Morgunblaðið - 18.02.1965, Side 24

Morgunblaðið - 18.02.1965, Side 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 18. febrúar 1965 Victoria Holt: Höfðingjasetrið — Ef þú hefur hita, ættir þú að vera heima. «— Hvað þú getur verið klaufa leg, Carlee! æpti hún. — í>ú hár reytir mig! Það er ekkert gagn í þér . . . ekkert gagn. Stundum er ég að hugsa um, til hvers ég er að halda í þig. Varaðu þig nú, annars losa ég mig við þig. Ég ætla sjálf að velja mér stúlkur. Nú er ég aðalsfrú Larnston og engin skal segja mér fyrir verk- um. Ég reyndi að róa hana. — Yður líður ekki vel, frú. Þér ættuð að leggja yður svolítið. Mér .var meinilla við að vera nokkuð að nota aðalsfrúartitil- inn. Ef Mellyora hefði verið í sömu stöðu, hefði ég grobbað af kunningsskapnum við hana. — Stattu ekki þarna eins og þvara! Fáðu mér hann! Hún hrifsaði af mér burstann og um !eið og hún gerði það meiddist ég á fingrunum á hár- unum, svo að úr blæddi. Ég horfði á þetta, miður mín, en hún fleygði burstanum yfir þvera stöfuna. — Nú, það hefur þá verið farið illa með þig, sagði hún. — Verði þér að góðu. Og augnaráðið var æðisgengið. Ég hugsaði með mér. Skyldi frú Larnston eftir nokkur ár fara út í móann og dansa þar, þegar tungl er fullt? Það hvíldi skapadómur yfir þessari Derrise- ætt, hún var dæmd til vitfirring ar! Og Judith var ein af ættinni. Ég var gröm og reið allt þetta kvöld. Ég hataði þá, sem lítils- virtu mig, og Judith var ein þeirra. Loksins leyfði hún mér að fara. Ég fór í herbergið mitt, og enda þótt áliðið væri orðið, setti ég upp hárið á mér á spænska vísu, með kambi og höfuðdúk. Þetta róaði mig alltaf og var kom ið upp í vana. Með svona hárupp setningu varð mér alltaf hugsað til dansleiksins, þegar ég dansaði við Kim, og hann sagði mér, að ég væri töfrandi. Og innst í huga mínum leyndist draumurinn um, að Kim kæmi aftur, og væri fyr ir eitthvert kraftaverk orðinn eigandi Klaustursins og við vær um gift og ættum börn og buru. Ég sat þarna við gluggann og horfði á tunglskinið. Það var komið yfir miðnætti þegar ég heyrði fótatak nálgast. Dyrnar opnuðust og Johnny kom inn. En þetta var allt annar Johnny Ekki vissi ég, hvað hafði breytt honum svona, en hitt vissi ég, að svona hafði ég aldrei séð hann áður. Hann var rólegur og alvar- legur og einhver einkennileg ein beitni skein út úr svipnum. — Hvað viljið þér? spurði ég. — Ég þarf að tala við þig, Kerensa, og þú verður að hlusta á mig. Nú verðurðu að standa með mér. — Mig langar ekkert að segja neitt. Ég skil yður ekki. Allur æsingur hjá honum var horfinn. Hann var rétt eins og krakki, sem er að biðja um eitt- hvað. — Ég vil giftast þér, sagði hann. — Hvað? 19 — Ég sagði, að ég vildi giftast þér. — Hvað er nú á seiði? — Þú veizt það. Það er það verð, sem ég er fús að greiða. Ég endurtek það, að ég vil gift- ast þér. — En fjölskyldan, hvað segir hún? — Það fer auðvitað allt í háa- loft, en hún getur bara ekkert sagt eða gert. — Ég er ekkert viss um, að ég vilji giftast þér, sagði ég. — Vitanlega viltu það. Ekki hefurðu verið að bíða eftir öðru. Mér er alvara, Kerensa . . . Mér hefur aldrei verið meiri bláköld alvara á ævinni. Sjáðu tiL Ég er að fara til Plymouth. — Hvenær — Núna í nótt . . . Nei . . . það er þegar kominn morgunn. f dag þá, eins fljótt og ég get. Ég verð tilbúinn í dögun. Kemurðu með mér? Ég starði á hann og var alveg ringluð. — Hversvegna hefurðu tekið þessa snögglegu