Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 5
' Fðstudagur 19. febrúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 Svona má EKKI leggja SkyJdi maöurinn í bílnum vera blindur? Ef svo væri, ætti hann ekki a3 hafa bílpróf. Allir hljóta a3 sjá umferðarmerkið, fyrir ofan bílinn. Bílstjórimi hefur augsýnilega ekki séð það. Þetta merkir STÓÐUBANN, en á myndinni, sem Sv. Þ. tók, geta menn séð, hvað •töðubönn eru vel virt í Reykjavík í dag. Nei, svona má ekki leggja. Þess utan er þetta í Tjarnargötu fyrir framan Steindórsprent, og þar er einstefnuakstur, og bíllinn ekur á móti umferðinni. Svona má ekki aka! VÍSIiKORN A NORÐURLEIÐ Af Bláfellshállsi fer ég feginn, finn í æðum hitna blóð. Mér Hveravellir geyma glóð. Hofsjökull ber hægra megin. i Hallar brátt á norðurslóð. St. D. AKranesíerðir með sérleyfisbílum Þ, 1». Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja ■vík alla virka dag.t kl. 6. Frá Akra- nesi kl. 8, nema á Laugardögum ferðir frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík ki. 2, Á sunnudögum frá Akranesi kl. 3. Frá Reykjavík kl. 9. Akraborg: Föstudaigur frá R kl. 7:45 oig 15, frá B kl. 21, frá A kl. 9 og 22:45. Laugardagur frá R kl. 7:46, 13 og 16:30, frá A kl. 9, 14:14 og 18. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla fór 16. þm. frá Gdynia áLeiðis til Spánar. Askja er í Piraeus. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til London kl. 08:30 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Rvíkur kl. 19:25 1 dag. Innanlandsflug í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Ves-t- mannaeyja, Sauðárkróks, Húsavíkur, ísafjarðar og Egilsstaða. Skipadeild SLS: Arnarfell er í New Haven. Jökulfell er í Camden. Dísar- fell er í Rvík. LitlafeU er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Helgaféll fór frá Helsingfors í gær til Bremen. Hamrafell átti að fara 17. frá Aruba til Hafnarfjarðar. Stapafell er í Brom- brough, fer þaðan í kvöld til Rvikur. Mælifell er í Keflavík. H.f Jöklar: DrangajökuM er í Rvík. Hofsjökull fór 16. þm. frá Hamborg til Rvíkur. Langjökull lestar á Vestfjarðar höfnum. Vatnajökull fór 1 gærkveldi frá Cork til London, Rotterdam og Hamborgar. Leiðrétting Prentvílla slæddist inn í loka- orð Halldórs Hansen yfirlæknis í þættinuni Útvarp Reykjavík í gær. Rétt eru þa'ð svdhljóðancþ: Temjið yður varúð. Rekið óttan á flótta. 1 RÉTTIR Frá Guðspekifélaginu. Fundur í Mörik kl. 8:30 í kvöld í Guðspekifé- lagshúsinu Ingólfsstræti 22. Erindi flytur Grétar Fells: Svefn og sálfarir. Hljómlist. Kaffiveitingar. Allir eru vetkomnir. SunnudagskvöLdið 21. febrúar gengst Bræðrafélag Nessóknar fyrir kirkju- kvöldi í Nesikirkju kl. 8:30. Til dag- Bkrárinnar verður vel vandað. Meðal itnnars flytur biskupinn yfir íslandi, berra Sigurbjörn Einansison erindí, og tékneski hörpuleikarinn, Ladisova Vicarova leiikur einleik á hörpu. Allir, velkomnir meðan hiúsrúm leyfir. Kvenréttingrafélag íslands. Að- alfundur verður haldinn þriðju- dag-inn 23. febrúar. kl. 8:30 í Tjarnarbúð (Oddfellowhúsinu). Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur í hyggju að halda basar um miðjan næsta mánuð til ágóða fyrir húsnæðis sjóð. Allar konur ebu beðnar að standa saman um að safna og gefa. Talið við eða komið munum til eftir- talinna kvenna,: Ragnheiðar Guð- mundsdóttur, Máfahlíð 13, sími 17399, Inga Andressen, Miklubraut 82, sími 15238, Svönu Hjartardóttur, LanghoLts- veg 80, sími 37640, Soffía Smith, Tungu veg 30, sími 35900 og Sigriðar Berg- mann, Ránargötu 26, simi 14617. Stærðfræði formúlur HringsneiS. Platarmál: % K X B Hringræma. r = radíus i litla hringnum. B = radíus 1 stóra hringnum. Platarmál: (R’ +■ r1) Sporbaugur. \ S = stóri ás. L = y litU ás ' Flatarmái: % S X % L x nr eða 1.570796 X (S + L). T j RúmmáL Teningur. 