Morgunblaðið - 08.12.1964, Qupperneq 14
MORCV N BLADID
I»riSjadagtir 8. des. 1964
jMttgmtfrlitfetfr
Útgefandi:
Framkvæmdast j ór i:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessenu
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
NATO -
VÖRN FRIÐARINS
Vffirgnæfandi meirihluti ís-
lenzku þjóðarinnar telur
Norður-Atlantshafsbandalag-
ið í dag brjóstvörn heimsfrið-
arins. íslenzka þjóðin gerir
sér það ljóst, eins og aðrar
frjálsar lýðræðisþjóðir, að
það var stofnun NATO, sem
stöðvaði framsókn hins al-
þjóðlega kommúnisma í Ev-
rópu og kom þannig í veg fyr-
ir, að Vestur-Evrópu biðu
sömu örlög og þjóðanna aust-
an járntjaldsins, þar sem lýð-
ræðislegt stjórnarfar hefur
verið afnumið og í stað þess
tekið upp hið svokallaða „al-
þýðulýðræði“ kommúnista.
En sú tegund „lýðræðis“
byggist fyrst og fremst á eins
flokks fyrirkomulagi, sem
leyfir aðeins starfsemi komm
únistaflokksins en bannar
alla aðra stjórnmálaflokka.
En NATO hefur ekki aðeins
bjargað frelsi Vestur-Evrópu.
Þessi víðtæku samtök lýðræð-
isþjóða hafa jafnframt bjarg-
að heimsfriðnum. Enginn viti
borinn og hugsandi maður fer
í grafgötur um það, að ef
kommúnisminn hefði lagt
undir sig Vestur-Evrópu hefði
það ekki aðeins haft í för með
sér styrjöld í Evrópu heldur
heimsstyrjöld. Sú styrjöld
hefði verið háð með kjarn-
orkuvopnum. Hún hefði þess
vegna hlotið að verða gjör-
eyðingarstyrjöld, sem lagt
hefði meginhluta heimsins í
rústir.
Þegar alls þessa er gætt
verður það enn ljósara en áð-
ur hversu mikið mannkynið á
Norður-Atlantshafsbandalag-
inu að þakka.
ísland gerðist aðili að At-
lantshafsbandalaginu þegar
við stofnun þess. Meiri hluti
lýðræðisflokka var sammála
um þá ráðstöfun. íslenzkir
kjósendur hafa síðan við
hverjar kosningar lýst trausti
sínu á hina íslenzku utanrík-
isstefnu, sem byggist á þátt-
töku lands þeirra í varnar-
samtökum hinna frjálsu lýð-
ræðisþjóða.
Kommúnistar hafa hins
vegar barizt trylltri baráttu
gegn aðild íslands að þessum
þýðingarmiklu friðarsamtök-
um. Þeir hófu árás á Alþingi
daginn sem það samþykkti
aðild íslands að NATO. Þeir
rifu grjót úr fótstalli styttu
Jóns Sigurðssonar á Austur-
velli til þess að geta -„greitt
atkvæði með grjóti“, eins og
‘það hefur verið kallað.
Síðan það gerðist ' hafa
kommúnistar hvað eftir ann-
að rekið upp reiðiöskur, þegar
um það hefur verið að ræða
að fá varnarsamtökunum að-
stöðu hér á landi. Nú síðast
hafa þeir hafið upp sinn
gamla söng um landráð og
þjóðsvik, vegna þess að end-
urnýja á nokkra olíugeyma í
Hvalfirði.
Auðvitað tekur enginn viti
borinn íslendingur minnsta
mark á þessum hrópyrðum
kommúnista. Stefna þeirra er
hin sama og áður, að berjast
gegn hvers konar viðleitni til
þess að vernda frelsi og ör-
yggi íslands í samvinnu við
vestrænar lýðræðisþjóðir. —
Það er sú dagskipun, sem
deild hins alþjóðlega komm-
únistaflokks hér á landi hef-
ur fengið frá sínum austrænu
húsbændum.
Mörgum lýðræðissinnum
innan Framsóknarflokksins
mun hins vegar ofbjóða
ábyrgðarleysi og hentistefna
flokksforystu þeirra, þegar
hún skipar sér nú við hlið
kommúnista í árásum þeirra
á varnarsamtök lýðræðisþjóð
anna. Hlutur Framsóknar-
manna verður heldur ekki
betri við það, að vitað er að
olíufélag Sambands íslenzkra
samvinnufélaga hefur leigt
varnarliðinu olíugeyma í
Hvalfirði, en þykist nú missa
spón úr aski sínum, þegar
Atlantshafsbandalagið byggir
sjálft nýja olíugeyma.
