Morgunblaðið - 09.02.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.02.1965, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1965 Skrásetning réttinda í flugvéium Frumvarp lagt fram í gær ÚTBÝTT hefur veriff á Alþingi stjómarfrumvarpi um skrásetn- ingru réttinda í flugvélum. Frum varpiff, sem er í 37 greinum, fjall ar eins og nafnið gefur í skyn mtw réttindi í loftförum. Er það samið í framhaldi af lögum um loftferðir, sem sett voru á sl. árL í athugasemdum meff frumvarp inu segir, að með þvi sé miðað við, aff tsland staðfesti Genfar- sáttmálann frá 1948, en hann geymir reglur um eignarrétt og eignarhöft í loftförum og öðlist þar með þá vernd fyrir loftför sín í sáttmálaríkjunum, sem sátt- málinn veitir. í 1. gr. frumvarpsins segir m.a. að réttindi í löftfari, sem skráð er í þjóðemisskrá samkvæmt lög um um loftferðir, skulu skrásett til þess að njóta verndar gegn samningum um loftfarið og gegn lögsókn. Skrásetja ber í réttinda- skrá, sem gilda skal fyrir allt landið og halda ber við borgar- fógetaembættið í Reykjavík. Skilyrði þess, að réttindi geti rýmt burt óskrásettum réttind- um, er, að þau séu sjálf skrá- sett og aflandi þeirra samkvæmt samningi hafi öðlazt þau í grand leysi. í athugasemdum með frv. segir m. a. Á síðasta ári vom sett lög um loftferðir, nr 34/1964. Frumvarp þetta er samið í fr"~>haldi af þeim lögum og meS .ia hætti Og þau. Samkvæmt 1. P” ’aga nr. 49/1947 skal urr un og vernd eignarrétt eignar- hafta á skrásetti iri fara eftir reglunum un. .signir, að svo miklu leyti sem þeim verður við komið. Nú em loftför al- þjóðleg samgöngutæki. Er auð- sætt að móta ber reglur um eign- arrétt og eignarhöft í loftförum með hliðsjón af því. Genfsátt- málinn frá 19. júní 1948 geymir reglur um þessi efni. Er sáttmál- inn reistur á málamiðlun milli lögskipana sáttmálaríkjanna. ís- land undirritaði sáttmálann, en hefur eigi fullgilt hann. Frum- varp það, sem hér liggur fyrir, er við það miðað, að ísland stað- festi sáttmálann og öðlist þar með þá vernd fyrir loftför sín í sáttfálaríkjunum, sem sáttmál- inn veitir. En sáttmálinn geymir reglur um, að hve miklu leyti sáttmálaríki ber að virða rétt- isdi í loftförum, er heima' eiga í öðrum sáttmálaríkjum. Koma slíkar reglur einkum til greina, iþá er innlendur aðili eignast er- lent loftfar og svo er lögsókn er hafin gegn fyrirsvarsaðilja er- lends loftfars hér á landi. Sér- staklega má benda á, að aðild ríkis að sáttmálanum veitir hag- ræði, þá er leitað er láns gegn veði í loftförum. Sáttmálinn mælir svo fyrir í 2. gr., að allar skrásetningar, er varða eitt og sama loftfar, skuli rita í eina og sömu skrá, sé slík skrá haldin. Tekur þetta ákvæði til innlendra loftfara. ★ !>á hefur einnig' verið lagt fram frumvarp frá ríkisstjórn- inni um viðauka við lög um nauðungaruppboð, og er það fylgifrumvarp framangreinds frumvarps um flugför og hefur að geyma reglur um nauðungar- uppboð á þeim. — Tollar lækka Framhald af bls. 1 Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráffherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði í Efri deild í gær. Sagði hann, að frumvarpið væri flutt að ósk Sam- Ibands íslenzkra ! fiskf ramleið- Jenda og gerir Iþað ráð fyrir Iþví, að lækkað- |ur sé tollur á I flökunarvélum log hausskurðar- Ivélum til vinnslu |á fiski úr 35% í 110%. Ríkisstjórn jin hefur haft til I athugunar um I alllangt skeið að lækka almennt tolla á vélum, sér staklega vélum og tækjum til vinnslu útflutningsafurða svo og vélum og tækjum öðrum þess iðn aðar, sem