Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 19

Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 19
1 Þriðjudagur 9. fetrfiar 1965 htnoGijNBHGID 19 STÚRIÐJU Greinargerð frá iðnaðarmáSaráðuneytmu t< Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá iðnaðarmáiaráðu- neytinu: í NÓVBMBERMANUÐI sl. ákvað ríkisstjórnin að afhenda öllum alþingismönnum skýrslur þær, sem ríkisstjórninni höfðu borizt frá Stóriðjunefnd og raforku- málastjórninni, um byggingu al- uminiumverksmiðju og stór- virkjanir, þar sem fram komu J>ær niðurstöður rannsókna og undirbúnings, er þá lágu fyrir. Þessar skýrslur voru eftirfarandi: 1. Frá Stóriðjunefnd, dags 14. móvember 1964: Skýrsla til ríkis- etjórnarinnar um aluminiumverk smiðju og stórvirkjun. Þessi skýrsla var þá afhent sem trún- aðarmál á þeim forsendum, að í henni komu fram ýmis atriði, bæði viðskiptalegs eðlis og á annan hátt mikilvæg fyrir hags- muni Islendinga í máli þessu. Það yrði því samningsaðstöðu þeirra skaðleg, ef viðsemjendur eða ríki, sem keppa við ísland um staðsetningu aluminiumverk- smiðju, kynntust þeim atriðum. 2. Frá raforkumálastjóra, dag- sett 25. október 1964: Greinar- gerð um rannsóknir trl undir- búnings virkjana á Suðvestur- landi og Norðurlandi. 3. Frá Stóriðjunefnd, dags 13. apríl 1963: Virkjun Þjórsár við Búrfell og Jökulsár við Dettiföss, til raforkuvinnslu fyrir alumini- umbræðslu. — Samanburður. 4. Frá tækninefnd í virkjunar- málum, dags. í október 1964: Samanburður á nokkrum virkj- unartilhögunum fyrir orkuveitu- svæði Sogsvirkjunar og Laxár- virkjunar. Frá tækninefnd í virkjunar- málum, dags. 30. september 1964: Greinargerð um raforkumál Norðurlanda. 6. Frá Stóriðjunefnd, dags. 9. nóvember 1964: Samanburður á staðsetningu aluminiumbræðslu Norðanlands og sunnan. Þann 8. desember sl. barst iðn- aðarmálaráðherra, Jóhanni Haf- stein, bréf þingflokks Framsókn- armanna, sem greinir frá ályktun þingflokksins daginn áður, þar sem m. a. kemur fram, að „flokk- urinn telur rétt, að athugaðir séu í sambandi við stórvirkjun, mögu leikar á því að koma upp alum- iniumverksmiðju". Dagana 14.—17. desember sl. voru haldnir fundir um alum- iniummálið í Zurich, með full- trúum svissneska fyrirtækisins Swiss Aluminium og sendinefnd Alþjóðabankans. Af hálfu is- lenzku ríkisstjórnárinnar sátu fundinn: Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, formaður Stór- iðjunefndar, Eiríkur Briem, raf- magnsveitustjóri, Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur og Hjörtur Torfason, lögfræðingur. Á fundinum var rætt um öll helztu efnisatriði, er til greina koma í hugsanlegum samningum um byggingu aluminiumverk- smiðju á íslandi. Þetta voru fyrstu fundirnir, er haldnir hafa verið sameiginlega með fulltrú- um Alusuisse Qg Alþjóðabankans. Það er álit íslenzku fulltrúanna í þessum viðræðum, svo og full- trúa Alþjóðabankans, að veru- lega hafi miðað í samkomulags- átt. í janúarmánuði átti iðnaðar- málaráðherra viðræður við for- mann Framsóknarflokksins, Ey- stein Jónsson, um það, að þing- flokkur Framsóknarmanna til- nefndi tvo menn í þingmanna- nefnd, sem í ættu einnig sæti tveir þingmenn frá hvorum flokkanna, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Skyldi nefnd þessi undirbúa aluminium- málið, í sambandi við stórvirkj- un, fyrir Alþingi. Iðnaðarmálaráðherra átti einn- ig viðræður við formann þing- flokks Alþýðubandalagsins Lúð- vík Jósepsson um málið. Ráð- herra tjáði honum, að hann skildi það svo af yfirlýsingum forustumanna flokksins og skrif- um blaða, að flokkurinn væri í A æfingu á Fósturmold. Á sviðinu miffju standa Friendship hershöfffingi (Leifur Ivarsson) og Ósælan þjóffveldimá'laráðherra (Flosi Ólafsson). Hægra megin viff þá hermenn (úr Jámi) og til vinstri og aftan