Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 21
1 Föstudagur 19. fébrúar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 Vieikcjidur á UerranoU 1965 ásamt Benedikt Árnasyni, leikstjóra. Herranótt: Halla Hauksdóttir (Fernilla) inni. Af öðrum leikendum, sem allir fóru með minni hlutverk, er ástæða til að nefna Aðalstein Hallgrímsson sem brá upp spreng hlægilegri skyndimynd af ,,manni með grímur“, en skemmdi hann dálítið með því að beita svipuð- um andlitsfettum síðar i leiknum í hlutverki hermanns. Benedikt Arnason setti „Grímu dans“ á svið og virðist hafa náð því úr hinum óreyndu leikendum sem þeir áttu tiL Ýmislegt mátti að heildarsvip sýningarinnar finna og í síðasta þætti slaknaði Þórhallur Sigurðsson (Henrik) allverulega á leiknum, en það er að nokkru sök höfundar. Áber- andi galli á síðasta þætti var að láta hin gáskaíullu þjónustuhjú stela senunni frá elskendunum þegar þeir hittast með leynd og ræða ástarráunir sínar. Leikendum, leikstjóra, þýð- anda og leiktjaldamálara var ákaft og innilega fagnað að leiks- lokum, og bárust þeim margir b'ómvendir sem gengu manna á nulli eftir því sem þurfa þóttL Sigurður A. Mignússon. Höfundur: Ludvig Holberg Leikstjóri: Benedikt Amason Þýðandi: Þorsteinn Helgason BINS og við mátti búast, var mikið hlegið og innilega á Herra- nótt Menntaskólans í Iðnó á mánudagskvöldið, þegar nemend txr færðu þar upp einn af hinum klassísku gamanleikjum Ludvigs Holbergs, „Grímudans", í þýð- ingu Þorsteins Helgasonar úr 5. bekk. Var þýðingin áheyrileg og bar þess óvíða merki, að hún væri gerð af ungum menntaskóla pilti. Leiktjöld Björns Björnsson- «r, sem einnig er í 5. bekk, voru mjög þokkaleg, einkanlega garð- urinn í fyrsita og öðrum þætti. Gamanleikir Holbergs hafa Btundum áður verið vinsæl verk- efni og vel við hæfi á Herranótt, enda gefa þeir óvönum eða lítt reyndum leikendum tóekifæri til að spreyta sig á ýkjum og öfg- lim farsans. Persónurnar í leik- ritum Holbergs eru að jafnaði einfaldar í sniðum, manngerðir fremur en einstaklingar (enda ganga nöfnin á ýmsum helztu persónum hans aftur í mörgum leikritum), og hann leggur höfuð áherzlu á leik með andstæður og hliðstæður, tiltekin skopleg atvik og ákveðin „fræðileg“ viðfangs- efni, og er þá einatt skírskotað til vandamála í samtímanum. Ludvig Holberg var umbóta- Binnaður skynsemishyggjumaður •em barðist gegn fordómum, for- dild, hefðbundinni heimsku og ýmsum siðvenjum sem af þessum lífseigu löstum leiddL í leikrita- gerð var hann lærisveinn Moli- éres, þó þeir væru annars ólíkir eð upplagi. Báðir gerðu þeir gys að mannlegum breyskleik, löst- um og sérvizku; báðir beittu and- stæðum og endurtekningu; báðir höfðu gaman af grófum ýkjum og orðaleikjum. En Holberg hafði hvorki til að bera skarp- skyggni Moliéres, frumlega sköp- unargáfu né sviðsskyn. Hann var hvarflandi í listrænni viðleitni sinnf og því eru verk hans þokukenndari og lausari í sér en verk hins franska meistara. Flestar persónur Holbergs (nema Jeppi á Fjalli og Erasmus Montanus) eru afbrigði af vin- sælum persónum sem víða koma fyrir í leikbókmenntum fyrri alda, bæði spænskum, frönskum og enskum. Hitt verður aldrei af Holberg skafið að hann var upp- hafsmaður norrænna seinni tíma bókmennta og um leið „faðir" norrænnar leikritunar og leik- menningar. Af þeim sökum stendur meiri ljómi af nafni hans í bókmenntasögunni en ella mundi: hann var kappinn sem ruddi brautina og veitti ferskum straumum frá Evrópu yfir dormandi menningu Norður- landa. „Grímudans" hefur ekki verið færður upp fyrr á íslandi, og eiga bæði þýðandi og leikendur þakkir skildar fyrir það lofs- verða framtak að kynna okkur nýtt verk eftir hinn gamalkunna og kæra höfund. „Grímudans“ er að efni til mjög í anda annarra leikrita Holbergs. Möndull leiksins er ástarvandkvæði ungra aðalshjúa, en misskilningur sem á rætur sínar í úreltum siðum og for- dómum eldri kynslóðarinnar verður höfundi tilefni til að gera gys að fordild, ágirnd og hræsni heldra fólksins, sem leggja því á herðar sífelld vandkvæði, meðan almúginn gengur hreint til verks og afgreiðir hvaðeina vafningalaust, óbundinn af kredd um og hefðum. Eins og í mörgum fleiri gamanleikjum Holbergs