Morgunblaðið - 18.02.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.02.1965, Qupperneq 2
n 2 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 18. februar 1965 Ulbrkht tekið sem þjóðhöfðingja við komuna til Egyptalands næsta miðvikudag Kaíró og Bonn, 17. febrúar. - (AP) - WALTER ULBRICHT, leið- togi kommúnista í Austur- Þýzkalandi, er væntaníegur í opinbera heimsókn til Egyptalands á miðvikudag, 24. þ.m. Segja blöð í Kaíró í dag að tekið verði á móti Ul- bricht sem þjóðhöfðingja þrátt fyrir mótmæli Vestur- Þjóðverja. Ludwig Erhard, kanzlari Vestur-Þýzkalands, flutti ræðu í þinginu í Bonn í dag og minntist þar á væntanlega heimsókn Ulbrichts til Kaíró. Sagði kanzlarinn að hvert það land, sem veiti Ulbricht mót- töku sem þjóðhöfðingja, muni í augum Vestur-Þjóðverja vera meðábyrgt fyrir skipt- ingu Þýzkalands. Blaðið Almessa í Kairó segir að Nasser forseti muni taka á móti Ulbrict þegar hann kemur, með sérstakri járnbrautarlest til Kairó frá Alexandríu. Hinsvegar tekur Hassan Ibrahim, varafor- seti, á móti skipi Ulbrichts í Alexandríu að sögn blaðsins. — Blaðið Al Gomhouria segir í rit- stjórnargrein að Egyptar muni ekki verða við kröfum Vestur- Þjóðverja um að hætta við að bjóða Ulbricht til landsins. „Herra Ulbricht er velkominn til lands okkar í fyrirhugaða heim- sókn, vegna þess að innanlands- mál Þýzkalands, Austurs og Vest urs, eru einkamál Þjóðverja, og við munum ekki skipta okkur af þeim með því að taka afstöðu með öðrum aðilanum", segir blaðið. í ræðu sinni í þinginu sagði Ludwig Erhard m.a.: „Kommún- isminn reynir að sundra hinum frjálsa heimi. Við væntum ein- ingar og skilnings frá öllum þjóð um, sem virða sjálfstjórn, frelsi og frið“. Sagði hann enn fremur að spennan, sem ríkir nú milli Bonn og Kairo væri ekki vegna vopnasölu Vestu'-Þjóðverja til Israels, heldur vegna heimboðs Ulbrichts til Egyptalands. Reynir síjórnar- myndun í TyrkSandi Ankara, 16. febr. AP—NTB. • GEMAL Gursel, forseti Tyrk lands, hefur falið öldunga- deildarþingmanninum, Hayri Ur- guplu. að mynda ríkisstjórn — en stjórn Ismet Inönu fór frá sl. laugardag eftir að fjárhagsáætl- un hennar hafði verið felld á þingi. Urguplu er ekki bundinn neinum stjórnmálaflokki — en var þó kjörinn *af framboðslista Réttlætjsfiokksin? árið 1961. Hon um mun ætlað að reyna að mynda stjórn méð þátttöku Rétt- lætisflokksins, Lýðveldsflokksins, Þjóðarflokksins og Ný-tyrkneska flokksins. Hafa leiðtogar þeirra Fjárhagsáætlun Sauðárkróks FJÁRHAGSÁÆTLUN Sauðár- krókskaupstaðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 2. febr. s.l. Niðurstöðutölur gjalda og tekna eru kr. 8.371.000,00 og hafði hækkað um tæp 19% frá fyrra ári. Útsvör voru áætluð kr. 4.766. 000,00 og aðstöðugjald kr. 1.200. 000,00, og er það um 13% hækk- un frá fyrra ári. — Helztu gjalda Iiðir eru: til gatnagerðar kr. 1.555.000,00 til heilbr.mála — 1.216.000,00 til menntamála — 1.040.000,00 Fingurbrotnaði í Bjarnalaug A1 ranesi, 17. febrúar. ÞAÐ bar við í gærkveldi kl. 7 í Bjarnalaug, að þar voru börn að æfa sund. Geir Jóhannsson, 12 ára gamall, sem heima á í Króka túni 14, var reiðubúinn að stinga sér í laugina. Á sama augnabliki renndi telpa sér á sundi fyrir framan hann, og lenti langatöng Geirs fyrst á fótleggi telpunnar svo snöggt, að fingurinn brotn- aði uppi við efsta hnúa. Klæddi Geir sig strax í fötin, gekk síðan upp á sjúkrahús, þar sem bund- ið var um brótið. — Oddur. gefið Gursel forseta góð orð um að styðja slíka stjórnarmyndun. Urguplu er 63 ára að aldri, lög fræðingur að mennt og hefur verið sendiherra lands síns í Was hington, Bonn og London-. Kosn- ingar eru fyrirhugaðar í Tyrk- landi í október næstkomandi. •v* Sellers méð stúlk- urnar sínar tvær PETER SELLERS var sagt að um klukkutímum eftir að vera heima, þegar Britt, kona þeim hjónum hafði fæðst dótt- hans fór á fæðingardeildina, irin Victoria. Stúlkan er hann væri engan veginn bú- fyrsta barn þeirra Peter og inn að ná sér eftir veikindi Britt, en hann á tvö börn af þau sem hann hefði átt í. En fyrra hjónabandi sínu. Peter Peter héldu engin bönd og á Sellers er nú þrjátíu og fæðingardeildina fór hann og átta ára gamall, kona hans þar var myndin tekin, nokkr- sextán árum yngri. iambía sjálfstætt ríki