Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 19
1 Föstudagur 19. febrúar 196S MORGUNBLAÐIÐ 19 —Ingibjörg 100 ára Framhald af bls. 10. tveggja ára og átti þar heima til 13 ára aldurs, er foreldrar mínir fluttust að Melum. Ég man því vel eftir ömmu minni frá því ég var lítill drengur. Bær foreldra minna og bær ömmu á Steinstúni voru sambyggðir. Var því dag- lega mikill samgangur milli heim ilanna. Alltaf vorum við systkin- in velkomin inn til hennar og vildi hún allt fyrir okkur gera, sem hún vissi að okkur mætti verða til góðs. Yngstu börn henn- ar, frændsyskini okkar, þau, sem heima voru á þessum árum, voru okkur líka sem beztu systkini og leikfélagar, enda þótt þau væru nokkru eldri. Eftir að við fluttum að Melum, reyndum við sem oft- ast að koma að Steinstúni og heimsækja ömmu okkar, sem allt af hafði verið okkur svo góð og sem okkur þótti svo vænt um. Frá þeim árum, er ég átti heima á Steinstúni, eru bernskuminn- ingarnar ljúfar og bjartar og mun ég ekki reyna að lýsa þeim hér. Amma mín var björt yfirlitum með mikið ljóst hár fram eftir öllum aldri, í meðallagi há, en grannvaxin, létt í hreyfingum og dugleg að hverju sem hún gekk. Venjulega var hún glöð og kát. Hún var söngelsk og hafði lag- lega söngrödd. Mikið kunni hún af kvæðum og ljóðum og kenndi okkur systkinunum ýmis þeirra. Góð vinátta var milli bæjanna í Norðurfirðinum svo ekki bar þar skugga á. Ömmu minni þótti vænt um nágrannakonur sínar, og mátu þær hana mikils. Böm þessara nágranna komu oft að Steinstúni og tók hún þeim alltaf vel, enda var hún í eðli sínu barn- góð og kunni að umgangast börn, svo að þau hændust að henni. Mikill var dugnaður hennar meðan hún var upp á sitt bezta. Meðan börn hennar voru ung varð hún oft að taka að sér hirð- ingu á öllum skepnum heimilis ins langtímum saman, þegar mað- ur hennar var á hákarlaskipum og við önnur störf fjarri heimil- unar inu. Þetta gerðist á hverjum vetri. Voru þó aðstæður erfiðar, því fjárhúsinu voru niðri í Firði og því örðugt að komast á milli í vondum veðrum. Fór henni þetta allt vel úr hendi, unz synir hennar komust á legg og gátu tekið þessi störf að sér í fjarveru afa míns. Aldrei féll henni verk úr hendi, er hún var inni og margan sokk- inn og vettlinginn mun hún hafa prjónað á leiðinni á engjernar á sumrin. Það lítur ekki út fyrir að þessi mikla vinna hafi háð henni eða stytt aldur hennar, enda var hún heilsugóð og fremur hraust langt fram á elliár, gekk um bein og hressileg og fylgdist með öllu sem fram fór. Ekki man ég eftir að hún hafi farið burt úr sveitinni til læknis- eðgerðar nema einu sinni. Fékk hún þá illt í fingur og varð að fara til Hólmavíkur til rannsókn- ar. Reyndist þetta vera bein- eða beinhimnubólga svo slæm, að taka varð af henni fingurinn. Þar var hún í nokkrar vikur, unz hún var gróin sára sinna. Þetta var í tíð Magnúsar Péturssonar, héraðs læknis. Seinna hefur hún fengið slæmar byltur. Er hún var á sjö- tugsaldri datt hún af hestbaki fram við Árnesstapa og fótbrotn- eði. Var hún flutt 'heim til foreldra minna, sem þá áttu heima á Mel- tim og var hún hjá okkur þar til brotið var gróið. Er hún var kom- In á tíræðisaldur laskaðist hún í mjöðm. Var þá haldið, að hún svo gömul mundi ekki komast á fætur aftur, en það fór á annan veg, því með þrautseigju og dugn aði barðist hún við að stiga í fæt- urna strax og hægt var. Tókst henni þannig að komast upp úr þeirri legu og gekk um að lokum sem ekkert væri. Kraftar þessarar öldruðu konu eru nú óðum að þverra, sjón og heyrn er orðin dauf, en enn reyn- ir hún þó að klæðast dag hvern og halda sér þannig í lengstu lög frá að fara alveg í kör. Hætt er samt við að