Morgunblaðið - 08.12.1964, Page 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. des. 1964
Sesselja Árnadóftir
húsfreyja Heynesi
HINN; - 27. f.m. lézt að heimili
sínu'" Sesselja Árnadóttir hús-
íreyja- á Heynesi Innri-Akranes-
hreppi. Hún hafði átti við van-
heilsu að stríða undanfarið, þótt
hennar nánustu óraði ekki fyrir,
að svo stutt yrði að bíða vista-
6kiptanna.
Sesselja fæddist 4. ágúst 1888
á Flóðatanga í Stafholtstungum.
Foreldrar hennar voru* Árni
Jónsson bóndi og Dýrunn Magn-
úsdóttir kona hans. Systkinin
voru fimm er komust til fullorð-
ins ára, fjórar systur og einn
bróðir. Nú er elzta systirih, Sól-
veig, ein á lífi, háöldruð. Býr
hún hjá dóttur sinni á Akranesi.
Þegar Sesselja var á fimmta
ári drukknaði faðir hennar í
Norðúrá, er hann var að leggja
upp í póstferð. Þarf ekki að lýsa
því hvílíkt reiðarslag það var
konu háns og ungum börnum er
ástríkúr heimilisfaðir og fyrir-
vinna var svo skyndilega horfinn
sjónurh'. Sesselja dvaldist næstu
árin áf og til með móður sinni
og einnig að nokkru leyti á heim-
ili Sólveigar, systur sinnar, og
hefur ’ verið einkar kært með
þeirn alla tíð.
Tólf ára fluttist Sesselja að
Svarfhóli í sömu sveit til Björns
hreppstjóra Ásmundssonar og
Þuríðar Ijósmóður konu hans.
Það var ómetanlegt lán fyrir
Sesselju að alast upp hjá þessum
mikilhæfu hjónum, viðkæmustu
þroskaárin. Taldi hún síðan
Svarfhól annað bernskuheimili
6Ítt.
Tæpiega þrítug að aldri flyzt
Sesselja að Heynesi í Innri-
Akraneshreppi með Laufeyju
dóttur sína, sem þá var á fimmta
ári. Systkinin Guðrún og Krist-
ján bjuggu þá á Heynesi, ásamt
foreldrum sínum, háöldruðum.
Heynes varð síðan heimili Sess-
elju til æviloka. Hinn 15 júlí
1918 giftist hún Kristjáni Sig-
urðssyni og tók við búsforráðum
innanstokks á æskuheimili hans.
Þeim Sesselju og Kristjáni varð
tveggja barna auðið, Halldórs
og Kristínar. Kristján var greind-
ur maður, félagslyndur og ein-
staklega dagfarsprúður. Það
gat því ekki hjá því farið að
hónum voru falin ýmis trúnaðar-
störf, t.d. var hann lerigi oddviti
sveitar sinhar. Það kom því í
hlut hinnar ungu húsfreyju að
stjórna heimilinu þegar maður
hennar var fjarverandi, og fórst
henni það vel úr hendi. Sesselja
var manni sínum ómetanleg stoð
og stytta. Börnin nutu ástúðar
og umhyggju í ríkum mæli og
heimilið var til fyrirmyndar um
reglusemi í hvívetna. Bróður-
dóttir Sesselju, Marta Svanhvít
Magnúsdóttir, nú húsfreyja á
Reyni, ólst að mestu upp hjá
hjónunum á Héynesi og þer hún
mikinn hlýhug til fósturforeldr-
anna.
Árið 1952 missti Sesselja mann
sinn, og eftir lát hans bjó hún
áfram að Heynesi með börnum
sínum, Halldóri og Kristínu. Sýn-
ir það bezt hve fjölskyldan var
samhent og fjölskylduböndin
sterk.
Eldri dóttirin, Laufey, er gift
í Reykjavík. Maður hennar heitir
Gísli Þórðarson, og eiga þau
þrjú börn, tvo, drengi og eina
stúlku. Á sumrin dvöldust syst-
kinin oft hjá ömmu sinni í Hey-
nesi, og var nærvera þeirra sem
Ijósgeislar í lífi Sesselju. Sér-
staklega var yngsta barnið henni
kært, dótturdóttirin, sem ber
nafn hennar.
í stórum dráttum hef ég rakið
helztu atriði í æviferli Sesselju,
þó gefa þau ekki neina viðhlýt-
andi mynd af hinni prýðilega vel-
gefnu hóglátu konu og umhyggju
sömu móður.
Fyrir meira en tveimur ára-
tugum kynntist ég Sesselju og
fjölskyldu hennar. Ég var ráð-
inn kennari við riýbyggðan
heimagönguskóla í Innri-Akra-
neshreppi. Skólinn stendur við
túnjaðarinn í Heynesi, og natft
ég í tvo vetur fyrirgreiðslu
Heyneshjónanna og bjó á heim-
ili þeirra. Man ég enn er ég leit
í fyrsta skipti lítinn, snotran bæ
er stendur í iðgrænu túrii á lág-
lendu nesi. Á aðra hönd blasir
við blár, sólglitrandi hafflötur
Faxaflóa, en á hina rís Akrafjall,
svipmikið og tignarlegt. Þannig
var umhverfið fagurt og fjöl-
breytilegt, en hvernig var þá
fólkið sem þarna bjó? í fáum
orðum sagt, ég varð ekki fyrir
vonbrigðum. Strax við fyrstu
kynni féll mér vel við fjölskyld-
una í Heynesi og því betur, sem
ég kynntist henni nánar. Fólkið
var samhent og traust, glaðsinna
og gestrisið, eins og svo víða má
finna hjá alþýðufólki í sveit og
við sæ. Heynesheimilið var eitt,
hinna gömlu, góðu, reglusömu
og rótföstu heimila, sem hefur
varðveitt íslenzkan menningar-
arf gegn um aldirnar.