Bathurst, Gambia, 17. feb. (AP) GAMBIA, síðasta Afríkunýlenda Breta, verður sjálfstætt ríki á miðnætti í nótt. Verður mikið um hátíðarhöld í tilefni sjálfstæð isins, og eru sérstakir sendifull- trúar 30 ríkja komnir til höfuð- borgarinnar Bathurst í því tilefni. Þeirra á meðal er hertoginn af Kent, sem verður sérstakur full- trúi frænku sinnar, Elísabetar drottningar. Forsætisráðherra hins nýja rík is verður David Kairaba Jawara, en ákveðið hefur verið að Gam- Ein kona hcnda hverjum sjö AF því varð óskaplegt uppi- þeir allir samskrifaðir feður stand í Englandi á dögunum að þvL er Pólverji nokkur, þar bú- „Hún myndi hafa það eins settur, Paul Pawlowski, véla- og blóm í eggi“, sagði Paw- maður að iðn, lét í Ijós skoð- lowski og skildi ekkert í þeim un sina á margræddu vanda- slæmu undirtektum, sem til- máli: takmörkun barneigna laga hans fékk í Englandi og — og gaf landslýðnum góð úti um heim. Að vísu gaf sig ráð því til lausnar. Tillaga fram stúlkukind, sem kvaðst vélamannsins pólska var eins „til í að prófa þetta“ en fram konar öfugsnúin kvennabúrs- á þennan dag hefur Paw- kenning, því hann vildi mæla lowski engan mann fengið með því að menn tækju upp sem fús væri að deila með búskap sjö saman við eina honum konu og börnum og konu. „Hún gæti aldrei alið þar við situr, því þó Pólverj- mönnum sínum nema eitt inn kunni tökin á vélunum barn á ári“, segir Pawlowski sinum, virðist hann hafa lítið og bætti við að auðvitað yrðu vit á mannfólkinu. bia verði 21. aðildarríkið að brezka samveldinu. Akranesbátar Akranesi, 17. febrúar. AFLI línubáta hér í gær var mjög tregur. Hæstur var Sigurð- ur með 3,7 tonn, þá Haförn 3,5 Sæfari 1400 kg., Höfrungur I. 1200 kg., Skipaskagi 1100 kg., og Fiskaskagi 950 kg. Jörundur II. hefur nú verið 5 daga á vei'ðum með þorskanót, aðallega út af Selvogi og Grindavík og undan Reykjanesi. Allan þennan tíma hefur hann aðeins fengið 5 fiska. Veður hefur hamlað tilfinnan- lega að árangur næðist í veiði- förinni. — Oddur. í stuttu máli • Gordon Walker ekki í framboði. London, 17. febr. (NTB). Patrick Gordon Walker, fyrrum utanríkisráðherra Bret lands, lýsti því yfir í dag að hann muni ekki vera í fram- boði fyrir Verkamannaflokk- inn við væntanlegar aukakosn 1 ingar í Abertillery kjördæmi. Hafa kjósendur þar að undan förnu unnið að því að fá Gor don Walker í framboðið, en hann beið sem kunnugt er ó- sigur í kjördæmi sínu, Smet- hwick, s.I. haust og einnig i aukakosningum í Leytonlcjör- dæminu í London fyrir skömmu. • Vísað úr landi. París, 17. febr. (AP.). Sagt var í París í dag að ! Sergei Pavlov, fulltrúa sov- ' ézka flugfélagsins Aeroflot, I hafi verið vísað úr landi. — j Ekki var skýrt frá neinni á- I stæðu fyrir brottvísuninni, en * því bætt við að fulltrúar I frönsku leyniþjónustunnar | hafi fylgt Pavlov til flugvélar , inrar, sem flutti hann heim á leið. I ® Stofufangelsi. Vín, 17. febr. (NTB). Josef Beran, kardináli, erki 1 biskup í Prag og yfirmaður | kaþólsku kirkjunnar í Tékkó- , slóvakiu, situr í stofufangelsi í Radvanov, 10 km. frá Pnag, 1 og fær ekkert samband að I hafa við umheiminn, að sögn , Vínarblaðsins Neues östcr- reich. Athugasemd vlö klaðagreln HERRA prófessor Dr. phil. Alex- ander Jóhannesson, skriícði greih um handritamálið og fleira, sem birtist hér í biaði 16. febrúar 1965. Það er ekki alveg ljóst hvað dr. Alexander ætlazt til með þessum skrifum sínum. En ef til- gangurinn mun vera að flýta fyrir heppilegri lausn á handrita málinu, er ég hræddur um að sú grein muni ganga lítið og eyði- leggja meira. Maður veruur alveg hissa og satt að segja dálít- ið sár, að finna annað eins Dana- hatur, sem hér kemur í ljós, og það úr brjósti manns, sem hefur skipað eitt helzta háskólaém- bætti hér á íslandi. Danir, sem eru vinveittir fs- lendingum, óska þess innilega að fleiri slíkar greinar birtist ekki á meðan um málið er rætt. Aage Nielsen Edwin. MÍKIÐ háþrýstisvæði er yfir landshafinu olli útsýnningi Bretlandseyjum og Norður- með skúrum hér vestanlands löndum. Það færist lítið úr í gær. Á Norður- og Austur- stað, svo að suðlæg átt og landi var hins vegar bjart- hlýindi ættu að haldast enn viðrL um sinn. Lægðin á Græn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.