Morgunblaðið - 18.02.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 18.02.1965, Síða 3
Fimmtudagur 18. febrúar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 « Sænski semiikeiuiarina bv en Itiagnus Orrsjo taitast til vinstri) med nokkrum aí stari'smön num lija Gunnari Ásgeirssyni h.f. Starfsfólkið allt á skólabekk Lærir sænsku í fristundum GUNNAR ÁSGEIRSSON, stórkaupmaður, rekur um- fangsmikla innflutningsverzl- un að Suðurlandsbraut 16, og flytur hann aðallega inn vör- ur frá Svíþjóð, m.a. Volvo bifreiðir, Penta bátavélar, Husquarna saumavélar og Trelleborg hjólbarða o. fl. — Við fyrirtækið starfa nú 38 manns. Mbl. fregnaði að Gunnar hafi tekið upp á því að gefa starfsfólkinu kost á að læra sænsku til að auðvelda við- skiptin, en sænska er ekki kennd í skólum hér sem kunn ugt er. Staðfesti Gunnar Ás- geirsson þetta í stuttu við- tali við blaðið í gærkvöldi. Starfsfólkinu er skipt á tvo námshópa, og eru þeir, sem ekki hafa lokið prófi frá fram haldsskóla. En báðir hóparnir byrja með sömu kennslu. — Kennarar eru sænski sendi- kennarinn Sven Magnus Orr- sjö og finnsk stúlka, er stund- ar nám við Háskóla íslands. Gunnar Ásgeirsson skýrði svo frá að hann hafi lengi haft hug á að koma á sænsku- kennslu hjá starfsfólki sínu, en gengið erfiðlega að fá kennara. En þegar Orrsjö kom hingað sl. haust, tók hann málinu vel með þeim árangri að starfsfólkið fær nú tilsögn í sænsku tvo tíma í viku hvor hópur. Segir Gunnar að hugs- anlega verði próf að námi loknu, og gæti það þýtt launa- hækkun fyrir þá, sem stand- ast prófið. Þegar lengra er komið náminu er ætlunin að Ásgeir, sonur Gunnars, veiti tilsögn í sænsku tæknimáli, en hann er lærður tæknifræð- ingur frá Sviþjóð. Áhugi er mikill hjá starfs- fólkinu á náminu og mæting góð. Enda er ekki langt að sækja, því kennsla fer fram í kaffistofu starfsfólksíhs og hefst að loknum vinnudegi. Gunnar Ásgeirsson var á hraðri ferð og vildum við ekki tefja hann iengur. Þannig er mál með vexti að Gunnar hef- ur ferðazt mjög viða um Sví- þjóð, allt frá Trelleborg, syðst á Skáni, norður til Lapplands® Og á þessum ferðum sínum hefur hann tekið fjölda kvik- mynda. Að undanförnu hefur hann svo sýnt þessar myndir sínar og flutt fyrirlestra hjá ýmsum Lions-klúbbum og hjá OddfellowreglunnL Var hann að fara á einn slikan fund er við kvöddum hann. STAKSTEHIAR Ný úiræði vegna síldveiðinnar eystra Sveinn Benediktsson skrifar ýtarlega grein um sáldnrverk- smiðjurnar á Norður- og Austur- landi í Mbi. hinn 13. febrúar. Skýrir hann þar meðal annars frá því, að greinilega hafi komiC í ljós í sumar, sem leið, hv« mjög skorti á, að afköst og þróar- rými sildarverksmiðjanna á Aust urlandi og Raufarhöfn svari til hinnar stórauknu afLagetu sild- veiðiflotans. Nefnir hann margar tölur máli sinu til stuðnings og gerir ýmsan samanburð, en scgir nálægt greinarlokum, þegar hami hefur rætt um hugsanlega af- kastaaukningu núverandi sildar- verksmiðja, smiði nýrra og tank- skipakaup: „Ég tel, að til þess að tryggja sem bezta afgreiðslu síldveiði- flotans á sumarvertíðinni norðan lands og austan, þá verði að fylgjast að aukning á