Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 3
1 Fðstudagur 19. febrúar 1965 MORGUNBLAÐID 3 I >au létu i ljós mikla ánægju yfir að hafa fengið tækifæri til að koma hingað og rómuðu mjöig móttökur, sem þau fengu við komuna. — Við höfum skiljanlega lítið getað séð okkur um, sagði Alla Sízova og það var auð- séð að hún var þreytt eftir íerðalagið. Viðdvöl okíkar verður stutt, aðeins tveir dag- ar, en það væri samt gaman að geta skoðað sig um í borg- inni og jafnvel skroppið út ó landsbyiggðina, til dæmis að Geysi. Kn eitt er víst: við er- um ákveðin í að skoða nýju eyjuna ykkar. Við spurðum, hvernig þau r noiínnur Olafsson, forstj ori, A. Gratchev, viðskiptafuUtrúi í rússneska sendiráðinu, AUa Sízova (með blómvönd frá Friðfinni Ólafssyni), Júrí Solovoj og Nikolai K. Tipitsin, sendiherra Sovétríkjanna. (Ljósm. Mbl. Sv. Þormóðsson tók myndirnar á Reykjavíkur- flugveUi í gær. í KVÖLD kl. 9 verður frumsýnd í Háskólabíói sovézk ballettkvikmynd, byggð á ævintýrinu um Þyrnirós. Dansarar í kvik- myndipni eru úr hinum fræga Kirov-ballett í Len- ingrad, en með aðalhlut- verk fara Alla Sizova (Þyrnirós) og Júrí Solovoj (prinsinn). Þau komu bæði til Reykjavíkur í gær til þess að vera viðstödd frumsýninguna í kvöld. Blaðamaður Mbl. hitti 'hið unga listafólk að máli í rúss- neska sendiráðinu í gær. Þau voru talsvert lúin eftir langt og strangt ferðalag, en gáfu sér þó tíma til að rabba við okkur stundarkorn. Bæði eru þau einkar aðlaðandi og fram- koma þeirra í senn þokkafull og hrífandi. Hér. fara lista- menn, sem eru í hópi efnileg- ustu listdansara Sovétrikj- anna, þess lands, þar sem list Alla Sízova dansinn er í æðsta veldi. fer með hlutverk Þyrnirósar í samnefndri ballettk vikxnynd. „Við viðurkennum ekki ballett, sem er abstrakt," an og hann sagði, að þau færu til Líbanon. Við spurðum, hvort þau hefðu farið víða í sýningar- ferðir með Kirov-ballett- fiokknum. Þau höfðu vissulega víða ' fariö: París, London og Banda ríkin, — já, raunar tvisvar til Bandaríkjanna, 1961 og í fyrra. — Og hvernjg voru við- tökúrnar í Bandarí(kjunum spurðum við. — Eins góðar og hugsast getur, svarar Alla Sízova að bragði. Þeir vilja fá okkur aftur vestur. Það er mjög gott að dansa fyrir bandaríska á- horfendur. — Nú er hinn nútímalegi ballett vestra ærið frábrugð- inn þeim gamla hefðbundna eystra; þeir eru farnir að dansa eftir djassmúsik. Hvað finnst ykkur um það, gott fólk? — Allur nútímalegur ballett er abstrakt, segir ungfrúin. Við höfum líka nútímalegan 'ballett í RússlandL Slíkum bailett getum við ekki líkt við þann kassiska — af því að hann er abstrakt. Og við við- urkennum ekíki ballett, sem er abstrakt. Við förum út i aðra sálma og spyrjum, hvort þau séu af lis tamannaættum. Svo er ekki. Bæði eru kom- in af alþýðufólki. — En nú hafði þið hlotið mikla frægð fyrir list ykkar, segjum við. Eruð þið ekki hamingjusöm? — Það er_ erfitt að vera frægur, segir Júrí Solovoj. Vandinn vex að sönnu í jöfnu hiutfalli við frægðina. En við erum hamingjusöm, þegar við fáum góðar viðtökur á erlend um vettvangi. Þegar okkur