Morgunblaðið - 18.02.1965, Side 19
Fimmtudagur 18. febrúar 1965
VORGUNBLADIO
19
|
I
|
i
Þjórsárvirkjun
Framhald af bls. 28
okkar. Almenna Bygginga-
félagið, Verklegar fram-
kvæmdir og verkfræðifirmað
Harza í Bandaríkjunum sam-
mála. En svo var það, að
Harza benti á að þróun flug-
vélahreyfla hefði leitt til mik-
illa framfara í smíði gastúr-
bínustöðva sem væru nú orðn
ar mjög ódýrar og örugtgar í
rekstri og að augljóst væri að
þær. ættu enn eftir að taka
mkilum framförum. Lagði
firmað til að athugað væri
hvort ekki mætti leysa vand-
ann við Búrfellsvirkjun, sem
við höfum mælt með sem
fyrstu stórvirkjun okkar, með
því að nota gastúrbínur til
vara við ístruflanir, og á þann
hátt brúa bilið þar til þróun
raforkukerfisins skapaði fjár-
hagslegan grundvöll fyrir
miðlun samfara öðrum ráð-
stöfunum og frekari virkjun-
um. Firmað hafði þá í huga
að þegar íhlaupin skeðu yrði
megninu af ísnum hleypt
framhjá virkjuninni með mikl
um lokubúnaði í stíflu, í stað
þess að reyna að taka við
honum í ónógu lóni og að gas
túrbínurnar stæðu þá til taks
ef útskolunin krefðist svo
mikils vatns að virkjunin
hefði ekki nóg aflögu. Sú
spurning, sem öllu máli skipti,
var að sjálfsögðu sú, hve mikil
olíunotkun gastúrbínustöðv-
anna yrði.
— Hvað er gert ráð fyrir
mikilli olíunotkun?
— Olíunotkunin er háð því
hve mikið vatn virkjunin þarf
að ota. Fyrst í stað er gert
ráð fyrir að virkja rúmlega
100 teningsmetra á sekúndu,
sem samsvarar rúmlega 100
þús. kw stöð og er um % af
meðalrennsli Þjórsár við Búr-
fell.
Þegar virkjunin verður
stækkuð verður að sjálfsögðu
minna vatn til ráðstöfunar við
útskolun á ísnum og því er i
áætlunum reknað með miðl-
un í Þórisvatni, samfara aukn
ingu stöðvarinnar. Þetta mál
hefur verið athugað gaum-
gæfilega og er niðurstaða dr.
Gunnars Sigurðssonar sú, að
undanfarin 10 ár hefði olíu-
kostnaður vegna ístruflana
við Búrfell auk*ið reksturs-
kostnað 1. virkjunarstigsins
uni ca. 2%.
Þá er þess að gæta, að línur
vélar spennar o.s.frv. geta bil-
að og er þá nauðsynlegt að
geta gripið til varastöðva.
Stofnkostnaður þessara stöðva
og olíunotkun er að sjálfsögðu
tekin með í reikninginn við
samanburð á öðrum leiðum,
en í rauninni ætti að taka til-
lit til þess að igastúrbínustöðv-
arnar spara fyrst í stað vara-
línu frá Búrfelli og lækka
kostnað kerfisins í heild
vegna getu til hækkunar fas-
viksstuðuls o.fl. Þetta hefur
þó ekki verið gert. Til varúð-
ar hefur auk þess í endanleg-
um fjárhagssamanburði verið
reiknað með tvöfalt meira
varaafli, en útreikningar
sögðu til um að þyrfti.
Modeltilraunir í Noregi
— Er ekki verið að vinna
við modeltilraunir í Noregi?
— Harza benti snemma á
að nauðsynlegt yrði að gera
modeltilraunir með inntaks-
virki Búrflelsvirkjunnar, ekki
vegna ákvörðunar um virkj-
unarstað heldur vegna könn-
unar í einstökum atriðum. Yer
ið er nú að framkvæma þess-
ar tilraunir í Noregi og má
'búast við að nægar niður-
stöður fyrir útboðslýsingu
liggi fyrir í vor.
— Hvað segið þér um þá til
lögu Sig. Th. að leita álits
hinna norsku sérfræðinga um
ísvandamálin við Búrfell?
— Eins og ég sagði áður er
ætlunin að byrja á ódýrri
rennslisvirkjun, en að sjálf-
“ ^ ^ ^ ~ -.
- Leyndardómur
Framhald af. bls. 10
marmarabekkur, sem skýlt er
af þéttu laufskrúði og gfæn-
um trjákrónum.