það verði ekki til langframa úr þessu og að lífs- ganga hennar verði brátt á enda. Þeirrar stundar 15íður hún í von og trú, án allrar æðru eða kvíða. Hún heldur barnatrú sinni allt til enda og hefur alltaf treyst því, að það sé æðri kraftur, sem leiði mann gegnum lífið. Á þessu sérstæða merkisafmæli mun ekkert barna hennar (nema Gísli, sem heima á í Steinstúni) geta heimsótt hana. Þau eru dreifð í ýmsar áttir og fjarlægð og misjöfn vetrarveður, hindra samgöngur við þessa afskekktu sveit. En hugur þeirra og ann- arra afkomenda hennar og forh- vina, mun á þessum degi leita heim að Steinstúni, heim til henn ar, með þakklæti fyrir allt hið góða á liðnum árum og heillaósk- um í sambandi við afmælið. Um leið og ég þakka þér, amma mín, fyrir alla ástúð þína og umhyggju mér til handa, óska ég að æðri máttur veiti þér þrek og gleði til hinztu stundar, svo ævikvöldið megi verða þér bjart og fagurt Ingvar Agnarsson. Dav/ð Ó. Framh. af bls. 12 geta frystihúsanna setur takmörk við því hversu mikið þar er unnt að vinna. Bráðabirgðatölur liggja fyrir um hagnýtingu síldarinnar allt ár ið 1964 og sýna þær eftirfarandi í samanburði við árið 1963 (þús. lestir): erlendan markað, en annars var landað hér heima aðallega um vor- og sumarmánuðina. Alls nam afli togaranna á ár- inu um 64 þúsund lestum og var þar af landað erlendis um 33 þús. lestum. Stunduðu 35 togarar yeið ar og þar af má telja, að 29 hafi haft eðlilegt úthald. Var þett 7 skipum færri en árið áður, en hinsvegar var úthald togaranna yfirleitt samfelldara nú og heild- 1964 %. 1963 % ísvarin síld . . 0 5.8 1.5 Til frystingar 26.0 4.8 37.7 9.3 Til söltunar .. 56.6 10.4 76.6 19.2 Til bræðslú .. 459.1 84.8 274.7 70.0 Breytingar á hagnýtingu síld- arúthaldstíminn því ekki tu áður hefir verið. í síðasta lagi í lok september hefir vertíð austan lands og norðan verið lokið og ávallt meginhluti flotans haldinn heim alllöngu fyrr. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur, sem stjórnar síldarrannsókn- unum og leitarskipunum, hefir þó bent mönnum á, að mögulegt væri að stunda síldveiðar fram eftir hausti. Það var þó ekki fyrr en nú, að menn fengust til að sinna þessu. Kom og í ljós, að hægt var að stunda veiðarnar með góðum árangri, allt til árs- loka. Hafði það þeim mun meiri þýðingu að þessu sinni vegna þess, að veiðarnar við Suðvestur- land brugðust að mestu og gátu einkum hin stærri skip bætt sér upp það tjón með því að stunda veiðarnar á austursvæðinu. Hefir með þessu verið' skráður nýr þátt ur í sögu síldveiðanna við ís- land og er vart að efa, að þessar haustveiðar geta átt.eftir að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. Enda þótt veiðin væri með nokkrum frátökum um sumarið og haustið, aðallega vegna mis- jafns veðurs, þá veiddist meiri síld á þessari vertíð en nokkru sinni fyrr, eða sem svaraði nokk- uð yfir 3 millj. mála. Síldin var venju fremur mis- jöfn að stærð um sumarið og breyttist með eðlilegum hætti nokkuð til hins verra að því er arinnar verða yfirleitt mun meiri frá ári til árs en að því er tekur til þorskveiðanna. Koma þar til mismunandi gæði síldarinnar svo og, að markaðir fyrir frysta og saltaða síld geta takmarkað það magn, sem hagnýtt er á þann hátt. Hið síðara átti þó ekki við árið 1964, en þá stafaði minnk- andi hagnýting síldarinnar til frystingar og söltunar í fyrsta lagi af því, að síldin, sem veidd- ist um sumarið við Austurland vár yfirleitt óhagkvæm til sölt- og síldveiðarnar við Suð- vesturland brugðust að mestu um haustið en einmitt á því svæði eru mestir möguleikar til fryst- ingar á síld og söltun varð þar og einnig miklu minni en ráðgert hafði verið. Sá hluti