkjunni. Er áformað að vinna við kirkjuna að innan í vetur. — Andrés. Hálka á vegum í Borgarfirði. BORGARNESI, 4. des. — Hálka hefur verið á vegunum hér und anfarið og versnaði mikið þegar blotnaði í morgun. Ekki hafa þó orðið slys mér vit^nlega af völd um hálkunnar. — Hörður. Næg .atvinna á Siglufirði eftir áramót. SIGLUFIRÐI, 4. des. — Bæjar- stjórnin hér hefur ákveðið að endurráða alla starfsmenn kaup- staðarins og stofnana hans, þann ig að ekki verður um að ræða fækkun á starfsmannahaldi. Hins vegar verður að nokkru leyti framkvæmd samræming á störf um til að fá hagkvæmari vinnu- brögð. í stað erindisbréfa, sem verið hafa í gildi, eiga yfirmenn hverrar stofnunar fyrir sig að setja fólki sínu starfsreglur. Hér hafa gæftir verið lélegar og afli frekar rýr. Hin nýja tunnuverksmiðja er nú fullbyggð og hafa verktakar skilað húsinu. Unnið er að því að setja niður vélar og vonast til að starfræksla geti hafizt upp úr áramótum. Sigló-verksmiðjan hefur hafið störf á ný fyrir innanlandsmark að. Vonir standa til að takast megi að selja eitthvert magn til Sovétríkjnna. í trausti þess hef ur verksmiðjan tryggt sér 3000 tunnur saltsíldar til vinnslu í vetur. Tvö skipa frá Siglufirði eru enn á síldveiðum fyrir Austur- landi, Siglfirðingur og Margrét, og hafa þau aflað vel á síldar- vertíðinni í sumar og haust. Verzlanir eru hér farnar að taka á sig jólasvip. Ekki er hægt að segja að at- vinnulíf sé hér mjög fjörugt. Þeg ar tunnuverksmiðjan tekur til Starfa og ef Sigló-síldarVerksmiðj an heldur áfram starfi, verður ekkí atvinnuleysi hér eftir ára- mó:. Rafveita Siglufjarðar er þessa dagana að festa kaup á díesel- samstæðu og hyggst koma hér upp varastöð fyrir Skeiðsfoss- orkusvæðið. Er framkvæmd þessi aðkallandi. Hér er um að ræða 1000 kw. samstæðu, sem er keypt frá Bretlandi og er áætlaður kostriaður hennar 314 millj. kr. Siglufjarðarskarð er búið að vera lokað um nokkurt skeið og samgöngur við Siglufjörð því nánast aðeins á sjó. Vesturflug hefur hingað flug hvern föstu- dag er veður leyfir og ennfrem- ur koma hingað af og til leigu- flugvélar frá Flugsýn. — Stefán. Flugvöllur bættur á Húsavík. HÚSAVÍK, 4. des. — Húsavíkur flugvöllur var lengdur á s.l. sumri um tæpa 400 metra svo að flugbrautin er nú 1350 m. löng. Jafnframt var sett á brautina 30 cm. slitlag. Hér eru menn mjög ánægðir með þessa fram- kvæmd, því hún gerir flugið ör- uggara og er völlurinn þá nægi- legur fyrir hina nýju flugvél Flugfélags fslands, Fokker Friendship. Lýsingu vantar nú tilfinnanlega á völlinn svo og að flugsvita. Dráttur á því að þetta sé hér upp sett stafar að nokkru ist hver pottur fyrir sig og rennur jafnóðum ofan í brús- ann hennar. Svo Iætur hún lokið á og borgar afgreiðslu- stúlkunni á leið út. Ef við- skiptavinurinn vill fá eitthvað fleira, svo sem smjör, ost eða skyr, tekur hann það í skáp með glerhurð fyrir á veggn um, en bætt er í skápana hin um rnegin frá. Og þaðan kem ur mjólkin lika rennandi i leiðslum úr tönkjunum. Þetta er hreinglegur og þægileg ur afgreiðslumáti — og fljót- legur þegar mikið er að gera, Þá stendur fólkið í biðröðum við bæði mjólkurtækin og stúlkurnar taka við pening- unum. leyti af því að ekki hefur verið tengt rafmagn frá Laxá til flug- vallarins, en þar er aðeins diesel rafstöð. Áætlað er að gerður verði veg ur suður um hraunið að flug- vellinum, en ekki ákveðið hyoru megin vallarins hann verður. —. Áhugamenn um flugmál benda á að enginn varaflugvöllur sé á Norðurlandi í suðvestanátt og að innan tíðar verði byggð við Húsa víkurflUgvöll braut vestur í hraunið, sem sé mjög ódýrt að byggja, miðað við flugvallargerð. Sé því ástæða til að leggja veg- inn austan núverandi vallar. Sámgöngur eru hér góðar um allar sveitir og fjallvegir vel færir. Er fært allt til Þórshafn ar. , JólaUndirbúningurinn er ekki byrjaður hér, en róðrar hins veg ar stundaðar eftir því sem á sjó gefur. Er tíðarfar óstillt, en afli sæmilegur á línu er gefur, en lélegur netaafli. — FréttaritarL Gáfu byggðasafninu á Isafirði 5 þús. kronur AÐALFUNDUR Félags Djúp- manna, sem haldinn var fyrir nokkru, samþykkti að gefa byggðasafninu á ísafirði 5 þús- und kr. með þakklæti og virð- Sendiherra USA væntanlegur á þriðjudag JAMES E. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, mun koma til landsins að morgni þriðjudagsins 8. des. n.k. og taka að nýju við starfi sínu hér. Hann hefur dvalizt í Washington, D.C. um tveggja mánaða skeið( þar sem hann var formaður nefndar þeirrar innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, sem tekur ákvarð anir um stöðuhækkanir starfs- manna. .' (Frá sendiráði USA). ingu til brautryðjenda þess og stjórnenda. í stjórn Djúpmannafélagsins eiga nú sæti þeir Friðfinnur Ólafsson forstjóri, formaður, Runólfur Þórarinsson cand, mag., Árni Stefánsson lögfræðingur, frú Guðrún Halldórsdóttir og Óskar Sigurðsson, sem verið hefur gjaldkeri félagsins frá upp hafi. Djúpmannafélagið er nú tíu ára gamalt. Hefur það haldið uppi fjölbreyttri starfsemi fyrir meðlimi sína. Keflavík Sjálfstæðisk vennafékagið Sókn heldur sinn árlega bazar í'kvöld kl. 9 í Sjálfstæðishúsinu. Margt ágætra muna. — Allur ágóði rcnnur til góðgerðarstarfsemi fyrir jólin- ,,,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.