Morgunblaðið - 19.12.1964, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIB
Laugardagur 19. des. 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 3.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
Á AD HÆKKA
AÐSTÖÐ UGJÖLDIN?
ITið síðari umræðu fjárhags-
* áætlunar Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1965, lögðu
minnihlutaflokkarnir í borg-
arstjórn til að stórhækka að-
stöðugjöld í Reykjavík, og
töldu að á þann hátt væri
hægt að lækka útsvörin á ein-
staklinga.
Um útsvörin á Reykvíkinga
næsta ár er þess að geta, að
þau munu verða mun lægri
en í ár, þótt heildarupphæð-
in sé nokkuð hærri, því að
bæði fjölgar skattgreiðendum
og svo hefur orðið verulegur
tekjuauki, ekki sízt þar sém
hinar miklu kauphækkanir
1963 komu aðeins á lítinn
hluta þess árs, en hins vegar
á allt árið 1964.
Borgarstjóri gat þess í fyrri
umræðu um fjárhagsáætlun-
ina að gera mætti ráð fyrir,
að unnt yrði að gefa allt að
20% afslátt frá núgildandi út-
svarsstiga, miðað við 9% eins
og var í ár, en hins er að gæta,
að hugmyndin er að auka per-
sónufrádrátt og breyta skatt-
stigum til þess að lagfæra út-
svarsbyrðina, svo að ekki er á
þessu stigi hægt að gera sér
fulla grein fyrir því, hver
verða útsvör hvers eintaks.
í umræðunum um aðstöðu-
gjöldin, benti borgarstjóri á
að þau væru nokkurs konar
sambland af beinum og óbein-
um sköttum. Þegar aðstöðu-
gjöldin færu inn í verðlagið,
greiddi neytandinn þau end-
anlega, og eru þau þá í raun-
inni lík söluskattinum. Ef
hækkunin er hinsvegar greidd
þeim, sem atvinnureksturinn
hafa með höndum, þá tak-
marka þau möguleika fyrir-
tækjanna á endurnýjun, auk-
inni tækni og bættri þjónustu
við viðskiptamenn, auk þess
sem þau gera fyrirtækjunum
að sjálfsögðu erfiðara um að
greiða starfsfólki hækkandi
kaup.
Þá er þess og að geta, að
hærri aðstöðugjöld leiða til
þess að hagur fyrirtækjanna
verður verri og þannig minnk
ar sá tekjustofn, sem útsvör á
fyrirtæki eru lögð á.
Það er þannig síður en svo
örug'gt að hækkuð aðstöðu-
gjöld leiði til þess, að skatt-
arnir á einstaklinga verði
léttari, enda hefur yfirleitt
verið góð samstaða í borgar-
stjórn um ákvörðun aðstöðu-
gjalda, og jafnvel hefur það
borið við, að mnnihlutaflokk-
ar hafa flutt tillögur um
lækkun þeirra.
Á. borgarstjórnarfundinum
var upplýst, að samanburður
hefði verið gerður á veltuút-
svörunum í Reykjavík á ár-
unum 1957—1961 og aðstöðu-
gjöldum 1962—1965. Niður-
staðan var sú, að veltuútsvör-
in voru sem svaraði 21,40%
af öðrum útsvörum, en hluti
aðstöðugjalda af útsvörunum
árið 1962—1965 var 22,88% að
meðaltali. Þannig eru að-
stöðugjöldin nú heldur hærri
hundraðshluti af skatttekjum
borgarinnar en veltuútsvörin
voru á sínum tíma.
Þá hefur einnig verið gerð-
ur samanburður á hlutfallinu
milli greiðslna fyrirtækja og
einstaklinga, annars vegar á
árunum 1957—61, og hins veg
ar á árunum 1962—64. Þessi
niðurstaða sýndi að félögin
greiddu á fyrra tímabilinu
19,40%, en á síðara tímabilinu
21,72%, en einstaklingarnir
greiddu hins vegar á fyrra
tímabilinu 65,71% en á síðara
tímabilinu 62,89% af heildar-
upphæð allra tekna borgar-
innar.