Jóhannesi XXIII geðjaðist
einnig vel að þessum stað.
Einu sinni gekk hann þangað
ásamt virðulegum gesti frá
Kanada. Til þess ag rjúfa
þögnina, sem var orðin óþægi-
lega löng, spurði gesturinn
skyndilega: „Heilagi faðir!
Hve margir menn vinna eigin-
lega í Páfagarði?“
Páfanum var ekki að skapi
að hefja samræður, og hann
svaraði aðeins: „Helmingur
þeirra."
• Eyðilegging.
Stjórnmálamaður, sem
kom til Jóhannesar páfa í
einkaviðtalstíma, sagði hon-
um, að flokkur sinn hefði tap-
að I kosningum og þar af leið-
andi væri líf sitt eyðilagt.
Nei, nei,“ sagði páfinn hug-
hreystandi, „ekki vera svona
svartsýnn. Það getur alltaf
brugðið til beggja vona í
stjórnmálum, en það er aðeins
þrennt, sem getur eyðilagt líf
manna: konur, fjárhættuspil
og búskapur. Faðir minn valdi
það leiðinlegasta af þessu
þrennu.“
• Ferskt lo.ft
Páfahirðin var mjög mót-
fallin ákvörðun Jóhannesar
páfa um að kalla saman
kirkjuþing, bæði af trúarleg-
um og fræðilegum ástæðum og
einnig vegna hins mikla um-
stangs, sem slikt hefði óhjá-
kvæmilega í för með sér.
Skömmu eftir að páfinn hafi
tilkynnt opinberleiga í Róm, að
hann myndi kalla saman
kirkjuþing, var hópur em-
bættismanna Páfagarðs saman
kominn í skrifstofu hans.
Spurðu þeir páfa hvers vegna
hann vildi leggja út í þetta
stórvirki, þar sem hvorki væri
unnt að gera ráð fyrir að það
leiddi til raunverulegrar ný-
skipunar né verulegra breyt-
inga á fáum mánuðum.
Jóhannes hlustaði rólegur á
mál þeirra um sinn, en stóð
síðan upp, gekk út að glugga,
opnaði hann upp á gátt, and-
aði djúpt að sér og sagði
brosandi: „Þetta er ástæðan“.
• Frú Kennedy
Þegar Jóhannes páfi átti
von á Jacqueline Kennedy,
þáverandi forsetafrú Banda-
ríkjanna, í heimsókn, reyndi
hann að festa sér í minni
nægilega mörg ensk orð til
að geta boðið hana velkomna
á hennar eigin máli. Siða-
meistararnir söigðu honum, að
hann ætti að ávarpa gestinn
„Madam“ eða „Missis“ Kenn-
edy (frú Kennedy). f nokkr-
ar mínútur, áður en forseta-
frúin kom, sat páfinn í bóka-
safni sínu og æfði sig:
„Madam, Missis Kennedy,
Madam, Missis Kennedy . . .“
tautaði hann. En um leið og
gesturinn gekk inn, gleymdi
hann þessu öllu, en hraðaði
sér til móts við forsetafrúna
með útbreyddan faðminn og
hrópaði: „Jacqueline."
Jóhannes gerði það sem
'hann igat til að lífga andrúms-
loftið í herberginu þar sem
Eiríkur Briem,
rafmagnsveitustjóri ríkisins.
sögðu er takmarkið að hemja
árnar í framtíðinni og nýta
betur rennsli þeirra. Það var
því ákveðið að koma á stofn
sérstakri ísrannsóknardeild
hjá raforkumálastjórninni.
Fékkst til þess styrkur frá
Sameinuðu Þjóðunum, og
Norðmennirnir tveir, þeir dr.
Devik og hr. Kanavin voru
fengnir til þess að aðstoða
okkur í því. Það fóru fram
samtalsfundir við dr. Devik
og hr. Kanavin á siðastliðnu
ári eftir að þeir höfðu gert
fyrstu athuganir sínar í Þjórs
á og Hvítá. Þeir staðfestu hug-
myndir okkar um ísmagnið í
Þjórsá, sem þeir sögðu að
væri til muna meira en í
norskum ám. Við þá voru
ræddar margvíslegar aðferðir
til að draga úr ísmyndun og
koma i veg fyrir ístruflanir
eða draga úr þeim. Þessum
mönnum er að sjálfsögðu ljóst,
að æskilegast er að virkja ár
af þessu tagi með stórum vatns
uppistöðum, löngum jarðgöng
um o.s.frv. En þeim er hins
vegar jafnframt ljóst, að hér
er um mikið fjárhagsvanda-
mál að ræða, sem ekki verð-
ur komist hjá að taka tillit
til. Dr. Devik er ráðunautur
tilraunastofnunar þeirrar í
Noregi, sem gerir modeltil-
raunirnar fyrir okkur og hann
vinnur því við vandamál okk-
ar báðu megin frá, ef svo
mætti að orði komast. Sú hug-
mynd að leita hans ráða og
álits er því ekki ný.