framleiðir vörur og veitir þjónustu fyrir innlendan markað. Þeirri athugun er ekki lokið enn, en vegna þess að inn í hana hefur spunnizt víðtækari endurskoðun tollskárinnar enn upphaflega var ráðgert, þá þykir þó rétt að flytja þetta frumvarp, sérstaklega því að vertíð er hafin og atvinnuvegir hafa lagt áherzlu á, að þessi breyting taki gildi nú þegar. Þess vegna ef frumvarpið þó að hið almenn frv. um lækk un á véltollum sé ekki tilbúið, flutt nú til þess að unnt sé að lækka aðflutningsgjald á vélum þessum nú þegar. Það er ósk rik isstjórnarinnar að þetta frum- varp sérstaklega fái greiða göngu í gegnum þingið. Lagði fjármálaráðherra síðan ta, að frumvarpinu yrði vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar og var það samþykkt samhljóða, en frekari umræður um frum- varpið urðu ekki. Samkomudagur reglulegs Alþingis Bjarni Benediktsson, forsætis- ráffherra, gerði í Efri deild grein fyrir frumvarpi um samkomu- dag reglulegs Alþingis 1965, þar sem segir, að reglulegt Alþingi 1965 skuli koma saman laugar- daginn 9. október 1965 hafi for- seti eigi tiltekið annan samkomu dag fyrr á árinu. Lagði forsætis ráðherra til, að frumvarpinu.yrði vísað til 2. umræðu og var það samþykkt. Réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins Gunnar Thoroddsen fylgdi úr hlaði í Efri deild stjórnarfrum- varpi varðandi skyldur og rétt- indi starfsmanna ríkisins, en þar er gert ráð fyrir, að lengja olof þeirra ríkisstarfsmanna, sem ver ið hafa í þjónustu ríkisins skem- ur en 15 ár, með hliðsjón af leng ingu orlofs verkamanna, sam- kvæmt samkomulagi milli ríkis stjórnarinnar, Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands. Var frumvarpinu síðan vísað samhljóða til 2. umr. og heilbrigðis- og félagsmála- nefndar. NEÐRI DEILD Launa-skattur Emil Jónsson, félagsmálaráff- herra, talaði fyrstur og sagði m.a. að áður við umræður urn frum- varpið um almennan launaskatt þá hefði orðið tíðrætt um þaf hvernig launaskatturinn yrðx greiddur fyrir vinnu sjálfseign ar vörubílst j ór a. Nú hefði þetta mál verið athug að á ný og verið á það litið, að sjálfseignarbíl- stjórum væri á ýmsan hátt svip að farið og al- mennum launþegum. Því hefði ráðuneytið viljað gera hér und- antekningu og talið rétt, að launa skatturinn yrði greiddur af þeim sem kaupa vinnu þessara vörubíl stjóra. Las hann síðan upp tillögu um breytingu á frumvarpinu, sem gekk í framangreinda átt. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði ma.a., að eins væri háttað með leigubílstjóra og vörubílstjóra, að báðar þessar stéttir væru laun þegar. Þá sagði hann ennfremur, að sér virtist sem það ætti að láta launaskattinn ganga að éin- hverju leyti út í verðlagið og væri það ekki í samræmi við j únísamkomulagið. Emil Jónsson, sagði að vöru- bílstjórar hefðu sjálfstæða samn inga við atvinnurekendur og að það væri ástæðan fyrir því, að ákveðið hefði verið að láta hið sama gilda um sjálfseignarvöru- bíistjóra og aðra launþega. Félags málaráðherra sagði ennfremur, að sá væri samt munur á inn- heimtu launaskattsins vegna vinnu leigubílstjóra annars veg ar og vörubílstjóra hins vegar, að ómögulegt myndi reynast að inn- heimta skattinn hjá öllum þeim fjölda manna, sem keyptu vinnu leigubílstjóranna. Spurningin væri þá orðin sú, hvort leigu- bílstjórar ættu að vera undan- þegnir skattinum, en ef það yrði gert, þá myndu aðrir koma á eft ir. Þórarinn Þórarinsson ítrekaði ummæli sín um, að hið sama bæri að gilda um leigubílstjóra og vöru bilstjóra. Þá hélt hann því fram. eftir