afköstum verksmiðjanna á Austfjörðum og Raufarhöfn, aukið þróarrými, auknar geymslur fyrir afurðir og auknir flutningar á sildinni‘% Síldarflutningor að austan ekki einhlítir Síðan segir Sveinn Benedikts- son, sem telja má manna ger- kunnugastan þessum málum: „Sumir hafa haldið þvi fram, að auknir flutningar síldarinnar með tankskipum myndu leysa af- greiðsluörðugleika sildveiðiflot- ans til fulls. Ég tel þetta ekki líklegt, m. a. af þeirri ástæðu, aS takist flutningamir vel, myndi heildarafli sildveiðiflotans stór- aukast, og þörfin fyrir greiða af- greiðslu á höfnum, sem næst 1 liggja miðunum, ekki minnka að ' neinu ráði frá þvi, sem verið hef- V-Þjóðverjor ætlo oð hætto oð selja ísraelsmönnam vopn Indónesar mótmæla ár- ásum Bandarikjamanna Bonn 12. febrúar (NTB). - Vestur-Þjóðverjar hafa ákveð- tð að hætta vopnasölu til þeirra svæða í heiminum þar sem stjóm málaástand er ótryggt, m.a. til Israels. Einnig varar stjómin i Bonn stjóra Egyptalands við að gera alvöra úr því að taka á móti Walter Úlbricht, leiðtoga a-þýzkra kommúnista. Erhard, kanzlari V.-Þýzka- lands, sagði í dag, að stjórain myndi fyrst um sinn halda samn tnga, sem þegar hefðu verið gerð ir um vopnasölu, en reyna smám \ saman að losna undan skuldbind tngum sinum á viðeigandi hátt. Fréttamenn segja, a'ð Bonn- stjórnin hafi tekið ákvörðunina j um að hætta að selja ísraels- | mönnum vopn, vegna hótana Egypta um að slíta stjórnimála- sambandi við V.-Þýzíkaland og viðurkenna A.-Þýzkaland, yrði vopnasölunni ekki hætt. Óháða blaðið „Stutbgarter Eeitung” gagnrýnir í dag sbefnu stjórnarinnar í deilunni við stjómina í Kairó. Segir blaðið íjóst af öllum miálavöxtum hve máttlaus stefna stjórnarinnar í Bonn sé í málefnium varðandi 21 mynd seld GÓÐ aðsókn hefur verið að mál- verkasýningu Veturliða Gunn- erssonar í Listamannaskálanum. ®1 mynd af 45 hefur selzt. Sýn- ingin verður opin frá kl. 1 til 10 daglega þar til á sunnudags- kvöld. Mið-Austurlönd. Samkomulagið um vopnasöluna til ísraels hafi að vísu ekki verið æskilegt, en það hafi verið undirritað af tveimur þjóðarlei’ðtogun, Konrad Adenauer, fyrrv. kanzlara V,- Þýzkalands og Ben Gurion, fyrrv. forsætisráðherra Israels, ag samn ingsrofin séu ögrun við ísrael og Gyðinga. FRAMKVÆMDASTJÓRI Sameinuðu þjóðanna hcfur lagt fram yfirlit sem sýnir, að starfslið samtakanna á Aðal- stöðvunum í New York kem- ur frá 106 ríkjum. Þróunin gengur þannig í þá átt sem AUsherjarþingið hefur mælt með. Hins vegar hefur sú orðið raunin, að sá heimshluti sem hefur átt tiltölulega fæsta fulltrúa í starfsliðinu, Austur-Evrópa, á færri full- trúa þar. En sé aðeins reikn- að með embættum, aðstoðar- framkvæmdastjórum og deild arstjórum, hefur hlutur Aust- ur-Evrópu vænkast lítið eitt, því 24 þessara embætta eru nú í höndum Austur-Evrópu- manna i stað 23 áður. Skýrsla framkvæmdastjór- ans tekur ekki yfir alla þá Djakarta, 15. febr, NTB—AP. UM það bil 50.000 manns, stúd- entar og verkamenn, fóra í morg un mótmælagöngu í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Var aðför- inni stefnt <að sendiráði Banda- rikjanna í borginni og hún gerð tU þess að mótmæla