Morgunblaðið - 06.12.1964, Síða 23
Sunnudagur 8. des. 1964
MORGUNBLADIÐ
23
Til frú Hfaríti
Bjarnadóttur
TIL frú Maríu B.jarnadóttur á
Lau'janesv. 54, eftir lestur ljóða-
bókar hennar, Haustlitir, er
kom út á þessu ári.
Bókar þinnar blöðum á
blikb snilliverkin.
Bra>giarlínium brosa frá
Bóluættar-merkin.
Vel þú hefur vandað til
verka bókarinnar,
— hyggjuvit og hjartans yl
haiglega saruan tvinnar.
Málið: kjarniyrt, milt
og hlýtt,
— meitlað form af snilli.
Leiftrar skilningsljósið frítt
lína allra milli.
Dníe' Benediktsson.
— Því dœmist...
Framhald af bls. 6
skattfrelsis yrðu að koma til
bein fyrirmaeli löggjafans.
Niðurstöður fógetarétbar
Keykjavíkur og Hæstaréttar urðu
þær sömu í máli þessu. Segir
svo í forsendum að dómi Hæsta-
réttar: „Tilgangur stofnunarinn-
ar er að þjálfa sjúkt fólk og ör-
kumla til hagnýtrar vinnu. f því
skyni er öryrkjunum fengin í
hendur hæfileg verkefni og stofn
unin hefur á sínum vegum sér-
fróða lækna og þjálfunar og
hjúkrunarlið. Kekstur stefnda er
því eðiisþáttur í líknarstarfsemi
og verður hann eigi talinn at-
vinurekstur í skilningi 4. gr. 1.
nr. 46. 1954, 6. gr. 1. nr. 70. 1962
og 29. gr. 1. 69. 1962.“ Niðurstöð-
ur málsins urðu því þær, að hin
umbeðna lögtaksgerð skyldi ekki
ná fram að ganga, en málskostn-
aður í héraði felldur niður, en
Gjaldheimtan i Reykjavík var
dæmd til að greiða kr. 10.000,00 í
naálskostnað fyrir Hæstarétti.
Einn Hæstaréttardómara, Giz-
ur Bergsteinsson, skilaði sérat-
kvæði í málinu. Segir svo í for-
sendum að atkvæði hans:
„í stofnun stefnda er stunduð
yfirgripsmikil framleiðsla og
gerð margs konar varnings.
Vinnur að framleiðslunni fólk,
sem er að einhverju leyti miður
sín eða fatlað. Nýtur fólkið þarna
þjálfunar og tekur kaup. Hinn
framleiddi varningur, sem er
mikill að verðmæti, er seldur
sem hver önnur verzlunarvara.
Það er því augljóst og fer eigi
milli mála, að stofnun stefnda
rekur atvinnu. Hún verður því
ekki með nokkru móti talin „ekki
reka atvinnu" eða „enga atvinnu
reka“ í skilningi framangreindra
laga, en hvers konar atvinnu-
rekstur er skatt- og útsvarsskyld-
ur samkvæmt skýlausum orðum,
nema sérlög mæli öðru vísi. Nið-
urstaðan er því sú, að taka ber
kröfu (Gjaldheimtunnar) um lög
tak til greina, fella úrskurð fó-
geta úr gildi og leggja fyrir hann
að framkvæma hið umkrafða lög-
tak.“
Ný sending
Æfingaskór, allar stærðir
Dansbelti
Ballettbúningar
Og leikfimibolir,
hvítir og svartir.
— Minning
Framhald á bls. 13.
fór fótgangandi norður og austur
og kringum land, sem regluboði
stórstúku íslands af I.O.G.T..
Eftir þessa löngu ferð hóf
hann kennslustörf. Veturinn
1920-1921 var hann heimiliskenn-
ari í Hornafirði. En svo gjörðist
hann prestur. Honum var veitt
Flateyjarprstakall á Breiðafirði
1921. Hann var vigður til prests
af herra Jóni Helgasyni biskupi
hinn 23. júní 1923. Enn áttum við
séra Halldór ógleymanlega stund
saman, sem vígslubræður á vígslu
degi okkar,
Séra Halldór gerist nú mikill
prestur og prédikari. Áhugi hans
fyrir kirkju og kristni kom fram
í hverri hans ræðu. En þó hann
gjörðist prestur hætti hann ekki
að kenna. Óvíða mun hann hafa
notið sín betur en í kennslustund
með áhugasömum nemendum.