ákvörðun? — Það veiztu. Við skulum ekk ert vera að hræsna. Ég hef allt af þráð þig. Og það getur ekki orð- ið öðruvísi en svona. Kemurðu þá? — Ég treysti þér ekki, sagði ég. — Við verðum að treysta hvort öðru. Ég ætla að giftast þér. Ég ætla að fá leyfisbréf. Ég sver það! — Hvernig veiztu, að . . . ? — Þú veizt alveg, hvað gerzt hefur. Við verðum saman. Þeg ar það er gert, verður það ekki aftur tekið. — Ég þarf að geta hugsað mig um. — Þú getur það til klukkan fjögur, sagði Johnny. — Vertu tilbúin. Ég þarf að láta dáiítið dót niður, og þú líka. Svo förum við ú,t áður en nokkur kemur á fætur. — Þetta er brjálæði, sagði ég. Hann þrýsti mér að sér og ég gat ekki áttað mig á því, hvern ig hann faðmaði mig að sér . . . það var girnd, ástríða og ef til vill hatur. — Þetta er það, sem þú vilt. Og ég líka . . . Svo fór hann út. Ég settist við gluggann. Ég hugsaði um auðmýkinguna, sem ég hafði orðið fyrir um kvöldið. Ég hugsaði um uppfyllingu drauma minna. Þeir gátu rætzt. Ég elskaði Johnny alls ekki. En girndin hjá honum vakti eitt hvað hjá mér. Ég átti að giftast og fæða börn . . . börn, sem áttu að bera nafnið Larnston. Draumurinn var tekinn að ger ast enn aðgangsharðari en áður. Justin og Judith voru barnlaus. Ég sa son minn í anda: Sir Just- in! Ég, móðir erfingjans að allri dýrðinni! Allt var til þess vinn- andi. Ég settist niður og skrifaði Mellyoru bréf. Innan í lagði ég annað, sem eg bað hana að koma til ömmu. Ég hafði ákveðið mig. Við fórum í dögun og til Ply- mouth. Johnny stóð við öll sín orð og brátt var ég orðin frú Johnny Larnston. 5. KAFLI Dagarnir næstu eftir flótta okk ar frá Klaustrinu, standa enn fyrir mér eins og draumur, og það var ekki fyrr en ég kom þangað aftur sem frú Larnston, að ég þurfti á öllu mínu að halda, til þess að berjast fyrir þeim sessi, sem ég ætlaði uér að skipa — að raunveruleikinn kom í ljós. Ég var ekkert hrædd daginn sem við komum heim, þá komst ekkert að nema sigurgleðin. Það var Johnny, sem var hræddur. Ég átti að komast að því, að ég var gift tusku. Á ferðinni, snemma þennan morgun, til Plymouth, hafði ég ráðið ráðum mínum. Ég ætlaði alls ekki að koma heim í Klaustr ið aftur nema sem frú Larn- ston. En ég hefði engar áhyggjur þurft að hafa. Johnny gerði eng ar tilraunir til að fara kring um loforð sitt; hann var meira að segja reiðubúinn að halda sig frá mér þangað til sjálf athöfnin væri afstaðin, en svo vorum við nokkra daga í Plymouth á eftir. Þessir hveitibrauðsdagar með Johnny voru hlutur, sepi ég kæri mig ekkert um að rifja upp. Sam band okkar byggðist mest á lík- amlegu aðdráttarafli. Ég elskaði hann ekkert raunverulega, né hann mig. Ef til vill hefur hann samt, móti vilja sínum, dáðst að staðfestu minni. Stundum fannst mér eins og hann vera hrifinn af styrkleika mínum, en líkamlegt samband okkar nægði báðum til þess að rannsaka það atriði ekki neitt frekar. Því að þetta var hámarkið af draumnum, sem ég hafði svo lengi alið með mér, en upp úr þessum draumi hafði svo vaxið annar, sem var engu síður met- orðagjarn. Ég þráði innilega að eignast barn, dreng, sem gæti orð ið erfingi Larnstoneignanna — baión. Þessa daga og nætur eftir brúð kaupið var ég í sæluvímu, af því að nú var ég að öðiast þetta vald sem ég hafði svo lengi þráð. Ég gat látið draumana mína rætast. Ég ásetti mér að verða tafar- laust barnshafandi. Ég þoldi ekki að biða eftir því að halda á syni mínum