viff horgarar. Framan viff sviðið höfundurinn Guðmundur Steinsson og Kristbjörg Kjeld, sem stjórna leiknum, og hjá þeim Þórhildur Þorleifsdóttir og Jón Gunnar Ámason, leik- fjaldamálari, hljóðfæraleikarar og ljósmyndarar.. Fðsturmold verður til hjá Grímu í Tjarnarbæ var í gærkvöldi verið að leggja sfðustu hönd á eefingar á nýju leikriti eftir Guð- mund Steinsson, sem á að frum sýna hjá Grímu á fimmtudags- kvöldið. Höfundurinn sjálfup er leikstjóri ásamt konu hans, Krist björgu Kjeld leikkonu. Aðspurður um það hvort hon- um sem höfundi félli betur að fylgja leikriti sínu eftir þangað til það er komið í lokaibúning eða fá þetta afkvæmi í hendur öðr- um stjómanda í handriti, svaraði Guðmundur: — Það fer eftir því í hvers hendur maður lætur leik- rit sitt. Við hjónin vorum búin að leggja þetta mikið niður fyrir okkur og ákváðum svo að stjórna uppsetningunni sjálf. Það er ekki lítið sem maður lærir á því. Leikritið, sem hér um ræðir, heitir Fósturmold og gerizt í herstöð, fjallar um fólkið sem vinnur þar, hermennina sem þar eru staðsettir og lífið í stöðinni. Hvar það gerist? Það er ekki bundið við ákveðinn stað, getur gerzt hvar sem herstöð er, segir höfundurinn. Fósturmold er skrifað árið 1961, á undan Forsetaefninu, sem Þjóðleikhúsið sýndi í fyrra. Það er nokkuð stílfært og sums stað- ar sjást merki um þann stíl, sem seinna var meira útfærður í Forsetaefninu. Þrjú ljóð eru sung in í leiknum við tvö lög, sem Jón Ásgeirsson, tónskáld, hefur samið, og hópsýningar æfir Þór- hildur Þorleifsdóttir, balletdans mær. En leikendur eru margir, alls 17 talsins. Sviðið er nokkuð sérkennilegt við fyrstu sýn, en það hefur Jón Gunnar Árnason, járnsmiður gert. Enda er talsverð járnsmfði á því. M. a. hefur Jón Gunnar smíðað hermenn með byssur, sem kunna þá list að bera hend- ina upp að húfunni og sparar með því flokk leikara. Og ýmis- legt annað haglegt hefur hann lagt sýningunni til. Þetta er annað leikrit Guð- mundar Steinssonar, en hann er með tvö önnur í smiðum. grundvallaratriðum andvígur byggingu aluminiumverksmiðju hér með þeim hætti, sem gerð hefði verið grein fyrir, og teldi hann því ekki eðlilegt að kveðja flltrúa frá Alþýðubandalaginu í nefnd til að undirbúa málið fyrir Alþingi. Þessa skoðun á afstöðu þingflokks Alþýðubandalagsins í grundvallaratriðum taldi formað urinn rétta, en jafnframt hreyfði hann þeirri hugmynd, að svo kynni samt sem áður að vera að Alþýðubandalagið óskaði eftir því, að eiga fulltrúa í slíkri nefnd. Formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins tjáði ráðherra síðar, að það væri ósk þing- flokksins að. eiga fulltrúa í nefnd inni til þess fyrst og fremst að geta fylgzt með málinu. Iðnaðarmálaráðherra t e 1 u r þátttöku fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í slíkri nefnd, sem hér um ræðir, ekki til þess fallna að greiða fyrir framgangi máls- ins, en hann hefir tjáð Lúðvík Jósepssyni, formanni þingflokks Alþýðubandalagsins, að hann sé reiðubúinn til þess að eiga við- ræður við fulltrúa Alþýðubanda- lagsins um málið og veita þeim nauðsynlegar upplýsingar, til þess að þeir geti fylgzt með mál- inu, en á það virðist lögð á- herzla. Hin umrædda þingmannanefnd er nú fullskipuð, eftirfarandl þingmöimum: Frá Alþýðuflokknum: Bene- dikt Gröndal og Eggert Þorstein* son. F r á Framsóknarflokknum : Gísli Guðmundsson og Helgi Bergs. Frá Sjálfstæðisflokknum: Jón- as G. Rafnar og Matthías Mathi- esen. