Morgunblaðið - 09.02.1965, Page 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. febrúar 1965
— Kosygin
Framhald af bls. 1
sjálfráða um málefni sín.
Haft var eftir heimildum
í Peking um helgina, að
Kosygin myndi koma þar
við á ný eftir viku, er hann
heldur heimleiðis frá
Hanoi.
1 ræðunni, sem Kosygin
flutti í sovézka sendiráðinu
í Hanoi í dag sagði hann m. a.,
að hvorki Sovétríkin, Kín-
verska alþýðulýðveldið né N-
Vietnam vildi styrjöld, en það
væri skylda þeirra að auka
mátt kommúnistaríkjanna og
efla varnir þeirra. Sakaði for-
sætisráðherrann Bandaríkja-
menn um að auka ófriðinn í
Indókína og sagði, að hið al-
varlega ástand, sem nú hefði
skapazt gæti haft illar afleið-
ingar fyrir Bandaríkjamenn,
enda bæru þeir einir ábyrgð
á því. Fjandsamlegar og ögr-
andi aðgerðir hinna banda-
rísku árásarmanna hefðu fyllt
alla vini Víetnam réttlátri
reiði. Bandarískir hermenn
hefðu gert grimmilegar árásir
á N-Víetnam og blóði N-Ví-
etnambúa verið úthellt.
Kosygin hélt því fram, að
bandarískir hermenn í S-
Víetnam væru haldnir minni-
máttarkennd gagnvart skæru-
liðum Víet Kong og reyndu
nú að finna leið út úr ógöng-
unum með því að varpa sér
út í hernaðarleg ævintýri.
Sovétstjórnin væri þeirrar
skoðunar, að það eina, sem
stæði í veginum fyrir því að
eðlilegt ástand skapaðist í S-
Víetnam væri nýlendustefna
heimsvaldasinna. „Við krefj-
uimst þess, „hélt Kosygin á-
fram“. að allir bandarískir
hermenn og hergögn verði
flutt á brott frá S-Víetnam,
ögrunum við N-Víetnam verði
hætt og bundinn endi á íhlut-
un um innanríkismál land-
anna í Indókína."
t „Hetjuskapur Norður-
i Víetnambúa“
r Er Kosygin hafði lokið máli
sínu, hélt forsætisráðherra N-
Víetnam, Pham van Dong,
ræðu og sagði, samkvæmt
frétt frá Tass, að Bandaríkja-
menn hefðu fengið það, sem
þeir hefðu átt skilið. Hermenn
N-Víetnam hefðu sýnt mikinn
hetjuskap, skotið niður 10
bandarískar flugvélar og unn-
ið spjöl'l á fleirum. Forsætis-
ráðherrann minntist á viðræð-
ur ráðamanna í N-Víetnam og
sendinefndarisnar frá Sovét-
ríkjunum undir forystu Kos-
ygins og sagði, að ánægjulegt
hefði verið að fylgjast með
hve vinsamlegar þær hefðu
verið.
Það var á sunnudaginn, sem
Kosygin ræddi við ráðamenn
í Hanoi, þar á meðal Hi Chi
Minh og Pham van Dong. Var
skýrt frá því að þeir hefðu
rætt málefni, sem viðkæmi
báðum ríkjunum og alþjóðleg
vandamál, er þau hefðu áhuga
á. Var lögð á það áherzla að
þær hefðu verið vinsamlegar.
t-Árásir á Kínverja
Að viðræðunum við ráða-
menn í Hanoi loknum á sunnu
dag hélt Kosygin ræðu á
fjöldafundi í borginni Segja
erlendir fréttamenn, að í út-
drættinum úr ræðu hans, sem
fréttastofan Tass í Moskvu
birti, hafi verið ýmis ummæli,
er mætti túlka sem árásir á
kínverska kommúnista. En
þessum ummælum var sleppt
í fréttasendingu opinberu
fréttastofunnar í N-Víetnam
til Tókíó.
Kosygin sagði m. a„ að
Sovétríkin væru andvíg öllum
aðgerðum, sem gætu leitt til
þess, að ástandið í SA-Asíu
yrði alvarlegra og hættulegra.