að hann hafði mælt með því, að bæði vörubílstjórar og leigúbílstjórar yrðu undanþegn- ir launaskattinum, en hann greiddur af þeim, sem keyptu vinnu þeirra, að þá væri skattur inn orðinn dulbúinn söluskattur, sem í framkvæmdinni yrði hleypt út í verðlagið, en slíkt væri að sjálfsögðu ótækt. Fór síðan fram atkvæða- greiðsla um frtimvarpið og breyt ingartillögu, sem fram hafði kom ið við það frá Birni Pálssyni o.fl. Var breytingartillagan felld en frumvarpið síðan samþykkt til Efri deildar. Eysteinn Jnósson (F) gerðl grein fyrir frumvarpi um heim ild fyrir ríkisstjórnina til að selja bæjarsjóði Neskaupstaðar jörðina Vindheima í Neskaup- stað, en hann og aðrir þingmenn Austurlandskjördæmis í Neðri deild eru flutningsmenn þessa frumvarps. Sagði Eysteinn, að frumvarpið væri flutt að ósk bæjarstjórnar Neskaupstaðar. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og nefndar. \ flæðitanga SEINNI hluta dags á sunnu- dag ætlaði þýzkur maður að ganga frá Bfferseyj argranda eft- ir Hóilmagranda og út í Hólmana. Gerði hann sér ekki ljóst, að teikið var að falla að, en fólk, sem sá til hans, gerði lögregl- unni aðvart. Fóru lögreglumenn á eftir Þj óðver j a.nuim og hjálp- uðu honum að vaða í land. Reiðmenn í „rús” NOKKUR brögð eru að því, að löigraghinmi berist kvartanir und an drukknum reiðmönnum, og þá aðallega um helgar. Á laug- ardag tók lögreglan hesta af tveitmiur mönnurn inni í Blesu- gróf, og voru heistamiennimir báðir undir áhrifiuim áfengis. A sunnudaig bárust einnig kvart- anir um ölvaða hestaimenn, sem truifluðu umferð. Samkeppni meðal arkitekta um leikskóla og dagheimili Borgarstjórn Reykjavrkur hef- ur auglýst samkeppni meðal arkitekta um byggingu fyrir dag heimili og byggingar fyrir leik- skóla og fer samkeppnin fram samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélaigs íslands. Heimild til þátttöku hafa all- ir meðlimir Arkitektafélags ís- lands og íslenzkir námsmenn í byggingarlist, sem lokið hafa fyrrihlutaprófi við viðurkenndan háskóla í þeirri grein. Dómnefnd skipa þessir menn: Tilnefndir af borgarstjórn Reykja víkur: Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, sem er formaður nefndarinnar, frú Margrét Sig- urðardóttir og Þór Sandholt, skólastjóri, ritari nefndarinnar. Tilnefndir af Arkitektafélagi ís- lands: Sigurjón Sveinsson, arki- tekt og Þorvaldur Kristmunds- son, arkitekt. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson. Keppnisgögn verða afhent af trúnaðarmanni dómnefndar hjá Byggingarþjónustu Arkitektafé- lags íslands, Laugavegi 26 gegn kr. 300.90 í skilatryggingu. í samkeppnislýsingu, sem gef- in hefur veri'ð út, er að finna ítarlega lýsingu á verkefninu svo og hvernig þátttakendum í keppninni ber að skila tillögum af sér. Frestur til að skila til- lögum er til 20. apríl n.k. og ber að skila tillögunum til trúnaðar- manns Ólafs Jenssonar, Bygging- arþjónustu A. í. og skulu tillög- urnar hafa borizt eigi síðar en kl. 18:00 ofangreindan dag. Verðlaun verða sem hér segir: Fyrir leikskóla samtals krónur 60.000.00, er skiptast sem hér greinir: 1. verðlaun kr. 30.000.00, 2. verðlaun kr. 20.000.00, 3. verðlaun kr. 10.000.00. Auk þess er dómnefnd heimil að að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 15.000,00. Fyrir dagheimili eru verðlaun samtaLs kr. 100.000.00 og skiptast sem hér greinir: 1. verðlaun kr. 50.000.00, I. verðlaun kr. 30.000.00, verðlaun kr. 20.000.00 Auk þess er dómnefnd heim- ilað að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 20.000.00. Áætlað