Það er að sjálfsögðu svo, að
yið mannvirkjagerð eins og
Búrfellsvirkjun þarf marga
sérfræðinga. Einn segir til um
ísinn, annar um veðráttuna,
þriðji um jarðfræðina, fjórði
um steypuefnin. Að fengnum
þeim upplýsingum, sem þessir
menn, og raunar margir fleiri,
gefa segir sá fimmti til um
hvernig mannvirkið skuli gert
og áætlar kostnað. Þá kemur
sá sjötti og reiknar út fjár-
hagsafkomuna miðað við þá
sölumöguleika, sem sá sjöundi
upplýsir og svo má enn telja.
Samstarf allra þessara aðila
er nauðsynlegt.
— Hvað segið þér um þá
fullyrðingu að reynsla okkar
af istruflunum sé að vettugi
virt?
— Reynslan hefur kennt
okkur, að nauðsynlegt sé að
hafa vara stöðvar með rennsl-
isvirkjunum og að olíunotkun
vegna ístruflana sé lítil. Margt
höfum við lært um stíflur,
lón, stíflubúnað o. fl. og
ég vil halda því fram að við
hagnýtum okkur svo sem kost
ur er þessa reynslu við Búr-
fellsvirkjun. Nægilega stór
uppistaða við virkjun er að
sjálfsögðu bezta lausnin, en
eins og ég hef skýrt er sú leið
ekki alltaf fjárhagslega fær.
— Nota gastúrbínur meiri
olíu, en aðrar eldsneytisstöðv-
ar?
— Já, þær hafa lélegri
nýtni enn sem komið er og
henta því fyrst og fremst sem
varastöðvar með stuttum nýt-
ingartíma, og þaer þurfa að
ganga með sem næst fullu
álagi. Ef stærð eininga er val-
in í réttu hlutfalli við stærð
raforkukerfisins, er hér ek'ki
um vandamál að ræða. Loks
þurfa þær að vera að minnsta
kosti 10 þús. kw. að stærð tii
þess að ná lágu stofnkostnað-
arverði á einingu. Gastúrbín-
ur geta þó engu að síður keppt
við aðrar stöðvar í orku-
vinnslu að vissu marki og því
má einnig nota þser sem topp-
stöðvar. Þannig getur 50 þús.
*kw. gastúrbína keppt við álíka
stóra eimtúrbínustöð með allt
að 2500 stunda nýtingartíma,
þó gastúrbínan brenni dýrri
olíu, en eimtúrbínan ódýrri.
Og sé gastúrbínustöðin gerð
fyrir notkun ódýrari olíu, þol-
ir hún í samanburði enn
lengri nýtingartíma. En eins
og ég sagði áður, henta þessar
vélar fyrst og fremst sem vara
stöðvar og toppstöðvar með
stuttum nýtingartíma.
— í grein sinni í Tímanum
gefur Sig. Th. í skyn að þó
Búrfellsvirkjun sé slæm þá
megi hugsanlega hanna hana
á betri hátt, en sérfræðingar
raf torkumálast j órnarinnar
hafi komið auga á. Hvað segið
þér um tillögur Sig. Th. í því
efni?
— Það er rétt að Sig Th.
hefur látið orð falla við okk-
ur í þessa átt. Meira get ég
ekki um málið sagt, því Sig-
urður skýrði ekki nánar frá
þessum hugmyndum sínum.
— Þjóðviljinn gefur í s"kyn
að Harza sé bundið viðsemj-
endum okkar í Sviss. Hvað
vlijði þér segja um það?
— Þegar Harza var valið
árið 1957 til að aðstoða okk-
ur var þess alveg sérstaklega
gætt, að firmað væri öðrum
óháð. Allar þær upplýsingar,
sem við höfum fengið um firm
að undanfarin átta ár stað-
festa að svo sé. Og hvað
Swiss Aluminium viðvíkur,
þá hafa þeir ráðfært sig við
annað verkfræðifirma, því
Harza hefði vitanlega aldrei
komið til hugar að starfa fyr-
ir báða aðila í þessu máli.
hann lá banaleguna. Hann
hafði ura langt skeið gert sér
fulla grein fyrir því að hann
gek-k með ólækandi sjúkdóm,
en hann reyndi að létta skap
sinna nánustu og dreifa
áhyggjum þeirra. Og jafnvel
þegar hann var lagstur bana-
leguna reyndi hann að brosa
og hughreysta þá, sem söfn-
uðust saman við beð hans. Það
var mjög af honum dregið, en
rödd hans var næstum biðj-
andi, er hann sagði: „Hafið
ekki svona miklar áhyggjur
af mér. .... Ég er reiðubúinn
að halda í hina löngu ferð.