sprengju- árásum Bandaríkjamanna á her- stöðvar í Noröur-Vietnam. Þetta ca. 5400 starfsmenn, sem nú starfa í Aðalstöðvunum, held- ur fjallar hún eingöngu um það 2091 msmns starfslið, sem gegnir sérhæfðum störfum og æðstu embættum. Auk þéss standa um 500 manns utan við hina landfræðilegu skiptingu starfsliðsins, þar sem þeir gegna störfum, er krefjast sérstakrar tungumálakúnn- áttu. Af þeim 106 ríkjum, sem eiga fulltrúa í starfsliðinu, eru 101 aðildarríki. Þegar gengið var frá skýrslunni (31. ágúst 1964), voru aðildarríki Sameinu þjóðanna 112 tals- ins. Þannig áttu 11 aðildarríki enga fulltrúa í starfsliðinu, 9 Afrikuríki, Albanía og Kú- waít. Framkvæmdastjórinn gerir ráð fyrir sjö hnattsvæðum. er mesfa mótmælaganga, sem farin hefur verið gegn Banda- rii.jamönnum í Djakarta til þessa. Tilkynnt hafði verið um göng- una með góðum fyrirvara og ábyrgðist Indónesíustjórn að ekKi skyldi koma til ofbeldisað- gerða við sendiráðið. Þetta tókst, Framhald á bls. 27. Af þeim hafa fjögur þann fjölda fulltrúa sem kemur heim við skiptingarkerfi Alls- herjarþingsins, Afríka, Aust- ur-Asía og Kyrrahafssvæðið, Mið-Austurlönd, Norður-Ame ríka og Karibíska svæðið. Vestur-Evrópa á of marga fulltrúa (341 embætti, en hin æskilega tala er 313—274). Rómanska Ameríka á líka of marga (152 embættL æskileg tala 97—149), en Austur- Evrópa hefur aðeins 157 em- bættg ætti að hafa 292—235. Hún hafði 1964 sjö embættum færra en 1963. Þrjú Norður- landanna hafa æskilega tölu embætta, Danmörk (9), Finn- land (8) og Svíþjóð 16). Noregur átti of marga full- trúa (11, en ættu að vera 7—9), og ísland of fáa (1, mætt vera 2—5). ur. Ég tel, að ekki sé enn fengin næg reynsla, hvorki um kostnað né notagildi tankskipanna til síld arflutninga, til þess að unnt sé að kveða upp endanlegan úr- skurð um þýðingu þeirra í fram- tiðinni fyrir síldarútveginn. Sjálf sagt er að halda áfram þessum flutningum á komandi sumri og byggja á þeirri reynslu, sem þá fæst“. Ummæli „íslendings- • á Akureyri „tslendingur", blað Sjálfstæff- ismanna í Norðurlandskjördæmi eystna, flytur forystugrein 12. febr. sl. undir heitinu: „Síldar- flutningar eina lausnin". Er þar rætt um hinn nýja sið síldarimt- ar, að veiðast ekki fyrir Norður- landi, en einmitt þar standi mest- ur og dýnastur viðbúnaður reiðu- búinn að taka á móti hcnni. Engu er hægt að spá um það, hvar síldin veiðist á næstu áratugum, eða jafnvel á næsta sumri, en reikna verður þó með þvi, að hún veiðist aðallega fyrir austan land í sumar. „Islendingur" endar leiðara sinn svo: „Að öllu athuguðu virðist ein- sætt, að hagkvæmara er að koma á síldarflutningum milli lands- hluta, þar sem annars vegar er enginn kostur að anna vinnsl- unni, en hins vegar standa auðar milljónaverksmiðjur, — heldur en stofna tii milljóna fjárfest- ingar í æ nýjum bræðsluverk- smiðjum eftir því, hvar síldinni hentar að sýna sig það og það árið. Aðalatriðið er að nýta sem bezt þixnn verksmiðjukost, sem fyrir er í landinu, enda mundi það jafna atvinnuástandið á hin- um ýmsu stöðum“. Starísliö i aÖalstöBvum SÞ trá 106 ríkjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.