Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 9. feEruar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
27
— LoftárásJr
Framhald af bls. 1
laugardag. Fórust þar átta
bandarískir hermenn og 126
særðust — þar af sjö lífs-
hættulega. Síðari árásin var
gerð í nótt á þyrluflugvöll
Bandaríkjamanna.
t Lyndon B. Johnson, for-
seti, hefur fyrirskipað að ó-
breyttir bandarískir horgarar
í Saigon, þar á meðal konur
allar og hörn, alls um 1800
manns, skuli flutt þaðan. —
Einnig hefur hann sent liðs-
styrk til S-Vietnam, búinn
Hawk-flugskeytum.
$ Pekingstjórnin heitir stuðn
ingi gegn „árásaraðgerð-
um bandarískra heimsvalda-
sinna“.
Upphaf átakanna var árás Viet
Cong skæruliða á bandarísku her
stöðina og flugvöllinn í nágrenni
borgarinnar Pleiku, sem er um
385 km norður af Saigon. Féllu
þar átta bandariskir hermenn og
126 særðust, en tvísýnt er um
líf sjö þeirra. Er þetta mesta
mannfall í liði Bandaríkjamanna
í einni árás í S-Vietnam til þessa.
Árásin kom mönnum í opna
skjöldu. Vörpuðu skæruliðar
sprengjum að flugvellinum og
herbækistöðinni því sem næst
samtímis. Á nokkrum mínútum
eyðilögðust fjórar þyrlur. —
Skömmu síðar gerði skæruliðar
einnig árás á olíugeymslur í ná
grenni hafnarbæjarins Tuy Hoa.
Þegar Johnson, forseta, bárust
fregnir af atburðunum við
Pleiku síðdegis á laugardag, kall
aði hann þegar heim til Wash-
ington McGeorge Bundy, sérlegan
sendimann sinn, er verið hafði í
S-Vietnam. Heima fyrir kallaði
hann þegar til fundar helztu ráð
gjafa sína og fulltrúa Öryggis-
ráðs Bandaríkjanna. Ennfremur
óskaði hann eftir að helztu leið-
togar beggja deilda þingsins
væru viðstaddir fundinn.
Fundarhöld stóðu yfir langt
fram á sunnudagsnóttina og var
haldið áfram, þegar eftir hádegi
á sunnudag.
Adlai Stevenson, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, skýrði núverandi for
seta Öryggisráðsins, Roger Sey
doux, fuiltrúa Frakklands bréf-
lega frá atburðuftum í Vietnam
í gær. Sagði Stevenson, að árás
irnar væru afleiðing af árásum
Viet-Cong skæruliða, er gerðar
hefðu verið samkvæmt skipun-
um frá Hanoi. Stevenson óskaði
ekki eftir fundi Öryggisráðsins,
en áskildi sér rétt til þess að
leggja málið fyrir fund í ráðinu,
ef nauðsyn krefði. Stevenson seg
ir í bréfi sínu, að 34.000 vel vopn
aðir og velþjálfaðir hermenn frá
N-Vietnam hafi bætzt í flokk
Viet-Cong skæruliða frá því árið
1950.
Áður en Bundy hélt frá Saigon
fór hann snögga ferð til Pleiku
til þess að athuga verksummerki.
Hann kom síðan til Washington á
sunnudagskvöld og gekk þegar á
fund Johnsons forseta. Að lokn
um fundi þeirra kallaði forsetinn
Öryggisráðið enn á fund í Hvíta
húsinu.
Af AP-fregnum frá Washing-
ton er ekki annað sýnna en að
gérðir Bandaríkjastjórnar njóti
almenns fylgis meðal þingmanna
heggja deilda Bandaríkjaþings.
Leiðtogi demokrata í öldunga-
deildinni, Mike Mansfield, sagði
í dag, að Johnson hefði ekki átt
um annað að velja og leiðtogi
repubiikana í deildinni, Everett
Dirksen, kvaðst fyllilega sam-
þykkur stefnu Johnsons. Richard
Nixon, fyrrum varaforseti, hef-
ur einnig lýst fylgi við stefnu
stjórnarinnar og hvatt til þess
að slaka hvergi á, svo að aðgerð-
irnar renni ekki út í sandinn.
Einn flokksmaður Johnsons er
þó ekki ánægður — öldunga-
deildarþingmaðurinn Wayne
Morse, sem lýsti því yfir, að at-
burðirnir í S-Vietnam væru ljót
ur blettur á sögu Bandaríkjanna
og lítt líklegur til að auka friðar
horfur í heiminum.
