Morgunblaðið - 06.12.1964, Síða 5

Morgunblaðið - 06.12.1964, Síða 5
Sunnudagur 6. des. 1964 MORCUNBLAÐÍ3 5 Hvað vilduð þér segja um bífilæðið? 6 kunnir menn svara spurningunni UPPELDISFRÖMUÐIR og sálkönnuðir víða um heim hafa reynt að brjóta til mergj- ar hið svokallaða bítilæði, heitið eftir fjórum brezkum piltum, sem orðnir eru nokk- urs konar dýrlingar í augum alls þorra ungs fólks. Skoðan- ir manna um mál þetta eru nokkuð skiptar, sumir telja, að „æðið“ sé komið út í öfg- ar, þegar ungir menn eru teknir að safna hári á herðar niður og enn eru þeir, sem sjá ekkert óheilbrigt við þetta. Morgunhlaðið hefur leitað umsagna nokkurra valin- kunnra borgara um þetta mál, og fara þær hér á eftir: Sr. Frank M. Halldórsson. Spurningunni vil ég svara þannig: Bítilæ'ðið er einskonar tízkufyrirbrigði, sem gripið hef- ur um sig meðal margra ung- linga á gelgjuskeiði. Það er éitt- hvað í sálarlífi unglinga á þessu aldursskeiði, sem gerir það að verkum, að þeir vilja sýnast öðru vísi en aðrir og reyna þessvegna að finna eitthvað nýtt, sem er ætlað þeim eldri að hneykslast á. Þannig var það með rokkið og húlagjörðina og þannig endar bítilmennskan einnig. Hún er bóla, sem á eftir að hjaðna, en auðvitað megum vi'ð eiga von á álíka fyrirbrigði Ómar Ragnars- son, stud. jur. einhverju öðru í framtíðinni. Bítilæði er ýtið æði. Ýtar skæðir rýta fræði, sýtir gæði, slítur næði. Skrítið fæði. LítilræðL i Friðfinnur Óiafs son, forstjóri. Ég hef 1 sjálfu sér ekkert á móti bítlum eða bitlatónlist, ■— hér er ungt fól'k aðeins að tjá sig á sinn hátt. Hins vegar er umstangið í kringum þetta mjög hvimleitt, öll þessi öskur og hamagangur að ekki sé minnzt á allan sóðaskapinn í kringum þessa Rolling Stones, en þeir fuglar finnst mér vera ógeðfelld jr lúsablesar. Það er raunalegt eð sjá unga menn hér, sem taka þá til fyrirmyndar. Annars held ég að þetta æði geti vart haft nokkur slæm uppeldisleg áhrif, þetta er eins og hver önnur dæg- urfluga. Þegar bítlarnir og fylgi- fiskar þeirra hætta, kemur bara eitthvað annáð í steú'nn. Svona bófur hafa verið að skjóta upp kollinum allt frá því að stríðinu lauk. Ég man til dæmis eftir því, eð einu sinni var mikil tízka að hrxnga sig í gjörð, „búla hopp“ hét það víst. Þetta þótti hin ágæt está skemmtun, jafnvel gamlar konur hoppuðU og hringuðu sig i gjörð. Annars skilst mér, að bítil- æ'ðið sé að deyja út. Þetta hefur verið ágæt tilbreyting í skamm- deginu. Þetta er eins og pipar í plokkfiski. Ragnar Karls- son, geðlæknir Undanfarna áratugi hafa ýms hegðunarfyrirbrigði gengið sem farsóttir um heiminn, sem rekja má til leikara, dægurlagasöngv- .ara og annara slíkra listamanna, sem hlotið hafa heimsfrægð fyrir tilstilli kvikmynda, útvarps og sjónvarps. Svo smitnæmar hafa þessar farsóttir verið, að svo virðist sem ekkert þjó'ðfélag, sé ónæmt fyrir þessum fyrirbrigð- um. Bítilæðið er ein af þessum al- heimspestum. Það er atihyglis- vert, að það eru hinir ihalds- sömu og formföstu Bretar, sem hafa lagt okkur þennan faraldur til, því bakterían er upprunin í Englandi. Sem betur fer, þá leggst sóttin ekki á alla, en það eru táningarnir og nokkrir enn- þá yngri aldursflokkarnir, sem fá veikina. Allir verða þó ekki jafn veikir. Sumir láta sér nægja að hlusta á bítlamúsikina, safna bítlaplötum og myndum, ög stunda bítlatónleika, með tilheyr andi ólátum. Þótt ýmsum finnist kannski nóg um allan þennan hávaða, þá tel