Ég hef látið niður í töskurnar
og get lagt af stað hvenær sem
er ....“
— Madras
Framh. af bls. 14
Shastri forsætisráðherra sagði
fyrir nokkru að ekki yrði fyrir-
munuð áframhaldandi notkun
ensku enn um skeið í stað hindi,
en hefur sætt fyrir þessi orð sín
mikilli gagnrýni af hálfu Jan
Sangh, hins hægrisinna flokks
hindúa, sem vill að stjórnin haldi
fast við fyrri ákvörðun sína.
Frá Kalkútta berast þær fregn-
ir að kvikmyndaframleiðendur
í Indlandi gerist nú mjög áhyggju
fullir vegna þess að Suður-Ind-
verjar eru mikið til hættir að
fara í kvikmyndahús, ef sýndar
eru myndir á hindi. Hvergi er
meiri kvikmyndaframleiðsla en í
Indlandi og í 80% allra ind-
verskra kvikmynda er talað
hindi, svo horfurnar eru ískyggi-
legar fyrir hina ótal mörgu kvikr
myndaframleiðendur í landinu,'
segir í fréttinnL
Tveir franskir
námsstyrkir
RÍKISSTJÓRN Frakklands býð-
ur fram tvo styrki handa íslend-
ingum til háskólanáms í Frakk-
landi námsárið 1965—66. Styrk-
imir nema hvor um sig 480
frönkum á mánuði. Skilyrði til
styrkveitingar er, að umsækjandi
hafi til að bera góða kunnáttu í
frönsku.
Umsóknum um styrki þessa
skal komið til menntamálaráðu-
neytisins, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg, eigi síðar en 10.
marz nk. og fylgi staðfest afrit
prófskirteina ásamt meðmælum.
Umsóknareyðublöð fást í mennta
málaráðuneytinu og hjá sendiráð
um íslands erlendis. (Frá mennta
málaráðuney tinu).
Hafnorverka-
menn aftur
til vinnu
New York, 15. febrúar,
(NTB-AP)
HAFNARVERKAMENN á aust-
urströnd Bandaríkjanna tóku aft
ur upp vinnu í dag eftir 33 daga
verkfall, sem um 60.000 hafnar-
verkamenn tóku þátt í.
Verkfallið hefur valdið at-
vinnumissi 130.000 manna og
kostað bandarískt efnahagslíf um
2.500 milljónir dala.
- IJrVARPlll
Framhald af bls. 6.
asson viðtal við Harald Ólafs-
son, forstjóra „Fálkans", en hann
rekur, sem kunnugt er, bæði reið
hjóla- og. hljómplötuverzlun.
Keypti faðir hans Fálkann, sem
þá var hjólhestaverkstæði, árið
1824, og hófu þeir feðgar þar
verzlun. Árið 1925 tóku þeir svo
einnig að verzla með hljómplöt-
ur, og olli því mest tónlistar-
áhugi Haraldar. Gekk hann img-
ur í lúðrasveitina „Harpan“, en
sú lúðrasveit tengdist síðar lúðra
sveitinni „Gígjan“, og mynduðu
þær í sameiningu „Lúðrasveit
Reykjavíkur“.
í þá daga var tízka mikil að
stunda hjólreiðar, sagði Harald-
ur, og hjóluðu ekki síður svo
nefndir heldri menn en þeir, sem
minna áttu undir sér. Annars
taldi Haraldur, að meginorsakir
þess, hve hjólreiðar væru hér
lítið iðkaðar væru óhagstæð
veðrátta og landslag svo og slæm
ir vegir.
Um kvöldið var svo leikið
gamanleikritið: „Æðikollurinn"
eftir Ludvig Holberg. Mál til kom
ið að fá gamanleikrit á laugar-
dagskvöldi. Þau hafa flest verið
af alvarlegra tæginu undanfarið.
Þetta er bezt hvað með öðru,
í hæfilegum hlutföllum, þótt for-
múlan kunni að vera vandfund-
in.
Sveinn Kristinsson.
Blý
Kaupum blý hæsta verðL
Málmsteypa
Amunda Sigurðssonar
Skipholti 23. Sími 16812.