Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 11

Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 11
* Þriðjudagur 9. febrúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 Tar stórkostlegur tími — ah- ha. f>ar varð ég ástfanginn í annarri konunni minni Lill Hardin. Hún var píanóleikari hljómsveitarinnar. — Nú, svo þú nældir þér í píanóleikárinn. — Nældi, nei alls ekki. Ég varð ástfanginn af henni. í>ú veizt hvernig það er, maður talast við, maður umgengst, og evo allt í einu hættir maður að umgangast — en byrjar að elska. Er þetta ekki einnig þannig á íslandi? Ég fór að elska þessa stúlku, er nokkuð eð segja við því? Minn mórall hefur alltaf verið í sæmilegu lagi. Ég var skilinn við fyrstu konuna .... og þó ég hefði ekki verið skilinn við hana .... þetta er reynsla. Við spil- uðum saman á kvöldin, og svo bauð ég henni út, eða fór með hana heim. Og við vorum vin- tr. En allt í einu eitt kvöld, þar sem við sátum og röbbuð- um saman, gerðum við okkur grein fyrir að við vorum ekki lengur vinir. Við elskuðum hvort annað. Hver þekkir ekki þessa sögu. Ég hafði gifzt fyrstu kon- unni minni þegar ég var 18 ára niðri í New Orleans. Hún var 21 árs og hét Daisy Park- er, það var .... ja, hvað á ég að segja? Hann sveiflaði hægri hendi ©g horfðist í augu við sjálfan Big í speglinum. Ast, bætti hann við. Æskuást. Ég er fjór- giftur, veiztu það ekki? — Nei, ég vissi það nú ekki. — Jú, þriðja konan var Alpha Smith og nú er ég kvæntur Lucillu (Brown Sugar) Wilson. Hún dansaði á Broadway, — ég var í hljóm- •veitinni. Við fórum út saman eftir vinnu á kvöidin og þá gerðist þetta sama: Ég dróst að henni, hún að mér, og svo .... allt eru þetta góðar kon- ur og ég virði þær allar. Tvær þeirra eru látnar, tvær enn lifandi. Mér þykir mjög vænt um að hafa kynnzt þeim öll- um, það er mikil reynsla út af fyrir sig. Ég hef verið kvænt- ur núverandi konu minni í 24 ár, og við höfum lifað saman og elskazt eins og fóik á að lifa saman og elskast. Oh boy.... — Eru þær allar svartar, konurnar þínar? — Já, allar. Mér hefur aldrei hugkvæmzt að kvænast hvítri konu. Og þær svörtu hafa bara haft áhrif á mig. Þetta ætti ekki að vera neitt móðg- andi fyrir þær hvítu, er það? Nú hló hann dátt, þurrkaði sér í framan því hann var bú- inn að raka sig, og bauð okk- ur inn í stofu: — Þó ég virði allar mínar konur, er sú síðasta bezt. Nú eru aldrei neinir erfiðleikar. — En ekki hefur það alltaf verið svo. — Nei, stundum skemmti- legt En oft upp og niður, eins og hjónabönd eru. Ýmiskonar erfiðleikar. En nú streymir líf mitt eins og lygn á. Ég hef fundið þá réttu. Ég sé ekki eft- ir neinu, iðrast einskis. Þetta er búið að vera mjög skemmti- legt — að giftast þremur kon- um til að finna þá réttu. — Skemmtileg tilbreyting og siðferði í lagi? — Hvað áttu við? — Að þú sért ekki eins og leikararnir í Hollywood. — Hvernig eru þeir? — Eru þeir ekki dálítið veik ir á svellinu? — Þú átt við það? Að þeir lifi eins og þeim sýnist. . . . — Hefur frægðin haft nokk- ur áhrif á þig í þá átt? Ert þú nokkuð laus á kostunum.... — Ég? Andlit hans varð að tveim- ur hvítum augum. Svo brosti hann eins og barn. _ — Nei, ekki ég. Ég hef ekki haft efni á því, það er ástæð- an. Ég lifi mjög óbrotnu lífi. Þú getur séð það á því, að ég kem alltaf heim í kvöldmat. Ef strákarnir ætla að fá mig til að borða úti, þá segi ég: Nei takk, — og fer heim til konunnar og borða þar eins og góður drengur. Og ég vil ekki heldur missa af matnum heima, anyway. En ég var ekki búinn að segja þér frá því, þegar ég fór til New York. Þá íór ég í 'hljómsveit Fletchers Hender- sons, og við lékum í Roseland Ballroom. Síðan fór ég aftur til Chicago og spilaði með hljómsveit Lills, annarrar konu minnar, lék með henni til 1926 á Dreamland Café. En 1926 lék ég með Wendome Theatre Orchestra. Hljómsveit in hafði það hlutverk að leika undir fyrir sýningargesti, með an þöglu myndirnar voru sýnd ar. Það var mikil reynsla fyrir mig. Ógleymanleg. Ef djass- músik