Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.1965, Blaðsíða 6
ð MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 19. febrúar 1965 ■r Norðurlandaráðs þrjií stórmál 13. þing afgreiddi Ræða Sigurðar Bfarna- sonar er hann sleit þinginu Ég þakka Harald Nielsen fyrir hin fallegu og hlýlegu orð í minn garð, íslenzku sendinefndarinnar og ritarans. Ég þakka honum og dönsku sendinefndinni fyrir boðið um að halda næsta ráðs- fund í Kaupmannahöfn. Þrettánda þing Norðurlanda- ráðs er nú að ljúka störfum. Þetta hefur verið starfsamt þing, sem haft hefur mörg gagnleg mál til meðferðar og afgreiðslu. í sambandi við norræna sam- vinnu og raunar alþjóðlega sam- vinnu yfirleitt heyrist oft talað um óhóflega skriffinnsku og pappírsmoldviðri. Vér getum við urkennt, að stundum virðist þessi gagnrýni eiga við rök að BRÍDGE styðjast^ Hitt er þó kjami máls- ins, að upphaf allra mála er hugs un, síðan að skrifa, þá að tala og loks að framkvæma. Þessi fjögur stig mannlegrar athafnar eru grundvöilur hinnar stöðugu þróunar, sem færir þjóðum vor- skilyrði þess, að árangur verði af samþykktum vorum á þing- inu. Ég leyfi mér að fullyrða, að á þessu ríkir fullur skilningur beggja þessara aðila. Norður- landaráð er sá vettvangur þar sem hugmyndirnar verða til með svipuðum hætti og innan þjóð- þinga vorra. En það hefur ekki vald til þess að framkvæma sam- þykktir sínar og tillögur. Þar verður atbeini ríkisstjórnanna að koma til. Það er því mjög þýðingar- mikið, að ríkisstjórnirnar fylgist umbætur með hverju árinu sem líður. Hræðslan við pappír og skriffinnsku má þessvegna hvorki hræða þjóðir Norður- landa eða annarra heimshluta frá eðlilegu samstarfi, sem stöð- ugt verður óhjákvæmilegra eftir að fjarlægðir hafa verið sigraðar og allt mannkyn býr í alheims- grennd. Samvinna ríkisstjórna og Norðnrlandaráðs Við lok þessa þings ber að leggja áherzlu á það enn einu sinni, að góð samvinna milli ráðs ins og ríkisstjórnanna er frum- sem bezt með því, sem gerist innan ráðsins og nefnda þess. Eftir að hinar nýju starfsregl- ur ráðsins komu til framkvæmda hafa ráðherrar sótt nefndafundi milli þinga í vaxandi mæli. Er tvímælalaust að því verulegt gagn. Það er eðlilegt, að Norður- landaráð leggi áherzlu á, að til- lögur þess séu framkvæmdar og komi að því gagni, sem að er stefnt. En til þess að það verði verður samstarf þess við ríkis- stjómirnar að vera náið og stöðugt. Að því er stefnt m. a. með sameiginlegum fundum einstakra ráðherra með þeim Sigurður Bjamason nefndum ráðsins, er fjalla um þau mál, er undir þá heyra. Þrjú stórmál Á þessum fundi Norðurlanda- ráðs hefur verið unnið vel og ötullega. Ýms mikilvæg mál hafa verið afgreidd. Ég nefni aðeins þrjú þeirra, fyrst tillöguna um stofnun Norræns menningarmála sjóðs með 3 millj, d. kr. árlegu framlagi eða um 18 millj. ísl. króna. Þessi sjóður verður undir sameiginlegri norrænni stjórn og verður varið til fjölþætts stuðn- ings við menningarlíf þjóðanna. ÚRSLIT í 5. umferð á Reykja- víkurmótinu í bridge urðu þessi: Meistaraflokkur Sveit Róbert Sigmundsson vann sveit Reimars Sigurðsson- ar 162:50 6—0. Sveit Gunnar Guðmundssonar vann sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 75:66 4—2. Sveit Halls Simonarsonar vann sveit Ólafs Þorsteinssonar 90:49 6—0. Sveit Jóns Stefánssonar vann sveit Jóns Ásbjörnssonar 91:82 4—2. 1. flokkur Sveit Zóphaníasar Benediktsson- ar vann sveit Jón Magnús- sonar 89:78 5—1. Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur vann sveit Júlíönu Isebarn 101:71 6—0. Sveit Dagbjarts Grímssonar vann sveit Péturs Einars- sonar 98:88 5—1. Sveit Elínar Jónsdóttur vann sveit Sigurbjargar Ás- björnsdóttur 71:52 6—0. Staðan er þá þessi: Meistaraflokkur 1. Sv. Jóns Stefánssonar 22 stig 2. — Gunnars Guðm.ss. 20 — 3. — Halls Símonars. 20 — 4. — Ólafs Þorsteinss. 20 — 1. flokur 1. Sv. Eggrúnar Arnórsd. 30 stig 2. — Dagbjartar Grímss. 22 — 3. — Elínar Jónsdóttur 22 — 4. — Jóns Magnússonar 17 — Næsta umferð fer fram n.k. miðvikudagskvöld og er spilað í Tjarnarkaffi. Hér kemur langt bréf frá húsmóður einni, sem segist vera „kolrugluð“: Reykjavík, 27.1 1965. Kæri Velvakandi! Ég er alveg orðin ringluð í kollinum, svo að ég sé ekki ann að ráð en að skrifa þér, ef vera kynni, að þú gætir greitt eitt- hvað úr þeim hugarflækjum, sem ég er búin að róta mér inn L Þetta byrjaði allt með nýja smjörlíkinu. Svoleiðis er, að ég las um það í blöðunum, að nú væru þeir farnir að búa til nýtt smjörlíki, jurtasmjörlíkið, þú veizt — sem væri næstum eins gott á bragðið og smjör, en bara helmingi ódýrara og auk þess hollara, því að það forðaði manni frá ólukkans kransæða- stíflunni, sem alla ætlar nú lif- andi að drepa. Ekki vantar nú skrumið hjá þeim frekar en fyrri daginn hugsaði ég og trúði náttúrúlega ekki einu orði af því, sem stóð í 'blaðinu. Ég gat þó ekki stillt mig um að kaupa eitt stykki af þessu nýja smjör- líki, svona rétt til þess að vita, hvemig það væri í raun og veru. En, viti menn! Þáð var þá bara allt satt, sem þeir sögðu. Smjörlíkið var næstum eins og smjör á bragðið og kostaði ekki nema kr. 49.— kílóið, en smjör- ið kostar eins og þú veizt. 92 krónur hvert kíló. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið og fór strax að bollaleggja, hvað ég gæti keypt mér fyirr alla þá peninga, sem ég sparaði með því að kaupa jurtasmjörlíki í stað smjörs. En þá asnaðist ég einn daginn til að fara að lesa í Alþýðublaðinu, sem aldrei skyldi verið hafa. Þar stóð svart á hvítu, og var meira að segja haft eftir ein- um ráðherranum, að nú væri smjörframleiðsla blessaðra bændanna okkar komin á svo hátt stig, að við gætum alls ekki torgað öllu smjörinu þeirra, þótt gott sé. Yrði því að flytja eitthvað af smjörinu til útlanda. Þetta væri nú út af fyrir sig allt í lagi. En það er nú eitthvað annað! f stað þess að borga 155 krónur fyrir smjörkílóið, eins og þeir ættu auðvítað að gera til þess að bændurnir okkar geti lifað sómasamlegu lifi, þá borga þeir ekki nema 32 krónur fyrir kílóið! Hefurðu nokkurn tíma heyrt aðra eins ósvifni, Velvak- andi góður? Skitnar þrjátíu og tvær krónur fyrir kílóið af þessu indæla, íslenzka smjöri, ekki nema það þó! Nú jæja, ríkisstjórnin, eða réttara sagt íslenzkir skattgreið endur, urðu náttúrulega að hlaupa undir bagga og boriga mismuninn, kr. 123.— pr. kg., þvi að ekki má launa blessuð- um bændunum fyrir allan dugn aðinn með því að láta þá tapa á vörunni sinni. — En þá var það, sem ég fór að hugsa — og það hefði ég aldrei átt.að gera. Það er langtum áhyggjuminna að láta stjórnmálamennina hugsa fyrir sig. En, sem sagt, þeirri hugsun laust allt í einu niður hjá mér, hvort það gæti verið, að þegar ég væri að spara 43 krónur með því að kaupa jurtasmjörlíki á 49.— kr. kílóið í stað smjörs á 92.— kr., þá yrði ég auk þess að borga 123.— kr. fyrir það smjörkíló, sem ég keypti ekki og yrði því þess i stað flutt til útlanda. Því að fyrir hvert kíló, sem keypt væri af jurtasmjörlíki í stað smjörs, þyrfti að flytja einu kílói meira af smjöri til útlanda, og fyrir það yrðum við óum- deilanlega að bonga 123.