Kjarni málsins er, að yfir-
gnæfandi meirihluti íslend-
inga styður aðild íslands að
varnarsamtökum vestrænna
þjóða og vill að íslendingar
standi við skuldbindingar sín-
ar við þessi friðarsamtök, sem
bjargað hafa heimsfriðnum
og komið í veg fyrir, að hinn
alþjóðlegi kommúnismi leiddi
nýja heimsstyrjöld yfir mann
kynið.
FUNDUR
WILSONS OG
JOHNSONS
U'ðlilegt er, að fundur þeirra
^ Lyndon B. Johnsons,
Bandaríkjaforseta, og Harold
Wilsons, forsætisráðherra
Breta, veki mikla athygli.
Þessir tveir leiðtogar forystu-
þjóða hins vestræna heims,
þurfa að ræða mörg þýðing-
armikil vandamál, sem úr-
lausnar krefjast. Á miklu
veltur, að Bretar og Banda-
ríkjamenn treysti sem bezt
samvinnu sína og séu færir
um að gegna hinu mikil-
væga forystuhlutverki sínu
meó 1 lýðræðisþjóða. Það er
einnig í jög þýðingarmikið
fyrir Breta og hina nýju
stjórn Verkamannaflokksins,
að fá aukinn fjárhagslegan
UTAN ÚR HEIMI
Systir Nehrús tekur sæti
bró&ur síns á
FRU VIAJAYA Laksh.mi
Pandit Nehru, hin 64 ára
gamla systir hins látna þjóð-
arieiðtoga Indlands tók fyrir
skömmu sæti í indverska þing-
inu, sem fulltrúi fyrir Pulphur
í Uttar Pradesh, þar sem bróð-
ir hennar, Jawaharlal Nehru,
hafði áður haft á hendí þing-
mennsku.
Frú Pandit er vel að sæti
bróður síns komin, því ekki
lét hún sér nægja að treysta
á töframátt nafnsins Nehru
eða eigin frægð og reynslu,
heldur lagði ótrauð út í
kosningabaráttuna og dró ekki
af sér. Lal Bahadur Shastri,
forsætisráðherra, hafði boðið
dóttur Nehrus, Indiru Gandhi,
sem gegnir starfi upplýsinga-
málaráðherra í stjórn hans, að
erfa þingsæti föður síns, en
Indrira hafnaði boðinu eftir
nokkra umhugsun. I>ví var
fleygt, að Indira væri hrædd
um að hún myndi bíða ósigur
í kosningunum, en það hefði
verið sjálfri henni mikill
álitshnekkir og Kongress-
flokknum þá ekki síður.
En Indira Gandhi var ekki
fyrr búin að lýsa því yfir, að
hún myndi ekki bjóða sig
fram í Pulphur, en ríkisstjór-
inn í Marahashtra, frú Pandit
Nehru, sem sat í Bombay og
lét illa að vera utangátta við
indversk stjórnmál, þó komin
væri nokkuð til ára sinni, til-
kynnti flokknum að hún væri
reiðubúin til þess að taka upp
hanzkann fyrir hann og heið-
ur ættarinnar í kjördæmi
broður síns sáluga.
Ekki gat Kongressflokkur-
inn hafnað svo góðu boði og
frú Pandit sagði óðara af sér
embætti ríkisstjóra til þess
að leggja út í konsningabarátt-
una. Mörgum sagðist illa hug-
ur um þetta tiltæki frúarinn-
ar, stjórnmálaandstæðingar
höfðu sig mjög í frammí í
Uttar Pradesh og lögðu stjórn
Shastris allt það til last er
þeir framast máttu, því erfitt
var að koma höggi á frú Pand-
it sjálfa. Mörg dagblöð í rík-
inu voru henni einnig and-
snúin. En frúin lét engan bil-
bug á sér finna. Þetta var
svo sem ekki I fyrsta skipti,
sem hún tefldi á tvær hættur.
Systir Nehrus var ýmsu vön á
árunum áður en Indland öðl-
aðist sjálfstæði og síðan hafði
hún unnið • landi sínu dyggi-
lega á erlendum vettvangi,
verið sendiherra í Moskvu,
London og Washington, verið
formaður sendinefndar lands
síns hjá Sameinuðu þjóðunum
fyrst kvenna oig forseti Alls-
herjarþingsins 1953, einnig
fyrst kvenna til að gegna því
embætti. Og samt hafði hún
haft hönd í bagga með öllu
því sem var að gerast heima
fyrir, og sat meira að segja á
þingi í tvö ár. Sumir sögðu
líka, að frú Pandit þætti kosn
ingabaráttan þeim mun
skemmtilegri, sem hún gæti
ekki verið viss um sigufinn
og auk þess myndi hún með
Frú Lakshmi Pandit —
ieiddist aðgerðarleysið.