— xxx —•
Fyrstu fregnir af loftárásunum
á stöðvarnar í Vietnam bárust
frá Saigon, þar sem birt var stutt
tilkynning um það, sem gerzt
hafði. Klukkustund síðar var
birt yfirlýsing í Hvíta húsinu, þar
sem sagði m.a., að Johnson for-
seti hefði að ráði Öryggisráðsins
fyrirskipað gagnráðstafanir
vegna árása Viet Cong á stöðv-
arnar við Pleiku.
í yfirlýsingunni sagði, að árás
irnar yrðu takmarkaðar alger-
lega við þær bækistöðvar í N-
Vietnam, sem vitað væru að sæju
skæruliðum í S-Vietnam fyrir
vopnum og vistum. Bandaríkja-
stjórn óskaði ekki eftir að færa
styrjöldina í Vietnam norður
yfir 17. breiddarbaug, — hvort
svo yrði gert eða ekki, væri alger
lega undir stjórn Norður-Vietnam
komið.
Robert McNamara, landvarna
ráðherra Bandaríkjanna, upp-
lýsti á fundi með fréttamönnum
í Washington í gær, að 49 banda
rískar flugvélar — frá þrem flug
vélamóðurskipum, hefðu tekið
þátt í árásinni og allar snúið aft
ur óskaddaðar að mestu, utan
ein, er skotin hefði verið niður
frá jörðu.
McNamara upplýsti, að loft-
árásirnar hefðu verið gerðar á
bæinn Dong Hoi og virtist skað
inn, er þær hefðu valdið á að
gizka 70%, Hann sagði þá borg
notaða sem þjálfunarbækistöð
fyrir skæruliða og þaðan væru
skæruliðar, vopn og hergögn
send yfir landamærin til Laos
og þaðan áfram til S-Vietnam.
Hanoi útvarpið segir hinsvegar,
að loftárásirnar hafi einkum ver
ið gerðar á þorpin umhverfis
Dong Hoi og fyrst og fremst ver
ið beint gegn óbreyttum borgur-
um.
George Reedy, blaðafulltrúi
Hvíta hússins, sem las fyrstu yf
irlýsingu stjórnarinnar um árás-
irnar, sagði, að bandaríska leyni-
þjónustan teldi margt benda til
þess, að stjórnin í Hanoi hyggðist
mjög herða sóknina í Suður-Viet
nám á næstunni. Væru stjórnir
S-Vietnam og Bandaríkjanna
staðráðnar í að hvika hvergi í
baráttunni.
í dag, mánudag, hélt átökun-
um áfram. Skæruliðar Viet Cong
fóru aftur á stúfana í nótt og
gerðu sprengjuárásir á stóran
bandarískan þyrluvöll við Soc
Trang, u. þ. b. 140 km fyrir sunn
an Saigon. Þyrlurnar komust all
ar óskaddaðar á loft — 30 voru
fluttar til Can Tho, u. þ. b. 45
km frá árásarstaðnum, en aðrar
flugu yfir vellinum þar til skæru
liðar höfðu verið hraktir frá.
Þessari árás var aftur svarað
með loftárás á Norður Vietnam.
Tóku 24 flugvélar frá Suður-Viet
nam og nokkrar bandarískar þátt
í leiðangrinum og var sprengjum
varpað að nýju á Dong Hoi en
einnig á héraðið Vinh Linh.
Ngueyn Khanh hershöfðingi
skýrði fréttamönnum frá loftárás
inni í dag og sagði hana hafa
heppnazt einkar vel. Aðeins ein
flugvél hefði verið skotin niður
og hefði flugmaðurinn bjargazt.
Vinh Linh er skammt norðan við
17. breiddarbauginn, sem skilur
ríkin N- og S-Vietnam. Að sögn
Khanhs stjórnaði yfirmaður flug-
hersins, Nguyen Cao Ky, yfir-
hershöfðingi árásinni — særðist
hann sjálfur í leiðangrinum en
ekki hættulega.
Khanh sagði, að flugmennirn
ir, er tekið hefðu þátt í árásinni
væru væntanlegir á morgun til
Saigon frá Danang — þaðan.
sem árásirnar voru gerðar — og
yrði þeim fagnað sem hetjum. Á
miðvikudag væru fyrirhuguð mik
il hátíðahöld í Saigon. Khanh
upplýsti einnig, að flugvélar frá
her S-Vietnam hefðu lagt upp í
átt til N-Vietnam í gær, en vegna
veðurs hefðu þær orði'ð frá að
hverfa án þess að geta tekið þátt
í árásunum.
Khanh kvaðst sannfærður um
að N-Vietnam hefði ekki bol-
magn til að gera meiri háttar
sprengjuárásir í S-Vietnam, en
Kínverjar kynnu að geta gert þær
í þeirra stað. Hinsvegar kvaðst
hann þess fullviss að þótt reynt
yrði að gera loftárásir á S-Viet-
nam myndu aldrei meira en
3—5% árásarflugsveitanna kom-
ast gegnum loftvarnarnet S-Viet
nam.
