Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 1
28 síðtir «#faMí§> 62. árgangur. 59. tbl. — Fimmtudagur 11. marz 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsíns. Bítilmenningin ryður sér til rúms meðal íslenzkra hrossa. Þessa mynd af Ringo-Skjóna tók ljósm. Morgunblaðsins, Ól. K. M. uppi á Kjalarnesi í gær. Hfargrét Hol- \ Idndsprinsessa trúlofast HAAG, 10. marz (NTB-AP). - Júlíana Hollandsdrottning 1 kom fram í hollenzka sjón- I varpinu í dag og tilkynnti I þegnum sínum trúlofun þriðju . elztu dóttur sinnar, Margrét- ar og skólabróður hennar úr lagadeild háskólans, Pieter van Vollenhoven. Prinsessan , er 22 ára gömul en unnustinn 25 ára, borgaralegrar ættar og hefur nýlokið fyrri hluta lög- fræðiprófs sins. Margrét prinsessa stendur | næst Beatrix, elztu systur sinni, að erfa ríkið eftir Júlí- önu drottningu, síðan næst- I elzta systirin, Irene, afsalaði I sér öllum réttindum til ríkis- I erfða er hún gekk að eiga spánska prinsinn Don Carlos af Bourbon-Parma í apríl í íyrra. Ef hollenzka þingið I samþykkir ráðahag Margrét- , ar, sem allar likur eru til að verði, þarf hún ekki að afsala 1 sér ríkiserfðum. Borgaryfirvöld banna mótmæia- göngur blökkumanna í Selma Hvítur prestui þungt haldinn eftír árás kynbræðra sinna Dr. Kin«i segir aora göngu áformaða í næstu vik.n Selma, Alabama, 10. marz, NTB, AP. YFIRVÖLD í Selma, Alabama, bönnuðu i dag mótmaelagöngur blökkumanna og var það gert til þess að reyna að koma i veg fvrir frekari óeirðir í borginni. Var leiðtogum blökkumanna til- kynnt ákvörðunin, en þeir reyndu engu að síður að fara mótmæla- göngu til þinghússins í Selma eftir að stöðvuð hafði verið mótmæla- ganga sú sem fara átti í gær til höfuðborgar ríkisins, Montgo- mery. Gangan var stöðvuð með stakri spekt. Hvítur prestur, sem kom til Selma til að taka þátt i göngunni, liggur mi þungt haldinn á sjúkrahúsi í Birmingham eftir Stjórnarheriiin sækir í sig veðrið Trijarbragðadeilur í Ha Nang Saigom, Da Nang. 1«. marz. AP.NTB. »11 lil.ll. Vi«4 Cooe réðist í dag A birgðaJest S-Vietnamstjórnar nm 45® km atistur s».í Saigon og •nissti staórniarherinií 18 manns í viðiueigiúau>i, em eins banda- rískur hermálaráðunautur beið bana og annar særðist. Af Viet Cong féllu 63 menn. Bardagi þessi varð milli bæjanna Bong Son og Hoai, en þar um slóðir ráða skæruliðar Viet Cong lög- Framhald á bk. 27. árás kynbræðra sinna. Dr. Mart- in i.nthfr King, leiðtogi blökku- manna, sttgir að í næstu viku muni þess aftur freistað að fara mótmælagöngu til Montgomery. Það var yfirmaður öryggismála borgarinnar, Wilson Baker, sem tilkynnti blökkumönnum bannið. Baker sagði ennfremur, að í sam- ráði við borgarstjórann hefði verið afráðið að beita öryggis- lögreglu borgarinnar en ekki ríkislögreglunni til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir héðan í frá. Mótmælagangan á þriðjudag Mótmælaganga blökkumanna á þriðjudag fór fram með mestu spekt. ólíkt þvi sem var um göng una á sunnudag, er 80 blökku. menn særðust í viðureign við rikislögregluna. Dr. Martin Lut- her King, handhafi friðarverð- launa Nóbels, var í fararbroddi, en hann var ekki i Selma á sunnudaginn. Göngumenn iögðu upp í trássi við bann dómstólsins i Selma og beiðni Johnsons for- seta um að hætta við hana og var gangan 1,5 km löng, að sögn s.iónarvotta en fjöldi andlegrar stéttar manna, hvítra, úr öllum trúflokkum tók þátt í henni og einnig voru þar nokkrar nunnur. Göngunni var heitið til höfuð- borgar ríkisins, Montgomery í Alabama, en ekki komst fylking- in þó lengra en að bæjarmörkum Selma, brúnni þar sem gangan á sunnudag fór út um þúfur. Framhald á bls. 27. Akæru- frestur frcmlengdur? BONN, 10. marz (NTB) — Vest- ur-þýzka sambandsþingið sam- þykkti í dag með miklum meiri- hluta að vísa til nefndar tveim- ur frumvörpum um framleng- ingu ákærutrests vegna striðs- glæpa. Var viðhöfð handaupp- rétting og samþykkt þessi að vísu ekki jafngildi samþykktar á sjálfum frumvörpunum, en þyk- ir þó benda eindregið til þess að þau muni hljóta samþykki. er þau komi frá nefndinni. — Um- ræðurnar um frumvörpin stóðu í allan dag. Jarðskjálfi- ar í Grikk- landi Saloniki og Aþenu 10. marz, AiP, NTB. EINN maður fórst og annar særðist illa í snörpum jarð- skjálfta, sem reið yfir grísku eyna Alonnissos í gærkvöldi, eyðilagði þar 30 hús og skemmdi 120. Óttast er að fleiri kunni alö hafa farizt af völdum mikillar flóðöldu sem færði í kaf tveer eyjar aðrar skammt undan. Jarðskjálfti þessi, sem meeldist 6.2ö stig á stigatöflu þeirri sem almennt er notuð, átti upptök sín í Eyjahafi en -vart varð viiö hann um allt Grikkland. Sprenging Siragapore, 10 marz, AP, NTB. í DAG sprakk sprengja í níu- hæða verzlunar- og skrifs'tofu- byggingu í miðborginni í Singa- pore og varð þremur að bana, en 35 manns særðust. Getum er að því leitt að sprengingin sé verk Indónesa, sem áður hafa staðið að ýmsum sprengjutilræðum i borginni síðan í fyrrahaust. Meðal annara sem skrifstofu áttu í, by.ggingunni, var sendifulltrúi Ástraliustjórnar. Louis Armstrong: „Þeir myndu lumbra á Jesú Krísti — ef hann væri svartur og færi í mótmælagöngu" Kaupmannahöfn, 10. marz. — AP — Trompetleikarinn heims- frægi, Louis Armstrong, átti tal við fréttamenn í Kaup- mannahöfn í dag og brá þá þeim vana sinum að ræða ekki kynþáttavandamál. — Kvaðst hann hafa verið að horfa á það í sjónvarpinu, er ríkislögreglumenn meinuðu kynbræðrum hans að fara fyrirhugaða mótmælagöngu sína frá Selma í Alabama til Montgomery, höfuðborgar rík isins, og sagðist ekki geta orða bundizt. „Ég er kannske ekki í fremstu víglínu", sagði Arm- Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.