síldaraflans, sem fór til bræðslu var því með mesta móti á þessu ári. Togararnir Útgerð togaranna var með sama hætti og verið hefir undan- farin ár, en afli þeirra fer enn minnkandi og hefir verið svo frá ári til árs nú um skeið. Til þesr. liggja tvær meginorsakir. í fyrsta lagi hefir þess gætt í vaxandi mæli á togaramiðum á Norður- Atlantshafi nú undanfarin ár, að afli færi minnkandi bæði að því er snertir þorsk og þó einkum karfann. í öðru lagi hafa togar- arnir íslenzku verið útilokaðir frá ýmsum þeim veiðisvæðum hér við land, þar sem þeir áður máttu veiða á og fiskur er oft mikill. Hinir miklu erfiðleikar togara' útgerðarinnar stafa m.a. af þessu aflaleysi en ýmislegt fleira kem- ur þar til. Það er öllum ljóst, sem nálægt þessari útgerð koma, að stærð áhafna skipanna og vinnu- fyrirkomulag um borð er miðað við allt aðrar aðstæður, hvað afla magn snertir, en nú er orðið og, að það gæti verið hagur bæði á- hafna og skipaeigenda að breyta þar til. Þá eru flestir togararnir orðnir það gamlir, að rekstur þeirra af þeim sökum verður óhagkvæmur. Þann tíma ársins, sem ísfisk- markaðirnir í Bretlandi og Þýzka landi gátu tekið á móti fiski, stunduðu togararnir nær undan- tekningarlaust ísfiskveiðar fyrir muna styttri en þá. Alls fóru togararnir 249 sölu- ferðir með ísfisk til útlanda á ár- inu, 113 til Bretlands og 136 til Þýzkálands. Verðlag á ísfiskmörk uðunum var yfirleitt hagstætt þó jafnan sé það nokkuð syeiflu- kennt. Meðalverð yfir árið mun hafa verið sem næst kr. 9.20 pr. kg. í Bretlandi en um kr. 8.50 í Þýzkalandi. Þetta gefur þó ekki fullkomlega til kynna réttan samanburð á þessum mörkuðum því tollar og kostnaður við lönd- un o. fl. er misjafnt. Tollur á brezka markaðnum er 10% allt árið af öllum fiski, en í Þýzka- landi er þetta misjafnt eftir árs- tímum og tollfrjálst tímabil, sem svo er nefnt, síðustu fimm mán uði ársins en utan þess tíma verður að greiða nokkru hærri toll en í Bretlandi. Síldveiðarnar . Eins og áður segir jókst síldar- ‘aflinn verulega á árinu og nam nú meira en 55% af heildarafl- anum. Eftir mjög lélega haustsíldar- vertíð 1963 hófst síldveiði við austanvert Suðurland, aðallega vestan Ingólfshöfða, í janúar, en þar hafði ekki verið stunduð síld veiði áður. Hélzt sú veiði fram febrúar. Vegna fjarlægðar veiði- svæðisins frá þeim vinnslustöðv- um, sem voru tilbúnað að taka á móti síldinni, sem voru aðallega á Suðvesturlandi, nýttist þessi veiði verr en ella, en auk þess kom það til, að síldin var æði misjöfn að gæðum, aðallega blönduð að stærð. Sumarsíldveiðarnar hófust að þessu sinni fyrr en áður hefir verið, því fyrsta síldin veiddist þegar um mánaðamótin maí/ júní. Þátttaka var nú meiri í veiðun- um en verið hafði á fyrra ári, eða 243 skip á móti 226. Fernt var það, sem einkenndi þessa vertíð. Undanfarin ár hefir sá hluti sumaraflans, sem veiðzt hefir vestan Langaness farið minnkandi en Austfjarðamiðin orðið þeim mun gjöfulli. Á þess- ari vertíð varð þróunin sú, að því nær öll veiðin fékkst austan Langaness. Þá var þessi vertíð lengri en Söltun Bræðsla Frysting Þús. upps. Þús. Þús. uppm. tunnur mál tunnur 1. júní til 30. sept 347 2.141 38 1. okt. til 31. des 10 578 18 Alls: 357 2.719 56 Hagnýting síldaraflans við Suður- og Vesturland Söltun Bræðsla Frysting Þús. upps. Þús. Þús. uppm. tunnur mál tunnur 1. jan. til 31. maí 23 442 96 1. júní til 30. sept 24 5 1. júní til 30. sept., Vestm. — 184 4 1. okt. til 31. des 38 31 95 Alls 61 681 200 fitumagn snerti er á leið haustið. Vegna þess aðallega, að stærð- Var um að ræða mikið af síld, arsamsetning sumarsíldaraflans sem var of smá fyrir söltun og var óhagstæð, eins og áður