— kr. í beinhörðum peningum. Höfðum við þá alla síðustu viku verið að borða jurtasmjör- líki, sem í rauninni kostaði kr. 172,— hvert kíló (kr. 49.---- 123.—), þegar ég hefði getað keypt smjör á 92.— krónur kíló ið? Þessi hugsun kom mér í þvi- líkt uppnám — því að ég er ekki eyðslusöm í eðli mínu — að ég er viss um, að ég hef fölnað upp, enda þótt ég sæi það nú ekki, því að það var enginn spegill í nánd. Ég kallaði í of- boði á strákinn minn, sem er stúdent, og það úr stærðfræði- Tillagan um brú yfir Eyrarsund er einnig stórmál sem mun i framkvæmdinni hafa víðtæk áhrif á samgöngu og efnahags- lega þróun Skandinaviu í fram- tíðinni. Önnur þýðingarmikil samþykkt er tillagan, þar sem lýst er afstöðu ráðsins til EFTA og hvatt til vaxandi efnahags- málasamvinnu Norðurlanda og Evrópu. Þessar þrjár samþykktir á sviði menningarmála, samgöngu og efnahagsmála marka raun- hæfa og þýðingarmikla afstöðu þjóða Norðurlanda. Þingi slitið Að lokum leyfi ég mér að taka undir þakkir Haralds Nielsen til ritara ráðsins fyrir allan undir- búning fundarins. Aðstoðarfólkl þeirra og öllu starfsliði þingsin* færi ég þakkir fyrir mikið og gott starf, ’sem átt hefur þátt L að starfið hér hefur gengið vel og greiðlega. Friðjóni Sigurðs- syni, aðalritara íslenzku sendi- nefndarinnar þakka ég sérstak- lega mikið og gott starf við und- irbúning og skipulagningu fund- arins. Blaðamönnum, útvarpi og sjónvarpi þakka ég mikilsverð- an áhuga á starfi voru. Varafor- setum ráðsins þakka ég bróður- lega og mikilsverða samvinnu og yður öllum, háttvirtu ráðsmeð- limir og ráðherrar, þakka ég ánægjulegar samvistir. Ég þakka yður komuna til Reykjavíkur og óska yður, listamönnum, sem veittu móttöku listaverðlaunum Norðurlandaráðs, og öllu starfs- liði yðar, góðrar heimferðar og heimkomu. Að svo mæltu segi ég 13. þingi Norðurlandaráðs slitið. deild, og spurði hann, hvort þetta gæti verið rétt hjá mér. „Blessuð, láttu ekki svona,** svaraði hann. „Veiztu ekkL a8 smjörið sem selt er innanlands, er líka niðurgreitt, ekki þó me3 123.— krónum kílóið, heldur 85.— krónum. Hvert smjörkíló, sem þú kaupir, kostar því raun- verulega ekki 92.— krónur, heldur 177.— krónur. Ég hefi nú aldrei verið sterk i reikningi, og satt að segja veit ég ekki lengur mitt rjúkandi ráð. Þess vegna langar mig nú til að spyrja þig, Velvakandi minn, hvort ég hefi efni á a9 spara 43 krónur á kílói með þvl að kaupa jurtasmjörlíki, eða hvort ég verð að halda áfram að kaupa rándýrt smjör á 93 krónur kilóið til þess að stofna ekki fjárhag mínum og lands- ins í voða. Eða — finnst þér, að maður geti farið fram á það við bless- aða bændurna o*kkar, að þeir framleiði kannski pínulítið minna af smjöri, svo að maður geti sparað með góðri sam- vizku? Nei, annars, það væri víst allt of mikið ónærgætni I þeirra garð. Hvað finnst þér, Velvakandi minn? Kolrugluð húsmóðir." Sú „kolruglaða" setur mig 1 mikinn vanda með því að ætla mér að gefa úrskurð í þessu máli. Hún er næstum búin að gera mig kolruglaðan. í hennar sporum hætti ég aiJ hugsa frekar um þetta og léti smekkinn ráða — eða óttana við kransæðastífluna. Hún get- ur gengið að því vísu, að húa heldur áfram að tapa og tapa allt lífið ef hún 'hættir ekki þes* um útreikningum. Og þá tapar hún alltaf meira á því, sem húa kaupir — en hinu, sem húa hefði átt að kaupa. 6 ▼ 12 ▼ 24 ▼ Bosch flautur, 1 og 2ja tóna. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.