Er talið að þessum orðum hafi
bæði verið beint til Kínverja
og Bandaríkjamanna. Síðan
lagði Kosygin áherzlu á, að
stjórnin í Moskvu vildi frið-
samlega sambúð við kapítal-
ista.
t Gegn endurskoðunar-
stefnu og kreddu-
kenningum
Kosygin ræddi ágreininginn
innan heimskommúnismans og
sagði, að kommúnistaflokkur-
inn í Sovétríkjunum væri á
móti öllum tilraunum til
að vekja sundrung í röð-
um kommúnistahreyfingarinn
ar og veikja samstarf hinna
byitingarsinnuðu afla í heim-
inum. „Við berjumst bæði
gegn endurskoðunarstefnu og
kreddukenningum, sem rang-
færa grundvallaratriði stefn-
unnar.“ Síðan kvað Kosygin
ekki nauðsynlegt, að öll ríki
gengju sömu leið til kommún-
.ismans og er talið, að með
þeim ummælum hafi hann
verið að sneiða að Kínverjum
fyrir að reyna að fá vanþróuð
ríki til að taka sér byltinguna
í Kína til fyrirmyndar. „Ef
sama mælistikan og sömu að-
gerðirnar eru notaðar alls
staðar, getur það gert hinum
sameiginlega málstað mikið
ógagn,“ sagði Kosygin.
Síðan ræddi forsætisráðherr
ann málefni SA-Asíu og kvað
Sovétríkin reiðubúin að veita
N-Víetnam alla nauðsynlega
aðstoð, ef árásarmenn ógnuðu
sjálfstæði landsins. Sovétríkin
krefðust þess að Bandaríkja-
menn kölluðu alla hermenn
sína heim frá S-Víetnam og
leyfðu þjóðinni sjálfri að
ráða málefnum sínum. Auk
þess væri það krafa Sovét-
ríkjanna, að Bandaríkijamenn
héldu á brott frá Laos og hlut-
leysi ríkisins yrði varðveitt.
Bandaríkjamenn hefðu rofið
hvað eftir annað Genfarsamn-
inginn frá 1962 um Laos.
Tækju þeir virkan þátt í hern
aðaraðgerðum gegn Pathet
Lao og óbreyttum borgurum
og notuðu landssvæði í Laos
til að undirbúa hernaðarað-
gerðir í S-Víetnam og ögranir
við N-Víetnam.
Síðan sakaði Kosygin Banda
ríkjamenn um að hafa komið
í veg fyrir að unnt væri að
halda frjálsar kosningar í S-
Víetnam og að styðja stjórn,
sem væri ekki sannur fulltrúi
þjóðarinnar, byggja herstöðv-
ar og senda æ fleiri hermenn
og hergögn til landsins. Kosy-
gin sagði, að stjórnin í S-Víet-
nam væri eins og leikbrúður í
höndum Bandaríkjamanna og
hefði ekki haldið velli einn
einasta dag, ef þeir hefðu ekki
stutt hana. Ba'ndarískir heims-
valdasinnar hlutuðust til um
innanríkismál S-Víetnam á
ruddalegan og ómenningarleg-
an hátt. Leikbrúðurnar í Sai-
gon og herrar þeirra fremdu
fjöldamorð og dræpu konur og
börn, eyðilegðu mannvirki og
legðu heimili í rústir. Við slík-
ar aðstæður ætti þjóð S-Víet-
nam ekki annars kost en grípa
til vopna til þess að varðveita
líf sitt, eignir og frelsi. Kosy-
gin lagði áherzlu á að sovézka
þjóðin styddi bræður sína í
Víetnam í baráttu þeirra og
tryði á sigur þeirra.
Kosygin sagði síðan, að Sov-
étríkin fordæmdu aðgerðir
heimsvaldasinna gegn hinum
friðelskandi íbúum Kamb-
ódíu, áform brezkra heimvalda
sinna um að nota Malaysíu
sem stökkpall til árása á Indó-
nesíu og sagði, að bandarískir
kjarnorkukafbátar yrðu að
hafa sig á brott frá SA-Asíu
þegar í stað.