segir, olli það erfiðleikum. Hinsvegar var ekki unnt að salta meira en var síldin yfirleitt feit um sum- raun varð á, sem leiddi til þess arið. að nokkuð skorti á, að saltað inga á síld um langar vegalengd- ir, sem getur átt eftir að hafa stórkostlega þýðingu, ekki aðein* fyrir veiðiflotann og síldarverk- smiðjurnar heldur einnig aðrar vinnslustöðvar, svo sem söltunar- stöðvar og frystihúsin. Er og uppi nú mikil hreyfing í þá átt að feta í spor þessarar tilraunar og eru það einkum síldarverksmiðjurn- ar á Suðvesturlandi sem það gera. Eins og áður segir varð síld- veiðin við Suðvesturland með eindæmum rýr að þessu sinni. Að vísu var tíðarfar mjög óhagstætt lengst af en síldarmagn virtist einnig lítið á miðunum. Eins og síldveiðarnar eru nú stundaðar má heita, að um sam- fellda vertíð sé að ræða, ef frá er talið tímabilið síðari hluti vetrar og fram í vorbyrjun, en þá hefir hingað til ekki verið um teljandi síldveiði að ræða. Það er því erfitt að skipta aflanum á veiðitímabil einkum þegar það er svo, eins og var á þessu ári, að sömu skipin voru að veiðum til skiptis á mismunandi svæðum eins og var um sumarið og að nokkru leyti um haustið. Um sumarið veiddist talsvert af síld við Vestmannaeyjar, en sum skipanna voru ýmist þar eða við Austurland. Taflan hér á eftir er því aðallega gerð til að sýna skipt ingu aflans eftir því hvernig hann var hagnýttur. Hagnýting síldaraflans við Norður- og Austurland: Hið þriðja atriðið, sem vert er að minnast, við þessa vertíð er sú tilraun, sem gerð var með flutn- inga á síld með tankskipi. Upp- bygging síldariðnaðar um allt land hefir mjög knúð á með að finna leið til að flytja síldina til vinnslustöðvanna frá veiðisvæð- unum, sem oftast eru takmörkuð við einn landshluta í einu. Slíkir flutningar hafa að vísu verið stundaðir frá 1960, þar sem síld- inni hefir verið umhlaðið í flutn- ingaskip á höfnum á Austur- landi, aðallega til flutninga á hafnir á Norðurlandi. Að þessu sinni var gerð tilraun með að setja dælu í tankskipið Þyril og dæla síldinni úr veiðiskipunum á miðum úti. Með þessu móti spar- ast þeim veiðiskipum, sem losna við síldina á þennan hátt, sigl- ingatíminn til hafnar og á miðin aftur, sem getur oft verið heill sólarhringur eða jafnvel meira. Gefur auga leið hversu mjög aflamöguleikar flotans geta auk- izt við þetta. Síldin var svo flutt til síldarverksmiðjunnar í Bol- ungarvík, en það var fyrirtækið Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, sem gerði þessa merku tilraun, með aðstoð ríkisins, en verkfræð- ingarnir Haraldur Ásgeirsson og Hjalti Einarsson stóðu fyrir tilrauninni. Virðist ekki á á því vafi, að með þessu var sýnt fram á nýjan möguleika til flutn- væri upp í fyrirframgerða samn- inga. Hið- sama gerðist að því er Suðvesturlandssíldina snerti, en þar var það aflaleysið, sem varð þess valdandi. Saltsíldarfram-. leiðslan varð því allverulega minni en efni stóðu til og leiddi til þess, að hlutfallslega meira fór til bræðslu en ella. Frysting varð einnig til muna minni en ella hefði orðið. Hvalveiðar. Hvalveiðarnar voru með svip- uðum hætti ogxáður. Lauk ver- tíðinni síðari hluta september og hafði þá staðið frá síðari hluta maímánaðar, eða alls rúmlega 17 vikur. Alls veiddust 444 hvalir og var það 5 hvölum fleira en árið áður en 39 færra en verið hafði árið 1962. Skiptist veiðin þannig á teg- undir (tala hvala) 1964 1963 Langreyðir .. 217 283 Búrhvalir. .. 138 136 Sandreyðir 89 20 Framleiðsla helztu afurða úr hvölum var sem hér segir: Lýsi Kjöt Mjöl 1964 1963 lestir lestir . 3215 3436 . 2227 2234 . 1974 2389 - Hafið hér litið 1SPEGILINN? -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.