þessu vilja ögra frænku sinni,
dóttur Nehrus, sem ekki hafi
viljað vinna það til að erfa
sæti föður síns í þinginu að
leggja út í tvísýna kosninga-
baráttu.
Nú er aftur skipað sæti
Jawaharlal Nehrus í ind-
verska þinginu. Systir hans
er vel að þessum arfi komin.
En hvort hún lætur þar við
sitja er annað mál. Nýverið
lét frú Pandit svo um mælt
við einhvern, sem latti hana
heldur að bjóða sig fram í
Pulphur, að hún væri nú ekki
komin á eftirlaun enn. Arf-
taki Nehrus á eflaust eftir að
láta að sér kveða í indversk-
um stjórnmálum áður en hún
fæst til að setjast í helgan
stein.
stuðning Bandaríkjanna. Efna
hagsmálaráðstafanir Verka-
mannaflokksstjórnarinnar eru
að vísu umdeildar. En sú stað-
reynd verður ekki sniðgeng-
in, að ríkisstjórn Harold Wil-
sons erfði mörg vandamál og
erfið viðfangs frá fráfarandi
stjórn íhaldsflokksins.
Vitað er, að Harold Wilson
mun fara fram á mikla efna-
hagsaðstoð frá Bandaríkjun-
um. Telja margir, að John-
son forseti muni eiga óhægt
um vik að verða við öllum
óskum Wilsons í þessum efn-
um, ekki sízt vegna þess, að
verulegrar vantrúar verður
vart meðal bandarískra fjár-
málamanna á fjámálastefnu
Verkamannaflokksins. Ymsir
leiðtogar Verkamannaflokks-
ins hafa einnig látið í Ijós
skoðanir á varnarmálum, sem
ganga í berhögg við skoðanir
Bandaríkjamanna.
Þeir Johnson og Wilson
munu vafalaust leggja sig
fram um það eftir fremsta
megni að samræma sjónarmið
sín, þannig að þeir nái end-
unum saman og geti markað
sameiginlega afstöðu til hinna
þýðingarmestu mála. En slík
samstaða Bandaríkjanna og
Bretlands er hinum frjálsa
heimi höfuðnauðsyn.
Sedrusvlðarskógar Líb-
anons vaxa upp aftur
HINIR gömlu, víífræga og
víðáttumiklu sedrusviðar- og
furuskógar í Líbanon verða
nú ræktaðir að nýju. Stjórn-
arvöldin í landinu hafa látið
fara fram mikla og víðtæka
g-róðursetningu á græðlingum
í fjallahéruðunum, þar sem
áður stóðu hinir mikiu sedrus
viðarskógar sem frægir eru
í Biblíunni, því þaðan fékk
Salómon konungur sedrusvið-
inn í musterið í Jerúsalem.
Matvæla- og Iandbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) veitir tæknilega hjálp
og ráðleggingar í sambandi
við þetta fyrirtæki, og Fram-
kvæmdastjóður Sameinuðu
þjóðanna hefur 3agt fram
fjárhæð sem nemur 888.000
dollurum (rúmum 38 milljón-
um íslenzkra króna).
Gróðursetning skóganna er
þáttur í víðtækri áætlun, sem
miðar að ræktun og nýtingu
fjallasvæðanna í Líbanon.
Fyrsta skrefið var að velja
sex tilraunasvæði, samtals
130.000 hektara, þar sem
menn verða uppfræddir og
þjálfaðir í gróðursetningu,
vökvun og vörzlu jarðvegsins.
Ennfremur er ætlunin að
koma upp skólum fyrir skóg-
fræðinga og landbúnaðarsér-
fræðinga og setja á stofn rann
sóknarstofur. Þegar hafa
verið gerðar nokkrar efna-
hagslegar kannanir I sam-
bandi við þessar áætlanir, og
innan skamms er von á skóga-
korti yfir Líbanon.
Allar eiga þessar fram-
kvæmdir að takia fjögur og
hálft ár, og í sambandi við
þær verða búnir til sérstakir
garðar og gerðar tilraunir
með fiskirækt í tilbúnun*
fjallavötnum.
Chou En-Iai
heimsækir
Nasser
Kairó, 5. des. (NTB).
CHOU En-lai, forsætisráðherra
Kínverska Alþýðulýðveldisins,
hefur þegið boð um að heim-
sækja Egyptaland. Segir blaðið
„A1 Ahram“ í Kairó, að hann só
væntanlegur þangað í marz n,.k-
Kínverski forsætisráðherrann
mun ræða við Nasser forseta
Egyptalands um alþjóðamál og
um málin, sem verða á dagskrá
ráðstefnu Asíu- og Afrikuríkja,
en hún verður haldin í Alsír
í vor.