ég að sóttin sé á þessu stigi tiltölulega meinlaus, þessir táningar læknast af bítla æ'ðinu, þegar þeir þroskast, eða þegar þeir taka næstu farsótt, sem útrýmir bítlaæðinu. Svo er það hinn hópurinn sem betur fer er miklu minni, sem sýnir einkenni veikinnar, með því að líkja eftir útliti fyrir- myndarinnar, og taka upp hina afkáralegu og kvenlegu hár- greiðslu bítlanna, og jafnvel klæðast háhæluðum skóm. Það er hér, sem ég dreg markalín- una, því þegar bítilæðið er kom- ið á þetta stig, þá er hér ákveð- in hætta á ferð. Sú hætta, sem ég á hér vi'ð er kynvilla og sér- staklega bomosexualitet. Þetta á einkum við um strákana. Kyn- þroskaskeiðið er tilfinningalega séð mjög viðkvæmt tímabil fyrir bæði kynin. Strákar á kynþroska skeiði hafa oft homosexuelar hvat ir, sem geta verið algjörlega dul vitaðar. Þessar homosexuelu hvat ir bæiast svo niður með aukn- um þroska og aldri, og sem full- tíða menn, verða þessir einstakl- ingar algjörlega kynfer’ðislega normalir, þótt þeir hafi haft sterkar homosexulear hvatir á kynþroskaskeiðinu. Margir full- orðnir homosexualistar leita fyrst og fremst á kvenlega stráka á táningaaldrinum, og tæla þá til kynferðismaka við sig. Það er einmitt í þessu, sem hættan er fólgin, því að margir strák- ar, sem láta tælast út í homosex- uel mörk á þessum aldri, geta ekki hætt, og verða síðar kyn- villingar. Ég vil taka það skýrt fram, að það er margt anna'ð, sem kem- ur til greina, sem orsakar það, að strákar klæðast bítlabúningi, en duldar homosexuelar hvatir. Það yrði alltof langt mál að gera því full skil hér. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að viss hætta á kynvillu er hér fyrir bendi. Ég tel t.d. að bítlastrákar eigi að ö'ðru jöfnu frekar á hættu að verða fyrir áleitni kyn- villinga, en jafnalðrar þeirra. Ef við tökum ekki ákveðna afstöðu gegn bitlaæðinu, þegar að það er komið á þetta stig, þá erum við beint eða óbeint að stúðla að því, að fleiri stfál^ar leiðist út á braut kynvillunnar. É<g vil þvi beina þeirri ósk til foreldra, kennara og annara, er starfa að uppeldismálum að taka höndxxm saman með að tak- marka bitlaæði'ð. Lofum táning- unum að spila sínar plötur og stunda , sína bítlatónleika, en fá- um strákana til að klippa af sér bítlahárið og fara úr hálhæluðu skónum. Reykjavík, 30. nóv. 1964. Rag'nar Karlsson, læknir. Rúnar Júlíusson hljóðfæraleik- ari. Þetta er alveg dásamlegt: Músik bítlanna er vafalaust sú ágætasta dægurmúsik, sem fram hefur komið síðastliðin hundrað ár. Ég er líka undir niðri mjög hrifinn af Rollings Stones og hress yfir „stælunum“ hjá þeim. Margir hafa hneykslast á síðu hári þeirra en mér finnst það stórglæsilegt og öfunda þá bara. Sumum finnst hrifningaræði unglinganna ganga út i öfgar, en ég ségi fyrir mig og mína fé- laga, að þá fyrst er gaman áð vera til, þegar ærlegt stuð er Gests, Ég hefi ekki nema gott eitt um bítilæðið að segja. Loksins kom eitthvað fyrir unglinga á aldr- inum 12—16 ára, og á þetta ekki bara við hér á landi, heldur um allan heim. Það er mikill vandi að gera fólki á þessum aldri til geðs, erfitt að finna eitthvað til að hafa ofan af fyrir því, en þarna tókst þa‘ö. Og þess ber að geta, að það *er ekkert óheilbrigt í sambandi við þetta, það hefur enginn liðið útaf froðufeliandi eins og þegar twistæðið gekk yfir. Ekki hefur áfengið verið tekið með í spili'ð, því að hinir upprunalegu brezku bítlar vilja hvorki sjá