er klappað lof í lófa, er rúss- neskri list klappað lof í lófa — fyrst og fremst. Oig svo kvöddum við lista- fólkið unga, á rússneska vísu (sendiherrann hafði kennt okkur að segja takk á rúss- nesku), því að þau höfðu kom ið til íslánds um langan veg og þau voru þreytt. Við þökkuðum hinum alúð- lega rússneska sendiherra mót tökurnar og við þökkuðum starfsmanni sendiráðsins, sem hafði túlkað s;amræðurnar úr rússnesku yfir á dönsku. Svo gengum við út í rign- inguna. Við þetta má bæta nokkr- um staðreyndum um kvik- myndina sjálfa: í henni er lögð áherzla á litrikan búning hins gamal- kunna, franska ævintýris um Þyrnirósu, en umfram allt er lögð áherzla á kjarna ævin- týrisins: baráttuna milli góðs og ills. Kvikmyndin er ekki gerð eftir uppfærslu ballettsins á Framh. á bis. 8 segja rússnesku ballattdansaramir, sem verða viðstödd frumsýningu ballettkvik- myndar í Háskólabíói í kvöld aralist, bætir hún við, því að mér finnst málaralistin standa í nánum tengslum við ballett- inn. Hvort hún máli sjálf? — Því miður ekki, segir hún. Ég læt mér nægja að fara á söfn. Það geri ég mjöig oft. Gömlu meistararnir hafa mest aðdráttaraflið. Við minnumst á íslenzka málaralist og þá færist fallegt bros yfir andlitið: — Það væri gaman að kynn ast henni, segir hún. Aðspurður um áhugamál sín telur Júrí' Solovoj upp ferðalög og myndatökur. Víst er um það, að ef hann á eftir að fylgja kvikmyndinni eftir í þeim tuttugu löndum, sem þegar hafa tryggt sér sýning- arrétt, yrði hann manna á- nægðastur, en við vitum ann- ars ekki, hvort hann gerir það, enda fórum við ekkert út í þá sálma. Við spurðum aðeins, hvert ferðinni væri heitið, þegar þau héldu héð- Hún er 26 ára að aldri. Fædd í Moskvu. Eftir að hún lauk prófi frá Listdansskól- anum í Leningrad 1958 réðst hún til Kirov- sönglistahúss- ins og komst þar brátt í fremstu röð unigra dansara við leikhúsið, sakir meðfæddra hæfileika, ríkrar tónlistargáfu, frábærrar stökkfimi og dugn- aðar. Fyrsta árið, sem hún staffaði þar, tók hún þátt í sýningum ungrá listdansara á 7. Alheimsmóti æskunnar í Vín og hlaut þar gullverðlaun fyrir frammistöðuna. Hún hef ur farið með aðalhlutverk j möngum kunnum ballettum, t.d. „Giselle", „Stein(blóminu“, „Hnetubrjótnum" o.fl. Hann er 24 ára að aldri, fæddur í Leningrad. Hann er nú yngsti og efnilegasti ein- leiksdansarinn við leikhúsið og hefur farið með mörg vandasöm hlutverk. Hann er heiðúrslistamaður Rússneska sambandslýðveldisins og 1963 útnefndi Listdansakademían í París hann bezta listdansara heims og sæmdi hann Nijin- skí heiður sskj alinu. hefðu gert sér fsland í hugar- lund, þegar þau lögðu af stað hingað. Júri Solovoj verður fyrir svörum: — Við höfðum lesið tals- vetr um ísland í bókum, og eftir þann lestur er okkur efst í huga, hve gestrisni ís- lendinga er rómuð. Við höf- um líka orðið þess áþreifan- lega vör, að þau orð eru ekki staðlausir stafir. Okkur langar til að forvitn- ast um áhugamál ungfrúar- innar. Því er fljótsvarað: — Klassísk tónlist. — Hvað þá um dægurlög?, spyrjum við. Hún hristir höfuðið með glampa í augunum, sem