Til Saigon barst í dag sú fregn,
að 220 Viet Cong hermenn hefðu
fallið í gær í átökum við stjórnar
hermenn í Quang Tin héraði.
Pekingútvarpið segir í fregn-
um frá Hanoi, að tíu bandarískar
flugvélar hafi verið skotnar nið-
ur yfir Norður Vietnam í dag og
í gær.
-- XXX ----
Johnson forseti átti aftur í dag
ýtarlegar viðræður við helztu ráð
gjafa sína, þar á meðal Bundy
— og kallaði að svo búnu örygg
isráðið og helztu þingleiðtoga aft
ur á sinn fund. Forsetinn hefur
fyrirskipað að óbreyttir Banda-
ríkjamenn þ. á. m. allar konur
og börn, alls um 1800 manns,
skuli fluttir burt frá S-Vietnam
á næstu tíu dögum. Talsmaður
Bandaríkjastjórnar í Saigon seg-
ir, að forsetinn telji rétt að vera
við öllu búinn. Þá tilkynnti John
son í gær, að sendar yrðu nokkr
ar HAWK-herdeildir til S-Viet-
nam og kom hin fyrsta til Dan-
ang í dag. í hverri HAWK-deild
eru 500 hermenn, er hafa til um j
ráða 54 flugskeyti, sem skotið
er frá jörðu og grandað geta flug
véium í allt frá 30—15.000 metra
hæð. Flugskeytin eru fimm metr
ar að lengd og vega 578 kíló
hvert. Þau hafa verið í notkun
frá því árið 1954.
— ‘ — xxx —
Stjórn N-Vietnam hefur sent
alþjóða eftirlitsnefr.dinni hörð
mótmæli vegna loftárásanna.
Nefndin hefur aðsetur í Saigon
og kom saman til fundar í dag, að
tilmælum pólska fulltrúans. —
(Sem kunnugt er eiga fulltrúar
Kanada, Póllands og Indlands
sæti í nefndinni). Fulltrúi Kan-
ada kraíðist þess, að örugg vit-
neskja yrði fengin um það, hvort
loftárásir bandarísku flugvél-
anna hefðu verið gerðar frá S-
Vietnam. Hefði svo ekki verið
hefði Genfar samkomulagið ekki
verið brotið.
Frá Peking herma fregnir, að
þúsundir manna hafi gengið um
göturnar þar til þess að mótmæla
árás Bandaríkjanna á N-Vietnam.
Segir Pekingútvarpið að fólkið
hafi hrópað „Niður með banda-
rísku ræningjana ..." „Heims
valdastefnu Bandaríkjanna burt
úr Vietnam og SA-Asíu . . . “ og
„Lengi lifi vinátta Kína og N-
Vietnam“.
Þá er haft eftir yfirmanni kín
verska herráðsins, Lo Jui Ching,
hershöfðingja, að Kínverjar
muni ekki horfa aðgerðalausir á
árásaraðgerðir bandarískra
heimsveldasinna í N-Vietnam.
Og sjálf Pekingstjórnin lýsti
því yfir í kvöld, að 650 milljónir
Kínverja myndu ekki sitja að-
gerðarlausir — enda væru þeir
vel viðbúnir að taka upp barátt-
una við hlið bræðranna í N-Viet-
nam. Hvetur Pekingstjórnin all-
ar friðelskandi þjóðir til þess að
taka í taumana og gera allt, sem
hugsanlegt er til stuðnings hinni
réttlátu baráttu fólksins 1 Norður
Vietnam.
Hdtíð Veizlunar-
skóloaémo
í DAG er dagur Verzlunar-
skólanemenda og hámark hátíð-
arinnar er Nemendamótið sem
fram fer í kvöld. Ótal nemend-
ur hafa lagt sitt til hátíðarinn-
ar og rís þar þó hæst blaðið
sem Verzlunarskólanemarnir
hafa gefið út. Ber það í senn
vott um stórhug og myndarskap.
Verzlunarskólanemar munu i
dag selja b að sitt á götum borg-
arinnar. Ýmsir munu hafa húg
á að kynnast högum skóíanem-
enda og aðrir að styrkja nem-
endasjóði. Eitt af tækifærunum
til þess er að kaupa blaðið og
um leið má taka fram að Verzl-
unarskólanemeudur munu einir
um að gefa út jafn vandað blað
og gera úr garði jafn vondaða
skemmtihátíð og árshátið þeirra
er, sem sagt Verzlunarskólanem-
ar hafa forystu um að kynna
sinn skóla og um leið minnast
þeirra tímamóta í sögu hans, en
60 ár eru síðan skó.inn tók til
starfa.