átti við einhvern þátt myhdarinnar, þá lékum við djass og af þvi hafði ég mest gaman, annars lékum við klass ík. Þegar við lékum djass, byrjaði fólkið að klappa, og við urðum að leika sömu lögin fjórum eða fimm sinnum, en myndin hélt áfram og allir voru hættir að taka eftir því sem var á tjaldinu, og þegar við hættum loksins að leika og horfðum á tjaldið, vorum við kannski í miðri jarðaríör. Nei, ekki sé ég eftir þessum tíma, alls ekki. Allt mitt líf hefur verið músik, og ég hef alltaf haft nóg að gera. Og alltaf notið vinsælda, strax sem strákur þegar ég söng sálrna- lög í kirkjunum í New Orle- ans. Þá söng ég með mínu eig- in hjarta, það geri ég enn. Ég þurfti aldrei að herma eftir neinum. Ég söng eins og hjarta mitt bauð. Það geri ég enn. Það ættu allir að gera. — Ertu trúaður, Satchmo, spurði ég? — Ég er baptisti, geng með gyðingastjörnu í keðju um hálsinn, og hef hlotið blessun páfans, hvað hét hann nú aft- ur, lítill karl og feitur, jú ætli það hafi ekki verið Jóhannes 23. Þegar ég borða, bið ég guð alltaf að blessa matinn, og svo les ég alltaf bænirnar mínar á kvöldin. Þannig var ég alinn upp í New Orleans. Ég breyt- ist aldrei, ég er alltaf sami Louis. Það er margt fólk, sem gerir allt mögulegt til að komast á- fram, það væri jafnvel reiðu- búið að hálsbrjóta náungann til að ná einhverju marki. Ég hef aldrei átt í neinum slíkum útistöðum. Ég er mjög venju- legur maður, ég borga reikn- ingana mína, lifi fábreyttu lífi, hvíli mig þegar ég get. Ég á lítið hús — það nægir mér. Mig langar ekkert til að eign- ast allan heinrinn. Og svo er eitt, sem fólk hugsar of litið Um, heilsuna sína. Sumir eign- ast peninga og verða ríkir, en missa heilsuna. Til hvers er það? Það eru litlir hlutir, sem ráða úrslitum í lífinu, við eig- um að rækta þá, gæta okkar. Ég er ánægður með það sem ég hef, raka mig rólega, borða hægt, slappa af, og þegar kom ið er til mín og sagt: Jæja, nú á konsertinn að byrja, þá stend ég upp kvíðalaus, tek tromp- ettið mitt.... og engum líður betur en Satchmo. Þá er ég fullkomlega rólegur og í ess- inu mínu. — Þegar þú varst drengur, fannst þér þá erfitt að lifa? — Nei, ekki mjög. Við sem vorum músikantar, áttum góða ævi; fólkið sóttist eftir okkur til að hlusta á okkur spila, við fengum alltaf nokkr- um dollurum meira en hinir. En þeir höfðu lítið, verka- mennirnir í þá daga. — En hvernig er nú að vera svertingi í Suðurríkjunum? — Ég trúi og veit, að það er allt annað nú en áður. Þá átt- um við enga framtíð, sem á- stæða var að hlakka til. Við fengum að vísu að spila á fín- um stöðum. Fína fóikið klapp- aði fyrir okkur, við fengum vel borgað. Við vorum ham- ingjusamir. En við vorum allt- af látnir ganga um bakdyrnar. Samt leið okkur vel, eins og ég sagði. Og miklu betur en öðrum svertingjum. Nú hefur orðið á mikil breyting. Ungir svertingjar hafa fulla ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina i Bandaríkjunum. Þetta er allt annað en þegar við vorum ungir. — Hefurðu mjög ríka til- finningu fyrir því, að þú sért Ameríkani? Hann hugsaði sig um andar- tak, var í vafa hvernig hann ætti að svara, sagði síðan: — Ég hef ríka tilfinningu fyrir því, að ég er maður. — Þykir þér gott að vera frægur? mr m m m a — Gött? Já, ágætt. En það var ekki ég, sem gerði mig frægan, heldur fólkið. Það tók list mína upp á arma sér og ég er þakklátur því fyrir það. Eins og það metur mig, þann- ig hef ég einnig ástæðu til að meta það. Mér þykir gaman að lifa og gaman að vera met- inn. En ég hef alla mína henti- semi, raka mig hægt og rólega, fæ mér einn lítinn. . . . ég má ekki bjóða ykkur einn kátan? — Þakka þér fyrir. Ætlar þú að fá þér líka? — Já, auðvitað, ekki skota samt, drekk aldréi skota. — En hvað með heilsuna? Heldurðu að það sé gott fyrir hana að fá sér einn liti in? — Hví ekki það? Læknar ráðleggja áfengi við sumum kvillum. Hvaða whisky fram- leiðið þið hér á íslandi? — Ekkert. — Hvað þá? — Við lögum vín, sem heitir „Svarti dauði“. — Ég þarf endilega