segir meira en nokkur orð. — Ég hef líka yndi af mál- I \ SmSTEIHIAR Lítið varð úr samdrættinum ÞEGAR viðreisnarstjórnin tók við völdum hér á landi, skorti hvergi á hrakspár Framsóknar- manna. Jafnvel ábyrgustu menn flckksins innan þings og utan * spáðu geigvænlegum samdrætti í atvinnulífi, hruni á ýmsum sviðum athafnalífsins og stór- felldu atvinnuleysi. Heil héruð mundu leggjast i eyði, og nýir bátar brotnir niður í eldiviðar- spæni. Nefndu þeir stefnu við- reisnarstjórnarinnar ýmsum ónefnum, en skásta nafnið var „samdráttarstjórnin“. Nú heyrist þetta orð ekki leng- ur nefnt. Gert er út á hverju sætré, sem flýtur, og nýir bátar keyptir til landsins eða smíðaðir hér, sem aldrei fyrr. Alls staðar vantar menn í vinnu, og engin atvinnugrein er í hættu um að leggjast niður, nema e.t.v. söðla- smíði. Enn leggjast jarðir i eyði, en þó ekki eins hratt og á tímum „vinstri stjórnarinnar", se*n dæmin sýna. Samdrátturinn hef- ur ekki komið fram, ekki einu sinni á Austfjörðum, eins og bæði kommúnistar og Fram- sóknarmenn spáðu. Að vísu hef- ur síldveiði aukizt eystra, en'það er ekki aðeins þeirri veiði að þakka, að kjördæmi Eysteins og Lúðvtks leggst ekki í auðn. Fleira hefur auðvitað komið til. Bygg- ingar íbúðarhúsa úti um allt land tala og sinu máli. „U ppgangurinn á Austurlandi" Dagblaðið „Vísir“ í Reykjavik hefur undanfarið birt greina- flokk undir ofangreindu nafni. Sýna ummæli kunnugra manna á hverjum stað, að enginn app- gjafartónn er til í þeim, eins og andstöðublöð stjórnarinnar óska sér. Nefna má sem dæmi glefsur úr ummælum Þorleifs Jónssonar, sveitarstjóra á Eskifirði. Hann segir meðal annars: „Það er avo mikið að gera hér, að manni hættir að standa á sama“. Síðan ræðir hann um stærsta verk- efnið, sem fyrir ligigi, að fyrsta áfanga hafnargerðarinnar ljúki, en það sé tólf milljóna króna mannvirki. „Er meiningin að ljúka verkinu á þessu ári“. Síðan er rætt um húsnæðismál á Eski- firði. Kemur ekki þar fram, að fólk sé að flýja til „láglendisins við Faxaflóa", heldur eru hús- næðismálin næststærsta vanda- mál Eskifjarðar, „þótt menn byggi hér, eins og þeir geta, Hér eru um 20 íbúðir í smíðum, og Kreppurinn er með 5—6 íbúðir til útrýmingar lélegu húsnæði. Margir hafa líka sótt um lóðir". Þá kemur í ljós, að fólki hefur fjötgað á sl. þremur árum á Eskifirði úr 710 og í yfir 900. Að endingu segir sveitarstjóri m.a.: „Það má segja, að hér sé unnið alla daga og flestar nætur, þótt þetta sé rólegasti timi ársins. Það þekkist nú orðið ekki, að menn fari suður á vetrarvertíð“. „Auka við sig á öllum sviðum" Svo hljóðar fyrirsögnin um Breiðdalsvík. Þaðan er sömu söguna að segja og á Eskifirði. jr Of langt yrði hér upp að telja alla fyrirhugaða stækkun þar og aukningu í atvinnugreinum. Fréttir „Vísis“ frá Breiðdalsvik enda svo: „Tekjur manna hér hafa farið ört vaxandi síðustu árin, enda hefur hver vinnu, eins og hann vill. Tekjur hreppsins hafa vaxið jafnframt, þótt alltaf hafi verið slegið talsvert af útsvarsskalan- um“ (þ.e. útsvarsstiganum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.