Þessar upplýsingar sýna,
að það er ekki rétt, að minni
gjöld hafi verið innheimt af
atvinnurekstrinum síðari ár-
in, eins og minnihlutaflokk-
arnir héldu fram í borgar-
stjórn, heldur fremur hið
gagnstæða.
]Pins og greint hefur verið frá
^ í fréttum hafa hin nýju
og glæsilegu skip, Jörundur
II. og Jörundur III. farið til
síldveiða í Norðursjó, og þeg-
ar fengið þar nokkurn afla.
Enn er að vísu ekki vitað,
hvernig þessi tilraun muni
takast, en útgerðin á þakkir
skilið fyrir að reyna þessa
nýjung.
Hér við land eru nú hundr-
uð rússneskra síldveiðiskipa,
og ýmiss önnur veiðiskip
sækja aflann á íslandsmið,
svo að ekki er að ástæðulausu
ótti við ofveiði á okkar fiski-
miðum.
Við höfum hins vegar ekki
gert mikið að því að sækja
til fanga á önnur mið. Að
vísu var á tímabili mjög góð-
ur afli á Nýfundnalandsmið-
um, sem við íslendingar hag-
nýttum í ríkum mæli, og auk
þess hefur verið sótt á ýmiss
norðlæg mið.
Hins vegar hefur engin til-
raun verið gerð til þess að
reyna fiskveiðar langt sunn-
an íslands. Davíð Ólafsson,
fiskimálastjóri, flutti þá til-
Frá afhendingu friðarverðlauna Nobels í Ósló á dögunum. Þeir feðgar Ólafur Noregskonungur
og Haraldur krónprins óska dr. Martin Luther King til hamingju með verðlaunin. Við hlið mamms
síns stendur Coretta King og er harla broshýr, en yzt til hægri sést á vanga Gunnars Jahn, for-
manns Nobelsverðlaunanefndar norska Stórþingsins, sem afhenti verðlaunin augnabliki áður.
Kiarnorkuvopnamagn
í V-Evrópu aukið um
60% á þremur árum
Washington, 17. des. (NTB)
ROBERT McNamara, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
lýsti því yfir í dag, að yfir-
maður herafla bandamanna í
Evrópu hefði undir höndum
fullgerðar áætlanir um notk-
un kjarnorkujarðsprengja í
V-Evrópu, ef nauðsynlegt yrði
að grípa til þeirra. Hefðu slík
vopn verið í vopnageymslun-
unt undanfarin fimm ár. Þess-
ar jarðsprengjur væru aðeins
ein af kjarnorkuvopnategund-
unum, seni Atlantshafsbanda-
lagið hefði undir höndum.
Ráðherrann skýrði einnig
frá því, að sl. þrjú ár hefði
kjarnorkuvopnamagn í Vest-
* „SJOR/ENINGJASTÓÐ
INNSIGLUÐ
Haag, 17. des. (NTB)
Hollenzkir Iögreglumenn og
embættismenn innsigluðu í
dag senditæki „sjóræningja-
stöðvar“, sem sjónvarpaði
dagskrá til Hollands. Stöðin
var staðsett á fleka skammt
fyrir utan þriggja míina land-
helgi Hollands, og hefur starf-
að frá því í ágúst.
ur-Evrópu verið aukið um
60%. —
McNamara skýrði frá ofan-
greindu vegna frétta fná fundi
Atlanbsihafsbandalagsins í París
í gær, þess efnis, að fyrir lægju
áætlanir um kjarnorkujarð-
sprengjuibelti á landamærum A,-
og V.-Þýzkalands til varnar ár-
ása fná A.-Þýzkalandi.
Kai-Uwe von Hassel, varnar-
málaráðherra V.-Þýzkalands,
ræddi einnig þessar fréttir í dag.
Lagði hann áherzlu á, a'ð tillög-
urnar um sprengj uibeltið væru á
algeru byrjunarstigi og hefðu að-
eins verið ræddar á hernaðarleg-
um vettvangi án þess að nökkrar
ákvarðanir væru teknar.
Pólska blaðið „Zucie Warsawy"
gagnrýndi í dag harðlega það,
sem blaðið netfnir kjarnorkuibelti
gegn um Þýzkaland og segir, að
v.-þýzíkir hernaðarisinnar í hefmd
arhug hafi nú sýnt 9vart á hvítu,
að þeir séu óseðiandi, þegar
kjarnorkuvopn séu annars vegar.