í tilefni af heimsókn Kosy-
gins til Hanoi segir blaðið Sing
Tao Pao, í Hong Kong, sem
gefið er út á kinversku, í rit-
stjórnargrein í dag, að Norður-
Víetnam hafi snúið baki við
Kínverjum og styðji nú Sovét-
ríkin í hugmyndafræðideil-
unni. Segir blaðið, að stjórn
N-Víetnam hafi gert sér ljóst,
að Kínverjar séu ekki nægi-
lega sterkir hernaðarlega til að
aðstoða hana við að leggja
undir sig allt Indókína. Sé því
vænlegra til árangurs í því
efni að styðja Sovétstjórnina
og leita aðstoðar Sovétríkj-
anna.
— Satchmo
Framhald af bls. 28
á föstudagsikvöldið, ag verið á
endalausuim ferðalögum að und-
anförnu.
„Ég sagði frá því í sjónvarps-
þæitti í Ameríku um daginn“,
sagði Louis við blaðamann Mong
unblaðsins á leiðinni til Reykja-
víkur, „að ég ætlaði til íslands.
Hvað er þar, sagði stjórnandi
þáttarins. ís svaraði ég, og nú
sé ég að þetta er miesti mis-
skiiningur.“
„Satchmo“ fékk sér bltmd á
leiðinni í bæinn og var hinn
hressasti, þegar kornið var á
Hótel Sögu. Þar hvíldi fólkið
sig fyrir konsertinn, sem hald-
inn var kl. 7:15. Louis Armsitrong
hélt aðra hljómleika kl. 11:15 á
sunnudagskvöldið og tvo á sömu
tímium í gærkveldi. Héðan halda
þau aftur í dag með flugvél Lpft
leiða.
Eftir hljómlleikana á sunnu-
dagskvöldið bauð Konráð Guð-
mundsson, framkvæimdastjóri
Hótel Sögu, blaðaimönnum til síð
diegisverðar með Louis ag hljóm-
sveit hans. Gísli Guðmundsson,
fulitrúi hjá Bandarísku upplýs-
ingaþjónustunni, fræddi við það
tækifæri Lours og félaga hans
um íslands og ísiiendinga.
manna og ljósmyndara, því að
London, 8. febr. AP-NTB
Loftárásir Bandaríkja-
manna á bækistöðvar í Nlorður-
Vietnam hafa mætt misjöfnum
viðbrögðum, allt frá ströngustu
forn-.ælingum til stuðningsyfir-
lýsinga.
Lal Bahadur Shasri, for-
sætisráðherra Indlands, hefur
skorað á deifnaðila að gera hlé
á árásum og á þá Johnson,
Bandaríkjaforseta, og Kosygin,
forsætisráðherra Sovétríkjanna
að koma sem fyrst saman til
fundar og reyna að tryggja frið
í SA- Asíu.
Viðbragða Sovétstjórnar-
innar var beðið með nokkurri
eftirvæntingu og vakti athygli,
hve lengi þeirra þurfti að biða.
Er það skoðun flestra frétta-
manna og margra stjómmála-
manna í Bandaríkjunum og víð-
ar að Sovétstjórninni hafi verið
alls ókunnugt um árásina á her-
stöð Bandaríkjamanna við
70 hreindýr
við kofann
Höfn, Hornafirði,
8. febrúar.
NÝLEGA fóru tveir menn í
Kollumúla á vit við tvær
kindur, sem vitað var að
myndu vera þar í hagleysum,
því þær voru í svonefndu
Grísatungnagili, en það yfir-
fyllist af snjó þegar harðindi
ganga.
Þegar þeir fundu kindurnar
voru þær fremur illa á sig
komnar vegna hungurs. Einn-
ig fundu þeir 6 aðrar kindur,
sem voru í góðum holdum. Þá
fundust nýlega 3 útigengnar
kindur í Suðursveit.
Mennirnir tveir sáu mörg
hreindýr, m.a. voru um 70
við gangnakofann í Kollu-
múla. — Gunnar.
