Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1965 VEÐRÁTTAN: Veðrið hefur verið alveg ljómandi undan- farna viku, og gæftir eftir því. Róið dag hvern. Og „í landi“ er unnið í byggingarvinnu, hlýindi, veðrátta eins og við munum hana frá í fyrravetur. VERTÍÐIN: Ekki er hægt að segja annað en að afli hafi verið góður hjá línubátunum. Misjafn að vísu eins og alltaf vill verða. Hæstu bátarnir um mánaðamótin voru Kap II, formaður Ágúst Bergsson með 114 tonn, og Stígandi, formað ur Helgi Bergvinsson með 98 tonn. Hjá báðum þessum bát- um var aflinn tæp 8 tonn að meðaltali í róðri. Hefur það oft verið lakara. Eítt kvöldið í vikunni „sló Helgi skipstjóri á Stíganda „á þráðinn" til mín. Var létt yf ir Hílga að vanda og barst tal ið fljótlega að vertíðinni. Sagð ist Helgi vera með mun meiri afla á línuna nú, heldur en á sama tíma í fyrra. Þorskur væri heldur meiri í aflanum nú heldur en á línuvertíð 1964. Annars væri aflinn venjulega helmingur - þorsk ur og ýsa, hitt langa og keila. Dauft er hjá þeim bátum, veg „þurr“ sjór, hvar sem reynt er. SÍLDIN: Nóg er að starfa í Eyjum þessa dagana. Mest er að sjálfsögðu í sambandi við síldina. í frystihúsunum er unnið við síldarfrystingu til miðnætt is, og allan sólarhringinn í síld arverksmiðjunum. í dag voru síldarverksmiðjurnar búnar sem eru með botnvörpu, al- að taka á móti 165 þúsund tunnum af síld. Var fiskmjöis- verksmiðjan h.f., með 120 þús. tunnur, en verksmiðja Einars Sigurðssonar með 45 þúsund tunnur.' Þann 28. janúar sl. var búið að frysta liðlega 2800 smá- lestir af síld, er Vinnslustöð- in h.f., afkastamest við síldar frystinguna með 843 tonn, en hin frystihúsin þrjú eru með nokkru minna. Aukning í síld arfrystingu frá í fyrra er lið- lega 1300 tonn. Dálítið hefur verið saltað, kveður þar mest að Fiskiðjunni h.f., sem hefur saltað í um 2 þúsund tunnur. NÝIR BÁTAR: í bátaflota Eyjanna eru bátar alltaf að fara eða koma. Bátar eru ým- ist keyptir í eða seldir úr bæn um. Nýlega hafa fjögur skip verið keypt hingað. Víðir frá Eskifirði, er Guðjón Ólafs- son frá Landamótum hefur keypt. Kópur úr Keflavík er Daníel Traustason skipstjóri hefur fest kaup á, þá er Pétur Ingjaldsson úr Reykjavík er Sigurður Oddsson frá Dal keypti og loks er Einar Þver- æingur frá Flateyri er þeir Karl Jónsson, rakari úr Rvík og Guðmundur Guðlaugsson skipstjóri hafa keypt hingað. Þrjá hina fyrsttöldu mun eiga að gera út á síld- og þorska- nótaveiði, en þann síðast- nefnda mun ætlunin að gera út á botnvörpuveiðar a.m.k. til að byrja með. roNSRÓLINN: Á dögunum hitti ég Þorvald Sæmundsson, kennara. Er Þorvaldur mikill áhugamaður um skóla- og menntamál. Fór meðal annars að segja mér frá Iðnskólan- um, þar hefur Þorvaldur haft á hendi skólastjórn um nokk- urra ára skeið. Skólinn er 5 mánaða skóli, hefst í septem- berbyrjun ár hvert og er slit- ið I janúarlok. í vetur voru í skólanum 80 nemendur, þar af 60 iðnnemar. Langflestir eru iðnnemar í járniðnaði, 17 að tölu, síðan eru fjórar iðn- greinar jafnar, rafvirkjun, húsasmíði, bifvélavirkjun og netagerð með 