Úl'furinn haifi varpað sauðagær-
unni og enginn geti lengur verið
í vafa u*m hvers vegna V.-Þjóð-
verjar vilji baka þátt í sameig-
inleguim kjarnorkmher Atlants-
hafslbandalagisins.
Frá því var skýrt í Washing-
bon, að kjarnorkujarðsprengjurn-
ar hefðu verið framleiddar á
grundveUi tilrauna til friðsam-
legrar notkunar þeirra. Væri t.d.
hægt að nota þær til áó sprengja
kletta og húsgrunna. Sovétríkici
hefur einnig gert slíkar tilraun-
ir. Sprengjurnar væru fjarstýrð-
ar og gætu fyrst og fremst gert
gagn, ef lamdvarnafherir hefðu
orðið að hörfa, því að þá mætti
gera daLi og fjallaákörð ófær
óvinunum með því að sprengja
slíkar sprengjur af miátuleguim.
styrkieika.
36 þúsynd
ibúar
í Færeyjum
Einkaskeyti frá fréttaritara
Mbl. í Þórshöfn, 16. des.
NEFND sú í Færeyjum, sem
vinnur að rannsóknum á mögu-
leikum til aukins iðnaðar í land-
inu, hefur látið gera yfirlit yíir
fólksfjölgun þar frá 1930 til 1,
júií 1964. í yfirlitinu er einnig
gerð grein fyrir flutningum i'ólka
milli byggðarlaga. Með þessu er
fyrst og fremst verið að kamna
hve mikið vinnuafl má gera ráð
fyrir að verði til ráð'stöfunar fyr-
ir iðnaðinn í framtíðinni.
Af yfirlitinu má sjá, að íbúar í
Færeyjum voru 36,088 1. júlí sl.
1930 voru íbúarnir 24,200 og hef-
ur því íbúatalan aukizt um 11,888
á þessu tímabili. En á tímabilinu
hafa 4409 menn flutzt frá Fær-
eyjum, flestir til Danmerkur. —
Flestir fóru frá landinu á tíma-
bilinu frá 1950—55: 1102 kona og
932 karlar.
lögu á Alþingi, að tilraun yrði
gerð til þess að finna fiski-
mið við Afríku eða á suðlæg-
um veiðislóðum.
Það er minnisstætt, að þess
ari markverðu tillögu tóku
kommúnistar og foringjar
Framsóknarflokksins með full
um fjandskap, og töldu hana
jafnvel nálgast landráð, þvíað
hún ætti að verða til þess að
við afsöluðum okkur fiski-
miðum til þess að sækja ann-
að.
Slíkt ofstæki er að vísu líkt
kommúnistum, en það leiðir
ekki til farsællar iausnar,
hvorki í þessu efni né öðrum.
Auðvitað eigum við íslend-
ingar að gera tilraunir til að
sækja aflaföng á fjarlæg mið,
ef fisk er þar að fá. íslenzkir
fiskimenn hafa sýnt og sann-
að, að þeir afla yfirleitt meir
en aðrir á sömu miðum. Þess
veg'na getur vel verið, að út-
gerð íslenzkra fiskiskipa á
fjarlæg mið, geti borgað sig,
jafnvel þótt öðrum gangi þar
misjafnlega.
Það var þess vegna ekki
seinna vænna, að við reynd-
um síldveiðar í Norðursjón-
um, og vissulega væri ástæða
til þess að einn eða tveir af
togurum þeim, sem eftir eru,
reyndu veiðar við Afríku-
strendur. Anægjulegast væri,
ef einstaklingsframtakið
treysti sér til þess að gera
slíka tilraun, eins og útgerð
Jörundanna gerir, en ella
væri rétt að styrkja hana af
ríkisfé.
Einnig má á það benda að
bæði Norðmenn og Færeying-
ar stunda þeg'ar arðvæniegar
fiskveiðar víða um Atlants-
hafið, má þar nefna hámera-
og sverðfiskveiðar við austur-
strönd Norður-Ameríku og
túnfiskveiðar í Karabiska
hafinu. Auka þeir flota sinn
1 mjög í þessum tilgangi