Á LAUGARDAGSKVÖLD og að
faranótt sunnudags handtók lög
reglan í Reykjavík þrjá menn,
sem grunaðir eru um leynivin-
sölu. Tveir þeirra eru leigubíl-
stjórar, en hinn þriðji er sakað-
ur um að hafa selt brennivín úr
einkabifreið, sem kunningi hans
ók. Mál mannanna er í byrjunar
rannsókn.
Pleiku, fyrr en að lokiimi loft-
árásinni á sunnudag.
1 fyrstu fregnuim Tass-frétta-
stofunnar aÆ atburðiuinum sagði,
að Bandarikj astj órn liegði á það
áherzlu, að hún ósikaði ekki að
styrjöidln breiddist út til N-Viet-
nam, — en bætti við, að það
hljómiaði skrítilega, í ljósi nýaf-
staðinnar árása. Og fyrstu fregn
„Pravda“ fylgdu ekki önnur um-
mæli en þau, að árásin væiri
freklegur yfirgamgur gagnvart
sjálfstæðu ríki. Þá birti blaðið
ekki ræðu þá, sem Alexei Kosy-
gin hélt í Hanoi, þar sem hann
hét sitjóm N-Vietnaim stuðningi,
etf „árásaraðiLarnir voga að
Skerða sjálfstæði landsins". Hins
vegar birti blaðið ræðu borgar-
stjóraims í Hanoi, er haidin var
við sama tækifæri og lét svo um
mælit að Kosygin hefði haldið
ræðu og verið ákiaiflega vel fagn-
að.
í dag hafa sovézkiu blöðin hins
vegíar gorzt nokkuð hvassari í
— Flugslys
Framhald af bls. 1
Greenville í South Caroline off
Atlanta í Georgia. Lagði vélia
upp frá Kennedy-flugvelli kL
6.32 að staðartíma (10.32 að ísL
tíma) og tólf mínútum síðar
missti flugturninn samband við
hana.
Björgunarbáta þustu þegar á
slysstaðinn, sem var skammt
undan Jones Beech. Haft er eftir
sjónarvottum að sprenging hafl
orðið í vélinni í loftinu og hafi
hún steypzt í sjóinn.
— íslenzka nefndin
Framh. af bls. 28
aðinn í ítailiu og reyna að auka
söluna. Væri skreiðin ódýrari
en fliestur fiskur, sem ítalir
neytitu.
Stefán Gunnlaugsson sagði, er
hann ræddi við ítalska skreiðar-
innflytjendur, að ísienzk skreið
væri betri en sú norska, ódýrari
og geymdist petur. Einnig sagð-
ist hann vera hrifinn aif fisk-
verkunarstöðvunum, sem hann
hefði séð í Napólí, þar væri
skreiðin vel meðhöndluð. Stefán
sagði, að það væri efcki einigöngiu
skreið, sem íslendingar vildu
selja ítölum, heldur ennig t.d.
skinn og uill til fatagerðar.
orðalagi, talað um að það sé
nauðsynlegt að binda enda á
„árásir Bandaríkj>amanna“ og
birt stuðningsræðu Kosygins.
Einnig var ræðan lesin í Moskvu
útvarpinu í kvöld.
Af þessu draga fréttarmenn þá
ályktun, að Sovétstjómin haifi
bugsað málið gaumgæfilega áður
en hún ákvað að standa við lof-
orð Kosygins. í kvöld skrifar Iz-
vestija" að Bandaríkjastjóm
bafi lagt inn á hættulegar braut-
ir. Ekki verði hjá því kornizt að
ævintýri henrnar í S-Vietnam
fari hrapallega.
Mörg Asíuríki hafa lýst fyl.gi
við stefnu Bandiaríkjastj órnar,
þar á meðal Thailamd og Mala-
ysíu. Á Norðurlöndum voru
viðbrögðin nokkuð blandin oig
kom till mótmælaaðgerða við
semdiráð Bandaríkjamma í Kaup-
mannaihöfn og Stokkhólmi. í
sósíalískum ríkjum, svo sem Als-
ír, Tókkóslóvakíu voru árásirnax
i fordæmidar harðiLega.
Shastri hvetur til friðar:
Skorar á Kosygin og Johnson
að hittast að máli sem fyrst