Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐiÐ Fimmtudagur 11. marz 1965 ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavík- ur er nú sífellt að auka starf- semi sína. Rekur það nú um- fangsmikla starfsemi að Frí- kirkjuvegi 11, en auk þess eru á þess vegum rekin ýmiss kon ar klúbbastarfsemi í gagn- fræðaskólum borgarinnar á kvöldin. Til þess að forvitnast nánar um alla þessa starfsemi hittum við Reyni Karlsson, framkvæmdastjóra æskulýðs- ráðs, og ræddum við hann stutta stund. Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri æskulýðsráðs. Fjðlbreytt starfsemi æskulýðsráðs Rætt við Reyni Karlsson, framkvæmdarstjora „Opið hús" að Fríkirkjuvegi 11. Reynir er ungur í starfi, hef ur verið framkvæmdastjóri æskulýðsráðs í tæpt ár. Hann var áður kennari við Voga- skóla. — Við hittum hann á skrif- stofu hans að Fríkirkjuvegi 11. Síminn hringdi án afláts og urðum við að reyna að skjóta inn orði og orði milli hring- inga. — Hvað getur þú sagt okk- ur í stuttu máli um starfsemi æskulýðsráðs? — Æskulýðsráð er fyrst og fremst ráðgefandi stofnun, en eins og kunnugt er, hefur það einnig séð um ýmiss konar félags- og tómstundaiðju' sjálft. — Hvers konar tómstunda- iðju? — I>að er nú sitt úr hverri áttinni. Við höfum leitazt við að kenna fólki ýmsa tóm- stundaiðju, sem það mundi ekki læra annars staðar. Við höfum hér, að Fríkirkjuvegi 11, námskeið í ljósmyndaiðju, málm- og radíóvinnu og frí- merkjasöfnun. Einnig höfum við hér námskeið i teppahnýt ingum fyrir ungar stúlkur. Þátttaka er mjög góð í öllum þessum námskeiðum. Einnig eru að- hefjast námskeið í postulínsmálun, leðurvinnu og tauþrykki. Við ætlum svo að halda sýningu á þessu starfi í haust. SJÓVINNUNAMSKEIB — Er það ekki rétt, að þið hafið hönd í bagga með félags og tómstundastarfsemi annars staðar en hér að Fríkirkjuvegi 11? — Jú. Við stöndum fyrir sjóvinnunámskeiði að Lindar- götu 50, þar sem ungir piltar læra ýms sjóvinnubrögð. Nám skeiðin þar taka þrjá mánuði hvert. Mangir þessara pilta verða sjómenn- síðar og reynsl an hefur sýnt, að þeir eru miklu hæfari til þeirra hluta en þeir sem ekki hafa fengið neina þjálfun. í Golfskálanum starfar Vél- hjólaklúbburinn Elding á okk ar vegum. Þar hafa piltar að- stöðu til þess að gera við hjól- in sín sjálfir og þar eru haldn ir fræðslufundir um umferð- ina o.s.frv. Nokkrir piltar úr þessum * klúbb stofnuðu með sér klúbb, sem þeir nefna Bif reiðaklúbb Reykjavíkur. Æskulýðsráð hefur reynt að aðstoða piltana eftir föngum, en F.Í.B. hefur einnig sýnt áhuga á málinu. Nú vilja pilt- arnir koma sér upp verkstæði og góðakstursbrautum, en vantar aðstöðu. NÝJUNGAR — Hafið þið eitthvað nýtt á prjónunum? — Við höfum áhuga á að koma upp siglinga- og róðra- miðstöð í Fossvogi, en það hef ur strandað á ýmsu. Ég er samf bjartsýnn um að slík miðstöð komist upp einhvern tíma á næstunni. Einnig ætl- um við að koma upp góðu tjaldstæði í nágrenni Reykja- víkur þar sem unglirigar geti komið og slegið upp tjöldum. — Hvað starfar æskulýðs- ráð á sumrin? — Á sumrin er hér starf- rækt ferðamiðstöð, þar sem hægt er að fá alls konar upp- lýsingar um ferðalög. Þá er ýmsum hópum veitt aðstaða til þess að selja hér miða fyrir ferðalög o.