Fyrstu árin, sem hann var í
Flatey var hann ókvæntur. Hinn
26. júlí 1924 kvæntkst hann sinni
góðu eftirlifandi konu Láru
Ágústu Ólafsdóttur frá Hvallátr-
um í Breiðafirði. Við Breiða-
fjörð var móðir hans uppalin og
kona hans á eyju í Breiðafirði;
enda heyrðu menn oft á tali hans
að Breiðafjörður var honum kær.
Eftir 5 ára starf í Flatey fluttist
hann, sem sóknarprestur, að
Stað í Súgandafirði. Þar kom
sér vel að vera alinn upp í sveit
og kunna vel til sveitastarfa.
Honum búnaðist vel á Stað og
var þar mikilsmetinn sem prest-
ur, bóndi, kennari og leiðtogi
sóknarbarna sinna. Svo mikils
trausts naut hann hjá embættis
bræðrum sínum í Vestur-ísa-
fjarðarprófastsdæmi að þeir kusu
hann, sem prófast sinn. Enda
höfðu þeir allir kynnzt honum
vel meðan hann átti sæti í stjórn
Prestafélags Vestfjarða, en í
stjórn þess var hann frá stofnun
þess félags 1. september 1926
til þess er hann flutti burt af
Vestfjörðum. Þeir og Vestfirðing
ar allir kynntust hinum brenn-
andi áhuga hans, einnig í grein-
um þeim, sem hann ritaði í tíma
rit prestafélags Vestfjarða
„Lindin“.
Prófastsstörfum gegndi hann
skamma stund, tæpa tvo mán-
uði, því hann fluttist burt frá
Stað, eftir 15 ára þjónustu þar,
og að Mælifelli í Skagafirði.
Hann var prestur á Mælifelli í
fjögur ár. Mælifell er að mörgu
leyti erfitt sveitaprestakall, en
kallinu gegndi hann með ár-
vekni og dugnaði.
Meðan séra Halldór var prest-
ur á Stað og á Mælifelli, hélt
hann skóla fyrir ungmenni á
heimili sínu. Margir þeir menn
er hann kenndi fyrsta framhalds
skólalærdóm eru nú orðnir
þekktir menn í þjóðfélaginu.
Árið 1945 var honum veitt
Ofanleitisprestakall í Vestmanna
eyjum. í Vestmannaeyjum er
stórt starfssvið. Hann kannaðist
við það af fyrri reynslu, því
hann hafði þjónað kallinu frá
því í ágúst 1938 til fardaga 1939,
fyrir mág sinn, sem þá var fjar-
verandi og gegndi prestsiþjón-
ustu annars staðar. En í Vést-
mannaeyjum fann síra Halldór
starfssvið, sem hentaði kröftum
hans og starfsorku.
Hann þjónaði Vestmannaeyj-
ur í 16 ár og var vinsæll mjög
meðal sóknarbarna sinna.
En þó síra Halldór hætti störf
um sem sóknarprestur var hann
þó áfram sístarfandi og fús til
þess að flytja fagnaðarboðskap-
inn. Þess vegna var honum ljúft
að taka að sér þjónustu Norð-
fjarðarprestakalls um stund, en
því þjónaði hann í. 8 mánuði.
Hafði hann þannig verið prestur
í öllum fjórðungum landsins, og
í öllum fjórðungum þótti hon-
um gott að vera. En sem fyrrver
andi sóknarprestur (að dómi
hans var uppgjafaprestur ekki
til) hélt hann víða guðsiþjónustu
og eru ekki nema fáar vikur síð-
an hann hélt síðustu guðsþjón-
ustu sína í kirkju hér í Reykja-
vík.
Honum blessaðist alia ævi
prestsstarfið, enda trúði hann því
fastlega að hann hefði fengið
himneska köllun til þess starfs,
er hann var á unga aldri. Hon-
um birtist sýn í heimakirkju föð
ur hans á Staðarbakka, áður en
hann í fyrsta sinn lagði af stað
til námsdvalar burt frá æsku-
heimili sínu, og sýnina réð hann
þannig að Kristur væri að kalla
sig til starfs í kirkju sinni.
Því miður kynntist ég aldrei
heimili hans af eigin raun, en
mér er svo frá skýrt, að hann hafi
verið elskulegur og mikill heim-
ilisfaðir. Þau hjónin eignuðust 6
mannvænleg börn, sem öll eru
á lifi og ólu auk þess upp tvö
fósturgörn, sem eigin börn væru.
Heimilið varð skóli barnanna.