1 Rúmmál' S’ = S X S X s. Ferstrendn.fc„. (Kassi). Rúmmál:H X B X L Aðrir strendingar. G = Flatármál gnmnflatarins, H = hæðin. Rúmmál: % H X G. Pýramidi. G = Platarmál grunnflatariijs. H = hæðin. Rúmmál: % H x’ G. Spakmœli dagsins Enginn löstur er svo lítilfjör- legur, að hann bregði ekki yfir sig einhverri skikkju dyggðar- innar. — W Shakespeare (1564— 1616) Enskt skáld sá N/EST bezti Kona var að segja manni sínum, að hiún væri að megra sig og heíði lézt þetta og þetta mikið á viku. Maður heimax tók lítt undir það, en varð hugsi á svip ag sagöi síðan: „Nú; þú verður þá búin í septemiber'4. að hann hefði verið að fljúga yfir flugvellinum í gær, þegar norræna fólkið var að fara, al- sælt eftir hina íslenzku gestrisni, og þá hitti hann mann, sem sat á skurðbarmi utan vi'ð völlinn. Storkurinn: Það er naumast norrænt upplitið á þér í dag? Maðurinn: Er að furða? Ég er nefnilega að vestan, og nú er það margsannað, að á Vestfjörð- um býr norrænasta fólkið. A'ð vísu ætlaði einhver Færeyingur þarna um daginn, að sanna þetta upp á Færeyinga, en það verð- ur nú einiber þrándur í götu í þeim röksemþaflutningL Storkur: En hvað hefur þú þá til þíns máls um Vestfirðina? Maðurinn: Að þú skulir ekki sjá þetta strax í hendi, ég meina væng þínum! Vestfirðingar tala lang norrænasta málið, saman- ber vísuna: Það er langur gang- ur fyrir hann svanga Manga a'ð bera þang í fangi út á langa tanga. Þetta hafa hinar norrænu þjóðirnar vitað, samanber Hal- vard Lange og Den lille Havfrue á Langeline. Aldrei hafa þeir á í þessum orðum. Þarf þá frekar vitnanna við? Vestfirðingar tala norrænu, og Skandinavar myndu skilja vísuna undireins á hljóðinu. Auk þess heitir fata á vestfirzku SPANDA og skúrbygging við hús heitir því norræna nafni BÍSLAG, og hana nú, sagði mað- urinn og var rokinn með það sama. Storkurinn flaug í háaloft og gustaði norrænu undan veengj- unum, og me'ð það flaug hann upp að Norræna húsinu, sém er nú ennþá skýjaborg, settist þar í grunninn og þenkjaði stífan. Æskulýðsvika Gunnar Sigurjónsson. Æskulýðs- og kristniboðsvik- vikunni í húsi KFUM og K í Hafnarfirði er haldið áfram. Samkomur er u áhverju kvöli. í kvöld talar Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur. Dagskrárefnið: Konsó kallar! Allir velkomnir. Á samkomunum er sýning á fá- séðum gripum frá Fílabeinsströn inni og Konsó. Samkomurnar liefjast kl. 8:30. Smóvarningur Árið 1498 fann Vasco de Gama sjóleiðina til Indlands. Áheit og gjafir Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: ÁLeit frá NN 1000; áheit frá NN 100; gjö<f frá ME 100. Kærar baickir. Sigur- ión Guðjónsson Óskast til kaups Volkswagen ’61—’63, góðan bíl. Uppl. í síma 37645 eftir kL 8. Sængur Æðardúnssængur Gæsadúnssængur Dralonsængur. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3. — Sími 18740 RauSamöl fín og gróf. Ennfremw mjög gott uppfyllingarefm. Simi 50997. íslenzk mynt ásamt mynt frá 1932-42 óskast. Hagerup, Livjægergade 38, Kbhvn. 0, Danmark. Árshátíð Sjálfstæðisfélags Garða- og Bessastaðahrepps verður haldin í samkomuhúsinu að Garðaholti, laugardaginn 27. febrúar nk. og hefst kl. 8:30 e.h. með sameiginlegri kaffidrykkju. Til skemmtunar verður: GAMANÞÁTTUR RÆÐUHÖLD DANS O. FL. Aðgöngumiðar, sem eru til sölu hjá eftirtöldum að- ilum, þurfa að pantast eða sækjast íyrir fimmtu- dagskvöld 25. febrúar: Eyþóri Stefánssyni, Akurgerði, Álftanesi; Einari Halldórssyni, Setbergi, Garðahreppi; Magnúsi Guðmundss.^ Breiðási 3, Garðahreppi; Gunnari Ingvasyni, Hliðnesi, Álftanesi; Sóloni Ólafssyni,. Goðatúni, 20, Silfurtúni; Kristjáni Guðmundssyni, Biláverkst. Hafnarfj. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Thl sölu Opel Rekord, árgerð 1964. Símar 19032 og 20070. Stúlkur óskast strax til eldhússtarfa. — Sími 17758. NAUST Húseign við Laugaveg Til sölu er húseign við Laugaveg. Á hæðinni er 4ra herb. íbúð, 1 herb. í risi og kjallari, sem mætti nota sem lager o. fL Skip & fasteignir Austurstræti 12. — Sími 21735. Eftir lokun 36329. Gseboon og krossviður Gaboon 16, 19 og 22 mm. Krossviður 3, 4 og 5 mm. Hörplötur 8 og 12 mm. Mótatimbur og gluggaefni 2*4”—5”. Húsasmiðjan Súðavogi 3. — Sími 34195.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.