það eða heyra, og þá náttúrulega ekki aðdáendurnir heldur. Músikin sjálf er reyndar ekki merkileg, reynt er að framleiða sem mestan hávaða á sem ein- faldastan hátt. En þetta er líka að breytast, Beatles sjálfir, sem fyrst í stað voru ekki nema tíma að leika tólf lög inn á plötu þurfa nú 4—5 daga. Þeir og áheyr endurnir eru orðnir vandlátari. Hér á landi hefur náttúrlega skotið upp kollinum fleiri tug- um ungra pilta, sem allir leika bítlamúsik. Margir hverjir áð- eins léleg stæling á hinu erlenda, en þarna eru innan um piltar, sem munu halda áfram og verða danshljóðfæraleikarar framtíðar- innar. Hinir heltast úr lestinni, þegar bítilæðið er gengið yfir. En hvað á að gera fyrir unga fólkið þegar bítilæðið er búið að vera? Þetta er sprning, sem eigin lega er miklu meiri þörf á a'ð svara. Og ekki að semja skýrsl- Ur (sbr. Þjórsárdalinn forðum) eða halda fundi. Heldur fram- kvæma eitthvað. Messa á sunnudag Ytri Njarðvík Messa í nýja samkomuhúsinu kl. 2 .Séra Björn Jónsson. Málshœttir Oft bætir hjartað það upp, sem heilann skortir. Oft eru þau sárin verst, sem ekki blæða. Oft er iangur linur, en stuttur stinnur. SKODA-BIFREIÐ til sölu, árg. ’55, með bilaða vél. Upplýsingar í síma 18487. Þýzkt píanó til sölu á hagkvæmu verði. Upplýsingar í sxma 20359. Njarðvík — Suðurnes Til sölu sófasett, 2 stakir stólar með ullaráklæði og sófaborð. Verð kr. 4000.—. Uppl. í síma 1443, Keflavík. Keflavík Stúlka eða kona óskast allan eða hálfan daginn. Ljósmyndastofa Suðurnesja, Túngötu 22, sími 1890. Keflavík — Keflavík '4ra herbergja íbúð til leigu 15. des. — Upplýsingar í síma 1773. Kaupmenn! Heildsalar! Vil taka að.mér útkeyrslu á hreinlegum smávörum; hef góðan station-bíl. Til- boð sendist blaðinu, merkt: „Desember — 9748“. Keflavík — Suðurnes Hef opnað skóvinnustofu að Hrauntúni 6, Keflavík. Kjartan Jensson, skósmiður. Lítið notaður kvenfatnaður til sölu, ódýrt. Upplýsingar í síma 14679. Til sölu Danskt píanó, gólfteppi, út varpstæki og fleira. Upp- lýsingar í síma 23889 í dag og eftir kl. 8 næstu kvöld. f Keflavík — Nágrenni Jólin nálgast. Jólatré og greni. Tökum pantanir. Sölvabúð. Sími 1530. Rýmingarsala Svefnsófar, 2ja manna, kr. 2900.—. Nýir, gullfallegir svampsvefnbekkir, 2300.—. Tízkuáklæði. — Sófaverk- stæðið Grettisgötu 69. Kl. 2—9. Sími 20676. Höfum fyrirliggjandi Góðar og ódýrar sekkja- triliur. Sendum í póst- kröfu um allt land. Nýja blikksmiðjan, Höfðatúni 6, Símar 14672 og 14804. Húsgögn Sófasett, svefnsófar, svefn bekkir, svefnstólar, stakir stólar, innskotsborð, sófa- borð, saumaborð. Nýja bólsturgerðin, Laugav. 134, sími 16541. Athugið Mjög vel með farin tveggja manna svefnsófi til sölu. Verð kr. 4000.—. Uppiýs- ingar í síma 36558. A IUORGUM ,,og er hvergi gagn- samara á íslandi..." Jökull Jakobsson og Baltasar lýsa í máli og mynd- um ferð sinni til Flateyjar í sumar, en þangað fóru þeir til að viða að sér efni í bókina „Síðasta skip suður“. Ný framhaldssaga í þessu blaði hefst ný framhaldssaga, Tom Jones, sem er mjög skemmtileg og vel skrifuð. Kvikmynd byggð á sögunni, verður sýnd í Tónabíói á þessu ári. Leynivopnið Óvenjuleg smásaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttúr. Margt fleira w í blaðinu, m.a. grein um Audrey Hepburn, grein um hárgreiðslu og bókaþáttur. Jólablaðið JÓLABLAÐ Fálkans, 76 síður, kemur út 14. desember FÁLKIMM FLÝGUR ÚT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.