6—7 nemendur hver. Iðnskólinn hefur nú starfað í 30 ár, og alltaf sem kvöldskóli, en nú stendur til að breyta honum í dagskóla. Iðnskólinn hefur gegnt merku hlutverki í bænum. Hann var um margra ára skeið eini kvöldskólinn í bæn um og þar sem hann var ekki eingöngu bundinn við iðn- nema, gátu þeir er ekki höfðu aðstöðu til náms að deginum sótt þennan skóla — sótt þang að fróðleik og menntun. Ve„ 3. febr. 1965. Björn Guðmundsson. ÞÞÞ kaupir þrjá lang- ferðabíla ÞÓRÐUR Þ. ÞÓRÐARSON, bif- reiðastöðvarstjóri, hefur nýverið keypt langferðabíla Maignúsar Gunnlaugssonar, þrjá talsins, en Magnús hefur um áratugi rekið hér bifreiðastöð og annazt fólks- og vöruflutninga upp um allt Borgarfjarðarhérað með við- komu í Varmalandsskóla, Síðu- múla og Reykholti og endastöðv- um hér og í Reykjavík. — Oddur. Njósnari handtekinn Kuala Lumpur, 6. febr. NTB: NJÓSNARI nokkur, sem lýst er sem atkvæðamiklum í grein sinni, hefur verið handtekinn með mikla peningaupphæð á sér á flugvellinum í Kuala Lumpur, að því er Tunku Abdul Rahman, forsætisráðherra Malaysíu lýsti yfir í dag. Sagði forsætisráðherr ann að njósnarinn hefði átt að aðstoða andstæðinga stjórnar Mal aysíu við uppreisn. Rahman sagði að njósnari þessi hefði m.a. haft samband við Peking. Hann sagði að Kara- chi í Pakistan væri miðstöð manna þeirra, er hygðu á upp- reisn, en taldi að Pekingstjórn mundi tæpast hafa haft vitneskju um það. Rahman vildi ekki gefa frekari upplýsingar um mál þetta en sagði að unnið væri að hvítri bók um málið. • ARMSTRONG — FYRIRFERÐARLÍTILL Ég hitti Konráð, hótelstjóra á Sögu um helgina, en þá snerist allt um Louis Armstrong. Hann sagði, að þetta væri glaðleigasti náungi, miklu hraustlegri og frískari en búast hefði mátt við — samt ósköp rólegur — og það færi lítið fyrir honum. Þeir Louis og menn hans hafa lítið hreyft sig úr hótelinu þenn an tíma — en legið fyrir og hvílzt. Enda var veðrið í gser a.m.k. ekki þannig, að það væri beint freistandi að fara út í gönguferð. Annars sagði Konráð að nýt- ing hótelsins færi stöðugt vax- andi og þessi vetur væri betri en allir aðrir. Búið væri að taka allt gistirými í notkun og það veitti hreint ekki af því. Hann gerði ekki ráð fyrir að Hótel Holt mundi taka mikið frá Sögu, því ekkert veitti af þessu viðbótarhótelrými vegna stöðugt aukinna ferðamanna- heimsókna hingað. — Hins veg- ar var hann hræddur um að Loftleiðahótelið nýja mundi hafa töluverð áhrif á herbergja- nýingu á Sögu, því Loftleiðir senda alla, sem eru á þeirra snærum, á Sögu — og það er hreint ekki svo lítill fjöldi. • VEITINGAVER® í HÁMARKI Verð á hótelherbergjum verð ur hið sama í sumar og það hefur verið tvö undanfarin sum ur á Sögu, sagði Konráð, en á þessu tímabili hafa veitingar hækkað töluvert í verði — og sagði hann, að við mættum fara að gæta okkar heldur betur í þeim efnum. Hækkandi verð- lag hefði þrýst veitingaverðinu upp í aligert hámark — og ein hækkun til viðbótar yrði einni of mikið. Annars var hann bjartsýnn á að sumarið yrði gott, því meira væri nú pantað frá útlöndum en nok'kru sinni fyrr — og búið væri að fylla hótelið á köflum. Það eru eink- um erlendar ferðaskrifstofur, sem pantað hafa hótelherberg- in, en líka einstaklingar utan lands — ferðamenn, kaupsýslu- menn, laxveiðimenn o.s.frv. Nú er búið að fullgera allt hó- telið að undanskildum einum smásal á neðstu hæð, en hann verður tekinn í notkun innan skamms. Búnaðarbankinn opn- ar útibú í hótelinu á næstunni og verður það síðasta fyrirtæk ið sem flytur þangað inn. Bank- inn mun kaupa érlendan gjald- eyri, en ekki selja. • STRÆTISVAGNAR KÓPAVOGS Einn „Fáfróður" í Kópavogi skrifar: „Alltaf hafa mér fundizt strætisvagnaferðir Kópavogs- vagnanna í Austurbænum eitt af dularfyllstu fyrirbærum til- verunnar. Vill ekki Velva'kandi vera mér hjálplegur og birta þessar línur, ef ske kynni að einhverj- um máttarvöldum í Kópavoigi tækist að ná sambandi við „stjörnuspekinga“ strætisvagn- anna í því skyni að fá hjá þeim svör við eftirfarandi spurning- um: 1. Hvers vegna eru vagnarn- ir látnir fara yfir hálsinn um Háveg í stað þess að ganga alla leið niður í Skólatröð og þar yfir, svo að fólk á því fjölbyggða svæði þurfi ekki ýmist að hlaupa alla leið niður á Hafnarfjarðarveg eða þenja sig lengst inn á háls í veg fyrir þessi ómissandi farartæki, sem bréfritari er svo einfaldur að halda að eigi þó að þjóna bæjarbú- um almennt? 2. Mætti ekki leggja niður einn viðkomustað á Hlíð- arvegi, þ.e. viðkomustað- inn næstan fyrir innan Kron, þar sem örfáar vagn lengdir eru á milli bið- stöðva, ef verða mætti til þess að bannfæringunni yrði aflétt á svæðiiiu við Skólatröð og þar allt um kring? 3. Og hvers vegna eru svo vaignarnir látnir ganga svo að segja allan fyrri hluta dagsins me® sól, en á móti sól síðari hluta dags ins? Hvað mælir á móti því, að þeir gangi aðra ferðina réttsælis, en hina ferðina „öfugan hring?“ Er kannske hugsanleigt, að slí'kt gæti valdið ein- hverjum meiri háttar trufl unum á sigurverki himin- tunglanna? Það er máske bæði trúlegt og eðlilegt, að smáþægindi okk- ar mannanna hér á jörðu niðri séu létt á metaskálum „stjörnu- spekinganna”, sem af vísdómi sínum hafa lagt þessa órannsak anlegu vegi strætisvaignanna. En óneitanlega finnst okkur það dálítið snúið að geta aldrei komizt með vagni úr neðri hluta bæjarins og inn á háls i Austurbæ á tímabilinu frá kL 7 að morgni til kl. 16.30, utan tvisvar sinnum, þ.e. kl. 10.30 og í miðjum matartímanum kL 12.30, — og síðan skuli vera gagnkvæmt útilokað að komast með vagni innan af hálsi frá kl. 16.30 til kl. 20.30. Þeim vinsamlegu tilmælum er hér með beint til þeirra, sem lesa þessar linur oig kunna að hafa tök á að leita véfrétta um svör við þessum fávísu spurn- ingum mannlegrar skammsýni að þeir verði svo góðir að koma þeim á framfæri, svo að ég og margir fleiri megi fróðari verða. Ekki skal að lokum látið und- ir höfuð leggjast að geta þess, sem gott er: Vagnstjórar Kópa- vogsvanganna eru til fyrirmynd ar í framkomu og öllu starfi sínu. Fáfróður." 6 v 12 v 24 v Bosch þurrkumótorar, þurrkuarmar og þurrkublöð. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.