þ.h. Á sumrin starf ar Stangaveiðiklúbbur ung- linga. Semur æskulýðsráð þá um ódýr veiðileyfi í Elliða- vatni eða Þingvallavatni og er farið þangað með hópinn. Einnig hefur klúbburinn stundum gefizt kostur á að stunda sjóstangaveiði. Eitt á ég eftir að nefna og það er hið svonefnda „opna hús." Við höfum sem sé opið hús hér að Fríkirkjuvegi 11 á hverju kvöldi. Unglingar, 16 ára og eldri geta þá komið hingað með kunningjum sín- um og spilað hér eða teflt. Hér er líka hægt að spila borð- tennis og „bob" eða bara sitja og ræða heimsvandamálin. Þessi „opnu hús" hafa náð igeysimiklum vinsældum og til dæmis voru hér í gærkvöldi um 130 manns. — Þetta segir þú að sé ætl- að unglingum eldri en 16 ára. Hafið þið þá eitthvað samsvar- andi fyrir yngra fólkið? — Við höfum því miður orðið að vísa frá, þegar það kemur hingað á kvöldin og vill fá að vera með. En við verðum að fylgja lögum ag reglum um útivist barna á kvöldin. Til allrar hamingju eru þessi lög nú í endurskoð- un og ég vona að þeim verði breytt á þá lund, að sem flest- ir verði ánægðir. Út af þessu atriði hafa orðið talsverð blaðaskrif að undanförnu og margir foreldrar hafa talað við mig um þetta. En að sjálf- sögðu getui> æskulýðsráð ekki leyft yngra fólkinu að vera með hinum eldri á kvöldin, ef það brýtur á bága við lög. — En hvað hafið þið þá að bjóða unglingum undir 16 ára aldri? — Þeim er að sjálfsögðu heimil þátttaka í öllum nám- skeiðum, sem f ara f ram á okk- ar vegum, en hér er einnig opið hús frá kl. 4—7 á sunnu- dögum. Þá er dansað á neðstu hæðinni, og geta þau þá geng- ið um allt húsið eins og þeim sýnist. Á þennan hátt getum við bætt þeim það upp að nokkru að fá ekki að taka þátt í skemmtunum hinna eldri hér á kvöldin. STÓRBÆTT AÐSTABA — Hvernig er aðstaða æsku- lýðsráðs til félags- og tóm- stunastarfs eftir að það fékk þetta hús til afnota? — Aðstaðan hefur stórbatn- að við það. Húsið er svo stórt, að við getum veitt fjölmörg- um æskulýðsfélögum aðstöðu til fundahalda og þessháttar. Þrátt fyrir það og .þá starf- semi, sem við rekum hér, er húsið ekki enn fullnýtt. Við höfum semsé ótal möguleika til þess að auka starfsemi okk- ar, og það erum við smám saman a.ð gera. — Þið standið einnig fyrir félags- og tómstundastarfsemi í gagnfræðaskóluni borgarinn- ar. — Já, við gerum menn út af örkinni til þess að leiðbeina igagnfræðaskólanemum í í ýmiss konar félags- og tóm- stundaiðju, og fer það fram í sjálfum gagnfræðaskólunum. — Hefur þátttaka verið góð í þessu starfi? — Við reyndum þetta í fyrsta skipti í fyrravetur, en þá voru þátttakendur rúm- lega 1000 í öllum skólum. Við bindum miklar vonir við þetta starf, því á þennan hátt verða hin glæsilegu húsakynni skól- anna eins konar hverfisheim- ili.fyrir unglingana, og þurfa þeir því ekki að sækja félags- og tómstundastörf langar leið- ir. Skólarnir fá á þennan hátt betri aðstöðu til þess að fylg- ast með tómstundastarfi nem- enda sinna. — Hvernig líkar þér svo að standa í öllu því stappi, sem hlýtur að fylgja því að vera framkvæmdastjóri æskulýðs- ráðs? — Það er rétt, að starfið er bæði erfitt og erilsamt, en það er mjög skemmtilegt. Ég hef alveg prýðisgott samstarfs- fólk, sem eru þau Hrefna Tynes, sem sér um skrifstof- una, Haukur Sigtryggsson, sem er umsjónarmaður með starfinu hér í húsinu og Jón Pálsson, sem hefur umsjón með starfinu í skólunum. — Er nokkuð sem þú vilt segja áður en við kveðjum? — Eg vii aðeins segja þetta: Við, sem störfum að æskulýðs- málum höfum nokkrum sinn- um sætt harðri gagnrýni fyrir að laða unglingana of mikið frá heimilunum. Við gerum okkur fulla grein fyrir rétt- mæti þessarar gagnrýni, en við höfum einmitt reynt af fremsta megni að kenna ungl- ingum þeim, sem koma til okkar, einhverja tómstunda- iðju, sem þeir geta unnið að á heimilum sínum. Okkar starf getur verkað á tvo vegu, en við gerum það sem við getum til þess að ganga hvorki of langt hé of skammt í starfi okkar. Á námskeiði í radiovinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.