Sonur hans, síra Gísli á Melstað,
hefur sagt mér, að faðir sinn
hafi verið mesti og bezti kenn-
arinn, sem hann hafi átt. Og
honum nægði ekki að vera kenn
ari, heldur var hann alltaf á
skólabekk sjálfur, las mikið og
glímdi við hin ólíkustu verkefni.
Málamaður var hann góður,
lærði ungur Esperanto og var
snjall í því máli, auk þess, sem
hann hélt stöðugt við kunnáttu
sinni í öllum málum er hann
lærði í skóla.
Börn séra Halldórs og frú Láru
eru: 1. Ingveldur Aðalheiður, gift
Sæmundi Jóni Kristjánssyni vél-
smið á Patreksfirði; 2. Gísli, sókn
arprestur að Melstað í Miðfirði,
á sama stað og afi hans var prest-
ur, giftur Sigríði Ingibjörgu
Bjarnadóttur; 3. Erna, gift Torfa
Magnússyni bókara hjá Flugfél.
íslands í Reykjavík; 4. Eyjólfur,
kennari við Menntaskólann á
Akureyri, giftur Ragnhildi Láru
Hannesdóttur; 5. Þórey Mjall-
hvít, kennari, gift Baldri S.
Ragnarssyni B.A., kennara í
Reykjavík og 6. Lára Ágústa,
gift Snorra Gunnlaugssyni vél-
gæzlumanni á Patreksfirði. —
Fósturbörnin eru: 1. Ólafur Valde
mar Valdemarsson, bróðursonur
frú Láru, er hún tók til sín ung
an, er faðir hans dó frá mörg-
um ungum börnum. Hann er nú
bóndi á Stóra-ósi í Miðfirði, gift-
ur Önnu Jörgensdóttur; 2. Guðrún
Sesselja Guðmundsdóttir, er kom
til fósturforeldra sinna 7 ára
gömul, er hún missti móður sína.
Hún er gift Jóni Scheving, far-
manni hjá Eimskipafélagi ís-
landi.
Séra Halldór talaði um það,
að talan 40 væri mikilvæg tala
í lífi sínu. Hann hefði verið 40
ár prestur, og 40 ár var hann
í góðu hjónabandi og 40 væru
orðnir nánustu vandamenn.
Auk hinnar stóru fjölskyldu
eru margir, sem kveðja síra
Halldór með virðingu og þökk.
Fimm systkini hans, sem eru
á lífi af 10 systkinum, góðan og
kæran bróður, mógar og mág-
konur þakka vináttu alla.
Sóknarbörnin í öllum presta-
köllunum er hann þjónaði, sér-
staklega fermingarbörnin mörgu,
og ungmennin, sem hann kenndi
þakka þjónustu og uppfræðslu
alla.
Við skólasystkinin minnumst
með hlýhug og þakklæti okkar
kæra skólabróður. Og við allir
félagar í Góðtemplarareglunni
þökkum allt starf hans í þágu
hins göfuga málefnis.
Og kirkja íslands, kveður dug
legan og mikilhæfan starfsmann
og þakkar störf hans öll í henn-
ar þágu.
Kæri, trúfasti vinur minn og
vígslubróðir. Margar samtals-
stundir okkar verða mér ógleym-
anlegar. En ógleymanlegust verð
ur mér þó síðasta samtalsstund-
in, er ég sat hjá þér kvöldið áð-
ur en þú varst kallaður heim í
hin eilífu föðurhús. Við ræddum
um frið Guðs, sem er æðri öll-
um skilningi, sem varðveitir
hjörtu og hugsanir í samfélaginu
við Krist Jesúm. Nú hefur þú
öðlast fullan skilning á þeim dýr
lega friði, þar sem þú ert um
eilífð í hinu fullkomna samfélagi
við Krist Jesúm, frelsara okkar
og Drottinn.
Á fyrsta sunnudegi í jólaföstu,
sendi Guð heilagan engil sinn
eftir sálu, svo að þú mættir
halda með honum sem á jólun-
um fæddist eilíf dýrðarjól.
Það sé huggun ekkjunni og
ástvinum öllum, að eins og sólin
sem skín í regnúðanum myndar
fagran friðarboga, þannig breyt
ir sól Guðs náðar tárum mann
anna í lífsins fegurstu dýrð.
Magnús Guðmundsson.
Innréttingar
Við smíðum fyrir yður eldhúsinnréttingar og
skápa í svefnherbergi.
Trésmiðjavi BJÖRK
Akranesi — Símj 1414.