í fanginu. Ég nefndi þetta ekki á nafn við Johnny, og auðvitað mis- skildi hann alveg þessa kæti mína. — Ég sé ekki eftir neinu! sagði ég, og hann hló og minnti mig á fyrri tregðu mína. — Þú, ert galdranorn, Kerensa, sagði hann við mig. — Það hef ég líka alltaf haldið. Þessi amma þín er það, og þú ert alveg eins. Stundum var hann að víkja að sambandi okkar, á þann hátt, sem ég undraðist. Ég hefði neytt hann út í þetta, sagði hann, en líklega sæi hann nú hreint ekk ert eftir því, þegar allt kæmi til alls. Við skildum hvort annað. Við skyldum standa saman, og hefðum við kannski ekki séð það gætum ekki hvort án annars ver ið? Þegar við vorum ferðbúin heim, skrifaði Johnny og bað um að senda Polore á móti okkur. Ég gleymi aldrei vesældar- svipnum á Polore þegar hann hitti okkur. Hvað átti nú að segja við konu, sem hafði setið við þjónaborðið, en var nú orðin ein frúnna í húsinu? Han var alveg í vandræðum með þetta og honum virtist líða illa. — Góðan daginn, herra Johnny . . . herra . . . Góðan daginn . . . frú. Góðan daginn, Polore. Ég hafði strax lagt mér til rétta tóninn. — Ég vona, að öllum líði vel 1 Klaustrinu. Polore skágaut augunum á mig. Ég sá alveg fyrir mér, þeg ar hann færi að segja frá þessu við kvöldmatinn. Við skröltum eftir veginum og þarna sást Klaustrið, dásamlegra en nokkru sinni fyrr, því að nú var ég orðin þar meðeigandi. Polore sagði, að gamla frúin hefði mælt svo fyrir, að okkur yrði fyglt til hennar jafnskjótt sem við kæmum. Johnny varð eitthvað hjálegur við þessi boð, en ég lét mér ekki bregða. Ég var ekkert hrædd. Ég var sjálf orðin frú Larnston. Sir Justin og Judtih voru hjá henni. Þau litu á okkur stein hissa, þegar við komum inn. — Komdu hérna, Johnny, sagði gamla frúin. Hún skalf af reiði, og ég gat svona rétt hugsað mér, hvernig henni hefði orðið við þegar hún heyrði fréttirnar. Hún leit ekki á mig, en ég vissi, að hún varð að taka á öllu sínu til að stilla sig um það. í nýju föt unum, sem Johnny hafði keypt handa mér, var ég hvergi hrædd við að horfa framan í þau öll. — Þér nægði ekki öll fyrri vandræðin, heldur þurftirðu að bæta þessu ofan á. Aldrei hefur nokkur af ættinni gert henni neina slíka skömm. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlckkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allau Eyjaf jörð og víðar. Blaðburðarfólk öskast til blöðburðar 1 eftirtalin hverfi JlliregtfitMtafrfr Sími 22-4-80 TJARNARGATA LINDARGATA SKÓLABRAUT á Seltjarnarnesi LAMBASTAÐAHVERFI KALLI KUREKI -Xr~ -X- Xr~ Teiknari: J. MORA SOME DAYS LAT£R.- /WVTHIN& YOU WAMT1NT0WN?| X GOTTA &IT SHELLS FOEMV) JVIMCHESTEE' Nokkrum dögnm seinna. Er það nokkuð sem þig vanhagar um? Ég eetla að bregða mér til bæjarins og kaupa skotfæri í Winchesterinn minn.“ j£g held ekki. En þú ai.tir að 1 HUM&UPMYOL’CAP-AM-BALLY MAYBEYOU'ee N YEARS A&O * I AIM T’5TAY J Rl&HT! IF YOU WAS PEACEABLE AM' KEEP r-'í PACKIM'A &UM TH' OUTA TBOUBLEf j—^ ) OTHEE PAY, THAT KIPMI&HTA FOECED A SHOOT-OUT/ kaupa þér nýja sexhleypu eins og ég sagðL“ „Ég lagði mína gömlu ti'l hliðar fyr ir mörgum árum síðan og ég ætla að vera friðsamur og halda mér fyrir uian vandræði. „Kannski hefur þú rétt fyrir þér. Hefðir þú verið vopn- aður þarna um daginm, þá hefði drengstauhnn ef til villl hleypt af.“ Skröggur kemur tii Pagosa Springs. „Halló afi ég hef beðið eftir þér héma.“ „SKOTSPAR".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.