er, að dómnefnd hafi lokið störfum sínum í lok maí n.k. og verða sigurvegurum keppninnar þá strax tilkynnt úr Slit og haldin sýning á öllum keppnistillögum. Vei'ður sýning- in opin almenningi. Þá er og að finna í samkeppn- islýsingunni eftirfarandi yfir- lit yfir starfsemi og rekstur dag heimila og leikskóla í borginni: Að byggingu óg rekstri dag- hemila og leikskóla í Reykjavik hefur ávallt verið unnið í nánni samvinnu við Barnavinafélagið Sumargjöf, sem hefur haft mikil- væga forgöngu í þessum málum í borginni. Fyrsta dagheimilið í Reykjavík var rekið af Sumar- gjöf í húsi Kennaraskólans við Laufásveg sumarið 1924 og voru á dagheimilinu 34 börn á aldrin- um 3—8 ára. Var það heimili rek ið á sama stað sumurin 1924-1926. Fyrsta húsið, sem byiggt var til slíkrar starfsemi var Grænaborg við Hringbraut. Var hús þessa byggt fyrir forgöngu Barnavina- félagsins „Sumargjafar” og var byggingu þess lokið á árinu 1931. Var dagheimilastarfsemin fyrstu árin eingöngu rekin á sumrum, en húsið leigt til skólahalds á vetrum. Er hús þetta enniþá not- að fyrir slíka starfsemi; er nú leikskóli fyrir um 120 börn. Á næstu árum tóku fleiri slík heimili til starfa fyrir forgöngu Sumargjafar. Bæjarsjóður Reykjavíkur hafði frá upphafi veitt nokkra styrki til þessarar starfsemi Sumargjafar, en á ár- inu 1943 jukust þeir styrkir veru lega. Á síðustu árum hefur sá háttur verið hafður, áð Reykja- víkurborg hefur byggt dagheim- ilin og leikskólana, en afhent Sumargjöf síðan heimilin til rekstrar. Reykjavíkurborg greið- ir síðan styrki til Sumargjafar, sem nema rekstrarhalla. Nú eru starfandi eftirfarandi dagheimili: 1. Laufásborg, dagvöggustofa og dagheimili fyrir 12ö börn á aldrinum 3ja mánaða til 5 ára. 2. Steináhlíð, dagheimili fyrir 45 börn á aldrinum 2ja—5 ára. 3. Hagaborg, dagheimili fyrir 85 börn á aldrinum 1—5 ára. 4. Vesturborg, dagheimili fyrir 45 börn á aldrinum 2ja — 5 ára. 5. Hamraborg, dagheimili fyr- ir 70 börn á aldrinum 3ja mánaða til 6 ára. 6. Hlíðarendi, dagyöggustofa fyrir 24 börn á aldrinum 3ja — 18 mánaða. Auk þess er í byggingu dag- heimili við Dalbraut af sömu ger’ð og Hamraborg. Þá eru starfandi þessir leik- skólar: Austurborg, Barónsborg, Brák- arborg, Drafnarborg, Grænaborg, Hlíðaborg og Tjarnarborg. Enn- fremur er að taka til starfa leik- skóli í leiguhúsnæði við Holta- veg og unnið er að teikningum og útboðslýsingu tveggja leik- skóla, þ.e. við Brekkugerði og Safamýri. Á fjárhagsáætlun Reykjavikur borgar nokkur s.l. ár hefur veriS veitt fé til þessarax starfsemá sem hér segir: Rekstursstyrkir Til nýb. 1960 2.600.000.00 1.400.000.00 1961 2.600.000.00 1.700.000.00 1962 3.000.000.00 2.700.000.00 1963 3.500.000.00 7.500.000.00 1964 5.600.000.00 12.000.000.00 1966 7.826.000.00 21.500.000.00 Af þessum tölum má ráð'a, að borgarstjórn hefur mjög beint athygli sinni áð þessum vett- vangi á síðustu árum og er fyrir- hugað að gera nokkurt átak I þessum efnum á næstunni. Er þessi samkeppni liður í þeim á- ætlunum og að því stefnt, að árangur hennar verði sá, að fé það, sem til þessarar starfsemi er ætlað, nýtist sem bezt og sem bezt sé búið að þeim börnum, sem á dagheimilum og leikskól- um dvelja. Tilgangur samkeppn- innar er sá áð fá fram tillögur að slíkum heimilum, sem sameina það, að vera ódýrar í byggingu, hagkvæmar í rekstri og listræn- ar í útlitL Engin ákveðin lóð er höfð 1 huga, en gert er ráð fyrir að nota megi tillögu þá, sem hlýtur L verðlaun, til bygginga á fleiri stöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.