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, verður formaður nefnd arinnar. Verkefni nefndarinnar er að láta í ljós álit sitt á því, hvort og þá hvernig stofna skuli til stóriðju og í því sambandi á hag- kvæmustu virkjunarframkvaemd um á grundvelli þeirra rann- sókna, sem fyrir liggja, og al- þingismönnum hafa erið sendar skýrslur um. Mundi nefndin hafa aðgang að öllum niðurstöðum og rannsókn- um raforkumálastjórnarinnar og Stóriðjunefndar í þessum málum. Jafnframt ber nefndinni að gera till. um lagasetningu, er hún kann að telja æskilega í þessu sambandi. Til þess er ætlazt, að hlutaðeigandi ríkisstofnanir veiti nefndinni eða einstökum nefnd- armönnum umbeðnar upplýsing- ar og aðstoð í starfi hennar. Nefndinni er heimilt, að ráða sérfróða menn sér til aðstoðar. Kongóstjórn fær arð af námarekstrinum — Sagur fyrir Brussel, 8. febr. AP-NTB: • Moise Thsombe, forsætisráð- | herra Kongó sneri heimleiðis i j dag frá Briissel — og var hinn | reifasti viff brottförina. Og ekki j aff ástæffulausu, því aff stjórn belgíska námafélagsins „Union Miniére“ hefur nú loks fallizt á aff • greiffa Kongóstjórn arff af námarekstrinum í Kongó. Því hefur félagiff neitaff, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur sl. fimm ár. Á- ætlaff ér aff arffurinn nemi allt aff 300 milljón dollara fyrir þaff tímabil. í gær afhenti forstjóri félags- ins Edgar M. Vandersta.eten for- sætisráðherranum ávísun á hluta fjárins, 92 miilj. belgískra franka. IVfoese Thsombe | Ennfremur hefur Moise J Thsombe fengið því framgengt, í þessari ferð, að Belgíustjórn veiti Kongó aukna hernaðaraðstoð. Mun það væntanlega hafa í för með sér, að belgískir ráðgjafar og herforingjar taki virkari þátt en hingað til í baráttunni gegn uppreisnarmönnum. Tshombe staðhæfði fyrir skömmu í viðtali við fréttamenn, að flokkar upp- reisnarmanna væru nú orðnir mjög dreifðir um landið. AP-fréttastofan segir, að Thsombe hafi ennfremur fengið belgísku stjórnina til þess að heita því að skipta sér ekki af .innanríkispólitík Kongó, nema aðstoðar hennar yrði leitað. Fé lagt til höfuðs morðingjum Kairons Nýju Dehli, 8. febr. — NTB: LÖGREGLAN i Nýju Dehli hef ur nú tekiff höndum fjóra menn, sem grunaffir eru um affild aff morðinu á Sardar Pratap Singh Kairon, fyrrum forsætisráffherra í Punjab-fylki og þremur affstoff- armönnum hans á laugardaginn, er þeir óku heimleiffis frá höfuff- borginni, þar sem Kairon hafði átt fund meff Shastri forsætis- ráffherra. Voru menn þéssir tekn ir höndum er þeir leitúðu á náðir viffgerffaverkstæffis eins í Nýju Dehli um viffgerð á bláum bíl sínum, sem var nákvæmlega eins og sá sem vitaff var aff moröingj arnir höfðu til umráffa. Fylkisstjórnin í Punjab hefur heitið 50.000 rúpíum (um 450 þúsund ísl. kr.) hverjum þeim er veitt geti þær upplýsingar um tilræðismennina er leitt geti til handtöku þeirra og eftirmaður Kairons í embætti, Ram Kishen, hefur fyrirskipað gagngera rann- sókn í málinu og heitið fjöl- skyldu Kairons lögregluvernd. Ekki hefur áður verið gerð í Ind landi önnur eins eftirleit glæpa- manna og skipta lögreglumenn þeir er um málið fjalla, bæði á vegum fylkislögreglu og rikislög reglu, mörgum þúsundum. Sardar Pratap Singh Kairon, sem var 63 ára gamall, var fá- tækra manna, bændaættar og átti frama sinn í stjórnmálum aðallega að þakka þátttöku sinni í sjálfstæðisbaráttu Indlands. Hann varð forsætisráðherra I Punjab árið 1956 en lét af em- bætti í fyrra, borinn þeim sök- um að hann hefði hampað fjöl- skyldu sinni um of og dregið sér fé á ýmsan máta. Er honum var sýnt tilræðið á laugardag- inn var hann að koma frá Nýju Dehli þar sem hann hafði ein- mitt verið að ræða við Lal Bah- adur Shastri forsætisráðherra, síendurteknar ásakanir stjórn- málaandstæðinga sinna, um fjár- drátt og óheiðarleik í embættis störfum. Kairon var maður vin- sæll af alþýðu manna en átti marga óvini bæði í hópi stjórn- málamanna og annarra. Honum var það þakkað meira en nokkr- um öðrum, hversu fylkisstjórn- in í Punjab var orðin öflug og framkvæmdasöm á síðari árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.