er það þjónninn Henrik sem hefur til að bera hið rétta magn af raunsæi og heilbrigðri dóm- greind, enda verður hann nokk- urs konar formælandi höfundar- ins sjálfs, eins og skýrast kemur fram í leikslok. Að vanda skiluðu menntaskóla- nemar hlutverkum sínum af mjög misjafnri Sþrótt, en ótví- ræðri leikgleði og smitandi gáska. Ærslabelgurinn í leiknum var Þórhallur Sigurðsson í hlut- verki Henriks þjóns, og brá hann sér í mörg gervi og sum kostu- leg; beztur fannst mér hann í leiknum innan leiksins, þar sem hann leiðir sínum ástsjúka herra fyrir sjónir hvers hann megi vænta, ef hann haldi fast við þann ásetning að virða vilja föð- ur síns að vettugi. Leikur Þór- halls einkenndist meir af fjöri en viðleitni til persónutúlkunar, en eigi að síður mótaði fyrir heillegri persónu. Hann vakti mikla kátínu meðal áhorfenda, ekki sízt á grímudansleiknum þar sem gríman brást honum. Jerónímus heldri borgara lék Þórður Vigfússon af talsverðri rögg og myndugleik, var bæði mikilúðlegur, strangur og radd- sterkur. Sigríður Sigurðardóttir lék Magdalenu konu hans og gerði visast sitt bezta, en það hrökk hvergi nærri til. Pétur Lúðvíksson lék Leander son Iþeirra hjóna, hinn ástsjúka, og var sérlega viðfelldinn, en hefði mátt slá meira á skoplegu streng ina, eins og hann gerði svo eftir- minnilega í fyrravetur, Óttarr Proppé gerði skemmtilega per- scnu úr Arf vinnumannL lýsti kankvíslega meinfýsni hans, . heimsku og hugleysi. Leónard, bóndinn á hinum bænum, gæfur, skilningsríkur og umburðarlyndur, var leikinn af Guðmundi BjörnssynL sem dró upp viðkunnanlega mynd af honum, en dálítið fábreytilega. Leónóra dóttir hans, sem kemur ekki mikið við sögu á leiksvið- inu, var leikin af Láru Margréti Ragnarsdóttur, og túlkaði hún hlutverkið af merkilegu öryggi og mátulegri tilfinningasemi. Sé ég ekki betur en þar fari efni í leikkonu. Halla Hauksdóttir lék Pernillu, þjónustustúlku Leónóru, af meiri gáska en forsjá. Tilburðir hennar voru stundum yfirdrifnir til lýta, þannig að hún skar sig úr heild- Þórður Vigfússon (Jerónímus) og Guðm. Björnsson (Leander) GRÍMIiDANS Mikill f jársjóður f innst á haf sbotni 6. jan. (AP) FLOKKUR eyjaskeggja frá Bahaimiaieyja.klasainiuim stærrL gerða á miðvikudag tiiraun til að kaifa niður i flak spænskrar í galeiðu í því skyni að höndla fjársjóð einn mikin.n er þar á að vera geymdur. Galeiða þessi varð fyrir árás sjóræningja fyrir rúmuim þrem öldum og sökk hún þar nokkur hundruð metrum fyrir utan Freeport með allan íarminn innan- borðis. Það voru fjórir Bamdaríkja menn frá Miami, er fundu flakið fyrir tilviljuin, þegar þeir voru þarna að kafa í ná- grenni við flakið. Þegar eyjasikeggjar komu á staðinn, þar sem flakið átti að vera undir, voru þar fyrir löigreglufuililtrúi frá Free port ásaimt Bandaríkjamönn- uniuim fjórum og einm af fjór- menningunuim aðvaraði hina áköfu eyjaskeggja og sagði að þeir myndu ákæra þá fyr ir ofbeldi á eignarétt manma, ef þeir reyndiu að kafa niður í flakið. Þrír létu hótanirmiar ekkert á sig fá og sturngu sér í hafið og hirúr fylgdu skommiu á eftir, svo brátt varð allt morandi af köfur- um ílleit að fjársjóðd í sjón- um. Ofansjávar fór aillt fram með ró og spekt og bráðleg* skaiut öllum köfurumium upp, en enginn hafði tekið neitt með sér upp. LögreglufufU- trúinn skipaði aluim að hald* til haifnar, en engar ákærur voru bornar fram og engir handtekinir. Þó þegac h.afi verið bjarg- að 10.000 gull og silfurpening um úir flakinu, þá hafla emgir óviðkomandi 9éð fjársjóðiinn. Það sem bjargað hefur verið úr flakinu, það sem komið er er metið á 9 milljónir dollara og er þó miklu enn óbjargað. Bandaríkj amennirn ir segja, að þeir muni geyma fjársjóð- inn í banka, þar til ákveðinn hefur verið eignarétturinn á galeiðunni. Fjórmeniningarnir hafa enn ekki skýrt nákvæm lega frá hve miklu þeir hafa bjargað og hve miklu sé enn- óbjargað, en einn þeirra læt- ur hafa eftir sér, að þetta sé að öilum líkind.um mesti fjár sjóðfundur sögunnar. Stærsti fundur til þessa, sem vitað er um, var fyrir þremur ár- um, þegar fjársjóður fannst fyrir utan Kennedyhöfða. Var sá fjársjóður metinn á eina miiljón dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.