að reyna það, sagði hann. Ég er ákveð- inn í því. Black Death, what a name! — Spilaðirðu í Chicago á veldisdögum A1 Capones? — Já, þá spilaði ég i Sunset Café. — Sástu A1 Capone? — Já, ég hitti hann. Hann kom stundum í Sunset og það var gaman að spila fyri’’ þessa kalla. Hann var litill og ekkert ógeðfelldur, og hafði fleiri i 1 verði í kringum sig heldur en Johnson forseti. Ég held að ? þeir hafi verið fjörutíu, sem gættu hans. En mér likaði vel að spila fyrir þá. Þessir kallar þurftu ekki að hugsa um pen- inga, þeir borguðu vel og við urðum að lifa. — Varstu nokkuð hræddiu:, ! meðan hann sat þarna inni? — Hræddur, nei. Satchmo er aldrei hræddur við neitt. Ef glæpamaður ætlar að drepa Satchmo, þá skiptir það engu máli, það eina sem gerist er að Satchmo deyr og verður eilíf- ur á himnum. Nei, ég er aldrei ' hræddur og ég hef aldrei nein ar áhyggjur og enga komplexa út af því að ég er svartur í Bandaríkjunum, enda hef ég ; ekki þurft þess. Dyrnar hafa alls staðar staðið opnar og ég 1 hef aldrei verið neitt vanda- mál. i — Hvað segirðu um b.ítl- ana? — Þeir eru stórkostlegir, 1 klappið fyrir þeim, þeir eru 1 næs kids og ég á heima plötur , og segulbönd með músikinni þeirra. Þeir eru góðir strákar og kunna sitt fag. — Eitt að lokum, Armstrong, i þú hefur verið kallaður Mister Jazz? 1 — Já, ég hefi verið kallaður ' 1 það lengL | — Og þú þekkir alla beztu í djassleikara heims. Hver er 7 mesti djassleikari, sem þú hef- I ur kynnzt? • — „King“ Oliver, svaraði i Mister Jazz án þess að hugsa jf sig um. J Við skáluðum þegar við • kvöddum, og hann brosti út að eyrum. Það er ekki svo löng leið. Hann sagðist ætla að koma aftur til íslands að sum- arlagL Það var ekki laust við að hann tæki nokkur spor á gólfinu af tilhugsuninni einni saman. Hann var iðandi af músik. Daginn áður en ég hitti Satchmo, spurði ég færan tón- listargagnrýnanda, hvað hann segði um þá músik, sem hann túlkaðL Hann svaraði: Ég er 1 ekki viss um að það sé tón- list. Þegar ég tók í hönd Louis Armstrongs og kvaddi hann j virðulega eins og stöðu hans sæmir, hugsaði ég með mér: „Ef hann er ekki músik — má ég þá biðja um eitthvað sem ekki er músik. ’ i Louis lyfti glasinu áhyggju- ' laus og síglaður: Ég skal lofa ykkur því strákar, sagði hann, - að næst verður það „Svarti | dauði“. jj Engor sérstnknr ráðstatnnir vegna inUúenzunnar Á UNDANFÖRNUM vikum hef- ur inflúenzu orðið vart í Sovét- ríkjunum, einkum Leningrad og Moskvu, og hefur sjúkdómurinn tekið á sig faraldurseinkenni. Mun hann nú hafa breiðzt til grannríkjanna svo sem Eist- lands, Finnlands og Austur- Þýzkalands. Samkvæmt upplýsingum frá Moskvu er hér um inflúenzu að ræða af tegundinn A2, mjög lítið afbrigðiletga frá inflúenzu þeirri sem gengið hefur þar á undan- förnum árum. Virðist sjúkdóm- urinn yfirleitt góð'kynja. Á Norðurlöndunum, Dan- mörku og Svíþjóð, hefur ekki verið gripið til sérstakra ráð- stafana af hálfu heilbrigðisyfir- valda að öðru leyti en því að ráða til bólusetningar þeirra starfshópa í þjóðfélaginu, sem sízt má án vera, þegar þannig stendur á. Inflúenza þessarar tegundar hefur á undanförnum árum einn- ig valdið faröldrum hér á landi, s ©g er ekki vitað, að þessi sé1 afbrigðilegur, svo að neinu nemi. Af hálfu heilbrigðisyfirvalda verður því ekki gripið til sér- sta'kra ráðstafana frekar venju gegn faraldri þessum. Ástæða þykir þó að ráða til þess, að bólu- settir verði þeir starfshópar, sem mest mæðir á, þegar faraldrar ganga, svo sem læknar og hjúkr- unarlið, sjúkraflutningaxnenn, slökkviliðið og lögregla. Lyfjaverzlun ríkisins mun hafa nokkrar birgðir inflúenzubólu- efnis undir höndum, og munu læknar geta aflað sér þess þar, eftir því sem ástæður standa til. (Frá landlækni) * Utvegsbanka- málið fyrir dóm MÁLIÐ gegn stjórn Starfs- mannafélags Útvógsbankans, vegna dagsverkfalls starfsifólks- ins, veróur tekið fyrir að nýju í sakadómi Reykjavikur á morg- I un, miðvikudag, ki. 9.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.