Fjölskyldan í Heynesi hafði
yndi af söng og hljóðfæraleik.
Það var til orgel á heimilinu og
var oftast eitthvað gripið í það
á hverjum degi. Sérstáklega var
það sonurinn Halldór, sem spil-
aði. Stundum kom ungt fólk af
riágrannabæj um og tók þátt í
söng, glensi og gamni. Enn minn
ist ég með gleði þessara ánægju-
legu stunda, er kliðmjúkir tónar
ómuðu í litlu baðstofunni í Hey-
nesi og æskufólkið með gleði-
glampa í auga og bros á vör
naut í ríkum mæli hinnar sak-
lausu skemmtunar. Hjónin létu
sinn hlut ekki eftir lig.gja og
blönduðu geði með yngri kyti-
slóðinni. Síðar varð Halldór um
árabil organleikari við Innra-
Hólmskirkju og leysti það starf
af hendi með mikilli prýði.
Að kynnast góðu fólki er lær-
dómsríkt og víkkar sjóndeildar-
hringinn. Ég tel mig rikari eftir
kynni mín af fjölskyldunni í Hey-
nesi.
Nú eru orðin ný þáttaskil. Það
varð skarð fyrir skildi er Krist-
ján var burt kallaður. Og nú er
Sesselja einnig horfin yfir móð-
una miklu. Heyneshjónin hafa
mætzt að nýju á strönd eilífðar-
innar.
í dag verður Sesselja kvödd
hinztu kveðju á heimili sínu og
jarðsett frá sóknarkirkju sinni að
Innra-Hólmi. Langri vegferð er
lokið. jLífið hlífði Sess^lju ekki
við því, eins og svo mörgurn
öðrum, að skuggum brygði á
veginn. En Sesselja var svo skyn-
söm og vel gerð kona, að hún
gerði sér ætíð far um að sjá hlut-
ina frá mörgum hliðum og leita
málsbóta. Það var fjarri skapi
hennar að láta aðra gjalda mis-
gjörða. Að skilja er sama og að
fyrirgefa.
Ég votta börnum Sesselju,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um innilegustu samúð mína. Það
er huggun harmi gegn, að minn-
ingiri um. góða og umhyggjusama
móður og mæta konu lifir. Bless-
úð sé minning hennar.
Ármann Kr. Einarsson
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar, séu þær ekki í
lagi.
Fullkomin bremsuþjónusta.
Bækurnar eru komnar
Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlegast beðnir að vitja bóka sinna í afgreiðsluna, Hverfisgötu 21.
Bókamenn: Það borgar sig að gerast félagi í Bókaútgáfu Menningarsjóðs og njóta vildarkjara um
bók averð.
ÆKJf' .
mm *É Að þessu sinnj gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs <4- * fjÉf ;
■ .ÆRtÆS ; út eftirtaldar bækur:
1. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes Pétursson. Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd
'm. mörgum myndum. Um 300 blaðsíður í stóru jT j
'■ 'r broti. Hefir verið sérstaklega til útgáfunnar *
l' Æ ; : jfi .. jj vandað. 2. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jón-
' as Kristjánsson cand. mag þýddi. Fyrra bíndi
■ þessa verks kom út á síðasta ári, og hlaut þá
Iw ¥ ‘ » ' afbragðs góða dóma.
| wM, /j ' 3. Með huga og hamri, jarðfræðidagbækur Jakobs H. Líndals, bónda og jarðfræðings á Lækjamóti.
Sigurður Þórarinsson sá um útgáfuna. Rúmar 400 w*
; blaðsíður, prýdd myndum.
q , *wí¥ £&>"'' •X 4. Saga Maríumyndar, eftir dr Selmu Jónsdóttur. — / Jir r
Prýdd mörgum myndum. Upplag er mjög lítið. « % /J *■ iB ^
!; J§|fc b :mm L |á|Sf " 8. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir ■4/ ' JHpMT" '
L, -y. £. :ý' Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli.
: Lö j ? mí 6. í skugga Valsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur. 7. Öm Amarson, (Magnús Stefánsson, skáld), eftir
a * 4’4. ;* Kristinn Ólafsson. 8. Leiðin til skáldskapar, um sögur Gunnafs Gunn- ^Ér' tli '
l íiÉÉifH í arssonar, eftir Sigurjón Björnsson. -r~
jp||Pjpíl. i I m S1Í1» #. Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen,
vMÉmÉmMWmÉœ Sigurður Guðmundsson þýddi. HHHbu / '
10. Mýs og menn, eftir John Steinbeck, Ólafur Jóh.
W JNÉÉiB >.Á5 Sigurðsson þýddi. . ' .
1mí»( ■••• 11. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar DaL
120 blaðsíður. Upplag er litið.
12. Ævintýraleikir, 3. hefti eftir Ragnheiði Jóns-
dóttur.
j J Vj “*
í lÉ/ M
Rókaútaáfa l^cnníntiarsioðs
Hofstaða-María J s .j Steingrímur Thorsteinsson ,