Albanir ásaka
Sovétríkin
Tirana, 8. febrúar — NTB:
G TVÖ helztu blöðin í Albaníu
„Zero i Popullitt" og „Bash-
kiini“, réðust í dag á leiðtoga
Sovétríkjanna og báru þeim á
brýn svik við stefnu Marx og
Lenins og málstað hinnar sósíal
ísku byltingar“ eins og sagði í
blöðunum. Sagði þar ennfremur,
að júgóslavneskur títóismi setti
mark sitt á kennisetningar þær
sem „svikararnir í stjórn Sov
étríkjanna" breiddu út og væru
títóistar nú að reyna að fá í lið
með sér alla þá, sem áður hefðu
fylgt að málum Krúsjeff og end
urskoðunarstefnu hans. Töldu al
bönsku blöðin vináttu Júgóslavíu
og Sovétríkjanna og samhug
endurskoðunarmanna eitt með
mörgu öðru til marks um svik
sovézkra við Marx og Lenin.
Forsætisróðherro N-Victnum skor-
ar ó Rússa og Kinverja að sættost
Moskvu 8. febrúar (NTB)
Málgagn kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, Pravda, birtir í
gær eindregna áskorun forsæt-
isráðherra N.-Víetnam, Pham
van Dong, á sovézka og kín-
verska kiommúnista um að jafna
deilur sínar og stuðla að ein-
ingu innan heimskommúnism-
ans. Pham van Dong bar fram.
áskorun sína i ræðu, sem hann
hélt við komu Kosygins, forsæt-
isráðherra Sovétríkjanna, til
Hanoi s.i. laugardag.
í ræðu sinni sagði Pham van
Dong m.a., að miki'vægasta verk
efnið á utanrikismálasviðinu
væri að koma á einingu innan
heimskommúnismans og sætta
stærstu sósíalistaríkin tvö, Sov-
étrikin og Kínverska Alþýðu-
lýðveldið.
Þetta er í fyrsta skiptið í
marga mánuði, sem birt er opin-
berlega í Sovétríkjunun-. áskor-
un á Rússa og Kínverja um að
jafna deilur sínar. Líkar áskor-
anir frá löndum A.—Evrópu hafa
ekki verið hafðar í hávegum í
sovézkum blöðum.
Fréttamenn segja að ástæð-
an til þess hve N.-Víetnam sé
gert hátt undir höfði sé sú, að
N.-Víetnambúar hafi verið á
bandi Kínverja í deilunni. í
| svarræðu, sem Kosygin hélt við
i komuna til Hanoi, minntist hann
! ekki einu orði á nauðsyn þess
Hiyindunum, sem verið utut íynr, að með morgn-
hafa óslitið i hálfan mánuð er siglir í kjölfarið. Síðdegis var
að ljúka eins og sjá má á kort inum yrði komið 3ja til 8 stiga
inu hér að ofan. Köld skil vest frost um mestan hluta lands-
an af Grænlandshafi fara hart ins.
austur um, og frostkalt loft
að Kínverjar og Rússar leystu
deiiur sínar.
Blöð í Sovétríkjunium skýra
nákvæmlega frá heimsókn Kosy-
gins til Hanoi og Pravda birti á
forsíðu mynd af hjonum og Chou
En-lai, forsætisráðherra Kín-
verska Alþýðulýðve-ldinsins, er
þeir kvöddust á flugvellinum í
Peking.
Kínversk b!öð sögðu frá komu
Kosygins til Hanoi í tíu línu
frétt á þriðju siðu. Á sunnudag-
inn birtu blöðin kvæði eftir
Búddaprestinn Chaou Pu-Chu,
þar sem hann gerir gys að Krús
jeff, fyrrv. forsætisráðherra, og
segir, að eftirmenn hans hafi
sömu áhugamál o.g séu ekkert
betrL
- 87 farast
Framhald af bls. 3
annað mesta flugslys sem orðið
hefur í Suður-Ameríku, en mesta
slysið varð hjá höfuðborg Perú,
Lima, í nóvembermánuði árið
1962, er 97 manns týndu lífL
Tveimur árum áður, 1960, varð
mesta flugslys sem sögur fóru
af í Chile, er áætlunarvél frá
LAN fórst með 24 manns innan-
borðs.
Með vél þeirri er fórst á laug
! ardag voru 28 útlendingar, en
51 farþegi var frá Chile. Áhöfn
in, sjö manns, var öll þaðan. Með
al farþegar voru 12 Argentínu
menn, þrír ítalir, tveir Þjóð-
verjar, bandarísk kona, einn
Rússi og eiginkona hans, sem
var tékknesk og tveir farþegar
frá hverju landanna þriggja
Brasilíu, Bolivíu og Uruguay.